Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 11
VIÐHORF Island gegn kjamorkuvá í dag gefst Bolvíkingum kostur á að sjá óvenjulega sjón: Hóp fólks sem rís upp og nennir og þorir að taka þátt í mótmælum gegn vígbúnaði, sóun og mis- skiptingu jarðargæða. Fyrir þetta sköpum við okkur sjálfsagt andúð og aðhlátur einhverra, sem kjósa ládeyðu og lygnan sjó, afstöðuleysi og öryggi og frið- semd hins óbreytta ástands. Þeirra sem trúa því eftir lestur Morgunblaðsins, að friði og rétt- læti í heiminum, utan Austur- Evrópu, sé harla vel borgið fyrir tilstuðlan verndara okkar, Bandaríkjamanna. Þeirra, sem betur fellur að sjá forkólfa verka- lýðsins klæðast kvenmannsgerv- um, kyrjandi gamanmál og létt- meti, fremur en heyra þá flytja boðskap, sem eflt gæti stéttarvit- und líflítillar og náttúrulausrar verkalýðshreyfingar. Nei. - Óbreytt ástand og að- gerðaleysi styggir engan - vekur engan til umhugsunar eða sjálf- stæðrar stefnumörkunar. Það verður því andlegt þrifabað að ganga upp í Ból í golunni til að þjappa þessum hóp saman og brýna vopnin. Á því er ekki van- þörf heldur, því sjálfsagt á eftir að hvessa mikið enn, ef við lypp- umst þá ekki niður og kyssum götu þeirra forystumanna okkar hér heima og syðra, sem með leynimakki hafa kosið að setja byggð vora að veði gegn láni og ölmusum úr banka hervæðingar- innar. Með framtaki okkar í dag sýnum við alþjóðlegum friðar- hreyfingum samstöðuvott, þótt lítill sé. Efalaust værum við fleiri hér, ef við nenntum að fórna meiri tíma og atorku í þágu þessa málefnis, andófsins gegn vígbún- aðarkapphlaupinu. Eflaust vær- um við fleiri, ef hér ríkti ekki þögul kúgun hins stóra hóps, sem um áraraðir hefur látið sér nægja að svala fróðleiksþorsta sínum í upplýsingabrunnum Morgun- blaðsins og Dagblaðsvísisins. í þeim nægjusama hópi er orðið kommúnisti notað yfir alla þá, sem ekki eru á sama máli og leiðarahöfundar téðra lær- dómsrita um utanríkis- og varn- armál. Þetta heiti er og skammar- yrði í hugum margra einstaklinga hins friðelskandi og hógværa hóps. Ekki er gott að fá á sig slík- an stimpil, sérstaklega ekki ef maður telur sig eiga það á hættu að einangrast félagslega eða ef það stefnir framavonum manns eða öðrum hagsmunum í hættu. Þessi athöfn okkar í dag að ganga í hóp og kveikja bál hefur í sér fólgna táknræna merkingu. Um áramót kveikjum við brenn- ur og í vetrarlok tíðka ýmsar þjóðir á hinu germanska menn- ingarsvæði hið sama. Með því var áður m.a. verið að koma fyrir kattarnef ýmsum óþverra og drasli sem ekki var æskilegt að dragnast með yfir á hið nýja ár eða komandi sumar. Með brennu undirstrikum við að tímamót séu. Horfandi í eldinn fáum við nána snertingu við eitt af frumöflunum og logarnir kveikja einnig bál í hugum okkar, efla baráttuþrek- ið. Við brennuna losum við okk- ur við afstöðuleysið, hugleysið, ábyrgðarleysið og dugleysið og heitum að berjast fyrir hinn góða málstað á nýju ári undir kyndli friðarbaráttunnar með lifandi starf milljóna góðgjarnra manna að siðferðilegum bakhjarli. Við þessi tímamót okkar í dag ætla ég ekki að rekja hina sögu- legu þróun en minni á, að vegna tortryggni sinnar og ágirndar stendur mannkynið nú á barmi hyldýpis tortímingarinnar. Ég vitna til orða Olof Palme, sem líkti risaveldunum við eiturlyfj- asjúklinga, sem sífellt yrðu að auka eiturskammtana sér og öðr- eftir Pétur Pétursson Rœða flutt í Bolungarvík 22. desember sl. Við Vestfirðingar