Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Blaðsíða 8
TONLIST Skemmtilegir Sinfóníuhljómsveit íslands. Tónleikar 15. nóv. 1984 Einleikari: Bernharður Wilkinson Efnisskrá: Þorsteinn Hauksson: „Ad astra“ fyrir hljómsveit Carl Nielsen: Flautukonsert Robert Schumann: Sinfonía nr. 2 í C dúr op. 61 Þorsteinn Hauksson lauk ein- leikaraprófi í píanóleik og prófi í tónsmíðum við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1974. Síðan hafa vegir hans legið víða, í Banda- ríkjunum þar sem hann lauk meistaraprófi í tónsmíðum við Illinois háskólann 1977. Hann hefir stundað tónsmíðarannsókn- ir í mörgum löndum og verið heiðraður með styrkjum frá Bandaríkjunum og Frakklandi og verk hans hafa víða verið flutt. Tónverkið „ Ad astra“ var sam- ið 1982 og frumflutt sama ár af Kammersveit Listahátíðar undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Höfundur segir um verk sitt í hljómleikaskrá: „Stöður og hlut- föll himintunglna gegna veiga- miklu hlutverki í „Ad astra“ og þá ekki eingöngu séð frá okkar sólkerfi, heldur og frá ýmsum öðrum stöðum í alheiminum. Það má segja að verk þetta sé eins- konar óður til þessa stórkostlega sjónarspils, hlutfalla og fegurðar sem stjörnuhimininn er.“ Og ennfremur segir hann: „Ég skrif- aði safn tölvuforrita við útfærslu þessara hugmynda og fékk ólatur þræll okkar tíma þ.e.a.s. tölvan ærið verkefni í nokkra mánuði. Ég vil benda sérstaklega á að á engan hátt hefi ég látið stjórnvöl- inn í hendur tölvunni. Hún er að- eins notuð við útfærslu, út- reikninga sem annars hefðu orðið alltof tímafrekir. Aðferðir og tól koma aldrei í stað tónlistar sem hljóta frekar að gegna því hlut- verki að vera hjálparhellur í þess- ari eilífu leit að fullkomleikan- um.“ Þetta er allt gott og blessað, en þegar komið er upp á hljóm- leikapallinn og áheyrendur sitja út í sal til að meðtaica, njóta eða dæma það sem fyrir eyrun ber, þá er bara spurningin: Þykir manni þetta góð tónlist eða ekki. Það er allt og sumt. Ég þykist vera viss um, að tónskáldið hafi náð því marki sem það ætlaði sér við samningu verksins. Verkið RÖGNVALDURÍ SIGURJÓNSSÖ hljómaði vel í mínum eyrum, en það var átakalítið og verkaði dá- lítið einhæft, sem sjálfsagt hefir verið meining tónskáldsins. Það má búast við ýmsu fróðlegu frá hendi Þorsteins i framtíðinni, því hann hefir bæði gáfur og kunn- áttu til að bera. Næst á efnisskránni var Flautukonsert eftir danska tón- skáldið Carl Nielsen (1865-1931). Bernharður Wilkinson lék á tónleikar flautuna. Bernharður er fæddur í Englandi. Hann nam flautuleik í Royal Manchester College of Music og lauk þaðað burtfarar- prófi 1973. Hann fluttist til ís- lands 1975 og hefir síðan starfað í Sinfóníuhljómsveitinni og kennt við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Bemharður er afbragðs flautisti, hann hefir sérlega fal- legan tón og lék hann konsertinn mjög vel og vakti verðskuldaða hrifningu. Flautukonsertinn er mjög áheyrilegt verk, en mér finnst Carl Nielsen skrifa óþar- flega þykkt fyrir hljómsveitina á köflum svo að flautan átti stund- um erfitt með að láta í sér heyra. Að endingu var flutt Sinfónía nr. 2 í C dúr op. 61 eftir Robert Schumann. Sinfóníur Schu- manns, þessa mikla skálds í tón- um, skipa alveg sérstakan sess í tónlistarsögunni. Ekki vegna þess að þær skari fram úr öðrum sinfóníuverkum, heldur þvert á móti jaðra þær við að vera „kammermúsik fyrir stóra hljóm- sveit“ ef svo má að orði komast. Þær eru allar (4 að tölu) þrungnar fegurð og andagift, en Schumann náði aldrei fullum tökum á að skrifa fyrir stóra hljómsveit og er ritháttur hans (instrumentation) ekki alltaf sannafærandi. En þrátt fyrir þetta eru sinfóníur hans mikið fluttar vegna þess lífsneista sem í þeim býr. Sinfónía nr. 2 er