Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 7
Skugga-Sveinn Matthíasar
Jochumssonar, sem hefur
glatt íslendinga í 122 ár, er nú
kominn á fjalirnar rétt einu
sinni enn í höfuðborginni.
Þjóðleikhúsiðfrumsýndi þetta
sígilda leikrit í gær og að
þessu sinni er Erlingur Gísla-
son í hlutverki Skugga-
Sveins. Við gengum á fund
hans í vikunni til að spjalla
svolítið um leik hans og leikrit-
ið og fyrsta spurningin sem
lögð var fyrir Erling var hvort
hann hefði áðurfengist við
Skugga-Svein.
- Nei, ég hef hvorki leikið
Skugga-Svein sjálfan né í leikrit-
inu áður en hins vegar hef ég séð
þrjá menn leika hann. Sem ung-
lingur sá ég Jón Aðils í hlutverk-
inu og síðar Jón Sigurbjörnsson.
Einnig sá ég skólasveininn Böðv-
ar Guðmundsson þegar nemend-
ur Menntaskólans fluttu frum-
gerðina, Útilegumennina, á
aldarafmæli hennar.
- Við hvaða leikgerð er nú not-
ast?
- Leikgerð þeirra Brynju Ben-
ediktsdóttur leikstjóra og Sigurj-
óns Jóhannssonar er að mestu
byggð á textaútgáfunni frá 1898
sem heitir Skugga-Sveinn og úti-
legumennirnir. Pegar sá texti var
gefinn út af höfundinum var búið
að leika Skugga-Svein í 36 ár í
ýmsum gerðum og hann gerði þá
ýmsar breytingar á upphaflegu
gerðinni í samræmi við það. Á
stöku stað í þessari sýningu er
skotið inn köflum eða áherslu-
punktum úr Útilegumönnunum
frá 1862 og flest af því er til bóta.
- Hvaða erindi á þessi skugga-
legi maður til nútímafólks?
- Skugga-Sveinn er ekki bara
persóna heldur líka landvættur
um leið, eins konar Fjallkona á
íslandi, andóf langkúgaðrar
þjóðar sem býr til þessa útilegu-
menn. Skugga-Sveinn er í beinu
framhaldi af þeim Gísla Súrssyni
og Gretti og einnig Gunnari á
Hlíðarenda, afarmenni óg hetja
sem einhvers staðar verður að
vera til. Kann er tákn um andóf
gegn valdsmönnum sem hafa
engan trúnað við alþýðu landsins
heldur fyrst og fremst við kóng-
inn. Þetta er það erindi sem hann
átti á 19. öld og einnig á okkar
öld. Leikritið er þáttur í sjálf-
stæðisbaráttunni og mörgum
þótti nóg um þennan asskotans
gassa í skólastrákunum árið 1862.
- Matthías var sjálfur í hópi
þessara skólasveina þegar hann
samdi leikritið.
- Hann var það en orðinn 25
eða 26 ára og sennilega hefur
honum þótt skólarómantíkin dá-
lítið hlægileg, þessi rómantík sem
sumum endist fram á elliár, og
hún hefur farið í.taugarnar á hon-
um. Skólasveinarnir sem koma
fyrir í leikritinu eru ekkert róm-
antískir.
- Nú er ofurmennisdýrkun
einn þáttur rómantíkurinnar.
Getur hugsast að Matthías hafi
verið að gera grín að henni með
Skugga-Sveini?
- Eg veit það ekki. Viktor
Hugo er með persónuna Hans frá
íslandi í einum af sínum fyrstu
skáldsögum. Hann er alill per-
ErlingurGísiason
segirskoðanirsínar
á Skugga-Sveini
sem hann leikurnúí
Þjóðleikhúsinu
sóna, eins konar djöfull eða
skrímsli. Ég veit ekki hvort Matt-
hías hefur þekkt það fyrirbæri.
Frakkar hafa löngum laðast að
slíkum formlegum orðhengils-
hætti - hvað er að vera illur eða
góður. Við sjáum þetta síðar hjá
Sartre og existensíalistunum. Hjá
þeim er það frjálst val - að vera
illur eða góður. í Skugga-Sveini
eru þetta trúarbrögð. Ieinni vís-
unni biður hann til Skuggavalds
sem er einhvers konar guðdóm-
ur: „Skuggavaldur skjólið þitt/
skal hið hinsta athvarf mitt“. í
baksýn er Ávaldi nokkur í Ódáð-
ahrauni sem kemur fyrir í upp-
skrift hjá Jóni Grunnvíkingi.
Matthías hefur þekkt hana og
Ávaldi gæti verið fyrirmynd að
trúarbrögðum Skugga-Sveins.
- Er eitthvað nýstárlegt í þess-
ari uppfærslu?
- Það er aðallega tónlistin.
Skólapiltar tóku á sínum tíma
það sem næst var t.d. lög úr Álf-
hóli eftir Kuhlau, þýsk þjóðlög
og Weise en við þessa sýningu
semur Jón Ásgeirsson 23 ný lög af
27 sem eru í sýningunni. Hér er
annars vegar um að ræða gamlan
þjóðlegan tvísöng og svo hins
vegar rómantísk lög t.d. hjá elsk-
endunum.
