Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 13
Kvikmyndagagnrýni í blíðu og stríðu Terms of Endearment (Bandaríkin, 1983) Handrít og stjórn: James L. Brooks Kvikmyndun: Andrzei Bartkowiak Leikendur: Shirley MacLaine, Debra Winger, Jack Nicholson Sýnd í Háskóiabíói. Samband móður og dóttur er mikið tískuviðfangsefni rithöf- unda og kvikmyndagerðar- manna um þessar mundir. Hér er komin ein af mörgum kvikmynd- um sem gerðar hafa verið um efn- ið. Þetta er fimmföld Óskars- verðlaunamynd og þarf enginn að hafa áhyggjur af afkomu þeirra sem að henni stóðu, enda hefur hún til að bera flest það sem gerir bandaríska kvikmynd vin- sæla. Áróra (Shirley MacLaine) er stöndug miðaldra ekkja og á eina dóttur bama, Emmu (Debra Winger), sem giftir sig ung manni sem Áróru h'st ekkert á. Emma segist gifta sig til að komast að heiman, en heldur þó áfram að vera svo háð móður sinni að þær talast við í síma daglega eftir að ungu hjónin eru flutt í aðra borg. Þegar nýjabrumið er farið af hjónabandinu er það ekki til- takanlega spennandi, bömin verða þrjú og kennarablókin sem Emma giftist á í vandræðum með að sjá fjölskyldunni farborða. Áróra lendir hinsvegar í æsi- spennandi ævintýri með afdönk- uð-um geimfara sem býr í næsta húsi við hana og er náttúrulega leikinn af Jack Nicholson. Hversdagsleikinn leikur Emmu grátt og lítið bætir úr skák þótt hún taki upp á því að halda framhjá. Maðurinn hennar gerir það líka. Svo þegar hún ákveður loks að gefast upp á öllu saman og fara heim til mömmu með börnin kemur í ljós að hún er með krabb- amein og það sem eftir er mynd- arinnar fer í að lýsa framgangi sjúkdómsins og láta áhorfendur úthella támm í stórum stfl. Hér er sem sé á ferðinni ein af þessum manneskjulegu vanda- málamyndum sem sett hafa svip sinn á bandaríska kvikmynda- framleiðslu undanfarin ár. Það er verið að fjalla um „venjulegt fólk“ og venjuleg vandamál þess. Gallar myndarinnar em líka ósköp venjulegir og bandarískir: yfirborðsleg umfjöllun um alvar- leg mál og grátklökk tilfinninga- Það sem bjargar því sem bjarg- að verður í þessari mynd er fram- úrskarandi leikur þrístimisins Shirley MacLaine, Jack Nichol- son og Debra Winger. Þeirra vegna er í blíðu og stríðu vel þess virði að sjá hana. Framanaf þótti mér Shirley MacLaine ekki sér- lega sannfærandi í hlutverki Ár- óm, enda býr hún yfir þessari tragísku dýpt sem aðeins bestu gamanleikumm er gefin. Sam- leikur þeirra Jacks Nicholsons er frábær. Hann er eini „óvenju- legi“ maðurinn sem við sögu kemur - geimfarar eru sjaldgæfir enn sem komið er og þessi er afar skrautlegur: drykkjubolti og flagari. Jack Nicholson er snill- ingur í að leika ógeðslega menn og mér fannst reglulega leiðinlegt að hann skyldi ekki fá að vera það til enda. I samræmi við endinn sem var í „brosið gegnum tárin“- stíl var geimfarinn dubbaður upp í góðmenni og besta vin bam- anna. Debra Winger er mjög athyglis- verð ung leikkona, sem kann að leika á marga strengi. En svo undarlega vill til, að þrátt fyrir afburðagóðan leik og þrátt fyrir þá staðreynd að myndin er að mestu leyti um samband þeirra mæðgna, fannst mér í raun næsta fátt sagt um það samband annað en yfirborðslegar klisjur. Eins og svo oft áður í myndum af þessum eða svipuðum toga er fjallað um mannleg samskipti á sannfærandi hátt og af miklu ör- yggi. Tæknin klikkar hvergi og samtölin em hnyttin og leikar- arnir kunna að fara með orð. En þegar upp er staðið og áhorfand- inn spyr sjálfan sig: hvað lærði ég nýtt í dag? - verður fátt um svör. Hvað getur maður lært af venju- legri bandarískri millistéttarfjöl- skyldu og er maður ekki orðinn dálítið þreyttur á henni, með öllu því stressi og firringu sem henni fylgir? Þetta er auðvitað elsku- legasta fólk og mikið skelfing á það stundum bágt, það vantar ekki. Kannski gæti maður lært eitthvað af því eða hrifist al- mennilega ef einhver tæki sig til og kafaði dálítið djúpt undir yfir- borð hins bandaríska lífsstfls. Það finnst mér James L. Brooks ekki gera í þessari mynd. í blíðu og stríðu er ómissandi fyrir þá sem a) hafa gaman af að gráta í bíó, og b) hafa mætur á góðum leikurum. Veislusalir Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvæmi og mannfagnadi. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið tímanlega fyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur Hverfísgötu 105 símar: 20024 - 10024 - 29670. fjölbrautaskóunn BREIÐHOLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun í skólann verður til 1. desember næstkomandi bæði í dagskólann og öldungadeildina. Umsóknir skulu berast skrifstofu skólans, Austurbergi 5, sími 75600. Fjölbrautaskólinn býður fram nám á sjö námssviðum, en þau eru sem hér segir: Menntaskóli, Iðnskóli, Verslunarskóli, Sjúkraliða- skóli, Matvælatækniskóli, Myndlistar- og hand- íðaskóli og Uppeldisskóli. Skólameistari. A Starfsmaður Veödeild Landsbankans óskast á launadeild hjá Kópavogskaupstað. Þarf að vera vanur launaútreikningi og tölvuvinnslu. Um V2 starf er að ræða. Laun samkv. launakjörum Starfs- mannafélags Kópavogs. Upplýsingar ásamt umsókn- areyðublöðum fást á bæjarskrifstofunni, Fannborg 2, 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 28. nóv. 1984. auglýsir nýtt símanúmer 621662 í þessum síma eru veittar almennar upplýsingarum Húsnæðismálalán og skyldusparnað ungmenna. Skráið upplýsingasímann í símaskrána. VEÐDEILD LANDSBANKANS Laugavegi 77, Reykjavík sími 21300 upplýsingasími 621662 Bæjarritarinn í Kópavogi. Vináttufélag íslands og Kúbu: Aðalfundur verður haldinn í Sóknarsalnum við Freyjugötu sunnu- daginn 25. nóv. kl. 14.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fréttapistill frá Kúbu. 3. Sigurður Hjartarson segir frá Nicaragua. 4. Kvikmynd um vinnuferð til Kúbu sl. sumar. MÆTUM ÖLL! Stjórnin. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Hanna Guðjónsdóttir píanókennari Kjartansgötu 2 er lést á Landspítalanum 18. nóvember sl., verður jarðsung- in frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Aðstandendur. Laugardagur 24. nóvember 1984 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.