Þjóðviljinn - 18.01.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Page 5
Reyðarfjörður Kísilmalm- verksmiðja efst á baugi Úrslit þurfa að fást í vetur Það kom fram á ráðstefnu um hlutverk sveitarfélaga í at- vinnumálum, sem haldin var í Reykjavík síðla í nóv., að at- vinnuástand á Reyðarfirði hefði verið fremur slakt á ár- inu. Þó ekki iakara en árið áður nema þá helst hjá iðnaðar- mönnum. Ekki hefur þó beinlínis verið um að ræða atvinnuleysi en oftast ein- hverjir á atvinnuleysisskrá. Tekjurýrnun fólks er þó meiri en ætla mætti af atvinnuá- standinu og liggur í því, að yf ir- vinna hefur minnkað stórlega og yfirborganir eru óþekktar. Mestu skiptir þó að tölur um atvinnuleysi segja ekki nema lítið brot af sögunni um ástand og horfur. Ungt fólk, sem að öllu eðlilegu ætti að geta fengið hér atvinnu, fær hana lítt eða ekki. Þetta fólk kemur hér ekki á atvinnuleysisskrá, það flytur burt. Um horfur er erfitt að segja en útlit í atvinnumálum er frekar dökkt. Samdráttur eða í besta falli stöðnun í hefðbundnum at- vinnuvegum þýðir í raun afturför byggðarlaganna hér fyrir austan. Undanfarin ár hafa 7 af hverj- um 10 nýjum störfum hér verið á sviði verslunar og þjónustu. Ekki er unnt að sjá að svipuð þróun geti orðið hér á sama tíma og flest bendir til fólksfækkunar. Helstu atvinnumöguleikar, sem virðast vera hér á Austurlandi í náinni framtíð, eru á sviði orkufreks iðnaðar og loðdýraræktar. Fisk- eldi og lífefnaiðnaður koma einn- ig til álita en þar hljóta þau svæði, sem hafa yfir jarðhita að ráða, að hafa forskot. Og þó að lífefnaiðn- aður kunni að eiga framtíð fyrir sér verður það varla að ráði á yfir- standandi öld. Þjónusta við ferðamenn og ná- lægð Austurlands við Evrópu eru Frá Reyðarfirði. þættir, sem vert er að kanna ítar- lega hvort ekki geta falið í sér einhverja möguleika. Þetta eru svona almenn atriði, sem telja verður að geti varðað allt Austur- land. Hvað Reyðarfjörð snertir sér- staklega er væntanleg kísilmálm- verksmiðja efst á baugi. Þar má gera ráð fyrir að um 120 manns fái atvinnu og auk þess allmargir við önnur störf. Talið er að fólks- fjölgun geti orðið um 500 manns á svæðinu Reyðarfjörður- Eskifjörður. Komist þessi verk- smiðja upp þarf vart að hafa áhyggjur af atvinnuleysi á næstu árum, a.m.k. ekki almennu. Bygging og rekstur verksmiðj- unnar mun einnig hafa áhrif á at- vinnulíf víðar í fjórðungnum og bygging hennar eini nærtæki kosturinn hér austanlands til þess að hressa upp á atvinnulíf fjórð- ungsins. Hinú er svo ekki að leyna að vonir manna um bygg- ingu verksmiðjunnar hafa á viss- an hátt lamað viðleitni manna til annarrar atvinnuuppbyggingar. Er því afar brýnt að úrslit fáist í þessu máli á komandi vetri. íbúafjöldi 1. des. 1983 var 726. Heiidaraukning frá 1971-1983 var 11,6%. Meðaltalsaukning á sama tíma 0,9%. Mest varð aukningin 1980, 4,8%. Fækkun varð árin 1974, 1976, 1978, 1979 og 1981 og þá mest, 2,2%. -mhg ÓRLYGSHOFN MYND 4 HUGMYNDIR HEIMAMANNA UM VEGABÆTUR í RAUÐASANDSHREPPI UTVÍKUR Nautgripakjöt 1000 kr. á kálf Talið er að geldneytum hafi fjölgað um 12% frá fyrra ári og ásettum kálfum um 10%. Bendir því allt til þess að fram- leiðsla á nautakjöti umfram neyslu geti orðið veruleg á næstu tveimur árum. Til þess að koma á meira jafnvægi með framboði og eftir- spurn hefur Framleiðsluráð ákveðið, með samþykki landbún- aðarráðherra, að greiða bænd- um, úr kjarnfóðursjóði, kr. 1000 fyrir hvern ungkálf, sem slátrað er áður en kálfurinn nær 30 kg fallþunga. Ákvörðun þessi tók gildi um sl. áramót. Rauðasandshreppur Bm á Örlygs- hafnarvaðal - vegur um Tungurif Hreppsbúar krefjast útbóta í samgöngumál- um Blaðinu hefur borist eftirfar- andi skjal, undirritað af íbúum 23ja heimila í Rauðasands- hreppi af þeim 27 heimilum, sem eru í hreppnum, þar sem þess er krafist „að Örlygshafn- arvaðall verði brúaður hið allra fyrsta og vegur verði lagður um Tungurif. í þessu sam- bandi bendum við á eftirfar- andi: 1. Stytting vegalengdar fyrir íbúa utan Vaðals sem þurfa að sækja þjónustu til Patreksfjarðar og fyrir íbúa innan Vaðals, sem sækja þjónustu í byggðakjarna hreppsins í Hvammsholti, en þar erm.a. barnaskóli, félagsheimili, útibú Kaupfélags V-Barð., spari- sjóður, verkstæði og aðsetur oddvita. Stytting þessi nemur um 7 km en vegur um Tungurif er um 1,7 km. 2. Sparnaður fyrir íbúa og ferðamenn í eldsneyti og sliti og ekki síður fyrir mjólkurbíl, tæki Vegagerðarinnar o.fl. 3. Óryggi í umferð myndi stór- aukast þar sem á veginum kring- um Örlygshöfn er fjöldi af blind- beygjum og biindhæðum, auk þess sem vegurinn liggur þétt við bæjardyr fjögurra íbúðarhúsa. Hættur af sauðfé og stórgripum á vegi myndu stórminnka. 4. Hagkvæmni þessarar fram- kvæmdar teljum við ótvíræða. Við Tungurif er Vaðallinn á stærð við fremur litla á. Undir- bygging vegar á Tungurifi yrði mjög ódýr. Ætti að reysta áfram á gamla veginn þarf nánast að byggja hann allan upp, þar sem vatnsrásir eru víða engar og um- ferðarhættur sem áður var greint. 5. Snjóa festir ekki á þeirri leið sem hér er bent á, þannig að ör- yggi í samgöngum myndi stór- aukast. Hvergi er hætta á árennsli vatns og yrði vegurinn því mjög ódýr í viðhaldi. 6. Hrepssnefnd Rauðasands- hrepps hefur ítrekað hreyft þessu máli en því hefur ekki verið sinnt af yrifvöldum. Við krefjumst þess, að þegar verði gerð kostnaðaráætlun um þetta verk og undirbúningur haf- inn að framkvæmdum." Undir þetta skrifa 39 íbúar í Rauðasandshreppi. -mhg Fimmtudagur 17. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5 UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.