Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
AB - Skólamálahópurinn
Þrír fundir um framhaldsskólann (Markmið - stjórnun - inntak)
verða haldnir miðvikudagana 21. nóv., 28. nóv. og 5. des. nk. að
Hverfisgötu 105 Reykjavík. - Stýrihópur.
Konur -1985 nálgast
Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára-
tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85
nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru:
Gönguhópur, Listahátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhóp-
ur, Atvinnumáiahópur.
Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og
starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420.
- Kvennafylkingin.
ABR
Borgarmálaráð
er boðað til fundar miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17.00 að
Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Málefni Hitaveitu Reykjavíkur. 2)
Málefni SVR. 3) Niðurstöður haustfundar borgarmálaráðs. Allir
velkomnir!
- Formaður.
Kvennafylkingin
Konur, konur!
Miðstöð kvennafylkingarinnar boðar til fundar
miðvikudaginn 22. nóvember kl._20.30 að
Hverfisgötu 105. Rætt um: 1) ASÍ-þing,
2) stefnuskrá flokksins, 3) samningana,
4) hugmyndafræðilegan grundvöll
kvennafylkingarinnar, 5) 1985-nefndin kynnt.
Rannveig Traustadóttirmunkomameð
innlegg í þá umræðu. Mætum hressar!
Ab.K
Kvennahópur ABK
Halló stelpur á öllum aldri! Við í Kvennahóp Ab.K höldum rabbfund
föstudaginn 23. nóv. kl. 20.30 í Þinghóli. Þingmennirnir Margrét
Frímannsdóttir og/eða Guðrún Helgadóttir skýra út fjármálahug-
tök. Skattamál og annað skemmtilegt líka til umræðu. Mætum allar
kátar og hressar! - Hópurinn.
AB á Snæfellsnesi sunnan heiða
Aðalfundur
verður haldinn laugardaginn 24. nóvember í Laugagerðisskóla, hjá
Hreini. Hefstfundurkl. 20.00 Dagskrá: 1) venjuleg aðalfundarstörf,
2) umræður um endurskoðun á forvalsreglum, 3) fjármál flokks og
félags. Kaffi.
- Stjórnin.
ÆSKULÝÐSFYLKING HAFMABFJARÐAB
Félagsfundur
Æskulýðsfylking Hafnar-
fjarðar boðar til félagsfundar
föstudaginn 23. nóv. kl.
20.00 að Strandgötu 41
(Skálinn). Dagskrá: 1) Stutt
kynning á starfi Æskulýðs-
fylkingarinnar. Framsögu-
maður Árni Björn Ómars-
Son.
2) Fyrirspurnir og almennar umræður, kaffi og með því.
3) Létt skemmtidaqskrá. Hörður Þorsteinsson klappar gítarnum.
Kynnir: Guðbjörn Olafsson. Allir Hafnfirðingar á besta aldri velk-
omnir.
- ÆFHA.
Rannveig
Sjúkrahús
á Akureyri
Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta 1. hæðar
tengibyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Um er að
ræða nálægt 840 m2 svæði fyrir geðdeild sjúkrahúss-
ins.
Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft,
mála, ganga frá gólfum og smíöa innréttingar. Auk
þess skal hann leggja loftræsi-, gas-, raf-, vatns- og
skolplagnir.
Verkinu skal að fullu lokið 1. maí 1986, en kann að
verða flýtt til 1. jan. 1986.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni
7, Reykjavík og á skrifstofu umsjónarmanns fram-
kvæmdadeildar I.R., Bakkahlíð 18, Akureyri, gegn
7.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins
fimmtudaginn 6. desember 1984 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Landsráðstefna
Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Laugardaginn 24. nóv. 1984
Fundarstaöur: Hverfisgata 105 R.vík
Kl. 10.00 Setning
Skýrsla Miðnefndar - Skýrsla gjaldkera.
Kl. 11.00 Erindi: Malcolm Spaven sérfræðingur í víg-
búnaðarmálum og afvopnun við stjórnmála-
fræðideild háskólans í Sussex á Bretlandi
fjallar um ratsjárstöðvar og tengsl þeirra við
vígbúnað í norðurhöfum.
Þarna munu koma fram nýjar upplýsingar
um ratstjárstöðvarnar á íslandi.
Umræður og fyrirspurnir á eftir.
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.00 Starfsáætlun fyrir næsta ár.
Útgáfu- og áróðursmál.
Stefnuskrá og pólitískar áherslur SHA.
Kl. 14.00 Starfshópaumræður um ofantalin efni.
Kl. 15.00 Almennar umræður og kjör nýrrar mið-
nefndar.
