Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. IMÓÐVIUINN Miðvikudaour 21. nóvember 1984 230. tölublað 49. örgangur Kratar Kosningar ekki skilyrði Ríkisstjórnarþátttaka hugsanleg án þess að kosið verði CCII ið því er ekkert endanlegt V svar“ sagði formaður Al- þýðuflokks á blaðamannafundi í gær við spurningu um hvort Al- þýðuflokkur gæti hugsað sér ríkisstjórnarþátttöku án kosn- inga áður. „Þessi ríkisstjórn er hrunin", sagði Jón Baldvin, og sagði al- menning ekki vænta neins af henni lengur. Frumkvæði að nýrri ríkisstjórn hlyti að skapast með því að ríkisstjórnin segði af sér með einhverjum hætti. Al- þýðuflokkurinn væri tilbúinn í aðra stjóm hvenær sem væri. Það væri hinsvegar „of snemmt að dæma“ um hvort kosningar væru nauðsynlegar til að mynda nýja ríkisstjórn. -m Loðnuveiðarnar Athvarf fyrir aldraða. Kvenfélag Neskirkju hefur nú komið af stað athvarfi fyrir aldraða sem opið verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12-17. Boðið er upp á hádegisverð fyrir 100 krónur og auk þess er kaffi og meðlaeti á boðstólum. Handavinnukennari er á staðnum á þriðjudögum en öllum er frjálst að gera það sem hver vill. Kvenfélagið hefur keypt dýnur og teppi svo gestimir geti lagt sig ef þeir gerast þreyttir. Einnig voru keyptir góðir stólar auk borðbúnaðar og fleira til starfseminnar. A myndinni er Gyða Þórðardóttir, gestur í athvarfinu, að prjóna peysu á iangömmutelpuna sína sem er 8 ára gömul. mynd -eik- _jp Álsamningurinn Sverrir lofar auöhringnum tilboði Stjórn Landsvirkjunar mótmœlir fyrirhuguðum bréfaskriftum ráðherra. Lögmenn ósammála um „syndakvittunina“. Bandalag Jafnaðarmanna greiðir atkvœði með samningnum Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra skrifaði Alusuisse bréf þann 4. nóvember sl. þar sem hann lýsir þvt yfir að „ríkisstjórn- in muni afhenda Alusuisse bréf, þar sem tilgreind verði fyrirhug- uð kjör og skilmálar varðandi raforku frá Landsvirkjun“ vegna fyrirhugaðrar stækkunar Álvers- ins. Stjórn Landsvirkjunar hefur fyrir sitt leyti hafnað því að ráð- herra sendi Alusuisse slíkt bréf. Þessar upplýsingar komu fram í framsöguræðu Skúla Alexand- erssonar við 2. umræðu um nýja Álsamninginn í efri deild. Sagðist Skúli krefjast þess að ráðherra sendi ekkert slíkt bréf frá sér að óræddu máli. Ljóst er að Alu- suisse sækist mjög eftir slíku boðsbréfi frá ríkisstjórninni til að geta sýnt hugsanlegum með- eiganda við stækkun verksmiðj- unnar. Að sama skapi myndi slíkt boð eyðileggja alla samnings- stöðu stjórnvalda varðandi stækkun Álversins. Skúli Alexandersson réðst harkalega að hinum nýja samn- ingi við Alusuisse og skýrði frá því að á fundi iðnaðarnefndar deildarinnar með lögmönnum ís- lendinga í áldeildinni hefði kom- ið fram að þeir væru ekki sam- mála um að 3ja miljón dollara syndakvittunin væri viðunandi. Þá hefði það einnig komið fram í nefndinni að þvert ofan í orð ráð- herra hefði skattákvæðum verið breytt á þann veg, að niður væri felld samningsbundin skylda Al- usuisse til að útvega ísal hráefni með bestu skilmálum og skilyrð- um. Hér væri raunverulega verið að lögheimila „hækkun í hafi“. Magnús H. Magnússon lýsti yfir andstöðu Alþýðuflokksins við Álsamninginn við umræðurn- ar í gær, en Stefán Benediktsson sagði Bandalag jafnaðarmanna myndi greiða honum atkvæði. Kristín Ástgeirsdóttir lýsti yfir andstöðu kvennalistans við samninginn og sagði engu líkara en íslenska samninganefndin hefði verið sem leir í höndum Ál- versmanna. -lg Fiskeldistöð í Eiðsvíkinni Egill Skúli Ingibergsson verkfrœðingur: Höfum áhuga á að ala þar bœði lax og flatfisk í sjóeldistöð Inni í Elliðaárvogi, beint fyrir framan þar sem eitt sinn stóð fræg glerverksmiðja er vík, sem heitir Eiðsvík. Þeir Egill Skúli Ingibergsson fyrrverandi borgar- stjóri í Reykjavík og Jósafat Hinriksson vélvirki hafa sótt um það til Hafnarstjórnar Reykjavikur að koma þar upp sjóeldistöð fyrir lax og flatfisk. Hafnarstjórn hefur samþykkt að vfsa málinu til Borgarráðs. Við erum með í huga all stóra eldistöð, þar sem aðallega yrði alinn lax, en ástæða þess að við ætlum að vera með flatfisk líka er sú að flatfiskurinn yrði einskonar ryksuga. Þannig er að við yrðum að loka víkina af með stálþili. Þar með er enginn straumur í vatn- inu. Þegar eldisfiski er gefið vill alltaf eitthvað af fæðunni falla til botns og úldna. Með því að vera með flatfisk gerum við ráð fyrir að hann eti það sem botnfellur, auk þess sem hann grefur sig í botninn og kemur þar með dálitlu róti á hann sem er æskilegt. Þetta sagði Egill Skúli er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Ástæðan fyrir því að loka yrði víkina af með þili í stað þess að nota flotkvíar er að um svæðið gengur lax á leið í Elliðaámar. -S.dór Þrjú skip fylltu sig úr einni nót Skipin tekin að sigla með loðnuafla sinn til Fœreyja. M okveiði af loðnu hefur verið allt síðan á laugardag og hef- ur veiðst svo vel að þess eru dæmi að þrjú skip hafi fyllt sig úr einni nót og algengt að tvö skip nái full- fermi úr nót. Segja má að loðna finnist nú á miðunum allt frá Vestfjörðum og að Glettingi. Sem kunnugt er hefur verið leyft að veiða 390 þúsund lestir á þessarri haustvertíð og næstu vetrarvertíð og hafa þegar borist á land 240 þúsund lestir af því magni. Aftur á móti gæti svo farið að loðnukvótinn yrði enn aukinn þar sem svo mikið magn af loðnu er á miðunum. Það færist nú í vöxt að loðnu- skipin sigii til Færeyja með afla sinn, þar sem greitt er helmingi hærra verð fyrir loðnuna en hér á landi auk þess sem olía á skipin er til muna ódýrari í Færeyjum en á íslandi. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.