Þjóðviljinn - 09.02.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1985, Síða 2
FRETTIR Ríkisstjórnin Gamlar tillögur Steingrímur Hermannsson: Sömu ráðstafanir og Morgunblaðið sagði að þingflokkar ríkisstjórnarinnar hefðu hafnað. Almennar tillögur frá stjórninni. Albert tekinn við af Þorsteini? Petta eru sömu tillögurnar en þær hafa tekið eðlilegum breytingum, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á biaðamannafundi í gær, þar sem hann tilkynnti fyrirhugaðar ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, þegar hann var inntur eftir því hvort þetta væru sömu tillögurnar í efna- hagsmálum og Morgunblaðið hafði áður skýrt frá að hefði verið hafnað af þingflokkum ríkis- stjórnarinnar í síðasta mánuði. Steingrímur kynnti tillögurnar ásamt Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra, en þegar síð- ustu ráðstafanir og tillögur af þessum toga voru kynntar var Þorstein Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í föruneyti for- sætisráðherra. Ekkert varð úr að sérstakt efnahagsfrumvarp yrði kynnt, heldur voru fremur á ferðinni al- mennar vangaveltur og lauslegar tillögur sem ráðherrarnir kváðu síðar verða fluttar í frumvarps- formi. Ekkert var að finna um innflutningsverslunina, og lítið um sjávarútvegsvandann, sem mjög hafa verið til opinberrar umfjöllunar að undanförnu. í efnispunktunum sem kynntir voru segir að dregið verði úr áætl- un um erlend lán að upphæð 1000 miljónum, en hins vegar er tekið Bandalag jafnaðarmanna fram að „jafnframt verði einka- aðiljum innan eðlilegra marka heimilt að taka erlend lán, enda komi hvorki til banka eða ríkisá- byrgð“. Albert lýsti sig reiðubú- inn til að heimila starfsemi er- lendra banka á íslandi og þeir Steingrímur báðir gáfu í skyn að trúlega yrði bjórinn gefinn frjáls á árinu. Sagt er í punktunum að virðis- aukaskattur verði tekinn upp í stað söluskatts, sérstakar ráðstaf- anir verði gerðar í húsnæðismál- um svo sem að reglur um lán verði endurskoðaðar og að eftir helgina verði sett á laggirnar ráð- gjafarþjónusta sem leiðbeini og aðstoði þá sem komnir eru í greiðsluerfiðleika. -óg Fjörugar umræður urðu á fundi Alþýðubandalagsins á Stokkseyri í fyrrakvöld þar sem þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Svavar Gestsson fluttu framsögu. Á myndinni sjást framsögu- mennirnirog Margrét Frímannsdóttiroddviti og varaþingmaðurí Suðurlandskjördæmi. (Mynd hágé). Efnahagstillögurnar Þeir segja að það hafi ekki ver- ið stór kafli um kaffibaunainn- flutninginn t efnahagstiliögum ríkisstjórnarinnar. Albert Óttast ekki leidam Moggans Ég hef fengið áður á mig leiðara frá Morgunblaðinu og á von á fleirum, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær þegar hann var spurður hvort hann ótt- aðist ekki harkaleg viðbrögð innan Sjálfstæðisflokksins við til- lögum um hert skattaeftirlit. Morgunblaðið í gær réðst harkalega að ráðherranum vegna harkalegs eftirlits í skattsvika- málum í Ieiðara í gær, en Albert kvaðst ekkert óttast afleiðingarn- ar innan flokksins við auknu eft- irliti við skattsvikum. Hann kvaðst hafa farið að ráðum stjórnarandstöðunnar í þessu efni og myndi halda því áfram þartil hann yrði sannfærður um að slíkar aðgerðir borguðu sig ekki. - óg Innan- tómir frasar Skuggalegar hótanir Svavar Gestsson um efnisatriði forsœtisráðherra: Mjög óljós pappír „Meinið er að ríkisstjórnin er hætt að trúa því sjálf að hún stjórni“, segir í ályktun frá þing- flokki BJ um ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. „Plaggið er yfirfullt af gömlum og út af fyrir sig ágætum fyrirheit- um, sem orðið hafa að innantóm- um frösum í meðförum þessarar ríkisstjórnar“, segir ennfremur þar. -óg íslandssagan Nordölsk kauphöll? Þetta er mikilvægasta skrefið frá fornöld til framtíðar, sagði Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra um fyrirheitið um „Kaupþing Seðlabankans" í efn- ispunktum ríkisstjórnarinnar sem koma \ stað efnahagsfrum- varpsins sem boðað hafði verið. Þeir Albert og Steingrímur kváðu Seðlabankann þegar hafa skilað fyrstu hugmyndum um kauphöll og vænta mætti stofnun- ar hennar innan tveggja mánaða. -óg Flest er óljóst í þessum pappír forsætisráðherra og stjórnar- flokkanna og ber plaggið allt þess vitni að mikil átök eigi sér stað milli flokkanna, eins og ráðherr- ann viðurkenndi að nokkru á fundi með okkur fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. í yfirlýsingum ríkisstjórnar- innar er þó að finna skuggalegar hótanir um einstök atriði. I því sambandi nefni ég aðeins hug- myndir - óljósar og óskýrðar - um breytingar á bótum almanna- trygginga, áform um að skera niður nýframkvæmdafé húsnæð- islána um allt að 200 milj. kr., þe. úr um 700 milj. kr. í 500 milj. kr. og loks hugmyndir um að heimila einkaaðilum hömlulausan að- gang að erlendu lánsfé. Þetta sagði Svavar Gestsson eftir fund með forsætisráðherra í gær. Erlend lán - Hvað um erlendar lántökur? - Heitið er 1000 milj. kr. nið- urskurði, en þegar að var spurt kom í ljós að þar er allt á huldu nema um niðurskurð þann á fjármálaáætlunum Landsvirkj- unar sem þegar liggja fyrir eftir uppljóstranir Finnboga Jóns- sonar. Að öðru leyti er allt óljóst í þeim efnum. Vísitölubætur á laun? Það er einnig athyglisvert að í pappír forsætisráðherra er ekki að finna ákvæði um vísitölubætur á laun og gaf hann í skyn á fundin- Samninganefndir Sjómanna- sambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins komu saman til fundar í gær og þar var ákveðið að boða til verkfalls, sem hefjist 17. febrúar nk. hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. um að til greina kæmi að fram-. lengja bannað við vísitölubótum, ennfremur að ræða það mál við aðila vinnumarkaðarins, til dæm- is um að bannið yrði fellt úr lögum og það réðist því af að- stæðum á vinnumarkaðnum hvernig samið yrði. Að sögn forráðamanna sjó- mannasamtakanna er hér um neyðarúrræði að ræða, þar sem VSÍ fyrir hönd útgerðarmanna hefur verið til viðtals um annað en kauplækkun til handa sjó- mönnum á öllum samningafund- Tekiö undir gagnrýni f plagginu er sumpart tekið undir gagnrýni stjórnarandstöð- unnar að undanförnu. Má þar nefna að tekin er upp tillaga frá Alþýðubandalaginu sem felld var á síðasta þingi um ráðgjafarþjón- ustu handa húsbyggjendum. - v um frá áramótum. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mán- udaginn kemur, sem er greinilegt merki þess að engin hreyfing hef- ur verið í kjaradeilunni til þessa. - S.dór Kjarasamningar Sjómannaverkfall Sjómannasambandið og Farmannasambandið á- 'cváðu ígœr að boða allsherjar verkfall áfiskiskipaflot- inum 17. febrúar ef samningar hafa ekki náðst fyrir n/tmi /7 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.