Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 6
NYJAR B/íKUR Austfirðingafélagið í Reykjavík 1904-1984 Austfirðingamót 1984, afmæiisfagnaður, á Hótel Sögu föstudaginn 23. nóvember. Dagskrá: Grímur M. Helgason, formaður félagsins, flytur ávarp. Jónas Pétursson, fyrrum alþingismaður, heiðursgest- ur fagnaðarins, heldur ræðu. Lárus Sveinsson og Ingibjörg Lárusdóttir leika saman á trompet og píanó. Kátir karlar??? Jóhann Már Jóhannsson syngureinsöng við undirleik Guðjóns Pálssonar. Gísli P. Blöndal fulltrúi stjórnar fagnaðinum. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi til kl. 3 eftir miðnætti. Húsið opnað kl. 19.00. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 20.00. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Hótels Sögu miðvikudaginn 21. og fimmtudaginn 22. nóvember milli kl. 17.00 og 19.00. Borð tekin frá um leið. 1X2 1X2 1X2 13. leikvika - leikír 17. nóv. 1984 Vinningsröð: 1 X 1 - 2 2 1 - 1 1 1 - 2 X X 1. Vinningur: 12 réttir, kr. 32.765.- 42597(4/11) 87574(6/11)+ 91917(6/11) 92733(6/11) 54597(4/11)+ 88331(6/11) 91919(6/11) 92883(6/11) 85729(6/11)+ 89679(6/11) 91920(6/11) 93204(6/11)+ 86085(6/11)+ 90132(6/11) 91924(6/11) 94070(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir, kr. 874.- 948 37483 46124 58469 87635 + 92731 36015(2/11) 977 37485 46527 + 59885+ 87968+ 92732 38400(2/11) + 1043 + 37487 46985+ 60352 87970 92880 42417(2/11) 2308 37488 47339+ 60401 88300 92882 43291(2/11) 3074 37734+ 48973 + 60420 88561 92884 46880(2/11) + 3076 38053 + 49014 85191 + 88599 92886 47019(2/11) 3948 38329 51788 85278 89580+ 92892 49314(2/11) + 4522 39618 52234 85730+ 89614+ 92901 51479(2/11) 5704 40312 52604 85731+ 90159 92910 58287(2/11) 7045 40322 52723 85732+ 90231 92937 85585(2/11) + 7050 40338 54278 86070+ 90393 93120 181502(2/11) 10681 + 40609 54720 86071+ 90532 93203+ Úr 12. viku: 12609 40962 55171 + 86076+ 90963 93206+ 12644 + 41550 55182 + 86091+ 91162 93209+ 56261 + 13766 41679 55184+ 86093+ 91564 93212 + 56721(2/11) 16099 41926 55408 86094+ 91747 93248 56758(2/11) 16520 43035 55652 86152+ 91916 93509+ 57033(2/11) 17822+ 43130 55676 86433 + 91918 93581 + 57379(2/11) 35189 43131 55765 86640 91921 94237 89569+ 35441 43523 57501 86932 91922 94254+ 89576+ 35442 43529 57719 87315 91923 182222 92182 37481 44700 57822 87316 92315 Kærufrestur er til 10. desember 1984 kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK A Forstöðumaður óskast að félagsmiðstöð unglinga, Agnarögn í Kópavogi. Um er að ræða fullt starf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranes- vegi 12. Umsóknarfrestur er til 5. desember. Nánari upplýsingar veitir tómstundafulltrúi í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. Útboð Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í skurðgröft og lögn ca. 1.775 m af 6“ plastpípu fyrir neysluvatn. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofunni gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Áburðarverksmiðjunnar fyrir kl. 11.00 þann 28. nóvember 1984. Áburðarverksmiðja ríkisins. -|J! Styrkir til háskólanáms íftf í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1985-86. Styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrktarfjárhæðin er áætluð um 3.180 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 30. desember n.k.. Sérstök umsókn- areyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 19- nóvember 1984. Orð endurleppuð Komin er á markað önnur út- gáfa bókarinnar „Orðaleppar og aðrar ljótar syrpur“ eftir Oddn- ýju Guðmundsdóttur. í bókinni eru blaðagreinar, útvarpserindi og ýmiss konar spjall um málfar og bókmenntir. Höfundur kemur víða við og er ómyrkur í máli um skrflmennt, stofnanaíslensku og aðra óáran. Bókin kom fyrst út í fyrravor. Hún er 140 síður og er höfundur útgefandi. GUÐMUNDUR DANÍEISSON KRAPPUR DANS JARÐVISIARSAGA JOAVAFF Krappur dans Jarðvistarsaga Jóa Vaff effir Guðmund Daníelsson Setberg hefur gefið út bókina „Krappur dans“. Jarðvistarsaga Jóa Vaff eftir Guðmund Daníels- son. Bókin er unnin upp úr drögum að sjálfsævisögu Jóhanns, sem hann byrjaði á áttræður að aldri, en entist ekki líf til að ljúka við. Höfundinum, bróðursyni Jó- hanns bárust í hendur þessi drög, sem hann notaði síðan sem upp- istöðu þessarar bókar. „Krappur dans“ er í rauninni samfelld háska- og hetjusaga manns, sem yfirgaf foreldrahús sín, Kaldár- holt í Holtum, nýfermdur á mesta harðindavori sem yfir landið hef- ur gengið, 1882. Fram yfir þrítugt var hann flestum mönnum fátæk- ari af veraldarauði, en hann ávann sér slíkt traust mikilsmeg- andi manna þjóðfélagsins, að þeir gerðu hann að fulltrúa sínum og boðbera og fengu honum loks það verk að finna, sem hann hafði frá barnæsku óskað sér: að stýra verslun. Verslunarsaga Jóa