Þjóðviljinn - 19.01.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Qupperneq 5
INN SÝN í vikunni sendi Alþýðubanda- lagið bréf til annarra flokka og samtaka sem skipa stjórnarand- stöðuna á Alþingi. Þar var óskað eftir viðræðum um nýtt land- stjórnarafl sem komið gæti í stað núverandi ríkisstjórnar. Fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalags- ins hefur kosið 10 manna nefnd til að taka þátt í þessum viðræðum. Auk stjórnarandstöðunnar á Al- þingi voru send bréf til Kvenna- framboðanna á Akureyri og í Reykjavík með sams konar til- mælum um viðræður og einnig kynningarbréf til aðildafélaga launafólks innan ASÍ og BSRB og ýmissa áhugafélaga sem vinna að félagslegum umbótamálum. í kynningarbréfínu eru veittar upplýsingar um eðli þessara við- ræðna og vísað til samþykktar á þingi ASI. Einnig er hvatt til þess að á vinnustöðum og á vettvangi samtaka iaunafólks sé rætt um vænlegar leiðir til að skapa lands- stjórnarafl sem stjórni í þágu jafnréttis og félagslegs réttlætis og í samræmi við hagsmuni launa- fólks. Þessi bréf fela í sér tilraun til að gera nokkuð markvissari þær margvíslegu umræður sem fram hafa farið á undanförnum misser- um um þann vanda sem ferill ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skapar. A sama tíma og félagshyggjufólk og jafnréttissinnar skipa sér í æ ,fleiri flokka og samtök launafólks hefur skort gæfu til að mynda sterka samstöðu hafa markaðs- kreddumennirnir og atvinnurek- endavaldið náð sífellt öflugri tökum á íslenska þjóðfélaginu. Þessi harðsvíraða hægri blokk er nú önnum kafin við að móta framtíðina í sinni mynd. Á með- an hafa örlögin búið okkur hinum vanmáttuga vörn. Er sá veikleiki ekki bara sjálfskaparvíti? Verður ekki að taka til hendinni og snúa honum í sóknarfæri? Tvær spurningar í rauninni felst mælikvarðinn á viljann til að breyta þessu ástandi í svörum við tveimur einföldum spurningum. Sú fyrri snýr að hinni sundruðu stjórnarandstöðu og samstöðuskortinum í röðum launafólks. Eru ekki aukin sam- vinna og samstaða þeirra flokka, samtaka og einstaklinga sem nú eru í stjórnandstöðu vænlegri til árangurs en ríkjandi ástand? Síðari spurningin snertir af- stöðuna til ríkisstjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Er ekki nauðsynlegt að breyta því að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, annað hvort saman eða þá sitt í hvoru lagi með einhvern minni flokk með sér, séu um ókomna framtíð forystuafl í stjórn íslands? Þessi spurning vekur athygli á þeirri staðreynd að þótt andstæðingar þessara flokka séu helmingi fjölmennari en stuðningslið Framsóknar og ýmist jafnir Sjálfstæðisflokknum eða jafnvel stærri í fjölda talið, eins og kannanir og kosningaúrs- lit hafa stundum sýnt, þá kemur sundrungin í veg fyrir að þessi breiða og fjölmenna sveit nái for- ystu í málefnum þjóðarinnar. Allir þeir sem svara báðum spurningunum játandi þurfa að tala saman um hvaða leiðir eru vænlegastar til að breyta núver- andi aðstæðum og ná árangri. Þar koma margvíslegar leiðir til greina og ýmsir áfangar. Aðalat- Viðræður um nýtt landsstjómarafl riðið er að skoða alla möguleika með opnum huga. Hinir sem svara neitandi dæma sjálfa sig strax í upphafi úr þess- um leik. Þeir kjósa þá að standa með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í þeirri von að fá einhvern tímann að verða lilleputispillemann í fingra- æfingum Framsóknar og íhalds innan Stjórnarráðs íslands. Þeir kjósa