Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 5
Verður Stalín endunreistur? Líklegt að Stalín verði settur á stall aftur í tilefni 40 ára afmœlis sigursins í heimstyrjöldinni - Hins „sterka manns“ saknað - En táknar þetta afturhvarf til stjórn- arhátta Stalíns? Aö undanförnu hafa menn tekið eftir ýmsum ummælum í sovéskum blöðum, sem þykja bera þvi vitnl að Jósef Stalín verði á ný settur á stall í So- vétríkjunum. Líkur benda til þess, að Stalín verði þá fyrst og fremst „endurreistur" sem lelðtogi ríkislns í heimstyrjöld- Innl síðari, sem Sovétmenn kalla reyndar Föðurlandsstríð- Ið mlkla, en hitt er miklu óljós- ara, hvað verður gert við hfn dapurlegu ár hreinsananna miklu 1936-1938 sem kostuðu ótrúlegan fjölda manna li'fið, og hjuggu ekki síst mikil skörð I raðir þeirra sem höfðu haft hlutverki að gegna í Október- byttingunni. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan dagblaðið Sovétskaja Ross- ía lýsti Stalín sem einum af nán- um samverkamönnum Leníns. Slík einkunnargjöf þykir tíðind- um sæta, því að þótt Stalín fái stöku sinnum einhverskonar lof, fyrir hlutverk sitt í stríðinu, er það sjaldgæft að ljós byltingarár- anna sé látið skína á hann. Hreyfanleg saga Meðan Stalín var og hét og næstu 2-3 árin eftir að hann lést árið 1953 var byltingarsagan rússneska túlkuð á þann veg, að Stalín var í öllu hafður hið næsta Lenín. Um leið voru aðrir bylt- ingarforingjar, Trotskí, Búkhar- ín og fleiri, að mestu þurrkaðir út úr sögunni, nema þegar ástæða þurfti til að lýsa hlutverki þeirra á þann hátt, að þeir hefðu verið svikarar við Lenín og byltinguna frá upphafi. Dæmið snerist við á frægu 20. þingi Kommúnistaflokks Sovétr- íkjanna árið 1956.Þá hélt þáver- andi leiðtogi flokksins, Nikita Khrúsjof, fræga ræðu, þar sem dregin voru fram mörg dæmi ó- fögur um „persónudýrkun" og „lögleysur" Stalíns, sem hefðu kostað mikinn fjölda saklausra manna, og þá ekki síst atkvæða- manna í Kommúnistaflokknum, lífið. Khrúsjof rakti einnig dæmi um það, hvernig geðþóttastjórn Stalíns, sem enginn þorði að and- mæla, hefði kostað landið miklar fómir - bæði í heimsstyrjöldinni og eftir hana, í landbúnaði, tækni og á fleiri sviðum. Khrúsjof lauk aldrei því upp- gjöri sem af stað fór 1956. Eftir að hann sjálfur var settur frá völdum 1964 hófst sérkennilegt ástand, sem mætti líkja við það að verulegur hluti sovéskrar sögu hefði verið þurkkaður út, væri að minnsta kosti ekki lengur til um- ræðu. Af ádrepu Khrúsjofs var því eftir haldið, að víst hefði verið um „persónudýrkun" að ræða og „brot gegn sósíalísku réttarfari" en að öðru leyti var ekki farið út í þá sálma. Forðast var bæði að ræða í alvöru um Stalín og hlut- verk hans í sögunni - sem og um fórnarlömb hans. Fólkið veit fátt Afleiðingin af þessu öllu er reyndar sú, að yngra fólk í So- vétríkjunum veit ákaflega lítið um Stalínstíma. Þegar minnst er á hreinsanirnar halda menn gjarna að um nokkra nafnkennda ein- staklinga hafi verið að ræða og hafa ekki minnsta hugboð um all- an þann nafnlausa fjölda sem fylgdi Búkharín, Zínovéf, Kam- enéf og öðrum í gröfina. Hins hafa menn orðið varir, að bæði í heimalandi Stalíns, Grúsíu, og svo hér og þar