Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 7
gítarleik
verður
enginn
fullnuma
Gítarinn er tákn spánskrar
tónlistar. Þeirkennduþjóöum
aö meta þetta hugljúfa hljóö-
færi, þeir sömdu fyrstir manna
tónlist sérstaklega fyrir gítar,
þeir lyftu tónlistinni og gítarn-
um í þær hæðir sem hann er í.
Hvað er því eðlilegra en að
gítarleikarar úr víðri veröld leiti
til Spánar eða landa sem eru
undirspönskumáhrifum,til
gítarnáms? Pétur Jónasson,
einn okkarfremsti gítarleikari,
hefur nú gert þetta í tvígang.
Fyrst til Mexíkó, þar sem hann
stundaði nám í tvö ár og nú
stundar hann nám á Spáni hjá
José Luis Conzález í bænum
Alcoy í Valencia á Spáni. Pét-
ur er staddur hér heima um
þessar mundir í þeim erind-
agjörðum að leika með
Hamrahlíðarkórnum á tón-
leikum ídag, laugardag. Þá
verða kórnum afhent verð-
laun sem hann hlaut fyrir sigur
í kórakeppni á sl. sumri. Pétur
lék með kórnum í verki eftir
Atla Heimi Sveinsson, í Jap-
ansför s.l. sumar, sem er
inn að eiga við hljóðfærið áður,
þannig að hann kenndi mér alveg
frá byrjun, og með þeim hætti að
hann lagði grunn að því sem síðan
hefur orðið. Ég var líka heppinn
að því leyti að foreldrar mínir
studdu mig og hvöttu með ráðum
og dáð.
- Þótt Eyþór kenndi mér að
meta klassíska gítartónlist, þá var
ég líka hrifinn af dægurtóniist og
lék í popp-hljómsveitum. Það
vantaði ekki, ég hef reynslu af
þeirri tegund tónlistar líka. Sam-
tímis því hélt ég áfram námi í
tónlistarskólanum og Iauk brott-
fararprófi 18 ára. Þá átti ég eitt ár
eftir til að ljúka menntaskóla og
gerði það.
Vegamót
Og þá hefurðu þurft að taka
stóra og mikla ákvörðun?
- Hvort nú var. Ég hafði lokið
stúdentsprófi í raungreinum og
var eiginlega ákveðinn í að verða
læknir. En þarna stóð ég á vega-
mótum. Ég varð að taka ávörðun
um hvort ég færi í Háskólann eða
legði á hina þyrnum stráðu braut
listamannsins og héldi áfram
námi í gítarleik. Enginn ýtti á
Rœtt við Pétur Jónasson gítarleikara sem nú stundar nóm ó Spóni
samið fyrir kór og gítar. Við
notuðum tækifærið og rædd-
um við Pétur um feril hans
sem gítarleikara og fleira.
Ég var heppinn
- Kynni mín af tónlist komu
fyrst í gegnum heimili mitt. Hér
hefur alltaf verið mikill áhugi
fyrir góðri tónlist, þannig að ég
hef alist upp með henni. Þegar ég
var 6 ára gamall var Bítla-æðið í
öllu sínu veldi. Bróðir minn sem
er 6 árum eldri en ég, tók auðvit-
að þátt í því af fullum krafti og lék
þessa tónlist öllum stundum.
Þetta kveikti í mér. Svo fór, að
mig langaði að gera eitthvað
sjálfur í þessum málum og bar
fram þá frómu ósk við foreldra
mína að þau gæfu mér gítar. Þau
féllust á þetta gegn því skilyrði að
ég færi í gítarnám. Ég féllst á það
og hóf nám í Tónlistarskóla
Garðabæjar. Þar var ég heppinn,
því að kennari minn var Eyþór
Þorláksson, sá frábæri kennari og
gítarleikari. Og ég var ekkert far-
mig, ég varð ekki fyrir neinum
þrýstingi og tók því ákvörðun
einn og sér. Aftur á móti fann ég
vel fyrir því að foreldrar mínir
myndu styðja mig vel og dyggi-
lega ef ég færi í gítarnámið. Nú,
ég valdi gítarinn og hef aldrei séð
eftir því, þótt hann sé sannarlega
harður húsbóndi.