að viðhalda forystuhlut- verki Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafna því að skapa nýjan veruleika. Þeir velja íhaldsleiðina: Að styðja áfram þau völd Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins sem hafa ráðið hér úrslitum í áratugi. Svörin við þessum tveimur spurningum draga fram skýrar línur. Þeir sem neita vilja áfram veita núverandi stjórnarflokkum forystusæti. Þeir sem játa hefja þátttöku í því mikla verki að skapa nýtt ísland. Stefnan Þegar flokksráðsfundur Al- þýðubandalagsins ákvað að efna til viðræðna við flokka og samtök stjórnarandstæðinga voru sett fram fimm stefnuatriði sem „eru ásamt mörgum öðrum málefnum kjarninn í þeirri nýju landsmál- astefnu sem allt félagshyggjufólk og jafnréttissinnar eiga að geta sameinast um.“ Um leið og Al- þýðubandalagið svaraði spurn- ingunum tveimur með afgerandi jáyrði var gerð tilraun til að auðvelda viðræður um nýtt lands- stjórnarafl með því að kortleggja stefnulegt eðli samstöðunnar. í yfirlýsingu flokksráðsins voru stefnuatriðin fimm á þessa leið: 1. Kaupmáttur nýgerðra kjarasamninga verði varinn. Komið verði í veg fyrir niður- skurð á þeirri félagslegu þjónustu sem stuðlar að jöfnum rétti allra án tillits til efnahags. 2. Lagður verði grundvöllur að nýrri ogréttlátari tekjuskiptingu í íslensku þjóðfélagi. Fjármagn verði fært frá stóreignamönnum og milliliðum til framleiðslu- greina og launafólks. Leitað verði samkomulags á vinnumark- aði um jafnlaunastefnu og skatt- akerfinu breytt á þann veg að fyr- irtæki og fjármagnseigendur beri sinn réttmæta skerf. 3. Ný sókn í atvinnumálurr. verði hornsteinn fjárfestingar. Hugvit, þekking og reynsla sem hafa mótast við íslenskar aðstæð- ur verði uppistaðan í útflutningi á þjónustu, hönnun, tæknigetu og fullunnum afurðum. Framtíðar- þróun í hátækni, fiskeldi og margvíslegum nýiðnaði opnar ís- lendingum nýja möguleika. Jafnhliða verður með skipulagsb- reytingum og endurbótum að efla eldri atvinnugreinar svo þær geti mætt vaxandi samkeppni á út- flutningsmörkuðum. Nýtt stórá- tak verði gert í menntunar- og menningarmálum þarsemhöfuð- áherslan verði lögð á jöfnuð í víðtækasta skilningi. 4. Aukið lýðræði og valddreif- ing móti ákvarðanir á öllum svið- um. Starfsemi ríkis, sveitarfé- laga, fyrirtækja og verkalýðsfé- laga verði breytt í þessu skyni. Tryggja verður að allir sem ák- varðanirnar snerta hafi kost á að taka þátt í mótun þeirra. 5. Island verði ekki vettvangur aukins vígbúnaðar og komið verði í veg fyrir að hér hlaðist upp sífellt fleiri tæki sem tengjast hernaðarkapphlaupi risaveld- anna. Við eigum að gerast virkir boðberar afvopnunar og hafna þátttöku í framkvæmd nýrra víg- búnaðaráætlana. ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og styrki alla viðleitni til afvopn- unar. Frá íslandi heyrist rödd friðarins á alþjóðavettvangi. Þetta eru þau fimm stefnuat- riði sem flokksráðsfundur Al- þýðubandalagsins taldi að gætu orðið kjarninn í viðræðum um stefnu hins nýja landsstjórnar- afls. Auðvitað munu einstakir flokkar og samtök halda sérstöðu sinni á hinum ýmsu sviðum. Þvf verði að greina skýrt á milli þess sem er sérstakur stefnuvettvang- ur hvers um sig og hins sem er stefnukjarni í samstöðunni. Aðferðir Margvíslegar aðferðir koma til greina við leit að leiðum til að gera samstöðuna að pólitískum veruleika. í samþykkt flokks- ráðsfundar Alþýðubandalagsins var bent á nauðsyn þess að um- ræður færu fram á vinnustöðum