misjöfn að gæðum, en andagift Schumanns er oftast ná- læg og margir staðir í sinfóníunni eru stórkostalega fallegir. Ég hef ekki minnst á þann mann sem „hélt“ þessa tónleika, en það var ungur grikki, Karolos Trikolidis. Hann reyndist vera verulega góður stjómandi og vakti hann óvenjulega mikla hrifningu áheyrenda. Hann gerði feikilegar kröfur til hljómsveitar- innar og fór stundum á ystu nöf hvað hraða snertir (Scherzóið: Allegro vivace varð Presto eða Prestissimo!) En áheyrendur hættu ekki að klappa þegar að efnisskránni lauk, svo að endur- taka varð Scherzóið. Mjög skemmtilegir tónleikar. R.S. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri Iðunn hefur gefið út Ljóðasafn eftir Þorstein frá Hamri. Guðrún Svava Svavarsdóttir myndskr- eytti. Þetta er sjötta bókin í flokki Iðunnar af Ijóðasöfnum helstu samtíðarskálda, en allar eru þær skreyttar myndum kunnra mynd- listarmanna. Ljóðasafn Þorsteins frá Hamri hefur að geyma allar ljóðabækur hans til þessa, átta að tölu. Ljóð- in em til orðin á liðlega aldar- fjórðungi, 1956-82. Fyrstu bók sína, í svörtum kufli, gaf hann út tvítugur, 1958, og birtist hún hér í endurskoðaðri gerð. Síðan kom Tannfé handa nýjum heimi tveimur ámm síðar. „Segja má að með þriðju bókinni, Lifandi manna landi, 1962, hafi Þor- steinn náð fullum þroska sem skáld“, segir í kynningu forlags- ins. „Þar hefur Ijóðstíll hans öðl- ast persónulegan tón og fyllingu, jafnvægi sem síðan hefur orðið æ ömggara. Málfar hans er auðugt og blæbrigðaríkt, sækir næringu í alþýðumál og gamlar bók- menntir, ekki síst þjóðsögur og j>orsteíftft frá Hamri ljóðasafn jjóðkvæði. Næstu bækur, Lang- nætti á Kaldadal og Jórvík, em til marks um það. Þessari arfleifð er Þorsteinn einkar samlífur og hún hefur nýst honum til að yrkja ljóð sem í hnitmiðun máls og mynda birta næmt skyn á lífsvanda sam- tíðarinnar. Ljóðform hans er með ýmsu móti. laust eða bundið eftir atvikum, en það hefur orðið æ hnitmiðaðra eins og sjá má í síðustu bókunum, Veðrahjálmi, Fiðrinu úr sæng Daladrottningar og Spjótalögum á spegil. í hóg- værð sinni og lágmæltri skír- skotun hitta ljóð Þorsteins tíðum beint á kviku hins ráðvillta nú- tímamanns. Innhverfur heimur þeirra verður lesandanum ein- kennilega nákominn.“ BÓKMENNTIR / Villigölturinn vínqarðinum Roland H. Bainton: Marteinn Lúther. Guðmundur Óii Ólafsson þýddi. Bókaútgáfan Salt, Akranesi 1984. Þann 10. nóvember í fyrra voru 500 ár liðin frá fæðingu Marteins Lúthers og var mikið um dýrðir. Það vildu víst allir eigna sér hann, og jafnvel austur-þýzkir, sem í ein fjörutíu ár hafa staðfastlega haldið fram hlut Tómasar Muntzers á kostnað Lúthers, gerðu sig líklega til þess að taka siðaskipajöfur í sátt, þetta „væru- kæra hold í Wittenberg“ eins og Muntzer kallaði hann. í tilefni tímamótanna kom svo út í ár ritið sem hér um ræðir. Bók Baintons hefur um þrjátíu ára skeið verið ein þekktasta ævi- saga Luthers og segir ekki svo h'tið: Þær eru fleiri en nokkur fái talið. Ein ástæða þessara vin- sælda er vafalaust sú sem þýðandi getur í eftirmála, að athygli höf- undar beinist framar öðru „að manninum sjálfum, sálarstríði hans og trúarbaráttu“. Því er nú einu sinni þannig farið, að sama hvað við setjum Lúther oft og rækilega inn í „sögulegt sam- hengi“ og leiðum að því vís- dómsrökin löng og breið að flest hefði þetta farið á eina og sömu lund með myndun þjóðríkja og minnkandi páfavaldi þótt hann hefði aldrei komið til sögunnar, - þá verða samt ætíð einhverjir sem hrífast af manninum Lúther með kostum jafnt sem göllum. „Hann er germanskastur allra Þjóð- verja“, sagði Heine. Enginn taki þetta svo að bók Baintons sé ekki fullboðleg sagn- fræði. Hann er hinn lærðasti maður í fræðum sínum og leiðir okkur sem minna vitum styrkri