Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Lambakjötið „Frelsiö“ stórhækkaöi verðið Gunnar Guðbjartsson: Kaupmenn eru komnir6-8% framyfirþað verð sem 6 manna nefndin hefði ákveðið. Verðlagið er komið fram úr hófi Okkur finnst að verðlag hafi farið fram úr hófi á kindakjöti eftir að verðákvörðun var tekin úr höndum 6 manna nefndarinn- ar og gefin frjáls til kaupmanna", sagði Gunnar Guðbjartsson for- maður framleiðsluráðs landbún- aðarins í gær. Frétt Þjóðviljans fyrir helgi um verðmismun á lambakjöti hér- lendis og í Danmörku þar sem fá má skrokkinn á 42% lægra verði en hér og einstaka hluti af ís- lensku lambakjöti á allt að 75% lægra verði hefur vakið mikla at- hygli. Þrátt fyrir að Danir borgi að- eins um V5 af óniðurgreiddu verði hér fyrir það lambakjöt sem þeir kaupa, þá skýrir það ekki nema að hluta þann geysimikla verð- mun sem er á íslensku kjötvörun- um hér og í Danmörku. Gunnar Guðbjartsson sagði í gær að verðlagning á mörgum vinsælustu kindakjötsafurðunum væri orðin óhófleg eftir að hún var gefin kaupmönnum frjáls og hann teldi að meðaltalsverð á lambakjöti væri nú orðið um 6- 8% hærra en það væri ef 6 manna nefndin ákvæði enn verðlagning- una. Hafa fulltrúar bænda í nefndinni mælst til þess að nefnd- in fái verðlagninguna í sínar hendur aftur. Ig Útgerðin Flokksráðsfundur Hundnið miljóna skuldaaukning Skuldir eins afnýjustu skuttogurunum jukust um 27miljónir króna viðgengisfellinguna Ljóst er að gengisfellingin, sem framin var til að bjarga undirstöðuat- vinnuvegunum, útgerð og fiskvinnslu að sögn ráðamanna, hefur aukið skuldir þeirra útgerðarfyrirtækja, sem eiga nýjustu og bestu skip fiskiskipaflotans um hundruðir miljóna króna. Þjóðviljinn óskaði eftir því við Fiskveiðisjóð í gær að fá upp hvað heildarskuidir nýjustu og skuldahæstu skipanna, sem eru með sín lán í erlendum gjaldeyri, hefðu hækkað en það fékkst ekki. Þjóðviljanum er kunnugt um að skuldir eins af nýjustu skuttogurun- um hækkuðu við gengisfellinguna um 27 miljónir króna. Þetta skip er með allar sínar skuldir í dollurum. Má telja víst, að skuldir þeirra togara sem smíðaðir hafa verið innanlands á liðnum árum og allar eru í erlendri mynt hafi hækkað nálægt þessu. -S.dór Vantar konur í sviðsljósið Svandís Rafnsdóttir, Alþýðu- bandalagi Héraðsmanna: „Þetta er fyrsti flokksráðsfundur- inn sem ég er á og mér líkar hann prýðilega. Hann er búinn að vera mjög góður, öflug skoðanaskipti og miklar umræður. Mér hefur fundist merkilegt að sjá hvað konur úr Kvennafylkingunni eru öflugar hér. í félaginu okkar á Eiðum höfum við ekki deild úr Kvennafylkingunni enda erum við ekki nema tæp fimmtíu talsins og kemur afskaplega vel saman!! Hins vegar er ég hrifin af hug- myndinni, í Kvennafylkingunni geta konur komið saman og rætt sín mál, eða þau mál sem eru þeim nærtækari en ykkur körlun- um. Hver veit nema við fyrir austan fylgjumf fótsporið?“ „Eitt af því sem mér finnst ekki nógu gott hér á þinginu er tillaga sem kom fram um að svipta litlu blöðin okkar úti í dreifbýlinu blaðstyrk. Þetta finnst mér alvar- legt mál. í félaginu okkar gefum við út blaðið Gálgás og það er eiginlega lífsspursmál fyrir okkur að hafa það til að koma sjónar- miðum okkar á framfæri“. „Mér finnst það réttmæt gagnrýni að konur skorti í forystu sveitina. Flokkurinn þarf endi- Þeir segja að gengi Þorsteins Pálssonar hafi iíka fallið dáiítið yfir helgina Svandís Rafnsdóttir