meðal almennings gerir vart við sig Stalínsátrúnað- ur, sem, þegar að er spurt, blandast saman við söknuð eftir „röð og reglu“ sem menn ímynda sér að hafi ríkt á hans dögum: „Hann var maður sem kunni að Svetlana snýr heim Hvað réðiþví að dóttir Stalíns sneri heim eftir alllanga útlegð á Vesturlöndum? Það hefur orðið alldrjúgt fréttaefni að undanförnu, að Svetlana Allilúéva, dóttir Sta- Ifns, hefur snúið aftur tll So- vétrfkjanna eftir langa dvöl á Vesturiöndum. Svetlana fékk seint á sjöunda áratugnum leyfi til að fara til Ind- lands með jarðneskar leifar seinni manns síns, sem var Ind- verji. Þá ákvað hún að gerast pól- itískur flóttamaðurog nauttilþess aðstoðar bandaríska sendiráðsins í Dehli. Hún skrifaði bækur um líf sitt og ákvörðun, sem báru í sér sérkennilegan tvískinnung. Hún fordæmdi oft með sterkustu orð- um það þjóðfélag, sem faðir hennar hafði átt svo mikinn þátt í að móta. En um leið mátti greina í frásögn hennar mikla til- hneigingu til að réttlæta föður- inn, og varpa sökinni á mörgum þeim herfilegum tíðindum sem gerðust undir hans valdi yfir á aðra - ekki síst á Bería, yfirmann leynilögreglunnar. Ekki hefur skort útskýringar á ákvörðun Svetlönu síðustu daga. Sumir menn (meðal annarra sá gamli Rússlandsfréttaritari Malc- e e olm Muggeridge) hafa lagt áherslu á það, að rússneskir út- lagar, hvort sem væri á flótta undan keisara eða sovétstjórn, eigi öðrum útlögum erfiðara með að skjóta rótum í nýju umhverfi. Aðrir benda blátt áfram á það, að Svetlana sé einmana kona, sem hafi saknað bama sinna tveggja, sem hún skildi eftir þegar hún fór. Enn em þeir til, sem reikna saman afturhvarf Svetlönu og lík- ur á því, að á næstunni muni föður hennar ætlað annað opin- bert hlutverk í sovéskri sögu en verið hefur um skeið. Þeir telja að Svetlana hafi gert einhvers- konar samkomulag við sovésk yfirvöld um fyrri syndir sínar. Þær skuli gleymdar, en í staðinn komi einhverjar yfirlýsingar frá Svetlönu um að heima sé best að vera. Hinni sérkennilegu rússnesku þjóðernishyggju, sem í mynd Sta- líns blandast saman við „sérso- vésk“ einkenni, gæti verið nokk- ur akkur í því, að dóttir þess manns sem á stríðsámnum var kallaður „generalissimus" væri ekki hinum megin við landamær- in þegar hátíðahöldin byrja. Há- tíðahöldin út af þeim sigri yfir Hitler, sem enn í dag er sú sjálfs- réttlæting Sovétríkjanna sem þau gæta enn rækilegar en Október- byltingarinnar sjálfrar. -ÁB taka til hendinni“, segja menn, eða eitthvað því líkt. En ef nú Stalín verður „endur- reistur", eins og menn sögðu í stúkunum, mun það þýða aftur- hvarf til þeirra stjórnarhátta ótt- ans sem einkenndu hans tíma? Um það eru menn ekki á eitt sáttir, en einn þeirra sem svarar því neitandi er Zdenek Mlynar, fyrrum miðstjórnarmaður í Kommúnistafloicki Tékkósló- vakíu. Hann var einn af sam- starfsmönnum Dubceks meðan á stóð vorinu í Prag 1968 og varð að fara úr landi eftir að hafa einn þeirra fyrstu undirritað Charta 77 mannréttindaskrána tékknesku. Mlynar er menntaður í Sovétríkj- unum og heimavanur í salarkynn- um valdsins í Austur-Evrópu. Hvað hefur breyst? í Nýlegu viðtali var Mlynar að því spurður hvers vegna nú ætti að dusta