hendi um myrkvið siðaskiptasög- unnar. Fátt er honum fjær skapi en blind aðdáun á söguhetju sinni; hefur enda samið ævisögu Erasmusar frá Rotterdam, sem var í flestum efnum andskaut Lúthers, eins og menn muna. Það er mjög í tízku um þessar mundir að leggja ofuráherzlu á það, að enginn geti í raun verið hlutlaus sagnfræðingur, menn komi upp um sig með efnisvalinu þótt ekki væri annað. Vel má það satt vera, en hitt er jafnsatt samt, að viljann má aldrei bresta, og Bainton er að minni hyggju eitt bezta dæmið um það hvert komast má. Hann er að sögn þýðanda endurskír- andi, en hverjar sem trúarskoð- anir hans kunna að vera lita þær hvergi svo greint verði frásögn- ina, sem er einstaklega hófsöm og yfirveguð. Um íslenzka útgáfu bókarinn- ar er varla nema gott eitt að segja. Á ensku er hún prýdd miklum fjölda mynda sem marg- ar hafa menningarsögulegt gildi. Þær komast vel til skila, en mis- ráðið er það að mínum dómi að sleppa listanum yfir það hvaðan þær eru fengnar. Þá er einnig sleppt feikilega ýtarlegri tilvitn- anaskrá, og er nú kannski skiljan- legt, svo mikil sem hún er að vöxtum. Þar á móti kemur að bókinni fylgir mjög góð heimilda- skrá, snöggtum betri og ýtarlegri en skráin í útgáfunni, sem ég hef við höndina, það er endurprent- un frá 1980 á hátíðarútgáfu frá því í febrúar 1978, en eftir þeirri útgáfu er þýðingin gerð. - Það er raunar svo að sjá að endurprent- unin 1980 sé á örfáum stöðum ei- lítið frábrugðin. Eitthvað skýtur það líka skökku við, að íslenzku þýðing- unni fylgir örstuttur formáli höf- undar og nefnist tyAð þrem ára- tugum liðnum". Hann virðist vera hraksmánarlega stuttur út- dráttur úr formála sem fylgir endurprentuninni 1980 og nefnist Aldarfjórðungi síðar". Sá for- máli hefur að geyma mjög athygl- isverða hluti, m.a. um það hvern- ig breyttist afstaða Baintons til Lúthers, og hefði betur fylgt þessari íslenzku útgáfu. Það vekur strax athygii lesand- ans hve þýðing Guðmundar Óla Ólafssonar er á góðu máli. Rit um jafn sérhæft efni og siða- skiptaguðfræði bókstaflega býð- ur heim tilgerð og torfi, en þess gætir hvergi. Ég hef borið saman nægilega mikið við frumtextann til þess að ég þykist geta lokið afdráttarlausu lofsorði á þýðing- una, hún er nær alltaf í bezta lagi nákvæm, og það er eins og þý- anda sé alrei orðs vant. Vitaskuld teflir hann dálítið djarft stund- um. Maximilína keisari er kallað- ur „riddarinn síðasti" sem að vísu er alþekkt viðurnefni en á ensku stendur aðeins „Maximilian the romantic“. Guðmundur Óli er heldur ekki alveg laus við kredd- ur í rithætti nafna. Er nú t.d. ástæða til að rita Fals fyrir Pfalz? Hann tekur ritháttinn Melanch- ton fram yfir Melanchthon í ensku útgáfiinni, sem verður að telja réttara. Og auðvitað er það gott að gleypa ekki enskuna hráa. Þannig notar þýðandi orðmynd- ina Habsborg sem er rétt, bóka- renskan hefur Hapsburg, sem í íslenskri gerð yrði þá Hapsborg. - En ekki veit ég, hvemig þeir í neðra taka því, að Guðmundur Óli skuli ætíð skrifa guð með stór- um staf en djöfulinn með litlum, jafnvel þegar hann birtist sem Satan. En sem sagt: Hér er þýðingar- afrek unnið. Jón Thor Haraldsson Tröllabókin Ný bók fyrir yngstu bömin' Út er komin hjá bókaforlaginu löunni ný bók fyrir yngstu börnin - TRÖLLABÓKIN. Bókin er eftir Jan Lööf en myndlistarmaðurinn Rolf Lidberg hefur myndskreytt bókina stórum litmyndum sem prýða hverja opnu hennar. Þor- steinn skáld frá Hamri þýddi text- ann. Saga tröllanna er öðrum þræði sagan um hina eilífu hringrás náttúrunnar, sögð á þann hátt sem yngstu bömin skilja og nema. Náttúran öðlast líf í máli og myndum og inn í sögu árstíð- anna fléttast ótal kostuleg og kímileg atvik úr lífi litlu trölla- bamanna. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.