Þjóðviljinn - 18.01.1985, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Qupperneq 6
LANDIÐ Heyverkun UPPELDI OG NÁM í BREYTTU ÞJÓÐFÉLAGI í tilefni af ári æskunnar 1985 heldur Landssamband fram- sóknarkvenna ráöstefnu um uppeldis- og fræðslumál, laugardaginn 19. janúar 1985 aö Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 10.00-10.10 Setning og skipun starfsmanna, Sigrún Sturludóttir formaður Landssambands fram- sóknarkvenna. 10.10-12.00 Framsöguerindi: a) Frumbernska, forskólaaldur: Heiðdís Gunnarsdóttir, fulltrúi. b) Grunnskóli: Stella Guömundsdóttir, skóla- stjóri. c) Framhaldsskóli: Gerður Steinþórsdóttir, kennari. d) Tengsl heimila og skóla: Sigrún Magnús- dóttir, kaupmaður. e) Tækninýjungar í námi: Áslaug Brynjólfs- dóttir, fræðslustjóri. 12.00-13.00 Hádegisverðarhlé. 13.00-15.00 Hópstarf. 15.00-15.30 Síðdegiskaffi. 15.30-16.00 Niðurstööur hópvinnu. 16.00-17.00 Almennar umræður. 17.00 Fundarslit. Ráðstefnan er öllum opin og vill Landssamband framsóknarkvenna hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessum málum að sitja ráðstefnuna. Tek að mér nýsmíði svo og viðhald og endurnýjun gamalla húsa. Þorsteinn Ingimundarson húsasmiður - sími 53324. Blaðburðarfólk V ^ * Ef þú errs^* morgunhress? Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 81333 Laus hverfi: Austurberg Smáíbúðahverfi Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóöviífann UOÐVIUINl Betra blað 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17, janúar 1985 r\.:. Stálturninn í Belgsholti. Það fer ekki mikið fyrir manninum, sem stendur hægra megin við turninn. Höfuð- nauðsyn að minnka vinnuálagið Risavaxinn votheysturn í Belgsholti Belgsholt heitir bær í Mela- sveit í Borgarfirði. Þar reka fé- lagsbú þeirfeðgar, Magnús Ól- afsson og Haraldur Magnús- son. Áhöfnin er 60 kýr auk slatta af geldneytum. Slíkur bústofn þarf mikið fóður og svo gott, sem tök eru á. Til þess að auðvelda hey- skapinn og bæta heygæðin hafa þeir feðgar nú reist, í nánd við fjósið, 24-25 m háan, emaléraðan stálturn, en þeir eru vart ennþá fleiri en 5 á landi hér. Turninn er enskur en skoskir sérfræðingar settu hann á laggirnar í Belgs-, holti. Fyllingar- og losunarbún- aður er sjálfvirkur. Hann tekur 55 kýrfóður og uppkominn kost- aði hann rúmar 2 milj. kr. Þeir feðgar fylltu turninn í sumar. í ljós hefur komið, sagði Magnús í viðtali við blaðið, að turninn geymir heyið mjög vel og verkun þess er góð miðað við það, að grasið var nokkuð úr sér sprottið því ekki var unnt að hefja sláttinn nógu snemma. Best er að geta þurrkað heyið að 40-45 hundraðshlutum og mikilvægt er að mata turninn á sem mestu í einu því eftir hverja áfyllingu er honum lokað með loftþéttum út- búnaði. Er því um að gera að hafa eins hraðann á við heyskapinn og unnt er og hér gekk vel að fylla turninn í sumar, enda notuð hver stund og við höfum harðsnúið lið ágætra unglinga. Heyið er svo losað úr turninum með þeim hætti, að sérstakur armur, sem, gengur í hring, sneiðir neðan af stæðunni, færir A fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 18. des. si. var ákveðið að fjölga mönnum í stjórn Grænmetisverslunar- innar úr 5 í 7. Tók sú breyting gildi um sl. áramót. Koma hinir nýju stjórnarmenn