Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 11
AFIS/IÆLI
MINNING
Svavar Guðnason
75 ára
Tíminn rennur og ekki virðist
langt um liðið frá stóru yfir-
litssýningunni á verkunum þínum
á Listasafni íslands árið 1961.
Hún er mér ógleymanlegust af
öllum sýningum í því safni og
jafnvel af öllum málverkasýning-
um.
Okkar fyrsta samtal situr vel í
minni. Það var vorið, sama ár, í
litla herberginu á Nönnugötu. Þú
sagðist vera létt-timbraður eftir
veislu á Hótel Borg kvöldið áður.
Komst í grænum bússum og varst
dálítið tímabundinn. Ég spurði
hvers vegna þú værir þunnur og
þú sagðist vera það vegna komu
Ólafs Noregskonungs til lands-
ins. Þegar ég spurði hvemig þér
hefði litist á konung, þá sagðir þú
þessa setningu: „Fólk stóð og
beið eftir konungi og þegar hann
gekk í salinn, þá fannst mér nú
fyrst þetta vera bflstjórinn hans,
en þetta er góðlegur maður“. Þú
skoðaðir málverkin á gólfinu og
sagðist senda meðmæli til Dan-
merkur, sem þú og gerðir ásamt
Sigurði Sigurðssyni.
Eiginlega hefur mér alltaf
fundist þú vera þessi einstæði
persónuleiki, sem minnir á sumar
persónur úr stuttum þáttum
Heimskringlu. Þú hefur ætíð tal-
að sérstakt mál, hvort sem er á
íslensku eða dönsku. Þér er
laginn galdurinn að ná fram mikl-
um áhrifum í krafti einföldunar á
innihaldi. Þú hefur alls ekki þetta
danska og mjúka, sem þó er svo
fagurt.
Ef til vill hefur enginn íslensk-
ur málari eignast eins upprana-
legt afl og þú og fáir eru eins
skýrir og tærir. Veganesti þitt til
íslenskra málara er ótæmandi.
Sá í fyrra myndina þína, „Of-
stækismaður“, enn einu sinni.
Hún er ein af perlum íslenskrar
málaralistar. Alltaf hefur verið
gaman að ganga uppá Listasafn
og sjá „íslandslag", og ekki síður
að koma til Hauks og Guðrúnar á
Kleifarveginum og undrast yfir
„Gullfjöllum".
Þú hefur í áratugi staðið eins og
hver annar Alladin í myndlist-
inni, þú nýrð lampann og kallar
fram þann blossa litanna, sem
enginn leikur eftir þér.
Lifðu alltaf vel!
Tryggvi Ólafsson.
Guömundur Á.
Bjömsson
Fœddur 29. 11. 1950 - Dáinn 12. 11. 1984
Þegar kær vinur kveður þenn-
an heim alltof fljótt verður önn
dagsins ágengari um stund og
vægir lítt þeim trega sem efast um
réttlætið í lögmáli lífsins.
Guðmundur Björnsson var
drengur góður og ræktunarsemi
hans við okkur hér á Vífilsmýrum
í umróti liðinna ára er ofarlega í
huga nú.
Samstarf við kennslu á Flat-
eyri, fórnfús hjálp við byggingar
og búverk ásamt barngæsku hans
varð grundvöllur dýrmætrar vin-
áttu.
í verklegum efnum var harka
og seigla Guðmundar eftirtektar-
verð enda var hann í þeim efnum
skólaður á síðutogurum sem er
fátítt um menn af hans kynslóð.
En þannig þurfti að kosta kenn-
aranámið og uppskera þess erfið-
is varð líka ánægjuleg. Sem kenn-
ari var Guðmundur velmetinn og
vinsæll, bæði meðal nemenda og
samkennara í Flateyrarskóla. Sá
samhugur sem þar ríkti var ekki
síst honum að þakka enda var
hógværð hans oft nauðsynleg og
birti okkur sýn á hinar spaugilegu
hliðar tilverunnar frá hárfínum
sjónarhornum.
En nú verður gleði að víkja
fyrir sorg, móðir syrgir son,
systkini bróður og börn spyrja
eftir frænda.
í jarðvegi ástar og umhyggju
mun sorgin þó víkja fyrir þakk-
látum minningum. Þess biðjum
við nú um leið og við þökkum
fyrir góðan dreng.
Magnús, Sigrún og dætur
Vífilsminni.
FRÁ LESENDUM
Hvað gera bankamir?
Kona frá Suðurbæjunum
hringdi:
Nú þegar á að setja svona
strangar hömlur gegn reykingum
um áramótin væri gaman að fá að
vita hvernig bankastofnanirnar
okkar fjölmörgu ætla að bregðast
við þessu. Það er stressandi að
bíða langtímum saman í bankan-
um sem geymir spariféð manns
og ósköp notalegt að setjast niður
og fá sér sígarettu. Gætu nú ekki
bankamir auglýst í blöðum hverj-
ir þeirra ætla að leyfa reykingar í
sínum húsum og hverjir ekki?
