Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 14
Allt á hvolfi í fjölskyldunni Ephraim Kishon. Hvunndagsspaug. Ingibjörg Bergþórsdóttir íslenskaði, Hörpuúgáfan 1984 Etraím Kishon, ungverskur gyðingur, búsettur í ísrael, er ein- hver mesti metsöluhöfundur sem nú er uppi. Og þó undarlegt megi virðast er hann hvergi vinsælli en í Vestur-Þýskalandi. Þær sögur eða þeir þættir sem veljast saman í þessa bók eru „al- menns“ eðlis, ef svo mætti segja. Þeir hafa að þema fjölskyldulíf: barn fæðist og faðirinn er tauga- óstyrkur, eiginkonan stendur í innkaupum, nágrannarnir hafa of hátt. Krakkarnir vilja ekki fara að sofa og þar fram eftir götun- ÁRNI BERGMANN BODDI- varahlutir Frambretti á Trabant eða Rolls Royce eigum við ekki tii EN við eigum á lager frambretti í 120 ADRAR GERÐIR FÓLKSBÍLA. Auk þess eigum við í marga bíia: húdd—stuðara—gríll—sísla—hurðar- byrði og margt fíeira. Athugið að við eigum mikið af varahlutum tH viðgerða á ryðskemmdum. Bíllinn S/F SKEIFUNNI 5 SÍMI 33510 OG 34504 um. Aðferðin er sú að taka ein- hverja algenga uppákomu, sem- hver og einn kannast við, og síð- an er tekið strikið útí allskonar ýkjurogógöngur. Stundum verð- ur spaugið dálítið „þvingað" eins og menn kannast við hjá öðrum gamanmálahöfundum sem mikið skrifa. En þegar Kishon er í ess- inu sínu er hann óneitanlega bráðskemmtilegur, eins og til dæmis í fyrstu sögunni í þessari bók, „Barn er oss fætt, faðir er oss borinn“. Og þýðing Ingi- bjargar Bergþórsdóttur er vönd- uð og smekkleg. Sem fyrr segir: þetta eru sögur nokkuð „almenns" eðlis eins þótt menn viti að fjölskyldumál eru gyðingum einkar mikilvæg. Kis- hon hefur líka skrifað stór- skemmtilega þætti sem tengjast fyrst og síðast sérkennum ísra- elsks mannlífs, öllum þeim undarlegu uppákomum sem verða þegar saman er hrist fólki úr þýskum háskólabæjum og syfj- uðum sveitaplássum í Marokkó og Jemen eins og gerðist við stofnun Ísraelsríkis. Það er í þess- um „sérleika" sem Kishon er bestur - en ekki þar fyrir: hvunn- dagsspaug hans er gott til síns brúks. ÁB Mið-Ameríka Fræðslufundi frestað Fyrsti fræðslufundur E1 Salva- dornefndarinnar á íslandi um Mið-Ameríku átti að vera í dag kl. 14.00 en vegna óviðráðan- legra orsaka verður að fresta kl. 20.30. Verður sami fundar- staður, þ.e. Sóknarsalurinn við Freyjugötu. Þar munu Einar Ól- afsson, Torfi Hjartarson og Sig- urður Hjartarson ræða málin. J Bjóðum vikuferðir alla föstudaga kl. 9-15. Valkostir: ,,Mini break”, 19 hótel í miðri London, verð frá 12.247. „London fun and pleasure", 10 mis- munandi atriði innifalin í verði. Verð frá 15.980. „London pass" (7 atriði innifalin). Verð frá 13.743. „London Bargain" (7 atriði innifalin). Verð frá 13.860. Ibúðir með eldhúsi, borðstofu við Oxford-Kensington fyrir allar fjöl- skyidustærðir. Verð frá 16.169. Úll gistirými með baðifsturtu, wc, síma, útvarpi, sjónvarpi og miðuð við 2ja manna gistirými og gengi 1. nóv. 1984. Helgarferðir föstudaga-mánu- dags. Verð frá 9.148. Sólarlandaferðir um London. Enskunám í Englandi, bæklingar 1985 komnir, lágmarksdvöl 3 vikur. Um marga skóla er að ræða sem reknir eru allan ársins hring fyrir nemendur á öllum aldri. Bæklingar komnir. Sendum-hringið. Feróaskritstota KJARTANS HELGASONAR Gnodavog 44 - 104 Reyk/avik Sími 91-68 62 55 Línumenn - Aðalfundur Aðalfundur félags íslenskra línumanna verður haldinn laugardaginn 24. nóv. kl. 15.30 í félagsmiðstöð rafiðn- aðarmanna Háleitisbraut 68. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Að aðalfundinum loknum verður minnst 10 ára afmæl- is félagsins. Stjórn félags íslenskra línumanna Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Suðurlandsvegur, Hörgsá - Fossálar Helstu magntölur: Lengd............................ 6.5 km Fylling og burðarlag.............26.000 m3 Verkinu skal lokið 15. maí 1985. Þykkvabæjarvegur, klæðning - Djúpós Helstu magntölur: Lengd............................ 6.0 km Fylling og burðarlag.............40.000 m3 Verkinu skal lokið 15. júní 1985. Útboðsgögn fyrir bæði verkin verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík og Breiðumýri 2, Selfossi.frá og með 20. nóvember 1984. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 26. nóvember 1984. Vegamálastjóri Umsjónarmaður mötuneytis Skipadeild Sambandsins óskar eftir að ráða mann til að hafa umsjón með mötuneyti sínu á Holtabakka. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í hliðstæðum störfum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfs- manna Umsók stur til 25. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.