lega að hafa konur meira í sviðs- ljósinu. Því miður virðist nefni- lega Alþýðubandalagið stundum koma út einsog hálfgerður karla- flokkur en ég vona það f ari - og sé - að breytast“. -óg FRÉTTASKÝRING ísal-samningurinn Talnablekkingar frá Landsvirkjun Samkvæmtforsendumforstjórans var kostnaðarverð til almenningsveitna 19 millidalir árið 1983. Söluverðið var hins vegar 34,1 millidalir. Hvertfór mismunurinn ? Halldór Jónatansson fram- kvæmdastjóri Landsvirkjun- ar segir í viðtali við Morgunblað- ið á laugardag að Landsvirkjun hafi nýverið látið reikna út fram- leiðslukostnað á orkueiningu á árinu 1983 miðað við fullnýtingu raforkukerfis Landsvirkjunar í heild, og hafi niðurstaðan orðið sú að kostnaðarverð til stóriðju hafl reynst 12,7 millidalir á kwst. Eins og þeir lesendur blaðsins sjá, sem fylgst hafa með skrifum um nýja álsaminginn, þá stangast þessar tölur allmikið á við aðrar tölur sem nefndar hafa verið í þessu samhengi, og sýnir sá mun- ur mætavel hvernig hægt er að beita útúrsnúningi með tölur í þessu sambandi. Samkvæmt árs- reikningum Landsvirkjunar fyrir árið 1983 var framleiðslukostn- aður fyrirtækisins 1551 miljónir króna sem samsvarar 61,9 milj- ónum Bandaríkjadala. A sama ári seldi Landsvirkjun 3280,7 gíg- awattstundir, og sé fjölda fram- leiddra eininga deilt í heildar- kostnaðinn kemur út fram- leiðslukostnaðurinn 18,9 milli- dalir á kflówattstund. Sé sömu aðferð beitt á þær áætlanir sem Landsvirkjun hefur sjálf gert um kostnað og selda orku fyrir árin 1984 og 1985 kem- ur í ljós að framleiðslukostnaður- inn fer hækkandi og er 20,5 mill fyrir 1984 en 21,8 mill fyrir 1985. Þetta eru tölur sem ekki er hægt að véfengja. En þar við bætist að vilji menn ætla að þær eignir sem Landsvirkjun á í rekstri skili eðli- legum arði upp á 8% má bæta við ofangreint kostnaðarverð um 5 millidölum til þess að fá fram eðlilegt söluverð. Því er kostnað- arverð á orku frá Landsvirkjun að meðtöldum arði um 25 milli- dalir um þessar mundir. Þegar Halldór Jónatansson þarf að fá fram fallegar tölur til þess að fegra með niðurstöðu- tölur nýgerðs samnings við fsal grípur hann meðal annars til þess ráðs að gefa sér þá forsendu að allt orkuveitukerfið hafi 100% nýtingu sem forgangsorka. Út frá því fæst kostnaðarverðið 12,7 millidalir til stóriðju og 19,0 milli- dalir til almenningsveitna. Með- alverð til almenningsveitna á ár- inu 1983 var hins vegar 34,1 milli- dalur, og sýnir munurinn á þess- ari tölu og framtöldu kostnaðar- verði miðað við fulla nýtingu, hvaða skekkja er hér komin í dæmið. Því eðlilegt væri að krefj- ast þess að verðið til almennings- veitna lækkaði úr 35 millidölum sem það er nú niður í 19 um leið og ísal fer að borga 12,7 mill eins og verða mun eftir staðfestingu nýja samningsins. Allir vita að svo verður ekki, og þá kemur í ljós að einhvers staðar hefur talnablekkingum verið beitt. Þær blekkingar eru fyrst og fremst fram settar til þess að sýna almenningi í landinu fram á að ísal borgi eðiilegt verð fyrir orkuna. En eigii þessar for- sendur að gilda fyrir ísal, þá eiga þær einnig að gilda fyrir almenn- ingsveiturnar. Blekkingarvefur- inn sem verið er að búa til í kring- um nýja orkusölusamninginn til ísal verður endanlega afhjúpaður á orkureikningum almennings í landinu. Ólafur Gíslason 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 21. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.