frá sam- tökum kartöfluframleiðenda. Lengi vel var stjórn Grænmet- isverslunarinnar skipuð þrem mönnum og voru þeir jafnframt framkvæmdanefnd Framleiðslu- ráðs. Haustið 1981 var tveimur mönnum bætt í stórnina og voru þeir úr röðum kartöflubænda. Búnaðarþing verður sett í Bændahöllinni 18. febrúar n.k. kl. 10 f.h. Fulltrúar á þinginu eru 25. Auk þeirra sitja fundi, með málfrelsi og tillögurétti, ráðunautar Búnaðarfélagsins og stjórn þess. það út úr turninum og síðan fer heyið á færibandi inn í fjósið. Nú erum við að smíða færiband, sem flytur heyið innan fjóssins og í jöturnar. En svo erum við einnig með rúllubagga, sagði Magnús í Belgsholti. í fyrra sumar verkuð- um við grænfóður í 98 rúllubagga og gafst það svo vel, að í sumar urður baggarnir 320 og af þeim eru 240 grænfóðurbaggar. Sumt af þessu fóðri er forþurrkað, ann- að ekki en helst þarf heyið að vera grasþurrt þegar það er hirt. Þeir skipa því meiri hluta stjórn- arinnar. Þessir bændur eru nú í stjórn- inni: Magnús Sigurðsson, Birt- ingaholti, Árnessýslu, Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Eyjafirði, Páll Guðbrandsson, Hávarðar- koti, Rangárvallasýslu, og Skarp- héðinn Larsen, Lindarbrekku, Austur-Skaftafellssýslu. í fram- kvæmdanefnd Framleiðsluráðs, sem jafnframt situr í stjórninni áfram, eru Ingi Tryggvason, Magnús Friðgeirsson og Gísli Andrésson, Hálsi. -mhg Að venju verða mörg mál til umfjöllunar á þinginu. Alþingi sendir því jafnan mál til umsagn- ar, mál koma frá búnaðarsam- böndunum, einstökum þingfull- trúum og ráðunautum. Fundir Búnaðarþings eru öllum opnir. -mhg Samt er hægt að hirða heyið rennblautt og virðist það þá eins og venjulegt vothey. Reynsla okkar af rúlluböggunum er mjög góð. Við höfum verið með flat- gryfjur hér í hlöðunni en breyttum þeim í rúllubagga- geymslur. Auðvitað þarf stórt bú til þess að standa undir svona fjárfest- ingu. En hvað skal gera? Þræl- dómurinn er blátt áfram að drepa marga bændur. Það er því höfuð- nauðsyn að geta minnkað vinnu- álagið. Og þá er það sjálfvirknin, sem gildir. Auk þess á svo fóður, sem verkað er með þessum hætti, að geta minnkað stórlega þörfina á fóðurbætiskaupum, sparað þannig bóndanum veruleg út- gjöld og þjóðinni umtalsverðan gjaldeyri. Þannig má gera sér rökstuddar vonir um að þessi fjárfesting skili sér til baka. -mhg Ferðir Bændaför í júní Farið til Noregs og Svíþjóðar í sumar er ákveðin bænda- ferð, á vegum Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins, til Noregs og Svíþjóðar, verði þátttaka næg. Meiningin er að flogið verði til Þrándheims fyrri hluta júní og að því stefnt, að heimsækja landbúnaðar- sýningu í nágrenni Oslóar 17.- 18. júní. Þá verður farið um Svíþjóð til Varmalands og endað í Norður- Þrændalögum, með heimsókn á Stiklastaði. Gert er ráð fyrir tveggja vikna ferð. A sl. ári gekkst Upplýsinga- þjónustan fyrir tveimur utan- landsferðum. í fyrra skiptið var farið til frlands en hið síðara til Kanada og Bandaríkjanna. Þátt- takendur í þessum ferðum voru alls 88. Um helmingur þeirra var úr sveitum. -mhg Grœnmetisverslunin Kartöflubændur skipa meirihlutann Hafa 4 stjórnarmenn af 7 Þinghald Búnaðarþing Hefst 18. febrúar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.