Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1984, Blaðsíða 6
IÞROTTIR 14 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 13. nóvember 1984 VALUR Reykjavík „Frammistaðan ræðst af ýmsu“ „Mér líst vel á veturinn, það verður gaman að takast á við þetta, ekki síst þar sem uppistað- an hjá okkur eru ungir menn sem eru óskrifað blað, margir hverj- ir,“ sagði Þorbjörn Jensson fyrir- liði Vals og landsliðsins í samtali við Þjóðviljann. „Ég hef trú á því að við lendum í efri hlutanum en það verður að koma í ljós hversu mikið álag lið- ið þolir. Við þessir eldri munum aðstoða okkar efnilegu leik- menn, sem margir eru í 21-árs landsliði og sumir komnir í A- landsliðið. Þá ræðst frammistað- an af ýmsu öðru - landsliðið á t. d. framundan mikil verkefni og meiðsli og þreyta gætu breytt miklu. Ég vona bara að við verð- um heppnir í því efni. Annan bikar við hlið Reykjavíkurbik- arsins - því ekki?“ sagði Þorbjöm Jensson. -VS Þorbjörn Jensson. ar fimmta sæti, en í fyrra sáust batamerki er Valsliðið sýndi tal- sverðar framfarir og hafnaði í þriðja sæti. Fyrir tveimur árum urðu Vals- menn að gera sér að góðu að leika í fallkeppni 1. deildar eftir að hafa hafnað í fimmta sæti for- keppninnar. í fyrra tókst liðinu að bæta um betur - komst í fjög- urra liða úrslitin og annað sætið blasti við, uns Víkingum tókst að sigra FH í lokaleiknum og ýta Val niður í þriðja sæti. Valsliðið er blanda af eldri og yngri leikmönnum. „Garnlar" kempur á borð við Þorbjörn Jensson, Þorbjörn Guðmunds- son og Jón Pétur Jónsson eru enn í fullu fjöri og unga kynslóðin í liðinu lofar góðu - Jakob Sigurðs- son er þegar orðinn fastamaður í landsliðinu og Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og Júlíus Jónasson eru farnir að berja hraustlega á dyrnar. Á milli em svo hinn reyndi Steindór Gunn- arsson sem enn er á besta aldri, Einar Þorvarðarson sem er tví- mælalaust besti markvörður landsins í dag og Theodór Guð- finnsson sem hefur gengið til liðs við Valsara á ný eftir að hafa hjálpað Breiðabliki uppí 1. deild í fyrra. Hilmar Björnsson þjálfar Valsmenn áfram - hann náði góðum árangri með þá fyrir nokkrum árum og er greinilega á réttri leið með þá í dag. Helsti styrkleiki Vals er góð markvarsla, góð vörn þar sem ný „mulningsvél" er í uppsiglingu og góðir hornamenn. Einar Þor- varðarson hefur sterkan múr fyrir framan sig og hornsteinninn í honum er landsliðsfyrirliðinn Þorbjörn Jensson. Hornamenn- irnir ungu, Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson, eru þegar komnir í fremstu röð og gefa lið- inu aukna möguleika í sóknar- leiknum. Helsta vandamál Vals er skytturnar. Þær eru af þyngri gerðinni, nema Júlíus Jónasson, og sterkar varnir geta haldið þeim óþægilega í skefjum. Þá eiga einstakir leikmenn erfitt með að hemja skapið þegar á móti blæs þó batamerkin í þeim efnum hafi verið greinileg á síð- asta vetri. Ef ekkert fer úrskeiðis ættu Valsmenn að geta tekið þátt í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn í vetur. Skortur á breidd gæti þó sett strik í reikninginn þegar leikjafjöldinn eykst eftir áramótin - einkum þar sem skyttur á borð við Björn Björns- son, Stefán Halldórsson og Brynjar Harðarson eru horfnar á braut. En Valsmenn selja sig jafnan dýrt - svo mikið er víst. - VS Þorbjörn Hilmar „Von á jafnara