Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 4
LEtÐARI Ríkissaksóknari á villigötum Þóröur Björnsson, ríkissaksóknari, hefur nú höföað mál á hendur starfsmönnum útvarps og sjónvarps fyrir aö leggja niður vinnu við upphaf verkfalls BSRB í haust. Því miöur bendir ýmis- legt til þess aö hér sé ekki um venjulega máls- höfðun að ræöa, heldur pólitíska aögerð. Það er vert að minna á þá staðreynd, að starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu ekki niður vinnu fyrr heldur en Ijóst var orðið að Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hafði framið lögbrot með því að neita að greiða meðlimum BSRB laun sín á réttum tíma. Undir slíkum kringumstæðum var það ekki réttur þeirra held- ur beinlínis skylda að leggja niður störf. Nær allir starfsmenn útvarpsins tóku þátt í þessari aðgerð, og hún var ákveðin með lýð- ræðislegum hætti, eins og allflestir starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa staðfest með undirskrift sinni. Þannig að ekki leikur nokkur vafi á því að verkfallið var aðgerð fólksins sjálfs, en ekki ákvörðun forystumanna á valdatróni verkalýðs- samtakanna. Það er líka rétt að minna á, að þrátt fyrir að vinna væri lögð niður sökum lögbrots fjármála- ráðherrans, þá tóku starfsmenn útvarpsins eigi að síður þá sjálfsögðu ákvörðun að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu en fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í útvarpsráði komu í veg fyrir það. Allt tal andstæðinga BSRB um að verkfall- ið hefði svipt landsmenn mikilsverðu öryggi er því hrein og bein fjarstæða. Þess ber einnig að minnast, að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir í kjarabaráttu fyrri ára, að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi lagt nið- ur vinnu án þess að hafa þolað fyrir málshöfð- anir af hálfu ríkissaksóknara, eins og raunin er þó núna. Og það er einnig allrar athygli vert, að af öllum þeim fjölda opinberra starfsmanna, sem lögðu niður vinnu þennan sama dag, þá eru það einungis starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fá fangelsishótanir frá Þórði Björnssyni. Hversvegna? Málið skýrist, þegar haft er í huga að í frétta- tilkynningu um kæruna (sem send var fjölmiðl- um á undan hinum kærðu) spyrðir ríkissaksókn- ari hana saman við annað, algerlega óskyld mál. Hér er um að ræða kærur á hendur ólög- legum einkaútvarpsstöðvum sem starfræktar voru í verkfallinu, meðal annars af Sjálfstæðis- flokknum og um tíma í húsakynnum hans. Eins og menn muna héldu ráðamenn úr kerf- inu - allt upp í ráðherra - hlífiskildi yfir þessum ólöglegum útvarpsstöðvum. Mikil ólga meðal almennings yfir starfrækslu þeirra olli því hins vegar að ekki var unnt að þagga málið niður, heldur varð að taka það til rannsóknar. En til að friða kerfið, hið alltumlykjandi net þeirra sem fara með hin eiginlegu völd í landinu, þá er gripið til þess ráðs að kæra líka starfsmenn útvarpsins. Það er sett nokkurs konar pólitískt kvótakerfi á stofn: fyrst lögbrotamenn frjáls- hyggjunnar eru kærðir þá skulu verkalýðsfé- lögin líka gjalda. Kæran á hendur útvarpsmönnum er því mið- ur ekkert annað en sorglegt dæmi um sam- tryggingarnetið sem hinir raunverulegu valda- menn í þjóðfélaginu, kerfiskallarnir og gróða- pungarnir, hafa ofið út í hvern kima þjóðfélags- ins. Hallarbygging hitaveitustjórans Einsog Þjóðviljinn hefur upplýst hefur Hitaveita Reykjavíkur eytt hundruðum miljóna í boranir á Nesjavöllum og hyggst setja um 200 miljónir í svæðið á þessu fjárhagsári. Borgarstjórn hefur hins vegar ennþá ekki tekið neina ákvörðun um að ráðast í þá virkjunarhöll, sem Jóhannes Zo- éga, hitaveitustjóra, dreymir um að reisa þar. Því er spurt: Getur verið að með þessum fjárfestingum á Nesjavöllum sé hitaveitustjóri í rauninni að etja borgarstjórn Reykjavíkur út í gífurlega kostnað- arsamt ævintýri, svo ekki verði aftur snúið? -ÖS KLIPPT OG SKORHE) Hneyksliö mikla NT skrifar í gær leiðara sem nefnist ,,Aðför að kvikmynda- sjóði". Leiðarinn er skrifaður í tilefni þess, að Hrafn Gunnlaugs- son hlaut ágæta viðurkenningu í Svíþjóð á dögunum. Segir blaðið að meðan þau tíðindi gerast fái kvikmyndagerðarmenn „heldur kuldalegar kveðjurfrá stjórnvöld- um“. Blaðið heldur áfram með þungum gný: „Fjárveitingavaldið hefur hafið aðför að Kvikmyndasjóði, eina bakhjarli