Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 1
1 febrúar 1985 föstu- dagur 26. tölublað 50. árgangur DJOÐVIUINN LANDIÐ GLÆTAN Innflutningssvindl Stórt fjársvikamál Ríkisendurskoðun kœrir Mótorskip hf. fyrir fölsun og tollalagasvik. Forstjórinní gœsluvarðhaldi. Umfangsmikið mál segir rannsóknarlögreglustjóri. Mjög stórt og umfangsmikið fjársvikamál sem tengist bif- reiðainnflutningi fyrirtækisins Mótorskip hf. er nú í rannsókn. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans hefur Mótorskip hf. í sam- vinnu við viðskiptaaðila í Þýska- landi falsað faktúrur fyrir Toyota bifreiðar, sem eru keyptar frá Þýskalandi en framleiddar í verk- smiðju í Belgíu. Um miklar fjár- hæðir er að ræða. Ríkisendurskoðun hefur haft málið í rannsókn og kært til ríkis- saksóknara og hann hefur nú sent Namm! Hver landsmaður borðar að meðaltali 121/2 kg af saelgæti árlega. Það er því ekki undarlegt að við skulum eiga heimsmet í tannskemmdum. Mynd: E.OI. rannsóknarlögreglunni málið. Þetta staðfesti Hallvarður Ein- varðsson, rannsóknarlögreglu- stjóri, í samtali við Þjóðviljann í gær. Síðdegis í gær var svo fram- kvæmdastjóri Mótorskips hf. úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 6. febrúar nk., eftir húsrannsókn í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjavík. Lögreglan lagði hald á alla pappír'í sem þar fundust. Hallvarður E .nvarðsson staðfesti að um meint fölsunar- og tolla- lagabrot væri að ræða. Einn heimildarmanna Þjóð- viljans kvað ríkisendurskoðun hafa undir höndum skjöl er sönn- uðu að samstarfsaðilar Mótor- skips hf. í Þýskalandi hefðu skráð verð Toyota bflanna - sem voru ónotaðir þó fyrirtækið muni stundum hafa skráð þá notaða - mun lægra en hið raunverulega verð. Þannig hefðu tollar orðið miklu lægri og því hefði Mótor- skipi hf. verið kleift að bjóða Toyota bifreiðar á lægra verði en Toyota umboðið í Reykjavík gat. Fyrirtækið mun einnig hafa flutt Mercedes Benz bfla til íslands. S.dór/ÖS/lg. Vertíðin Smokklaust í landinu Smokkur frá Falklandseyjum á leiðinni! Alvarlegt ástand er að skapast í verstöðvum víða um land, þar sem smokkfískur til beitu er að mestu uppurinn. Þetta gerist á sama tíma og afburða góð veiði er hjá línubátum vestanlands og fyrir Norðurlandi og ekki eru nema fáir mánuðir liðnir síðan geysistórar smokkflskstorfur gengu upp að Vesturlandi og Vestfjörðum. Jón Alfreðsson kaupfélags- stjóri á Hólmavík sagði í gær að mjög erfitt væri að fá beitu fyrir línubáta sem þaðan eru gerðir út og hafa aflað mjög vel síðustu vikur. „Sfld er það eina sem er fáanlegt en hvergi hægt að fá keyptan smokk. Þetta kemur sér mjög illa fyrir okkur“, sagði Jón. Svipaða sögu er að segja frá sjáv- arplássum víða á suður- og vest- urlandi en víða á Vestfjörðum eru útgerðir vel birgðar af smokknum sem gekk í haust. Nú standa menn frammi fyrir því að þurfa að flytja inn smokk í stórum stfl frá Sovétríkjunum, Noregi og janfvel er búið að kaupa smokk sem er veiddur við Falklandseyjar. Óvíst er hins vegar hvort þessi beita skilar sér hingað í tæka tíð vegna far- mannaverkfallsins. Þar að auki er hér um mun dýrari smokk að ræða en þann íslenska. - |g. Umframorkulandið Olíukeyrsla sparar miljónir Rafmagnsveitur ríkisins nota díselvélar ístað þess að kaupa af Landsvirkjun. Gœti sparað 30 miljónir íár. Skyndifundur hjá ráðherra ígœr. Landsvirkjun skipað að lœkka taxtana Rafmagnsveitur ríkisins hafa frá áramótum skipulega séð til þess að keyra álagstoppinn á orkukaupum frá Landsvirkjun niður með því að notast við dísel- vélar víða úti um landið. Þessi að- ferð sem notuð var í minna mæli á liðnu ári hefur sparað RARIK stórar fjárhæðir í orkukaupum þrátt fyrir olíueyðslu. I gærmorgun voru forráða- menn Landsvirkjunar og RAR- IK kallaðir til fundar í iðnaðar- ráðuneytinu þar sem Landsvirkj- un var knúin til að taka gjaldskrár sínar til endurskoðunar gegn því að RARIK hætti að keyra dísel- vélar. Það vekur óneitanlega furðu að á sama tíma og Landsvirkjun býr við geysilegt umframafl og umframorku getur RARIK spar- að sér u.þ.b. 30 miljónir á þessu ári með því að keyra álagstoppa niður með díselvélum í stað þess að versla við Landsvirlcjun. „Þetta mál er núna til umræðu eftir fundinn í iðnaðarráðuneyt- inu í morgun. Landsvirkjun ætlar að endurskoða sín mál og búa til einhverja vitrænni gjaldskrá en þá sem við búum við í dag og er óbreytt að formi frá 1971. Við höfum margoft óskað endur- skoðunar á þessari gjaldskrá og eins fleiri stórir raforkukaupend- ur“, sagði Guðmundur Guð- mundsson verkfræðingur hjá RARIK í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það sem hefur ráðið þessari keyrslu á díselvélum hjá okkur eru hreinir viðskiptahagsmunir. Við erum sem fyrirtæki að reyna að lækka okkar orkuöflunar- kostnað eins og okkur ber skylda til. Þetta var sú leið sem við höfðum til þess og um leið sköp- uðum við þrýsting á aðra. Nú á síðan að reyna að leiðrétta þessi mál“, sagði Guðmundur. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.