Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 7
Umsjón: Óskar Guðmundsson
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Það var ekki bara ræðst við um alvörumálin. Baráttusöngvar eru öllu öðru betra til að stilla hópinn saman og á þessari mynd er greinilega hlaupinn hugur í fólkið. Frá vinstri sjást Margrét
Frímannsdóttir oddviti frá Stokkseyri og gjaldkeri flokksins og við hlið hennar er Finnbogi Hermannsson ritstjóri Vestfirðings. I miðið er Vilborg Harðardóttir, varaformaður, Svavar Gestsson,
formaður, Helgi Guð mundsson ritari og Kristín Agústa Olafsdóttir, síhress baráttukona úr Reykjavík. -eik.
Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins
Stjómmálaályktun
I
Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins lýsir fullum stuðn-
ingi við baráttu verkalýðshreyf-
ingarinnar og fagnar glæsilegu
framlagi opinberra starfsmanna í
nýafstöðnu verkfalli. Það sýndi,
svo ekki verður um villst, að eigi
verkalýðshreyfingin að ná ár-
angri í kjarabaráttu verður hún
að treysta á mátt og þátttöku
fjöldans.
Nú þegar hlýtur að hefjast
undirbúningur að baráttu fyrir
næstu kjarasamninga með þeim
hætti að verkalýðshreyfingin í
heild leggi saman afl sitt. Undir-
búa þarf málið á vinnustöðum og
í verkalýðsfélögum svo að allir
verði frá upphafi virkir við mótun
kröfugerðar og baráttuaðferða.
Ríkisstjórnin er nú, í samvinnu
við samtök atvinnurekenda, að
ræða hvernig eigi að eyðileggja
árangur kjarasamningana á sem
stystum tíma. Slík aðför að launa-
fólki má ekki takast. Þess vegna
verður verkalýðshreyfingin strax
að taka á móti árásum ríkisstjórn-
arinnar af fullri hörku m.a. með
upplýsingum ogáróðri. Reynslan
af verkföllunum í haust sýnir
hvað það er brýnt að barátta
launafólks á faglegum vettvangi
sé í jákvæðan hátt tengd kröfum
um pólitíska forystu og stefnu-
mörkun.
II
Flokksráðsfundurinn vekur at-
hygli á þeirri staðreynd að enn
skipa konur lægstu launaflokk-
ana. Nýgerðir kjarasamningar og
almenn þátttaka kvenna í verk-
falli BSRB breyttu þar engu um.
Launamisrétti íiefur á engan hátt
minnkað. Yfirborganir, duldar
greiðslur og önnur fríðindi standa
konum ekki til boða. Langt er frá
því að daglaun mikils hluta launa-
fólks dugi til framfærslu og konur
sem búa við tvöfalt vinnuálag
vegna umönnunar barna, eiga
óhægt með að taka þátt í þeirri
yfirvinnuþrælkun sem hér er
landlæg, til að bæta tekjur sínar.
Mikill hluti kvenna vinnur í
tímamældri ákvæðisvinnu, en sú
vinna einkennist af einhæfni,
miklum vinnuhraða, þrúgandi
vinnutilhögun og veldur ótíma-
bæru sliti. Brýnt er að bæta starfs-
skilyrði og hækka laun í þessum
störfum.
Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins 1984 lýsir stuðningi
við Samtök kvenna á vinnumark-
aðinum og hvetur konur til að
taka þátt í baráttu þeirra fyrir
bættum kjörum. Jafnframt
skorar flokksráðsfundurinn á
BSRB að nýta sérkjarasamninga
sína til að fá fram verðugt mat á
störfum kvenna.
Sósíalistar, karlar og konur,
hljóta að berjast gegn því misrétti
sem konur eru beittar á vinnu-
markaðinum og vanmati á störf-
um þeirra, hvort heldur er í
framleiðslu- eða þjónusfugrein-
um. Sú barátta er ekki einkamál
kvenna.
III
Þegar í stað verður að grípa til
aðgerða sem tryggja að eðliegt
jafnvægi haldist í byggð landsins.
Leysa þarf þau vandamál sem
blasa við í sjávarútvegi og land-
búnaði og komast þannig hjá yfir-
vofandi hruni í atvinnulífi lands-
byggðarinnar af völdum rekstrar-
stöðvunar í þessum greinum.
Hefja verður undirbúning að
íjölþættu átaki sem tryggi lands-
byggðinni á ný eðlilega vaxtar-
möguleika. Til þess að svo megi
verða er m.a. þetta nauðsynlegt:
1. Að landsbyggðin haldi eftir
auknum hluta þeirra verð-
mæta sem þar eru sköpuð.
