Þjóðviljinn - 17.11.1984, Blaðsíða 11
LEIKLIST
Leikrit Mörshu Norman hafa vakið
gífurlega athygli. „Góða nótt,
mamma" verður frumsýnt í
Pjóðleikhúsinu ó sunnudag. Þórdís
Bachmann skrifar um höfundinn.
Kristbjörg Kjeld og Guð-
björg Þorbjarnardóttir
leikadótturog móðurí
uppfærslunni á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
Nýjar raddir
leikhúsinu
irmynd og fékk enga uppörvun.
Aðalfag hennar í menntaskóla
var heimspeki, sem er enn eitt
helsta áhugamál hennar. Eftir
stúdentspróf giftist hún Michael
Norman. Þau skildu árið 1974, en
hún hélt eftirnafni hans.
Fyrsta ritverk hennar í fullri
lengd var handrit að söngleik sem
hún sendi til leikstjóra Actors
leikhússins í Louisville, Jons
Jory. Hann stakk upp á að hún
veldi sér annað verkefni og hún
kaus að skrifa um stúlku sem átti
við alvarlega geiðveilu að stríða,
en þeirri stúlku hafði hún kynnst
þegar hún vann á barnageðdeild
sjúkrahúss í Louisville. „Þessi
stelpa var svo ofsafengin og ill-
gjörn að fólk fékk marbletti af að
vera nálægt henni. Það voru allir
fegnir þegar hún strauk. Ég hafði
fylgst með henni gegnum árin -
hún var í fangelsi fyrir morð.“
Hún skrifaði tíu síðna uppkast
að leikriti og þegar Jon Jory las
það gerði hann sér grein fyrir að
„hún var fullþroska rithöfundur,
sem bar sterkt skyn á samtöl.
Hún vissi hvar lykilaugnablikin
voru, hvenær átti að segja mikil-
vægan hlut eða sneiða hjá hon-
um“. Þetta uppkast varð að
„Getting Out“ sem fjallar um
unga konu sem er að losna úr
fangelsi. „Getting Out“ hefur
verið sett upp um gjörvöll Banda-
ríkin og Evrópu, bæði í leikhús-
um og fangelsum.
Eftir „Getting Out“ skrifaði
Marsha Norman nokkra einþátt-
unga. Árið 1978 giftist hún Dann
Byck, verslunareiganda í Loui-
sville og einum af stofnendum
Actors leikhússins. Þau hjónin
fluttu til New York þar sem
Marsha Norman skrifaði „Góða
nótt, mamma“ á fjórum mánuð-
um. „Ég bjóst ekki við að neinn
vildi sjá þetta leikrit, svo það
þurfti engar málamiðlanir. Bara
skrifa það fyrir þig, fá það á
hreint, gera upp reikningana.“
Leikritið byggist á atburðum
sem hún er ófós að ræða. „Við
þekkjum öll fólk sem hefur fyrir-
farið sér“ ,segir hún, „og okkur
sámar og það truflar okkur, og
okkur langar til að skilja, þó við
getum ekki samþykkt það sem
það gerði, en okkur var ekki gef-
inn kostur á því“.
Norman var komin í vandræði
með endi leiksins þegar hún bað
leikkonurnar tvær, sem síðan
léku mæðgurnar á sviði, að lesa
leikritið upp fyrir sig. Sem þær
heyrðu síðustu setningu hins ó-
fullgerða verks, bón móðurinnar,
„Farðu ekki frá mér, Jessie“,
bmstu leikkonurnar og höfund-
urinn í grát.
Norman var mjög snortin af
viðbrögðunum, sá endir, sem
leikritið fékk, var óhjákvæmi-
legur.
Um sjálfa sig segir hún: „Ég
hef hræðilegar tilfinningasveiflur
og þunglyndisköst. En ég leggst
ekki í eymd og volæði - og Guð
hjálpi þeim sem ætlar að uppörva
mig. Það sem heldur mér gang-
andi er fullvissan um að út úr
þessu myrkri komi næmleiki. Það
sem fólk segir ekki truflar mig,
það sem við aldrei skiljum hjá
hvort öðra. Ég ber mesta lotn-
ingu fyrir litlu sigrunum þegar
okkar tekst að skilja hvernig ein-
hverjum öðmm líður. Jessie í
„Góða nótt, mamma“ heldur að
hún muni aldrei fá það sem hún
þráir út úr lífinu og í lokin segir
hún: „Ég er alltaf að hugsa um
hvað gæti verið þess virði að
halda áfram. Kannski að mér
þætti eitthvað verulega gott,
grjónagrautur eða maísbrauð“.
