Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 8
BOWIE...
Framhald af bls. 7
Bowie notaöi lögin á „Diamond
Dogs“.
Nýr Bowie
Eftir það fór hann í hljómleika-
ferð um Bandaríkin og þá birtist
aðdáendum nýr Bowie, ljóshærð-
ur og ómálaður í ljósum jakkaföt-
um. Tónlistin breyttist einnig,
meiri soul-áhrifa gætti og rokkið
varð mildara. Þá kom hann með
lagið „Fame“ sem komst á
„Topp-tíu“ í Bandaríkjunum. Þá
flutti Bowie til Los Angeles og
má segja að hann hafi ráðið ríkj-
um í ameríska poppheiminum
um skeið, auk þess sem hann lék
aðalhiutverkið í kvikmyndinni
„The man who fell to earth“
(1976). Eftir þrjú ár sneri hann
aftur til Bretlands. Settist hann
síðan að í Berlín þar sem hann
einbeitti sér að tónlist, málaralist
og upptökum með Brian Eno
(Roxy Music). Árið 1979 sneri
Bowie til New York þar sem
hann tók upp plötuna „Ashes to
Ashes" en hún er eins konar
framhald af plötunni „Space
Oddity" (1972).
Bowie kom síðan aftur fram á
sviði árið 1980 í bandarískum
sjónvarpsþætti og lék í leikritinu
um Fílamanninn sem sýnt var á
Broadway.
Árið 1981 vann hann með
hljómsveitinni Queen að laginu
„Under Pressure" og 1982 gerði
hann ásamt Giorgio Moroder
tónlistina við myndina „Cat Pe-
ople“. Einnig útsetti hann tónlist
sem notuð var í myndinni „Dýr-
agarðsbörnin", auk þess sem
hann lék aðalhlutverkið í kvik-
myndinni „Hunger" ásamt Cat-
herine Denevue.
Veldur ekki
vonbrigðum
Með plötunni „Let’s Dance“,
sem kom út 1983, vann Bowie
sinn stærsta sigur til þessa, en hún
komst í efstu sæti vinsældalista
um allan heim. í kjölfar þess fór
Bowie í hljómleikaferðir um Evr-
ópu og Bandaríkin í fyrsta sinn í
sjö ár. Nýjustu tónsmíðar Bowie
er svo að finna á plötunni „Ton-
ight“.
Svo mikið er víst að ef Bowie
heldur sínu striki þá hefur hann
ekki sungið sitt síðasta og mun
líklega ekki valda aðdáendum
sínum vonbrigðum í framtíðinni.
Þýtt og endursagt miðvikudag-
inn 16. jan. 1985. Með hvellum
og skellum frá Fellahelli.
M.S.,K.K./ss
Þær eru góðar í „splitti" og „spígati"!
Sara Stefánsdóttir: íslandsmeistari í „freestyle" dansi 10-12 ára.
Déjoð 84, tónlistarhóp Fella-
hellis hefur áður borið á góma á
þessum síðum. Glætan króaði af
Kristin Kristinsson, annan leið-
beinanda hópsins og fékk hann til
að segja meira af Déjoð.
- Félagar í hópnum eru tíu auk
tveggja leiðbeinenda, mín og
Halldórs Þorgeirssonar. Við
starfrækjum diskótek Fellahellis,
sjáum um tónlistarkynningar,
tökum þátt í hljómplötukaupum
og höfum milligöngu um hljóm-
sveitarráðningar. Hópurinn
starfar sem ein heild og ráða fast-
ir fundir hans á miðvikudögum
stefnunni.
- Við skiptum með okkur
kvöldunum, vinnum saman tveir
og tveir og erum þá ábyrgir fyrir
diskótekinu og eigum þess. Þeir
sem sjá um diskótekið hverju
sinni eru einráðir í lagavali nema
auðvitað þegar músíkkynningar
eru, þegar vinsældalistinn er
kynntur og þegar klúbbar eru
með uppákomur. Markmiðið
með þessum tónlistarkynningum
einu sinni í viku er að kynna lítið
þekktar eða lítið spilaðar hljóm-
sveitir. Hér í diskótekinu er alltaf
beðið um sömu lögin og erfitt að
koma inn nýjum lögum. Það
verða engin lög vinsæl hér nema
þau hafi fyrst heyrst svona 4-5
sinnum á Rás 2. Þetta er sama
sagan í öllum diskótekum, það er
tekið mið af rásinni.