- Finnst þér gaman að leikrit-
inu?
- Já, það finnst mér, þetta er
skemmileg þjóðlífsmynd. Höf-
undur lætur leikritið gerast á 17.
öld en í fyrri sýningum hafa menn
yfirleitt haldið sig við 18. eða 19.
öld. Við reynum hins vegar í
þessari sýningu að seilast aðeins
lengra aftur í 17. öldina. Þetta
leikrit er áreiðanlega vinsælasta
leikrit á íslandi og lengst sýnt.
- Hvernig er búningur þinn?
- Ég er í afar mikilli og hlýrri
hrosshúð, hún er á við tvo fóðr-
aða vetrarfrakka og eiginlega
eins og brynja. Hún minnir í senn
á samuraja og tískuherra frá Par-
ís. Kannski verður Sigurjón Jó-
hannsson heimsfrægur fyrir þessa
LEIKLIST
Eins og samuraja eða
tískuherra frá París
TÓNUST
íslenska hljómsveitin.
Tónleikar f Bústaðakirkju, sunnud.
18. nóvember
Stjórnandi: Ragnar Björnsson
Einleikari: Stephanie Brown
Efnisskrá:
Karl Hermann Pillney: Eskapaden
eines Gassenhauers
W.A. Mozart: Píanókonsert nr. 9 f Es
dúr K271
F. Chopin: Mazurka nr. 13 í a moll
Scherzo nr. 2 í b moU
Jacques Ibert: Suite Symphonique.
íslenska hljómsveitin hélt sína
fyrstu tónleika á þriðja starfsári
sínu í Bústaðakirkju 18. þ.m.
Stjómandi var Ragnar Bjömsson
og einleikari Stephanie Brown.
Efnisskráin var dálítið kyndug
vægast sagt og er ekki gott að átta
sig á hvaða hugsun lá á bak við
samsetningu hennar.
Hún hófst á verki eftir Karl
Kyndug efnisskrá
Hermann Pillney „Eskapaden
eines Gassenhauers" (má þýða
„slagara flækingur"). Eins og
segir í efnisskránni, er verkið stef
og tilbrigði í ætt við Bach, Moz-
art, Schubert, Mendelsohn,
Rossini, Schönberg og Liszt.
Höfundur, sem var píanóieikari
og kennari í Köln (m.a. var Atli
Heimir nemandi hans) hefir gert
þessa paródiu sjálfsagt að ein-
hverju gefnu tilefni, t.d. gæti
maður ímyndað sér á ársskemmt-
un kennara við tónlistarhá-
skólann í Köln þar sem vínið
flæddi og stemningin í hápunkti.
Þá hefur verið mikið hlegið og
öllum fundist þetta mjög sniðugt.
En þegar þessu er dengt yfir blá-
edrú fslendinga sem ekki vissu
hvaðan á sig stóð veðrið, þá verð-
ur þetta ekki fyndið lengur, verð
ég að segja. En þó brá fyrir tölu-
vert sniðugum hlutum eins og
Liszt-kaflinn. Anna Guðný Guð-
mundsdóttir lék með á píanóið og
RÖGNVALDUR.v
SIGURJÓNSSQ
gerði það mjög vel og ekki síst í
þeim kafla. Ragnar Bjömsson
stjórnaði þessu kúnstuga verki af
mikilli natni og hélt öllu vel sam-
an, sem hefir sjálfsagt ekki verið
auðvelt.
Næst á efnisskránni var pían-
ókonsert í Es dúr K271 eftir Moz-
art. Konsertinn var skrifaður
fyrir Mademoiselle Jeunhomme
sem var á konsertferðalagi í Salz-
burg í janúar 1777. Það er margt
líkt með þessum konsert og Sin-
fonia concertante fyrir fiðlu og
lágfiðlu og hljómsveit, sem Moz-
art skrifaði 2 Vi ári áður en hann
samdi K271. Sérstaklega em
hægu kaflamir áþekkir, báðir í c
moll og mjög híc stemning yfir
þeim. Amerísk stúlka, Stephanie
Brown, lék sólóhlutverkið af
makalausri tækni og innsæi sem
sýndi að hún er í röð fremstu pí-
anóleikara. Ragnar og hljóm-
sveitin stóðu sig með mestu
prýði.
Eftir hlé lék Stephanie Brown
tvö verk eftir Chopin, Mazurka
op, 17 nr. 4 í a moll og Scherzo
op. 31 nr. 2 í b moll. Hún lék bæði
þessi verk mjög fallega og í anda
Chopins, en hljóðfærið var of
lítið til að verkin fengu að njóta
sín til fulls. Að endingu lék
hljómsveitin undir ömggri stjórn
Ragnars Bjömssonar bráð-
skemmtilegar svítu - Suite Symp-
honiqe - eftir franska tónskáldið
Jacques Ibert. Það var merkilegt
hvað þessi litla hljómsveit hljóm-
aði vel þegar tekið er tillit til þess
að strengimir em aðeins 9 í allt (2
fyrstu fiðlur). Fiðlusóló kaflana
lék Hlíf Sigurjónsdóttir vemlega
vel. Ragnar Bjömsson stjómaði
þessum tónleikum af miklum
myndugleik, svo að hvergi brást.
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Laugardagur 24. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7