móti“ „Ég á von á mikið jafnara ís- landsmóti en í fyrra og úrslit geta sérstaklega orðið á alla vegu fram að áramótum. Þá eru fáir leikir með löngu millibili og tilviljunum háð hvernig þeir fara því liðin verða aldrei í fullri æfingu. Leikirnir hlaðst síðan upp eftir jól og þá reynir á liðin og þau „stabílistu" standa uppúr,“ sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals. Hilmar spáir hinum sjö liðun- um í þessa röð: 1. FH 2. Víkingur 3. KR 4. Stjarnan 5. Breiðablik 6. Þróttur 7. ÞórVe. Frá því Valur lék til úrslita um Evrópumeistaratitilinn fyrir fjór- um árum hefur þessi gamli risi í íslenskum handknattleik legið í dvala. Tvisvar þriðja sæti, tvisv- Hilmar Björnsson. Leikmenn Vals í 1. deild keppnistímabilið 1984-85: Markverðir: Einar Þorvarðarson - 27 ára - 95 leikir mATal - 80 A-landsleikir Elías Haraldsson - 19 ára - 85 leikir m/Val - 2 U-21 landsleikir, 5 U-landsleikir Jón Breiðfjörð - 38 ára - 384 leikir mA/al - 4 A-landsleikir, 4 U-landsleikir Aðrir leikmenn: Birgir Guðmundsson - 20 ára - 10 lelkir mA/al Geir Sveinsson - 20 ára - 121 leikir mA/al - 11 U21-landsleikir, 9 U-landsleikir Guðni Bergsson - 19 ára - 34 leikir mA/al - 5 U-landsleikir Jakob Sigurðsson - 20 ára - 127 leikir mA/al - 31 A-landsleikur, 11 U21-landsleikir, 7 U-landsleikir Jón Pétur Jónsson - 31 árs - 385 leikir m/Val - 20 A-landsleikir Júlíus Jónasson - 20 ára - 112 leikir m/Val - 11 U21-landsleikir, 5 U-landsleikir Steindór Gunnarsson - 28 ára - 348 ieikir m/Val -114 A-landsleikir, 3 U21-landsleikir, 5 U-landsleikir Theodór Guðfinnsson - 25 ára - 73 leikir m/Val - 3 A-landsleikir, 5 U21-landsleikir, 3 U-landsleikir Valdimar Grímsson - 19 ára - 64 leikir m/Val - 7 U21-landsleikir Þorbjörn Guðmundsson - 30 ára - 379 leikir m/Val - 68 A-iandsleikir, 8 U-landsleikir Þorbjörn Jensson - 31 árs - 251 ieikur m/Val - 106 A-landsieikir Þórður Sigurðsson - 18 ára - 9 leikir m/Val. Knattspyrnuféiagið Valur var stofnað árið 1911. Iðkun hand- knattleiks í félaginu hófst uppúr 1930 og þá sem liður í þjálfun knattspyrnumanna. Út frá þessu jókst áhugi á íþróttinni. Vals- menn sáu um framkvæmd fyrsta íslandsmótsins ásamt Víkingum, árið 1940, og urðu íslandsmeist- arar bæði í meistara- og 2. flokki. Titil sinn í meistaraflokki varði Valur tvö næstu árin. Sérstök handknattleiksdeild var stofnuð innan félagsins árið 1959. Valur hefur 12 sinnum orðið ís- landsmeistari, árin 1940, 1941, 1942, 1944, 1947, 1948, 1951, 1955, 1973, 1977, 1978, og 1979. Valur sigraði í Bikarkeppni HSÍ fýrsta árið sem hún fór fram, 1974. Valur hefur ávallt leikið í 1. deild ef undanskilin eru þrjú ár í 2. deild, 1963-1965. Valur hefur náð lengst íslenskra félagaíEvrópukeppni. Árið 1980 komst Valur í úrslit í Evrópu- keppni meistaraliða en tapaði fyrir Grosswaldstadt í Munchen 21-12. Valur státar af öflugum 1. flokki sem tekur þátt í bikarkeppni HSÍ í vetur. Þar eru innanborðs einir fjórir fyrrum landsliðsfyrirliðar Islands. Valur hefur sex sinnum orðið ís- landsmeistari utanhúss, árin 1951, 1955, 1970, 1972, 1976 og 1977. Úr röðum Vals koma tveir lands- leikjahæstu leikmenn í íslenskum handknattleik. Bjarni Guð- mundsson, sem nú ieikur í V.Þýskalandi, hefur leikið 152 A-landsleiki og Ólafur H. Jóns- son lék 138.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.