höfum möguleika til að standastþá siðferðilegu prófraun sem bygging ratsjárstöðvar á Stigahlíð er. Erstuðningur við þessa ratsjárstöð og þar með 35 miljón dollara hervæðingar- útgjöld í samrœmi við kristna sið- fræði? um að fjörlesti. Nýlegar upplýs- ingar um kjarnorkuvetur og fleiri afleiðingar kjarnorkustríðs hafa sýnt, að þar getur enginn staðið uppi sem sigurvegari að aflokn- um átökum. Þrátt fyrir þetta auka eiturlyfjasjúklingarnir skammtana og draga jafnframt úr útgjöldum til félagslegrar þjón- ustu. í kjölfar annars kemur hinn. Bandaríkjamenn hafa á síð- ustu 5 árum tekið risastökk í kapphlaupi vígvæðingarinnar, sem nú tekur stefnu út í geiminn. Og á eftir fylgja Sovétmenn. Á þessari þróun hagnast engir nema hergagnaframleiðendur. Eg vil í þessu sambandi minna á nokkrar staðreyndir: Samkvæmt skjölum banda- ríska herráðsins eru þar vestra uppi áform um, að ná þvílíku for- skoti fram yfir Sovétmenn á næstu 10 árum að eyða megi vopnabirgðum þeirra, áður en þeir fái rönd við reist. Áætlanir um ratsjárstöðvar á íslandi, Fær- eyjum og Austur-Grænlandi, sem eiga að mynda hið svokall- aða NADS kerfi með kjarnork- usprengjuheldri stjórnstöð í Keflavík er hluti af þessari stefnu, þannig að á fyrstu stigum átaka sé hægt að gera eyðingará- rás á herafla Sovétmanna við Kolaskaga. Ég legg áherslu á þátt þessa ratsjárkerfis í stjórnun á- rásaraðgerða og þá ögrun sem þetta er óvininum. Ljóst er, að tilhneiging er í þá átt hjá vinum okkar í NATO að færa víglínuna norðar, þannig að minni verðmæti séu í húfi ef til takmarkaðs kjarnorkustríðs kæmi. Kemur þetta og heim og saman við þá stefnu, er umræðan um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd hefur tekið. ísland verður því á svæði hugsanlegs kjarnork- uveturs. Ég ætla forystumönnum risa- veldanna ekki þann ásetning að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Hinsvegar hefur umfang hergagna aukist svo mjög, að hættan á mistökum hlýtur að hafa aukist líka. Einnig eru fleiri þjóð- ir að eignast kjarnorkuvopn, m.a. örvæntingarfullar þjóðir þriðja heimsins, svo sem Pakist- an og jafnvel Líbýa. Því sýnist mér hættan á kjarnorkuátökum samt sem áður vera fyrir hendi og þörfin á afvopnun og eftirliti með kjarorkuvopnum aldrei svo brýn sem nú. En sérstök ástæða er til að gera að umtalsefni það fjármagn, sem varið er til hermála, hvort heldur er til árása eða varna, og þá sóun jarðarauðs, sem þar á sér stað. Frá stríðslokum 1945 til þessa dags hafa jarðarbúar, eða öllu heldur ráðamenn þeirra, eytt um 11 þúsund milljörðum bandaríkj- adala til vígbúnaðar og hermála. Einum fjórtánda hluta þeirrar upphæðar eða 800 milljörðum dala, var í lóg komið á yfirstand- andi ári, og nemur það lVi milljón dala á mínútu. Af þessum 800 milljörðum eyða Bandaríkja- menn einir tæpum 30 prósentum. Er það 70% aukning frá árinu 1980, og stefna þeir að því 1988 að verja 348 miiljörðum banda- ríkjadala til að stemma stigu við hinni skelfilegu farsótt, komm- únismanum, og efa ég ekki, að fórnarstarf þeirra og örlæti muni ylja ýmsum áhugamönnum um vestræna samvinnu um hjartaræt- urnar, svo sem Arnóri greyinu Hannibalssyni og vissum sálufé- lögum hans og æskuvinum. Á sama tíma eru 600 milljónir jarðarbúa atvinnulausar, 900 milljónir ólæsar, 800 milljónir vannærðar og á viku hverri hor- fellur að meðaltali 1 milljón barna og fullorðinna, án þess að áhugamenn um varnarsamstarf, vestrænt eða austrænt, veiti