Jessie hefur ekki einu sinni það til
að styðjast við. Jessie segir við
móður sína: „Ég vildi ekki að þú
bjargaðir mér, ég vildi bara að þú
vissir“. Vitund er fullkomnasta
tegund ástar, að leyfa einhverj-
um að þekkja þig er gjöf. Við
búumst öll við að komast gegnum
lífið með hugsanalegstri“.
Um sjálfa sig og önnur sam-
tímaleikskáld segir hún: „Ég sé
okkur næstum sem herfylkingu,
gangandi, hugaða hermenn í
fremstu víglínu og við megum
ekki stíga á jarðsprengjumar.
Við reynum af öllum mætti að
ryðja veginn, til að geta sagt ykk-
ur hvað er fyrir utan. Nú könnum
við leyniheima, heima sem verið
hefur mjög hljótt um“.
„Góða nótt, mamma“ verður
fmmsýnt á litla sviði Þjóðleik-
hússins nú um helgina, sunnu-
daginn 18. nóvember. Kristbjörg
Kjeld fer með hlutverk Jessie og
Guðbjörg Þorbjamardóttir með
hlutverk móðurinnar. Þorbjörg
Höskuldsdóttir gerði sviðsmynd-
ina og Láms Ýmir Óskarsson er
leikstjóri.
Þýðandi er Olga Guðrún Ám-
adóttir.
Leikrit Mörshu Norman,
„Góða nótt mamma", segir
fráfullorðinni konu sem býr
ásamtdóttursinni íofurvenju-
leguhúsi viðfáfarinn
sveitaveg.
Nokkrum mínútum eftirað
leikritið hefst, tilkynnir dóttirin
að hún ætli að fyrirfara sér.
„Góða nótt mamma“ verður
að baráttu fyrir lífi dótturinnar.
Hin skelfda móðir reynir allar
hugsanlegar úrtöluaðferðir,
meðan dóttirin tekur til í ró-
legheitum. í leikslok hafa
áhorfendurtekið þátt í níst-
andi sársauka og sorg
mæðgnanna.
„Góða nótt, mamma“ kafar
djúpt í samband móður og dóttur
og gefur tmflandi yfirlýsingu um
hugrekki og ábyrgð. Það er kunn-
áttusamlega uppbyggt, hin óhjá-
kvæmilega niðurstaða staðhæfir
rétt hvers og eins til að stjóma
eigin lífi, jafnvel þó sú stjórn fel-
ist í sjálfsmorði. „Góða nótt,
mamma“ er viðkvæmt en óvæmið
og var einn helsti viðburður
leikársina 1983 á Broadway.
Þessi dökka lífssýn kemur frá
alúðlegri, ákveðinni og smávax-
inni ungri konu frá Louisville í
Kentuckyfylki. Marsha Norman
fékk Pulitzer verðlaunin fyrir
„Góða nótt, mamma“ árið 1983
og einnig hin virtu Susan Smith
Blackburn verðlaun, sem árlega
em veitt kvenleikritahöfundi í
hinu enskumælandi leikhúsi.
Ef leitað er ástæðna fyrir hin-
um öra vexti leikrita eftir konur
verður fyrst að líta til kvenna-
hreyfingarinnar, sem ól þeirri trú
að engin atvinna né listgrein ætti
að vera einkaréttur karlmanna.
Margir hinna nýju höfunda
koma úr öðmm störfum innan
leikhússins,- hafa unnið sem
leikstjórar, sviðsstjórar eða
leikkonur. Sumar þessara
kvenna snem sér að skriftum, því
þeim fannst ekki nóg af góðum
kvenhlutverkum.
í mörgum leikritum kvenhöf-
unda em persónurnar að læra að
tjá sig sem einstaklingar, utan
fjölskyldu og hjónabands. í
sumum leikritanna em karlmenn
ýmist fjarverandi eða skipta ekki
máli, og böm em ófædd eða
óséð. Uppeldi er að mestu í
höndum eldri kynslóðar.
Leikskáldin hafa meiri áhuga á
sérkennum en á samfélagsmál-
um, án þess þó að vera í vamar-
stöðu sem konur. Kvenhetjunum
líður ágætlega sem listakonum,
rithöfundum eða rokkstjörnum.