Auk þess að vera félagi í Déjoð
er Kristinn fastráðinn starfsmað-
ur félagsmiðstöðvarinnar og má
segja að hann hafi stundað stað-
inn í 10 ár. Kristinn er innfæddur
Breiðhyltingur stundar nám í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
æfir handbolta og fótbolta og eins
og hann segir sjálfur- lifir lífinu.
Hér er fjörið!
Undir þessari fyrirsögn geta les-
endur Glætunnar héðanifrá barið
augum allt það helsta sem boðið
er uppá um helgar fyrir ungt fólk.
Gjörið svo vel.
Föstudagur 1. febrúar
Ársel: Diskótek kl. 8-11.30.
Bústaðir: Diskótek kl. 8-12.
Fellahellir: Diskótek kl. 8-12.
Tónabær: Diskótek kl. 8-11.
Þróttheimar: Diskótek ki. 8-12.
Laugardagur 2. febrúar
Agnarögn: Diskótek kl. 9-1.
Traffic: Diskótek föstudags-
laugardagskvöld kl. 9-3.
og
ATHUGID! ATHUGID!
Látið Glætuna vita ef úr glæðist í menningar- og
skemmtanalífi unglinga. Allar ábendingar eru vel þegnar
og þið fáið jafnframt ókeypis auglýsingu. Þið getið skrifað
Glætunni, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, eða hringt í 8 13 33.
Tónlistarhópurinn Déjoð ’84
Dansað
fyrír
Eþíópíu
Dagana 12. 13. og 19. jan. var
sjaldin í Þróttheimum forkeppni í
,Treestyle“ dansi fyrir aldurshóp-
ana tíu til tólf ára, og var keppt
um Islandsmeistaratitilinn í
einstaklings- og hópdansi.
Úr hverri forkeppni komust
þrír einstaklingar og þrír hópar í
úrslit, en alls tóku 160 manns þátt
í forkeppninni. í úrslit sem haldin
voru í Þróttheimum 20. jan.
kepptu því níu einstaklingar og
níu hópar.
íslandsmeistari í einstaklings-
keppni varð Sara Stefánsdóttir, í
öðru sæti varð Ingvar Jónsson og
í þriðja sæti varð Birna Karen
Björnsdóttir. íslandsmeistarar í
hópadansi varð hópurinn „Fjórir
í takt“ en þær eru Birna Hafstein,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Eygló
Björk Kjartansdóttir og Karen
Þóra Sigurkarlsdóttir, í öðru sæti
urðu Jórunn Sólveig Ólafsdóttir,
Sigríður Margrét Ólafsdóttir,
Davíð Ólafsson og Vignir Már
Sævarsson, en í þriðja sæti hafn-
aði hópur sem kallar sig „Svart og
hvítt“ en hann skipa þær Elma
Lísa Gunnarsdóttir og Gyða
Gunnarsdóttir.
Þeir sem stóðu að þessari
keppni voru eftirtaldir klúbbar
sem starfandi eru í Þróttheimum
„Pælandi englar“, „Vindverkir“,
„Skríðandi köngulær“, „Blikk-
andi ljósaperur“, „Gæjar og
píur“, og „Brjálaðir bananar", og
eru meðlimir á aldrinum 13 tií 16
ára. Ástæðan fyrir því að þessir
klúbbar héldu þessa keppni var
tvíþætt, annars vegar til að minna
á ár æskunnar og hins vegar að
styrkja Eþíópíusöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, en allur
ágóði af keppninni rann í söfnun-
ina.
Klúbbarnir söfnuðu með þess-
um hætti 50.006 kr. sem Sara síð-
an afhenti fulltrúa hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar í lok keppn-
innar. Klúbbarnir vilja koma á
framfæri þakklæti til þeirra sem
styrktu söfnunina, og dómnefnd-
arinnar sem gaf alla sína vinnu.
Að lokum langar klúbbana að
geta þess, að fyrir söfnunarféð
voru keypt tvö tonn af matvælum
sem þegar eru á leið til Eþíópíu.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1984