því neitt sérstaka athygli. Fyrir and- virði 4ra klukkustunda eyðslu vígvæðingarinnar tókst að út- rýma kúabólu úr heiminum. Fyrir andvirði 3-4 daga vígbúnað- areyðslu gætum við útrýmt mal- aríu, einum skæðasta hitabeltis- sjúkdómnum. Á 10 árum mætti sigrast á hungri í heiminum fyrir þriðjung þess fjár, sem eytt er til hermála í heiminum á þessu ári. Höfum við ástæðu til að vera hreykin af þessari ráðstöfun jarð- arauðs? Það er hlutverk friðarhreyf- inga að vekja almenning til um- hugsunar og aðgerða í þessum málum. Veita verður ráða- mönnum þjóða aðhald, þannig að stjórnmálamenn missi ekki tökin á þróuninni, því nú eru hernaðarkerfin farin að ráða stefnunni en ekki stefnan kerfis- uppbyggingunni. Við, þessar fáu hræður, viljum með aðgerðum okkar í dag lýsa á táknrænan hátt yfir samstöðu okkar við viðleitni hugsandi fólks um heim allan til að stöðva þessa sóun, þetta sið- leysi, þessa vitfirringu. Boðskapur þessa friðarhóps í dag er einfaldur: Við þurfum að sýna andstöðu okkar gegn víg- búnaði í verki og veita ráða- mönnum aðhald í stað þess að halda að okkur höndum og geyma friðarviljann bara innra með okkur. Við Vestfirðingar höfum nú möguleika til að stand- ast þá siðferðilegu prófraun, sem bygging ratsjárstöðvar á Stiga- hlíð er. Meinum við eitthvað með fögrum játningarorðum til krist- innar trúar? Er stuðningur við þessa radarstöð og þar með 35 milljón dollara hervæðingarút- gjöld í samræmi við þá siðfræði, sem kristin kirkja hefur boðað safnaðarfulltrúa Bolvíkinga og bæjarráði okkar? Hin alþjóðlega friðarhreyfing hefur mætt mikilli andstöðu her- gagnaframleiðenda og stríðsæs- ingamanna um heim allan. En jafnframt hafa margir vel meinandi borgarar orðið til að leggja stein í götu okkar, þar sem þeir telja okkur leiguþý kúgara og elliærra afturhaldsseggja í Kreml. Okkur eru gerðar upp skoðanir: Við séum að krefjast einhliða afvopnunar Vesturveld- anna. Slíkar fullyrðingar eru að sjálfsögðu alrangar. Við erum að krefjast stöðvunar vígbúnaðar- kapphlaupsins og viljum knýja fram samninga um almenna af- vopnun. Með aukinni samvinnu austurs og vesturs svo og batn- andi hag þjóða, sem skynsam- legri nýting auðæfa hefði í för með sér, myndum við hafa áhrif til bóta fyrir kúgaðar þjóðir og undirokaðar. Það er fáránleg ímyndun að halda, að hægt sé að berja Rússa til að aflétta kúgun sinni á andófshópum. Ég hef nú í alllöngu máli rakið nokkuð hættur og viðurstyggð vígbúnaðarstefnunnar og það gagnleysi, sem hún er heims- friðnum, eftir að Reaganstjórnin hefur rofið ógnarjafnvægið. Ég hef gert að umtali þörfina á starfi friðarhreyfinga hér heima og er- lendis. Allt er þetta ykkur jafn ljóst og mér. Sjálfsagt þarf ekki að fræða ykkur um áform um byggingu ratsjárstöðvar á Stiga. Ég get þó ekki stillt mig um að láta enn einu sinni í ljósi van- þóknun mína á öllum vinnu- brögðum við undirbúning þessa máls; því leynimakki, sem stund- að hefur verið og þeim meinsær- um, sem bolvískir bæjarstjórnar- menn hafa unnið. Þessi vinnu- brögð vekja grunsemdir um, að ekki sé allt sem sýnist og fleira hangi á spýtunni en virðist við fyrstu sýn. Það boðar illt, hversu ófúsir bolvískir ráðamenn hafa verið að gera grein fyrir skoðun sinni á máli þessu á opinberum vattvangi. Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hér hefur hafnað eðlilegri upplýsingaöflun heimamanna um atriði málsins. Eingöngu á að treysta á upplýsingar nokkurra hlutdrægra NÁTO-drengja úr varnarmáladeild, sem raunar hafa neitað bæði Bolvíkingum og Langnesingum um almenna borgarafundi. Nú er loksins búið að kynna niðurstöður ratsjár- nefndar varnarmáladeildar, mat- reiddar að hætti hússins. Skýrslan virðist einna helst vera ætluð nemendum 7. eða 8. bekkjar vestfirsks grunnskóla eða þá meðlimum Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Þuríðar Sundafyllis. Það sýna þau atriði, sem þagað er um, s.s. hlutverk þessa hlekks í stærri keðju. Þar virðist m.a. vera ráð fyrir því gert, að íslendingar einir séu ákvörðunaraðilar um þessi mál og geti pantað sér aukaút- búnað til heimilisnota að eigin vali. Með óljósum vilyrðum um sérstaka skiparatsjá er á lúalegan hátt verið að höfða til margra alda gamals ótta barna og kvenna í íslenskum sjávarplássum um ör- yggi og örlög aðstandenda á hafi' úti. Tilgangurinn er augljóslega sá að neyða Vestfirðinga til að velja á milli þess að efla öryggi sitt á sjó eða sýna áframhaldandi sóun fjármuna til hermála andstöðu. Hvergi er vikið að þýðingu stöðv- arinnar fyrir árásarstefnu NATO á norðurhöfum. Hér er einmitt okkar tækifæri til að segja „Hing- að og ekki lengra“, og gefa öðr- um fordæmi á þann hátt. Ratsjár- áhugamönnum er líka mikið í mun að flýta byggingu stöðvanna sem mest, því fregnir herma að eftir fáein ár verði Raunvísind- astofnun HÍ búin að þróa tölvu- vætt staðsetningarkerfi skipa, sem tekur öllum ratsjám fram. Á sama tíma er verið að hanna flug- vélar sem sjást ekki í radar. Eftir féin ár verður þessi ratsjá úrelt og mun síðra aðvörunar- og stjórn- tæki en gervihnettir úti í geimnum. Mig grunar, að ýmis- legt sé enn á huldu um raunveru- legan tilgang stöðvarinnar, enda virðist íslendingum æði margt óljóst um hlut sinn í varnarsam- starfinu. Valkostir okkar eru þrír: Hinn fyrsti er að segja já og amen við byggingu hernaðarrat- sjárstöðvar og þar með leggja sið- ferðilega blessun yfir áframhald- andi vígbúnaðarkapphlaup og áframhaldandi hungur, sjúkleika og eymd í þróunarlöndunum. Þennan hóp vil ég biðja að hug- leiða orð hins vísa Salómons: Son mitin, þegar skálkar ginna þig, þá gegn þeim eigi. Pegar þeir segja: „Kom með oss! Leggjumst í launsátur til mann- drápa, sitjum án saka um saklausan mann. Alls konar dýra muni munum vér eignast, fylla hús vor rœndum fjármun- um. Þú skalt hafa jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa“ - son minn, þá haf ekki samleið við þá, halt fæti þínum frá stig þeirra. Því að fœtur þeirra eru skjótir til ills og slíkir menn sitja um sitt eigið Hf. ogfíknin vtrðurþeim aðfjörlesti. Annar kostur er sá að taka ekki afstöðu vegna skorts á þekkingu eða vissu um, að við getum engin áhrif haft. Kveikja svo á videó- tækinu eða rás 2 og gleyma sér við glas og fánýtt stundargaman. Þögn er sama og samþykki og þar að auki háttur hins raga. Skiptir þá engu, þótt reynt sé að friða samviskuna með fullyrðingum um gagnsemi mannvirkisins fyrir skipaferðir landsmanna og flugsamgöngur. Það er ekki nóg að geyma friðarviljann einungis í hjartanu. Síðasti kosturinn og sá eini, er sæmir oss, er sá að segja nei við byggingu þessa hernaðarmann- virkis og sýna þannig kjark og manndóm, sem eftir yrði tekið. Með því myndum við jafnframt stuðla að skynsamlegri nýtingu og réttlátari skiptingu auðæfa jarðar. Pétur Pétursson er héraðslæknir í Bolungarvik. Föstudagur 18 janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.