rykið af Stalín ef ekki ætti að taka upp hans stjórnar- háttu. Svar hans var á þessa leið: „Það eru félagslegar og sálræn- ar ástæður fyrir því. Hinir öldr- uðu leiðtogar Sovétríkjanna sakna gullaldar hugmyndafræð- anna. Það gera líka margir óbreyttir þegnar - rétt eins og menn heyra ítali segja nú um stundir: „svona lagað hefði aldrei við gengist á dögum Mussolinis“. Undir stjórn Stalíns var allt svo einfalt, segja menn, allt var traust og í röð og reglu. Allt var eins og það átti að vera. Þessi einfalda öryggiskennd er ekki til lengur“. Zdenek Mlynar telur, að endurreisn Stalíns muni ekki tákna eiginlegt afturhvarf til Stal-. ínstímans vegna þess, hver margt hafi breyst síðan um 1950. Að vísu, segir hann, er hið pólitíska kerfi í grundvallaratriðum hið sama og þá. En þar á móti kemur, að valdeinokun flokksins, sem á sínum tíma hafði gert það mögu- legt að hefja iðnvæðingu í stórum stfl og gert ríkinu kleift að þola gífurleg skakkföll heimsstyrjald- arinnar, - þessi sama valdeinok- un er ófær um að þróa áfram iðn- vætt samfélag. Mlynar er semsagt meðal þeirra sem hefur tilhneigingu til að lfta á „alræði öreiganna“, - þ.e.a.s. Kommúnistaflokksins, sem tæki sem að nokkru dugar til að leysa úr vandræðum vanþró- aðs samfélags og stjórntæki í stríði - en telur hinsvegar að það sé úr sér gengið. Hann tekur dæmi af því, hvernig það kerfi, sem skipuleggur allt ofan frá, ræður verr og verr við verkefni framleiðslu og eftirspurnar. So- vétkerfið er ekki lengur virkt, segir hann. Langt þóf Um leið treysta valdhafar ekki á óttann við lögregluna í sama mæli og áður. Reynt er í vaxandi mæli að beita efnahagslegum tækjum eins og til dæmis mis- munun í launum til að stjórna fólki og hvetja til afkasta. (í so- véskum blöðum hafa að undan- förnu verið allmargar greinar sem stefnt er gegn launajöfnuði - þó ekki hafi þar verið jafn langt gengið og í Kína að undanförnu að mæra þá sem gefa fordæmi með því að „auðga sjálfa sig“). Mlynar bendir á að meðal al- mennings og í Kommúnista- flokknum sjálfum sé áhugi á pó- litík í lágmarki, en þeim mun meiri eftirspurn bæði eftir neyslu- vamingi og hagnýtum ráðum. Að öllu þessu samanlögðu telur hann, að hægt og bítandi og með mikilli varfærni muni hin pólit- íska forysta landsins þreifa fyrir sér á næstu árum með efnahags- legar umbætur, sem muni fyrst og fremst einkennast af auknum áhrifum sérfróðra manna ýmis- konar, tæknikrata. Hann telur, að þótt ekki verði um lýðræði að ræða, sem því nafni má nefnast, þá sé Kommúnistaflokkurinn að verða hentugra tæki en áður til að koma á framfæri áhugamálum hinna ýmsu hagsmunahópa. Það er ekki gott að vita. Hitt er víst, að hverjar sem kynnu að vera innanríkisástæður fyrir eins- konar uppreisn æru Jósef Stalín til handa, er ljóst, að með slíkri endurreisn mundi enn dýpka það bil sem er á milli sovéskrar hug- myndafræði og viðleitni fjöl- margra evrópskra sósíalista og „evrópukommúnista" til að hafna freistingum alræðisins. Með þeim formerkjum sem Enr- ico Berlinguer, nýlátinn formað- ur Kommúnistaflokks Ítalíu, setti fram í fleygum orðum: „sósíal- ismi í frelsi“. -ÁB UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.