Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 3
FRETTÍR
Aldraðir
Beðið eftir B-álmunni
Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar: Þetta er alvarlegt mál.
Vandinn mismikill. Talsvert gert til bóta. Vantar starfsfólk til heimilisþjónustu.
Það fer ekkert á milli mála að
þetta er alvarlegt mál en ég tel
að það sé verið að gera talsvert á
þessu sviði, sagði Sveinn Ragn-
arsson félagsmálastjóri Reykja-
víkurborgar í gær. Eins og Þjóð-
viljinn hefur skýrt frá eru nú um
1000 aldraðir einstaklingar og um
120 hjón á biðlista hjá Fé-
lagsmálastofnun eftir aðstöðu og
þjónustu. Þar af eru um 300 í
bráðavanda á mati stofnunarinn-
ar.
Sveinn sagði að vandi þessa
fjölda væri mjög mismikill og um-
sóknir spönnuðu visst svið,
hjúkrunarvist, húsnæðisaðstöðu
eða heimilisaðstoð. Varðandi
langleguvist sagði Sveinn að þá
hlytu menn að líta til B-álmu
Borgarspítalans. „Jú þær fram-
kvæmdir munu tefjast en við
verðum að varpa þeirri ábyrgð
yfir á ríkið. Þaðan kemur nú lítið
framlag, en borgin hefur greitt
vel það sem henni ber.
Varðandi niðurskurð á fram-
kvæmdum fyrir aldraða á síðustu
árum sagði Sveinn rétt vera að
engin ný þjónustuíbúð fyrir aldr-
aða hefði verið tekin í notkun sl.
tvö ár en hann sagðist trúa því að
framkvæmdir síðustu þrjú ár í
þessum málaflokki hefðu ekki
Hjúkrunarheimili aldraðra við Seljahlíð verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Þar eru 70 íbúðir fyrir 80 vistmenn. Þetta verða fyrstu íbúðirnar fyrir aldraða
sem teknar verða í notkun á valdatíma Davíðs Oddssonar en hans fyrsta verk sem borgarstjóra var að fresta framkvæmdum við þessa byggingu sumarið
1982. Mynd-E.ÓI.
verið minni en næstu þrjú ár á
undan. „Ef við skoðum fram-
kvæmdir á árunum 1974-1978 og
síðan síðustu ár þá hefur senni-
lega verið meira framkvæmt á
fyrra tímabilinu", sagði félags-
málastjóri.
Mikill skortur hefur verið á
starfsfólki til heimilisþjónustu
fyrir aldraða og hefur það komið
illa við fjölmarga aldraða borgar-
búa. „Þetta hefur aukið mjög á
vandann að fá ekki starfsfólk til
heimilishjálpar og ég held að
ástæðan sé fyrst og fremst lág
laun, oft á tíðum erfið vinna og
einnig sú þensla sem er nú á vinn-
umarkaðnum", sagði Sveinn
Ragnarsson.
->g-
B-álman:
Alþingi
Smánarlegt framlag
Borgarstjóri lýsir ánœgju sinni með 1,4 miljónir frá borginni í ár.
Tillaga AB um hœkkun felld af meirihlutanum
Sjálfstæðismenn höfðu ekki svo
mikið við að minnast einu orði
á þessa tillögu okkar um hækkun
á framlagi til B-álmunnar. Hún
var felld án umhugsunar, sagði
Adda Bára Sigfúsdóttir í gær.
„Borgarstjóri lýsti aðeins óá-
nægju sinni með framlag ríkisins
en jafnframt ánægju sinni með
framlag borgarinnar til heil-
Fjármálaráðuneytið
Konur orsaka
lág meðallaun
Skýring fjármála-
ráðuneytisins
fyrir kjaradómi
Vörn fjármálaráðuneytisins
fyrir lágum launum opinberra
starfsmanna er meðal annars sú,
að þar sé meira af konum en á
almennum vinnumarkaði.
Þetta kom fram hjá Heimi
Pálssyni á blaðamannafundi HÍK
í gær. Heimir upplýsti, að könn-
un Hagstofunnar á kjörum há-
skólamenntaðra manna hefði
leitt í ljós að á hinum almenna
vinnumarkaði hefðu konur lægri
laun en karlar. Þetta hefði síðan
fjármálaráðuneytið notað sem
röksemd fyrir kjaradómi til að
skýra hvers vegna opinberir
starfsmenn væru með lægri laun
en aðrir: meðal þeirra væri nefni-
lega hlutfallslega meira af kon-
um! ólg/ÖS
brigðismála almennt“.