kvikmyndagerðar- manna, og fái það vilja sínum framgengt munu afleiðingarnar verða alvarlegar fyrir þjóðina alla. Yfir okkur vofir sú hœtta að íslensk kvikmyndagerð leggist af um sinn. Ef slíkt gerist erum við einu skrefi nœrþvíaðglata menn- ingarlegu sjálfstæði okkar". Þetta er alveg rétt hjá NT. Það er líka alveg rétt að það er meiri- háttar hneyksli að alþingi skuli hafi þverbrotið nýleg lög um Kvikmyndasjóð. En þar segir að sjóðurinn skuli hafa í tekjur sölu- skatt af kvikmyndasýningum. Samkvæmt þessu átti sjóðurinn í ár að fá 32 miljónir króna en fær skv. ákvörðun stjórnarflokkanna aðeins 8 miljónir. Tillaga kom fram Hinsvegar er það nokkuð seint í rassinn gripið hjá NT að taka eftir þessu hneyksii núna. Hneykslið er reyndar eitt af þess- um heimilisbölum Framsóknar- manna. Og það hefði ekki sakað að NT sýndi pínulítið af sínu meinta sjálfstæði og óhæði með því að geta þeirra, sem hafa á alþingi andhæft þessum vesæl- dómi. Eins og Þjóðviljinn hefur rakið í fréttum og leiðara, þá fluttu þau Guðrún Helgadóttir og Ragnar Arnalds á þingi breytingartillögu við fjáriög um aukið framlag til Kvikmyndasjóðs. En stjórnarlið- ið felldi þá tíllögu eins og annað það sem frá stjórnarandstöðunni kemur. Án er ills gengis nema að heiman hafi. Einkaframtakið í Mogganum Morgunblaðið skrifar líka leiðara um þetta mál í gær og er sá undarlegur mjög. Eftir svosem eina vellíðunarstunu út af verð- launum segir á þessa leið: „Morg- unblaðið hefur áður bent á, að íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru í hópi helstu einkaframtaks- manna okkar samtíma". Þetta finnst blaðinu svo gott og merkilegt að helst er á því að skilja að ekkert megi gera til að trufla hið sæla ásigkomulag einkaframtaksins - ekki heldur þótt sjálft framhald íslenskrar kvikmyndagerðar sé í hættu. Blaðið segir: Á alþingi og í ríkisstjórn hafa menn deildt um fjárveitingar til kvikmyndasjóð á þessu ári, sem hefur verið íslenskri kvikmynda- gerð nokkur lyftistöng. Sjaldan hefur verið meiri þörfá sparnaði í ríkiskerfinu en einmitt nú. Menn- ing hefur þó alltaf notið góðs af einhvers konar stuðningi. Fyrr á öldum voru það konungar og keisarar, sem héldu uppi menn- ingarstarfsemi með fjárfram- lögum. Á okkar tímum eru það bæði opinberir aðilar ogfjársterk- ir einstaklingar, en hinir síðar- nefndu eru ótrúlega um- svifamiklir í menningarlífi Bandaríkjanna. Dæmi um það þekkjast einnig hér á landi, nút.d. er eitt mesta og fegursta málverka- safn á landinu í eigu einstaklings. Sú viðurkenning, sem íslensk kvikmyndagerð hefur núfengið á erlendri grund, með verðlaunum Hrafns Gunnlaugssonar, œtti að veróa stjórnmálamönnum hvatn- ing til þess að líta til þessarar nýju listgreinar okkar með þessu hug- arfari:“ í hring Það er augljóst hvert leiðara- höfundur vill helst halda: til Bandaríkjanna, þar sem eitthvað af miljónamæringum lækkar skatta sína og kaupir sér almenn- ingsálit með þvf að fjárfesta í list- um. Að öðru leyti er eins og blað- ið fari í hring. Það er annarsvegar mælt með því á ofurviðkvæmnis- legan hátt, að íslenskir stjórn- málamenn líti til kvikmyndanna með hugarfari hins vestur- heimska örlætis. En á hinn bóg- inn er því ekki gleymt að taka það rækilega fram, að „sjaldan hefur verið meiri þörf að spara í ríkis- kerfinu" - og þar með er eigin- lega sagt að ekkert megi gera. Nema að blaðið ætlist til þess að stjórnmálamenn efli kvikmynda- sjóð úr eigin vasa? Enga fyrirgreiðslu Að lokum er svo öllum áhyggj- um af málinu dembt yfir á þá von að almenningur verði nógu dug- legur að fara í bíó: „Kvikmyndagerðarmennirnir þurfa enga opinbera fyrirgreiðslu ef fólk kemur í kvikmyndahúsin til að fylgjast með því sem er að gerast". Veit blaðið ekki að margfalt fjölmennari þjóðir en íslendingar veita miklu fé til eflingar sinni kvikmyndagerðarlist - ekki síst til að hamla gegn því, að hinn frægi ameríski valtari gangi af menningarlegu sjálfstæði þeirra dauðu? -ÁB ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útltt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsinga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmœöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf HúnQörð. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Askrlftarverð á mánuði: 330 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.