og í samtökum launafólks svo að öllum almenningi gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Einnig yrði leitað eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista og aðra aðila, hópa og einstaklinga, utan þings og innan um þetta viðfangs- efni, m.a. við þá sem áður hafa verið tengdir stjórnarflokkunum. í samþykkt flokksráðsins var lögð áhersla á að þessar viðræður yrðu allar opnar og jafnóðum skýrt opinberlega frá því sem þar kæmi fram. Nauðsynlegt er að umræðurn- ar verði ekki einskorðaðar við hinn formlega vettvang flokk- anna. Þess vegnaerþaðfagnaðar- efni að á umræðufundi á Hótel Borg í desember var ákveðið að stofna málfundafélag með þátt- töku einstaklinga sem áhuga hafa á aukinni samvinnu félagshyggju- fólks og jafnréttissinna. Slíkt fé- lag getur gert margvíslegt gagn. Einstaklingar og hópar þurfa á óformlegan og fjölbreytilegan hátt að koma hér við sögu. Um- talsverð breyting verður ekki nema margvíslegar aðferðir komi við sögu þótt allar hafi þær sam- eiginlegt markmið og falli í einn meginfarveg. Samtök launafólks og áhugafélög Krafan um nýtt landsstjórnar- afl fékk víðtækan hljómgrunn á þingi ASÍ í nóvember. Þar var samþykkt afdráttarlaus stefnuyf- irlýsing um þetta efni. í upphafi hennar var lýst hvernig „náin samvinna hefur tekist með for- ystumönnum Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins sem mynda núverandi ríkisstjórn, og helstu leiðtogum VSÍ, Verslun- arráðsins og SÍS. Það er þetta bandalag sem hefur stjórnað hinni miklu aðför að kjörum launafólks." Síðan er bent á að skort hafi samstillingu og forystu í stefnumótun innan verkalýðs- hreyfingarinnar og „flokkar og samtök sem aðhyllast jafnréti og félagsleg sjónarmið hafa ekki náð saman“. Ályktunarorð þessarar stefnuyfirlýsingar ASÍ voru svo á þessa leið: „35. þing ASÍ telur brýnt að pólitískum valdahlutföllum á ís- landi verði breytt. í því skyni þarf tvennt að gerast. í fyrsta lagi verða verkalýðsfélögin að móta víðtæka stefnu í kjara-, félags- og efnahagsmálum, sem yrði skýrt andsvar við markaðskreddum at- vinnurekenda. í öðru lagi verður launafólk að samfylkja öllum sem aðhyllast hugsjónir félagshyggju til að mynda fylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyfing- una nýtt landsstjórnarafl.“ Þessi stefnumótandi stuðning- ur ASÍ við kröfuna um nýtt lands- stjórnarafl er afar mikilvægur. Önnur samtök geta einnig stuðl- að að árangri. Má þar nefna Fé- lag áhugamanna um samvinnum- ál, Búseta og önnur samtök sem starfa á grundvelli stefnunnar um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hvorki - né í öllum þessum umræðum er hins vegar nauðsynlegt að koma í veg fyrir tvenns konar misskiln- ing. Ekki er ætlunin að leggja niður neina flokka og samtök sem nú starfa og enginn einn aðili á að drottna yfir öðrum. Hvorki á að ýta neinum úr sögunni né láta hina stærri gleypa hina smærri. Þess vegna ber að forðast stóryrði um forystu flokks X og vísa á bug gorti um að allir muni sameinast um Y. Málglaðir og hressir ræðu- menn á hjálpræðisfundum flokk- anna ættu að varast að detta í þessa gryfju jafnvel þótt aðsókn- in skipti hundruðum og lófatakið láti vel í eyrum. Góður vilji, hóg- værð og opinn hugur eru hér væn- legri til árangurs en stóryrði um eigið ágæti. Verkefnið er stórt. Árangurkrefst þolinmæðiogstill - ingar, tillitssemi oj> víðsýni. Olafur Ragnar Laugardagur 19. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.