Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 13
KVIKMYNDIR Enginn má sköpum renna Nágrannakonan (La femme d’a coté, Frakkland 1982). Handrit og stjórn: Francois Truffaut. Kvikmyndun: William Lubtshansky. Tónlist: Georges Delerue. Leikendur: Gerard Depardieu, Fanny Ardant. Sýnd í Regnboganum. Francois heitinn Truffaut var í rauninni afar rómantískur maður og margar kvikmyndir hans eru til vitnis um það. Ég læt mér nægja að nefna Jules et Jim (1961) og Sagan af Adele H. (1975). Og svo þessa, Nágrann- akonuna, sem mun hafa verið næstsíðasta myndin sem Truffaut stjórnaði. Rómantíkin kemur fram í því að fjallað er um ást sem enginn ræður neitt við, óumflýjanleg ör- lög elskenda sem eru dregin í átt að hengifluginu af einhverju afli sem þau þekkja ekki. Og hrapa. Mathilde (Fanny Ardant) og Bernard (Gerard Depardieu) höfðu verið elskendur fyrir átta árum en sambandi þeirra þá lauk með ósköpum. Nú hittast þau aft- ur af tilviljun, þegar Mathilde og maður hennar Philippe (Henri Garcin) flytja inn í hús sem er ekki steinsnar frá húsinu þar sem Bernard býr í lukkulegu hjóna- bandi með Arlette (Michele Baumgartner). Umhverfið er með afbrigðum friðsælt og milli- stéttarlegt, smáþorp í nágrenni Grenoble, aðeins 7-8 hús og svo tennisklúbbur sem rekinn er af Madame Jouve (Veronique Sil- ver). Maddama þessi er reyndar sögumaður myndarinnar og táknræn persóna: ung að aldri hafði hún reynt að stytta sér aldur vegna ástarsorgar en tilraunin misheppnast og síðan var hún hölt og gekk við hækju. Þetta er kona „með fortíð“, rík af reynslu en ekki bitur, veit allt og skilur allt. Það er Mathilde sem er ger- andinn í sambandi þeirra Bern- ards - það er hún sem tekur upp þráðinn að nýju. Bernard er í fyrstu tregur til og virðist umfram allt vilja halda áfram að lifa í friði og ró með Arlette sinni og syni þeirra Tómasi. En enginn má sköpum renna segir lögmál róm- antíkurinnar. Einsog svo oft áður í myndum Truffauts kemur í ljós að undir fáguðu og rólegu yfirborði milli- stéttarmannsins býr villimaður, og engan leikara hefði hann get- að fundið sem túlkaði þennan tví- skinnung betur en Gerard Dep- ardieu. Hann er beinlínis sauðmeinlaus, ljúfur og indæll eiginmaður og faðir, þangað til villimaðurinn í honum brýst út og hann fer hamförum, blindur og tillitslaus. Þetta er hörð innri bar- átta sem Depardieu kemur ein- staklega vel til skila. Mathilde er margslungin per- sóna, búin til úr mörgum ólíkum þráðum. Hún er listakona, en óörugg sem slík og þarf mikla uppörvun - sem hún reyndar fær og sem verður til þess að hún gef- ur út barnabók sem hún hefur myndskreytt og samið. En þessi iðja virðist ekki veita henni neitt af því sem hún þarfnast, og eftir útkomu bókarinnar brotnar hún saman og verður spítalamatur um hríð. Hún þjáist af þunglyndi og virðist ekki hafa neinn áhuga á að læknast fyrren henni hefur dottið í hug eina færa lausnin á máli þeirra Bernards - sem ekki verð- ur tíunduð hér. Fanny Ardant tekst vel að túlka sjálfsfyrirlitningu og örygg- isleysi Mathilde, og sýna þróun hennar út úr því falska öryggi sem hún hafði fundið hjá Philippe. Ástin sem þau eru haldin, hún og Bernard, er einskonar sjúkdóm- ur, og hann er ólæknandi, a.m.k. hvað Mathilde varðar. Hún hefur gert ítrekaðar tilraunir til að losna við sjúkdóminn, t.d. reynt að fyrirfara sér og einnig steypt sér út í hjónaband með „þeim fyrsta sem bauðst" eftir að þau Bernard slitu samvistum í fyrra skiptið. En ekkert hefur dugað, og Philippe dugar ekki heldur, né það smáborgaralega öryggi sem hann getur veitt. Örlögin hafa leitt Mathilde og Bernard saman á nýjan leik og það getur ekki endað nema illa. Madame Jouve fær reyndar