Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Samstarf til vinstri Um þessa helgi heldur Alþýöuflokkurinn flokksþing sitt og Alþýðubandalagið heldur flokksráðsfund. Á flokksþingi Alþýðuflokksins ber hæst baráttu tveggja heiðursmanna um formannsembætti í flokknum. Um stjórnmál er minna fjallað en kreppa Alþýðuflokksins er engu að síður pólitísk kreppa, flokkurinn hefur ekki vitað í hvorn fótinn ætti að stíga í pólitíkinni. Skýringin er að hluta til sú, að hefðbundin vinstri stefna hefur verið rekin af sterkari fjölmennari og fjölbreyttari flokki í landinu, nefnilega Al- þýðubandalaginu. í þeim skilningi má segja að sögulegu hlutverki Alþýðuflokksins sé lokið, enda hefur Alþýðuflokkurinn verið á flótta frá sögu sinni þar til nú. Hrakfarir Alþýðuflokksins og forystu hans breyta engu um þá staðreynd að meðal al- mennrar flokksfélaga er vilji fyrir því að koma flokknum úr herkví miðjunnar og leita breiðari samstarfsvettvangs með Alþýðubandalaginu og öðrum stjórnmálaöflum sem líta á félags- hyggju sem grundvöll stefnu sinnar. Alþýðubandalagið og talsmenn þess á opin- berum vettvangi hafa undanfarið hamrað á nauðsyn þess að félagshyggjuöflin sameinist með þeim hætti að þau geti haft í fullu tré við Sjálfstæðisflokkinn og þá arma Framsóknar- flokksins sem aðhyllast kenningar nýfrjáls- hyggjunnar. A síðustu misserum hafa markaðsöflin í stjórnarflokkunum báðum verið í mikilli sókn - og hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur verið allsráðandi í ofstæki sínu við landsstjórn- unina. Afleiðingarnar hafa verið geigvænlegar; kaup hjá almennu launafólki hefur verið rýrt um fjórðung á tiltölulega stuttum tíma, félagsleg þjónusta hefur verið skorin niður, aldraðir búa við þrengri kost en áður og fátapkt þekkist í landinu í mun ríkari mæli en fyrr. Jafnframt hefur gróði og völd stórfyrirtækja eflst að mun og velferð fyrirtækjanna í landinu er miklu meiri en áður. Þessi ófullkomna upptalning er í sjálfu sér nóg til að sanna nauðsyn þess að félagshyggju- öflin nái saman. Það er einungis með samstilltu átaki þeirra sem hægt verður að slá skjaldborg um félagslega ávinninga síðustu ára og ára- tuga, einungis þannig verður hægt að drepa fæti gegn leiftursóknaröflunum sem enn hyggja á nýja landvinninga. En hvernig er vinstri hreyfingin í stakk búin til að sameinast gegn samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins? I dag er á- standið ósköp einfaldlega þannig, að vinstri öfl- in eru sundruð. Þau hafa ekki getað komið sér saman um stefnu sem gæti leitt til sameigin- legrar baráttu gegn núverandi valdhöfum í þjóðfélaginu. Þau hafa ekki einu sinni ræðst saman um hvort slíkt sé mögulegt. Eitt af höfuðmálunum á flokksráðsfundi Al- þýðubandalagsins verður hins vegar umræða um hvernig beri að haga samvinnu vinstri manna. Innan flokksins eru uppi raddir sem vilja vinstra samstarf sem miðist að því að koma á sem víðtækastri samstöðu gegn núverandi rík- isstjórn. Innan Alþýðuflokksins eru einnig straumar sem vilja samstarf til vinstri og á þingi flokksins mun væntanlega tekist á um það. Hvernig sem tekst til er Ijóst, að á vinstri kanti hins íslenska stjórnmálalífs er loksins að renna upp það Ijós fyrir mönnum að samstarf vinstri manna er eina ráðið til að koma á ríkisstjórn sem tekur hagsmuni launafólks framyfir hagsmuni fjármagnsins. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ami Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjórl; Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friöriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósinyndir: Atli Arason, Einar Kartsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófartcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guöjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgrslðslustjórl: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Slmavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir. Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, rltstjóm: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mónuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓDVIUINN Laugardagur 17. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.