Þær hafa ekki lengur þörf fyrir að
áfellast karlmenn, þó það geti
verið réttlætanlegt. Þetta leikhús
er að mestu leyti laust við ádeilur.
Marsha Norman segir um
fjölgun kvenleikskálda: „Leikrit
krefjast virkra aðalpersóna.
Konur gátu ekki skrifað fyrir
leikhús fyrr en þær sáu sjálfar sig
sem virkar. Við emm aðalpers-
ónumar í lífum okkar. Heil
hreyfing bjó yfir þeirri vitneskju,
áður en konur gátu skrifað um
hana.“ í sambandi við skyldar
listgreinar bætir hún við: „Skáld-
sögur hafa miklu víðara svið.
Kveðskapur er nokkurs konar
hugleiðingar, öllum opnar.
Leikhúsið krefst virkni.“
Leikhús var einskorðað við
karlþjóðina öldum saman, og
kvenleikskáld vom álíka algeng
og kvenhershöfðingjar. Ein
hinna fyrstu var 10. aldar bene-
diktínsk nunna, Hrosvitha úr
Gandersheimi. Leikrit hennar
um skírlífi vom sýnd á einkasýn-
ingum til sálubótar fyrir hinar af-
skiptu systur. Andi Hrosvithu
sveif yfir vötnunum eftir að
leikrit hennar voru löngu fallin í
gleymskunnar dá, fólki fannst
eitthvað undarlegt við að kona
skrifaði leikrit. Þær fáu sem það
gerðu, eins og Aphra Behn á
sautjándu öld. vom í munnmæl-
um hafðar. í hinum vestræna
heimi hafa konur, að því er virð-
ist, ekki haft tilfinningabrynju
eða metnað til að fást við leikhús
á öðrum sviðum en sem leikkon-
ur og búningahönnuðir. Einstaka
konur, svo sem Lillian Hellman,
hafa haft leikritun að lífsstarfi, en
það er fyrst nýlega að kvenleik-
skáld eru orðin breiðfylking, með
Mörshu Norman í fylkingar-
brjósti.
Marsha Norman er afar greind
og örugg í framgöngu. Hún lítur
sjálfa sig, vinnu sína, leikhúsið og
umheiminn mjög alvarlegum
augum. Hún varðveitir hluti úr
fjölskylduarfleifð sinni sem dýr-
gripi, og hún og maður hennar
leika gjarnan Schubert á píanó og
klarinett í stofunni heima.
Tölvan hennar er í stöðugri
notkun, hún vinnur leikrit sín á
tölvuna og þegar hún er ánægð
með árangurinn tekur hún í
prjónana, meðan prentarinn
skilar fyrsta eintakinu. Þessi
tæknivæðing og heimilisiðnaður
hlið við hlið gefa glögga mynd af
listakonunni.
Henni var innprentaður skýr
greinarmunur góðs og ills í upp-
vextinum. Foreldrar hennar em
bókstarfstrúarfólk og Biblían var
aðalbókin í húsinu. Marsha er
elst fjögurra systkina og segist
hafa verið einmana barn.
„Foreldrar mínir eiga fyndnar
8-millimetra myndir af okkur
systkinunum. Á hverjum jólum
sit ég við jólatréð með rétt eina
dúkkuna. Þessi krakki verður
stærri og sorgmæddari. Heilt ár
liðið og önnur dúkka. Ég hef
aldrei skilið hvað á að gera við
dúkkur. Enn þann dag í dag er
mjög erfitt fyrir mig að taka á
móti gjöfum. Ég er alltaf
sannfærð um að það sé dúkka í
pakkanum. Besta gjöf sem ég hef
fengið var frá föður mínum. Ein
jólin gaf hann mér 12 skrifblokk-
ir. Allur þessi pappír!“
Hún flúði inn í heim bókanna
og átti ímyndaðan vin, kallaðan
Bettering (bætandi), sem hefur, á
óeiginlegan hátt, fylgt henni fram
á fullorðinsár. Hún vann ritgerð-
arsamkeppni í fyrsta bekk í
gagnfræðaskóla. Ritgerðin hét
„Hvers vegna þjáist gott fólk?“.
Hún segir: „Ég er enn að skrifa
um það sama. Hvað annað er
þess virði að vita?“
Hún hugleiddi ekki skriftir sem
mögulegt lífsstarf, þó bók-
menntaáhugi hennar væri mikill,
og kennir það að hluta til þeirri
staðreynd að hún hafði enga fyr-
Laugardagur 17. nóvember 1984 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11