- Næsta skrefið var svo að
halda til Mexíkó árið 1978. Eyþór
Þorláksson kannaðist þar við
mjög góðan og þekktan gítar-
leikara og kennara. Hann skrif-
aði fyrir mig bréf og hjálpaði mér
með ýmsum hætti. Eg lagði svo af
stað til þessa fjarlæga lands, mál-
laus, ég kunni ekki orð í spönsku
þá, og ég skal játa það að mér var
ekkert rótt þegar ég hafði kvatt
foreldra mína hér á flugvellinum
og var kominn í gegnum vega-
bréfaskoðunina. Einn á ferð til
Mexíkó, án þess að kunna orð í
málinu. Það var ekki hátt á manni
risið þá. Ég varð fyrir margs-
konar óþægindum í Mexíkó til að
byrja með eins og flestir útlend-
ingar. Þeir eru plataðir upp úr
skónum.
Margir móðguðust
Ég lék fyrir Lopez Ramos og
hann ákvað að taka mig til sín, en
annars voru margir kennarar við
skólann. Manuel Lopez reyndist
mér vel, var góður kennari og hjá
honum var ég við nám í tvö ár.
Hann er nánast í dýrlingatölu
þarna í skólanum og aldrei ávarp-
aður öðruvísi en „meistari“. Mér
gafst kostur á að halda tónleika í
Mexíkó, sem gengu vel og ég var
afar ánægður eftir þessi tvö ár.
Eftir að ég kom heim, hélt ég tón-
leika hér heima og mér var vel
tekið. Og enn má segja að ég hafi
staðið á vegamótum. Ég varð að
taka ákvörðun um hvort ég ætlaði
að binda mig við gítarkennslu eða
hvort ég ætlaði að einbeita mér
að spilamennsku. Ég gaf mér
góðan tíma tii að hugsa málið og
tók svo ákvörðun og valdi það
síðamefnda. Ekki það að ég hafi
ekki kennt, ég hef verið með
mjög fáa nemendur, þannig að
mér gæfist alltaf tími til æfinga og
að halda tónleika. Þetta hefur
gefist vel og ég hef haft mikið
gagn af því að kenna. Það er mjög
þroskandi.
- Fyrst eftir að ég hélt tón-
leikana hér heima að loknu námi
í Mexíkó var mikið um það að ég
væri beðinn að spila hingað og
þangað. Fólk bað mig að spila á
árshátiðum og fleimm svipuðum
samkomum, en ég neitaði flestu.
Ég þurfti tíma til þess að hugsa á
þeirri stundu. Ég veit að ég
móðgaði marga með því að neita,
en það varð bara að hafa það.
Til Spánar
í haust hélstu svo til Spánar til
náms, hvers vegna?
- Þar kemur tvennt til. í fyrsta
lagi þurfti ég á námi að halda,
ekki síst þar sem um svo góðan
kennara er að ræða og José Luis
Conzález, og í öðm lagi þá fékk
ég styrk frá Sonning-sjóðnum
danska, sem gerir mér þetta
kleift. Raunar fylgir sú kvöð
styrknum að fólk mennti sig fyrir
hann og það var mér mjög ljúft.
Ég var í raun heppinn að hljóta
þennan styrk, vegna þess að það
eru ekki nema 4 styrkir veittir
tónlistarmönnum á Norður-
löndum ár hvert.
Þú segist hafa þurft að fara í
nám, hvenœr hafa menn lœrt nóg í
tónlist?
- í raun og veru er maður alla
ævina að læra, námi lýkur aldrei.
Það sem ég átti við með að ég
hefði þurft að komast til kennara
var það að í 4 ár hafði ég leikið
mjög mikið, haldið tónleika víða
og því alveg nauðsynlegt að kom-
ast til góðs kennara. Ég ákvað að
fara til Gonzalez með því hugar-
fari að ég kynni ekki neitt og við
það stóð ég. Og enda þótt ég sé
aðeins búinn að vera hjá honum í
2 mánuði finn ég að ég hef haft
mjög gott af náminu. Ég er að
gera mér vonir um að geta verið
hjá honum í 2 ár a.m.k.
Hvað tekur við, œtlarðu að
halda áfram á hinni erfiðu braut
einleikarans eða snúa þér að
kennslu?
- Ég hef þegar valið braut ein-
leikarans og ætla að halda áfram
á henni. Ég veit vel að hún er
þymum stráð og þar eru margir
kallaðir en fáir útvaldir. Það er
mikill fjöldi góðra gítarleikara í
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Laugardagur 17. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7