Þessar lagasetningar og ofstæki
eru útí hött.
Hæpnir
sölumerm
bóka
Mig langar til að vara fólk við
sölumönnum, sem koma aðvíf-
andi og bjóða fólki að kaupa
bækur, fá það til að skrifa undir
pappíra án þess að afhenda bæk-
umar. Ég vinn á Álafossi og
föstudaginn 2. nóvember komu
tveir sölumenn með pöntunar-
lista og uppáskrifaða pappíra frá
þekktum forlögum. Ég hélt mig
sjá þarna möguleika á að gefa
bónda mínum bók í afmælisgjöf,
- og pantaði Times-Atlas. Skrif-
aði ég uppá skuldabréf og víxil
um þetta. Mennirnir tveir
sögðust mundu koma á mánu-
dag, þ. 5. nóvember, en enn þann
dag í dag hef ég ekki séð þá. Von-
ast ég til þess að þessir óprúttnu
sölumenn bæti ráð sitt og að fólk
gæti sín og geri ekki sömu skyssu
og ég, sem skrifaði undir pappíra
án þess að hafa bókina í höndun-
um.
Ásdls á Álafossi.
Krafa
til
rikisstjómar-
innar
Fari vísitalan hækkandi, sam-
kvæmt réttum útreikningi, er
sjálfsagður hlutur að hálauna-
menn taki að sér að greiða hana
niður á sama hátt og verkafólkið
hefur til þessa gert.
H.P.
Um að hökta
og þökta
Um daginn heyrðist í útvarps-
fréttum að Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra hefði komist svo
að orði í umræðum á alþingi, að
enn „hökti lífsandi í nösum nú-
verandi ríkisstjórnar". Sverrir er
kunnur að því að bregða fyrir sig
skemmtilegum orðatiltækjum,
en þarna hefur honum orðið á í
messunni, ef rétt er eftir haft.
Reyndar kom fyrst í hugann
grunur um að fréttamaður hefði
þarna sökum misheyrnar (og fá-
kunnáttu) skipt um sagnorð og
tekið upp alkunnugt orð í stað
sjaldgæfs, þ.e. þöktir. Slíks eru
mörg dæmi. En daginn eftir birt-
ast þessi ummæli ráðherrans í
Þjóðviljanum og enn er sagnorð-
ið „hökti“ lagt honum í munn.
Hvað á maður að halda?
Ræðumen, fréttamenn og
prófarkalesarar ættu að nýta sér
handbækur meira en þeir virðast
til að velta hlutunum fyrir sér, en
flestir munu eiga þess kost að
hringja í einhvern traustan
íslenskumann, ef þeir eru í vafa
um orðalag. Þess er reyndar að
vænta að fréttamenn og aðrir noti
sér íslenska málnefnd sem sam-
kvæmt nýjum lögum frá í vor (og
ganga í gildi 1. janúar 1985) ber
að veita almenningi leiðbeiningar
um málfar. Skrifstofa málnefnd-
arinnar á framvegis að bera heitið
íslensk málstöð, og þó að ekki sé
enn komið fast skipulag á starf-
semi málstöðvarinnar eru þar að
öllum j afnaði fyrir menn, sem eru
fúsir að leysa úr vanda þeirra sem
til þeirra leita. (Sími 28530).
Að iokum skal aftur vikið að
sagnorðinu að þökta. Það virðist
nú vera orðið fágætt í mæltu máli,
en hefur til skamms tíma verið vel
þekkt í vissum samböndum eins
og „það þöktir á bláskarinu“ (um
gera. Að vísu er ekki ævinlega
auðvelt að finna það sem mann
vantar í íslenskri orðabók (Árna
Böðvarssonar) eða íslensk-
danskri orðabók Sigfúsar
Blöndals, en mikið gagn má samt
hafa af þeim. í hinni fyrr nefndu
stendur um hökta: 1. haltra, 2.
gaufa, drolla, 3. stama. Ekki á
neitt af þessu vel við um lífsand-
ann, hvað sem líður ástandi nú-
verandi ríkisstjórnar. Nú veit ég
vel að fréttamenn hafa lítinn tíma
það er ljós er að deyja á kerti),
„öndin þöktir aðeins fyrir brjóst-
inu á honum“ (hann er í andar-
slitrunum), „það þöktir á flösk-
unni“ (það gutlar enn í flösk-
unni). Éf svo er komið fyrir ríkis-
stjórninni að öndin þökti í nösum
hennar, á hún varla langt eftir.
P.S.
Ég hef nú fengið staðfest að
ráðherrann hafi vissulega sagt
„þöktir“. b.E.
Þrlðjudagur 20. nóvember 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15