Vaff fléttast verslunarsögu landsins á feiki- legum umbrotatíma í viðskipta- háttum þjóðarinnar. Hann rak eigin verslun á Eyrarbakka í rúm- an áratug. Áður hafði hann verið vikapiltur, sjómaður, lausamað- ur, vefari, bóndi, pakkhúsmaður og verslunarstjóri kaupfélags. Um þrítugt veiktist hann lífs- hættulega, en hafnaði uppskurði og sjúkrahúsvist og réðist til sjó- róðra. Sem bóndi sá hann bæ sinn hrynja í rúst í jarðskjálftum. Sem verðandi kaupmaður sá hann verslunarbúð sína og vörur brenna til ösku. Áhlaup var gert á æru hans og afkomu, en hann stóðst það og bar hreinan skjöld heim frá sérhverri orrahríð. Bókin er 200 blaðsíður og auk þess prýdd sérprentuðum mynd- um. SvembjOrti Beinteinssoit oUskerjorsoái HEIÐIN KV4.DABÓK Heiðin Kvœðabók eftir Sveinbjöm Beinteins- son allsherjargoða Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér kvæðabókina „Heiðina" eftir Sveinbjörn Bein- teinsson allsherjargoða á Drag- hálsi í Svínadal. Á bókarkápu segir m.a. „Höfundur þessarar ljóðabók- ar er Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi í Svínadal. Hann er yngstur af átta systkinum frá Grafardal. Foreldrar hans voru hjónin Helga Pétursdóttir og Beinteinn Einarsson. Á heimili þeirra var ljóðagerð og kveð- skapur dagleg iðja, sem Sveinbjörn meðtók með móð- urmjólkinni. Hann er fæddur 4. júlí 1924, og er bókin gefin út í tilefni af 60 ára afmæli hans 4. júlí 1984. Sveinbjörn hefur átt heima á Draghálsi síðan 1934 og hefur stundað búskap frá 1944. Eftir hann hafa komið út fjögur ljóð- akver, og að auki „Bragfræði og háttatal" 1953, kennslubók í rímna- og vísnakveðskap. Margt af kvæðum hans hefur birst í blöðum og tímaritum. Hann hef- ur í rúman áratug verið allsherj- argoði Ásatrúarfélagsins og er hann mörgum kunnur utan lands og innan vegna þeirra starfa.“ ERUNG POULSEN \ST OG HATUF Ást og hatur Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Po- ulsen. Bókin heitir „Ást og hatur" og er 9. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástarsögurnar". Skúli Jensson þýddi. Við dauða föður síns uppgötv- ar Maríanna Biorck að hún er eignalaus og vinalaus. Hún ræðst sem stofustúlka á ættarsetur Wellingtonanna á Englandi. Á gamla óðalssetrinu gerast undar- legir atburðir. Á þeirri stundu er Maríanna hittir vinnuveitanda sinn, hinn unga óðalseiganda Ronald Well- ington, tekur líf hennar nýja stefnu. Ást og hatur, hinir miklu örlagavaldar, berjast um yfir- ráðin í þessari spennandi ástar- sögu. Hvunn- dagsspaug Kímnisögur eftir Ephraim Kishon Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina „Hvunn- dagsspaug" eftir Ephraim Kis- hon, og er þetta fyrsta bók hans sem út kemur á íslensku. Höf- undurinn Ephraim Kishon er fæddur í Búdapest árið 1924, en flutti til ísrael 1949. Yfir 50 bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og seldar í 30 milljónum eintaka. í bókinni „Hvunndagsspaug" er að finna 24 kímnisögur um hversdagsleg atvik sem allir þekkja. Róbert Arnfinnsson leikari las kímnisögur eftir Ephraim Kishon í útvarpi 1980 og vöktu þær mikla athygli. Kishon er höfundur sem kitlar hláturtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. „Hvunndagsspaug" er 160 bls.. Ingibjörg Bergþórsdóttir þýddi. Guðmundur skipherra Kjœrnested Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina Guð- mundur Skipherra Kjærnested skráða af Sveini Sæmunds- syni blaðafulltrúa. Á bóka- rkápu segir: „Hver er eiginlega þessi com- mander Kjærnested? Hver er þessi maður sem berst við ofur- eflið eins og það sé ekki til og gefst aldrei upp? Þannig spurðu erlendir blaðamenn sem voru hér staddir um það leyti sem baráttan um 50 og síðar 200 mílna fisk- veiðilögsögu íslendinga stóð sem hæst. Það voru fleiri en blaða- menn sem spurðu um Guðmund Kjærnested. Sjóliðarnir á freigát- unum, sem ekki gátu orða bund- ist fyrir áræðni Guðmundar, þreki hans og staðfestu. Hann gafst aldrei upp við að verja fisk- veiðilögsöguna. Þetta var þeim undrunarefni. Það er ekki fj arri sanni að segj a að Guðmundur hafi á þessum árum verið átrúanaðargoð æði margra, sem áttu í baráttu við kúgunaröfl, því fregnir um at- hafnir hans fóru víða. En hver er þá þessi maður, sem vakti virð- ingu og aðdáun þeirra sem studdu málstað íslendinga og ým- issa þeirra sem háðu baráttu við ofurefli og magnstola reiði þeirra, sem níddust á lítilmagn- anum? Saga Guðmundar er baráttu- saga allt frá barnæsku. Saga sem hann segir skrásetjara sínum, Sveini Sæmundssyni, og lesend- um án allrar tilgerðar og tæpi- tungu, hvort heldur það snertir hann sjálfan eða helstu ráða- menn þjóðarinnar.“ í bókinni eru 32 myndasíður og eru margar myndanna hinar sögulegustu. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 21. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.