2. Að stórauknu fjármagni verði
veitt til uppbyggingar í nýjum
aivinnugreinum, svo sem ný-
iðnaði hvers konar, fiskeldi
o.fl., og til frekari úrvinnslu
landbúnaðar- og sjávaraf-
urða. Á móti verði snarlega
dregið úr fjárfestingu og
óþarfa eyðslu í verslunar- og
bankastarfsemi og öðrum
skyldum greinum sem skapa
takmörkuð verðmæti og afla
ekki gjaldeyris með fjárfest-
ingum sínum.
3. Að tekin verði upp gerbreytt
stefna í dreifingu þjónustu-
starfsemi. Stofnunum og nú-
verandi starfsemi hins opin-
bera verði dreift skipulega um
landið. Enn fremur verði
tryggt að vöxtur á þessu sviði
komi landsbyggðinni fyrst og
fremst til góða.
4. Að sjómönnum og bændum
verði tryggð jafnari og betri
kjör og komið í veg fyrir sífell-
da kjararýmun innan þessara
greina.
IV
í samningum ríkisstjórnarinn-
ar við Alusuisse er raforkuverð
áfram undir framleiðslukostnaði
svo að íslendingar þurfa enn að
greiða stórfellda fjármuni með
raforkunni handa auðhringnum.
Skattamál fyrirtækisins eru að-
skilin frá raforkuverðinu, en í síð-
ustu samningum við fyrirtækið
tapaðist allt það í skattalækkun til
ríkisins sem vannst fyrir Lands-
virkjun í raforkuverðinu.
Fordæma ber að ríkisstjórnin
skuli ekki hafa látið reyna á
dómsniðurstöðu fyrir gerðar-
dómi. í stað þess er auðhringnum
veitt allsherjar syndaaflausn fyrir
100 milljónir króna sem aldrei
verða þó til nema á pappírnum
vegna ákvæða um bakreikning
Alusuisse.
Flokksráðsfundurinn bendir á,
að það sem þó hefur náðst fram í
þessum samningum í raforku-
verði hefur fengist fyrir málatil-
búnað Alþýðubandalagsins með-
an Hjörleifur Guttormsson fór
með iðnaðarráðuneytið, og þrátt
fyrir vinnubrögð núverandi ríkis-
stjórnar sem spillti sterkri samn-
ingsstöðu íslensku þjóðarinnar.
Álmálið allt sýnir hver hætta er
búin smáþjóð í skiptum við er-
lenda auðhringa. Reynslan kenn-
ir að auðhringurinn eignast ítök í
stjórnmálaflokkum, stjórnmála-
mönnum og voldugum fjölmiðl-
um, sem hafa tekið málstað
auðhringsins gegn íslensku þjóð-
inni.
Flokksráðsfundurinn fagnar
því að andstaðan við álsamning-
inn er nú víðtækari en áður. Tveir
þingflokkar - auk Alþýðubanda-
lagsins - hafa þegar lýst andstöðu
við viðbótarsamninginn sem nú
liggur fyrir Alþingi.
V
Flokksráðsfundurinn áréttar
að jafnrétti til náms er einn af
hornsteinum lýðræðisins. Sú leið,
sem m.a. hefur verið farin til þess
að tryggja þetta jafnrétti er Lána-
sjóður íslenskra námsmanna.
Með niðurskurði fjárveitinga til
Lánasjóðsins nú er sú stefna hins
vegar mörkuð, að framhalds-
menntun skuli einungis verða á
færi hinna efnameiri. Þessi niður-
skurðarstefna er hættuleg og mun
Alþýðubandalagið berjast af
alefli gegn peim miðaldahugsun-
arhætti sem í þessum aðgerðum
birtist.
VI
Flokksráðsfundurinn mótmæl-
ir þeim feluleik sem ríkisstjóm
íslands stundar í radarstöðvamál-
inu svonefnda. Það er mikil tíma-
skekkja að stefna að auknum víg-
búnaði á tímum friðammræðu og
vaxandi hættu á gereyðingar-
slríði. Vinnutrögð ríkisstjórnar-
innar í þessun i efnum em ólýð-
ræðislegenda eiga fyrirhugaðar
radarstöðvar formælendur fáa á
Vestfjörðum og Norð-
Austurlandi.
Það er skylda Alþýðubanda-
lagsins að beita sér fyrir pólitískri
samstöðu allra andstæðinga rad-
arstöðvanna á gmndvelli lýðræð-
islegrar þjóðfrelsis- og friðamm-
ræðu.
Framhald á bls. 7