„Ég er ákaflega ósammála
borgarstjóra um að það sé hægt
að vera ánægður með framlögin
til heilbrigðismála“, sagði Adda,
„því þetta er eini málaflokkurinn
sem ekki nýtur neins af því góð-
æri sem nú er í fjárhag borgar-
innar. Framlagið til B-álmunnar
er aðeins 1,6 miljón króna og ég
Ein tillagna Kvennaframboðs í
tengslum við fjárhagsáætlun
borgarinnar á fimmtudag var um
að veita 4 miljónum króna í sér-
stakan sjóð í tilefni 200 ára af-
mælis borgarinnar 1986. Tilgang-
urinn skyldi vera að veita 10 kon-
um starfsstyrki til listsköpunar
eða rannsókna sem varpi Ijósi á líf
og starf kvenna í Reykjavík í 200
ár.
Hulda Valtýsdóttir borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins upplýsti
í umræðum að Kvennaframboðið
hefði leitað eftir uppáskrift
get ekki verið ánægð með slíka
upphæð. Það er ekki hægt að
kalla þetta annað en smánarlegt
framlag, einkum í ljósi þess
hvernig ástandið er.“
í tillögu Alþýðubandalagsins
var gert ráð fyrir að borgin legði 5
miljónir til viðbótar til byggingar-
innar en sú fjárhæð hefði dugað
kvenna í þeim flokki á tillöguna.
Hér væri um gott málefni að
ræða, en tillagan væri seint fram
komin og því hefðu þær ekki
treyst sér til að gerast meðflutn-
ingsmenn. Hins vegar lægi fyrir
vilyrði um aukafjárveitingu í
þessu skyni síðar á árinu.
Gerður Steinþórsdóttir borg-
arfulltrúi Framsóknar sagði að
Kvennaframboðið hefði einnig
leitað eftir stuðningi hjá konum í
minnihlutanum. Hefðu þær allar
þrjár verið reiðubúnar til að ger-
ast meðflutningsmenn að tillög-
til að taka eina sjúkradeild í við-
bót í notkun eða hluta af iðju-
þjálfuninni. „Þetta er auðvitað
ekki nægjanlega há upphæð,“
sagði Adda, „en okkur þótti rétt
að láta reyna á vilja meirihlutans
með svo hófsamri tillögu. Viljinn
reyndist hins vegar enginn.“
-ÁI
unni, en vildu miða hana við 5
starfsstyrki á árinu. Var á það
fallist af flutningsmönnum. í ljósi
þessa sagðist Gerður hafa orðið
undrandi þegar Kvennaframboð-
ið flytti nú tillöguna í eigin nafni
eingöngu og vegna þeirra vinnu-
bragða myndi hún sitja hjá við
afgreiðslu hennar.
Tillagan hlaut 6 atkvæði þeirra
Öddu Báru Sigfúsdóttur, Guð-
rúnar Ágústsdóttur, Guðmundar
Þ. Jónssonar og Sigurðar E. Guð-
mundssonar auk tveggja borgar-
fulltrúa Kvennaframboðs. _áj
Vitlaus
vinnubrögð
Guðrún Helgadóttir:
Samhljóða tillögur
fluttar afmörgum
þingmönnum. Illa
undirbúin mál.
Guðrún Helgadóttir tók þing-
menn heldur betur til bæna á Al-
þingi í fyrradag fyrir óskyn-
samleg og of eða illa undirbúin
mál. Annarsvegar gagnrýndi hún
að sömu þingmenn væru að flytja
efnislega samhljóða mál á fleiri en
einni þingsályktunartillögu.
Nefndi hún Gunnar G. Schram,
sem væri meðflutningsmaður á
tillögu um samanburð á launa-
kjörum á Islandi og annarsstaðar
á Norðurlöndum en væri nú kom-
inn á tillögu um samanburð á
launa- og lífskjörum á Islandi og í
norðlægum löndum. Taldi hún,
að hann og aðrir flutningsmenn
síðari tillögunnar hefðu sem best
getað leitað eftir að tillögurnar
yrðu sameinaðar þó ekki væri til
annars en vinnusparnaðar.
Á hinn bóginn minnti Guðrún
á ákvæði þingskapa um að
greinargerðir með málum ættu að
vera stuttar. Nú tíðkuðu þing-
menn það í æ ríkari mæli að semja
mjög langar greinargerðir; létu
sig ekki muna um að endurprenta
heilu blaðagreinarnar og áður
fluttar ræður, sem auðveldlega
mætti lesa í þingtíðindum. Hvatti
hún forseta til að taka í taumana
og beita áhrifum sínum til hag-
kvæmari vinnubragða í þinginu.
hágé.
Laugardagur 9. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3
Kvennasaga:
Aukafjárveiting
seinna á árínu?
Stuðningur minnihlutans afþakkaður
'X