hliðstætt tækifæri til að hitta aftur elskhugann sem olli því(ómeðvit- að) að hún reyndi að fyrirfara sér í eina tíð. En hún er skynsamari en Mathilde og tekur enga áhættu. Þegar von er á mannin- um í heimsókn flýr hún af hólmi og lætur hann fara fýluferð. Það er mikil unun að horfa á svo vel fléttaða sögu. Nágranna- konan hefur beinlínis allt til að bera sem góð kvikmynd þarf að hafa að mínu mati: hún er vel samin, vel leikin og vel tekin, hún veitir okkur innsýn í líf persóna sem eru vel þess virði að forvitn- ast um hagi þeirra og hugsanir. Og hvað sem allri rómantík líður er hún líka raunsæisleg og gefur trúverðuga mynd af þeirri frönsku millistétt sem Truffaut var einlægt að lýsa. MENNING Aratunga Akureyringar eru menninaarvitnr Tobacco Road III I II III I I v I I I NÚ á sunnudag frumsýnir obssonar. Leikurinn gerist i i_i_:_i___ QiiAurrílriiim RanHaríHtinnQ Áriö 1983 áttu Akureyringar kost á því að fara 62 sinnum á tónleika allskonar og þeir gátu skoðað 32 myndlistarsýning- ar. Peir settu á svið fjögur leikrit sem voru sýnd 63 sinn- um og gáfu út um það bil fimmtíu bækur. Þetta mun allt heimsmet miðað við stærð bæjarins. Frá þessu og mörgu öðru segir í Árbók Akureyrar 1983 sem ný- lega er út komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar. Þetta er fjórði árgangur bókarinnar og rit- stjóri er Olafur H. Torfason. Bókin hefst á fréttayfirliti eftir mánuðum, en sérstakir kaflar eru um samfélagsmál, atvinnumál, menningarmál, íþróttir og tóm- stundastarf og yfirlit úr kirkju- bókum. Fjölmargir höfundar eiga efni í bókinni, hver eftir sínu starfssviði og hugðarefnum. Ritstjórinn hefur brugðið á það nýmæli að safna upplýsing- um frá ýmsum aðilum og reyna að gera þær auðskiljanlegar með grafískum aðferðum, teikningum og greinargerðum. Meðal annars er með þessu móti reynt að finna hve stór Eyjafjörðurinn eiginlega er og kemur á daginn að hægt er að hafa sextán aðferðir við að reikna það út. Á mynd sýnist manni Eyjafjörðurinn þá stær- stur þegar hann tekur mið af út- breiðslu KEA. Árbókin er ríkulega mynd- skreytt. -áb Nú á sunnudag frumsýnir Ungmennafélag Biskups- tungna leikritið „Tobacco road“ eftir Erskine Caldwell í leikgerð Jacks Kirkland. Leikstjóri er Eyþór Árnason og leikmynd gerði Ólafur Engil- bertsson. Þýðingin er Jökuls Jak- obssonar. Leikurinn gerist i Suðurríkjum Bandaríkjanna á kreppuárunum og fjallar um líf og starf Lester-fjölskyldunnar. Leikarar eru ellefu en alls hafa um 25 manns tekið þátt í uppsetn- ingunni. Frumsýnt er í Aratungu en leikið verður víða á Suðurlandi. Magnús Ólafsson með skemmtidagskrá Nú fara í hönd Þorrablót og árshátíðir landsmanna og er þá oft leitað fanga hjá skemmtikröftum og leikurum landsins með skemmtiefni á þess- um mannamótum. Magnús Ól- afsson skemmti skemmtikraftur og leikari hefur að þessu sinni sett saman skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Magnús hefur áður verið í samvinnu með öðrum, en að þessu sinni er hann einn á báti og bregður sér í hinar ýmsu per- sónur. Skemmtidagskrá Magnús- ar er fjölbreytt, með söng, eftir- hermum og gamanmáli. Lauqardaqur 19. ianúar 1985 ÞJÓÐVILJINN LdkhÚsifl H/TT 4. syning manudag 21. jan. kl. 21.00. Uppselt. 5. syn. þriðjudag 22. jan. kl. 21.00. Fáir miðar eftir. 6 SVn' n,'Í,VlkUda9 23' |an e«ir. (jSS m l; Í83AN- FRi síe/áí«/m% Lúkas í Kaupmanna- höfn Leikritið Lúkas eftir Guð- mund Steinsson er nú sýnt í Café Teatret í Kaupmanna- höfn við góðar undirtektir. Myndin sýnir Benny Bjerre- gárd í trúarlegum ofstækisham í hlutverki Lúkasar þess sem leikurinn tekur nafn af. i Rauða húsinu er músíserað og myndlist skoðuð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.