Kl. 18.00 Landsfundarslit.
Kl. 21.00 Vetrarfagnaður SHA - Ferðafrásögn:
Friðarbarátta í landi sólaruppkomunnar.
Emil Bóasson sem nýkominn er frá friðar-
ráðstefnu í Japan greinir frá því sem fyrir
augu og eyru bar.
Almenn skemmtun, dans og gleði.
Kl. 01.00 Hápunktur og tjaldið fellur.
Blaðburðarfólk
Ef þú ert
morgunhress?
Hafðu þá samband við afgreiðslu
Þjóðviljans, sími 813 33
Laus hverfí:
Nýi miðbærinn
Pað bætir heilsu 02 hag
að bera út Þjóðviíjaiui
voovium
Betra blað
Framkvæmdastjóra-
staða
við Áburðarverksmiðju ríkisins er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er tii 1. febrúar nk. Laun skv.
launakerfi starfsmanna ríkisins.
Æskilegt er að umsækjendur hafi hagfræði- eða við-
skiptamenntun og reynslu í stjórn fyrirtækja. Staðan
veitist eigi síðar en 1. júní 1985. Umsóknir, ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for-
manni stjórnar Áburðarverksmiðju ríkisins, Steinþóri
Gestssyni, bónda á Hæli, Gnúpverjahreppi, sem veitir
frekari upplýsingar.
Gufunesi, 19. nóvember 1984
Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins
BRIDGE
Það var ekki að sjá að Valur
Sigurðsson hefði mikinn áhuga á
sæti í olympíulandsliðinu okkar í
síðustu umferðinni (setunni) I
landsliðskeppninni. Hann og Sig-
urður Sverrisson voru þá efstir og
voru að spila við Guðlaug R. Jó-
hannsson og örn Arnþórsson og
hafði frekar hallað á þá Val og
Sigurð. Þá kom þetta spil upp: Þú
heldur á: Dx Gxxxxx xx Á10x.
Og félagi þinn opnar á 1 tígli
(eðlilegt, lofar tígli og 12-20 hp.),
næsti maður kemur inná á 1
spaða, þú doblar (kerfisbundið,
lofar hjarta og 7-10 hp.), næsti
maður fyrir aftan þig stekkur í 3
spaða, félagi segir pass, sá fyrir
framan þig segir pass (þið eruð á
hættunni gegn utan) og hvað viltu
segja með þessi spil?
Viljirðu komast á olympiumót
segirðu pass, annars 4 hjörtu.
Valur valdi að segja 4 hjörtu, sem
voru snarlega dobluð og kostuðu
800.
3 spaðar fara að líkindum 1 til 2
niður, þannig að þarna fuku ódýr
42 stig í samanburði og olympíu-
för með. Harður maður, Valur
Sigurðsson.
Guðlaugur og Örn sigruðu svo
landsliðskeppnina með 731 stigi,
en Valur og Sigurður hlutu 728
stig (hefðu unnið mótið ef Valur
velur að passa þetta spil).
Svona er bridge.
SKÁK
Á svæðismótinu í Luzern árið
1973 var baráttan um fyrsta sætið
mjög hörð. Svíinn Tom Vedberg
áttimöguleika á að komast á milli-
svæðamót með því aö leggja Hu-
bner í síðustu umferð, en hann
var efstur með VA vinning. Þessi
staða kom upp eftir 30. leik Hu-
bners b4. Með því að leika 30,-
Hg6 tryggir svartur sér vinnings-
stöðu, hótar m.a. Hg2 og Df4. [
staðinn lék Wedberg hrikalega af
sér 30.- Dd2?? og stórmeistarinn
JL wk. |pp Wf
M A JP m gp I i IHP
ifj ífe
A 'tÉk
1
ií 'Æzl — 11
var ekki lengi að velta vöngum
31. Dxd2 Hxd2 32. Hxd2 f2 33.
Db5! fxg1 34. Kxg1 Hxa6 35.
Be4 Ha1 36. Kf2 og Wedberg
gafst upp. Skjótt skipast veður í
lofti.
MINMMi \HSJ1»HIIK ÍSLEN/K It.Mt U.I'S IM
SIGFÚS SIGURHJ4RTARSON
Minninf’arkorlin eru lil sölu á
eflirlöldum slöðum:
Bókabúð Máls og menningar
Skrifstofu Alþýðubandalagsins
Skrifstofu Pjóðviljans
Munið söfnunarátak í
Sigfúsarsjóð vegna
flokksmiðslöðvar
Alþýðubandalagsins
rrT
. inn
i.
■ . :
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN