Þjóðviljinn - 09.02.1985, Síða 5
Menn hafa tekið eftir því að
menntamálaráðherra er mikið í
mun að koma í gegnum þingið
nýju útvarpslagafrumvarpi.
Fyrst var boðað að það yrði gert
strax eftir verkfall í haust leið. Nú
er haldið uppi þrýstidampi með
því að gefa öðru hvoru til kynna
að það sé alveg að koma úr þing-
nefnd.
Hjörleifur Guttormsson á sæti i
menntamálanefnd Neðri deildar
fyrir Alþýðubandalagið. Honum
þykja þetta vond vinnubrögð.
Þau komi bæði fram í útvarpslag-
afrumvarpinu sjálfu eins og það
er og í málsmeðferð. Málið er
hrátt ennþá, segir hann. Til dæm-
is hefur enginn fundur verið hald-
inn í menntamálanefnd frá því að
Alþýðuflokksmenn, Bandalag
jafnaðarmanna og Framsóknar-
menn lögðu fram sínar breyting-
artillögur fyrir jól.
Hjörleifur hefur í umræðu um
þetta mál vísað til fordæmis Dana
í útvarpsmálum, hvernig þeir
hafa kosið að fara að öllu varlega,
kosta miklu til að höndla þessa
þróun og hafa stjórn á henni, var-
ast að fjölmiðlar lendi undir of-
ríki þeirra hagsmuna sem stjórna
auglýsingum.
Fordæmi Dana
Og víkjum þá að Dönum.
Þeir hafa ekkert verið að ana
að nýjum útvarpslögum. Þeir
samþykktu, að í apríl 1983 byrj-
aði tilraunatímabil sem stæði í
þrjú ár og yrði notað til að safna
reynslu í frambúðarfyrirkomulag
á staðbundnu útvarpi. Þeir völdu
í „breiða" leyfaúthlutunarnefnd
og veittu sem svarar 25 miljónum
króna í styrki til ýmissa umsækj-
enda (einkum vegna kaupa á
tækjabúnaði). í fyrra hafði verið
úthlutað alls 136 leyfum til
hljóðvarps- og sjónvarpsrekstrar
(eins og 6-7 leyfi væru veitt á ís-
landi). Leyfishafar eru einstak-
lingar, sérstaklega stofnuð félög,
félög sem hafa önnur aðalmark-
mið (t.d. trúfélög) og svo dag-
blöð (sósíaldemókratapressan er
allvirk í staðbundnu útvarpi og
sjónvarpi svo dæmi sé tekið).
Auglýsingar eru ekki leyfðar né
heldur að dagskrár séu dulbúnar
auglýsingar. Fyrirferðarmest í til-
raunastarfsemi þessari er Sjón-
varpsrás tvö og Helgarsjónvarp-
ið, sem mikill hluti Dana sjá -
tekjur þeirra koma frá áskrifend-
um. Aðrar stöðvar hafa á ýmsan
hátt - bæði í Noregi og Dan-
mörku eru til stöðvar sem senda
út skamma stund í viku og vinnan
er mest gefins og ýmis kostnaður
greiddur af áhugamönnum og
samtökum. Þetta á ekki síst við
um trúfélög. í Kaupmannahöfn
er byrjað kristilegt sjónvarp sem
ekki tekur áskriftargjöld - nýleg
frétt hermir, að sósíaldemókratar
ætli að kaupa sér kortérs frétta-
þátt á dag hjá þeirri stöð. Svo
mætti lengi telja.
Gegn aug-
lýsingum
íhaldsstjórnin danska vill að
rás tvö verði í framtíðinni rekin
fyrir auglýsingar og að dagskrár-
gerð verði sett í einskonar verk-
takakerfi. En þessi hugmynd
mætir mikilli andstöðu og er rétt
að vekja athygli á henni hér á
íslandi, þar sem menn eru furðu
daufir í auglýsingamálum.
Danskir sósíaldemókratar eru
andvígir auglýsingum í hljóð-
varpi og sjónvarpi, SF, Sósíalíski
alþýðuflokkurinn líka, einnig
Vinstrisósíalistar, Radíkalir og
Kristilegir. Þetta er meirihluti
þingsins. í Noregi er svipað uppi
á teningnum - þar eru hægrimenn
svotil einir um að vilja auglýs-
ingasjónvarp.
Röksemdir danska SF gegn
auglýsingafárinu eru fullgildar
mjög víða. SF segir, að auglýsing-
ar muni hafa áhrif á dagskrána í
þá veru að hún muni elta allt það
„poppaða" en þaðan af síður
auka margbreytni. Við vildum,
segir SF, fá aðra sjónvarpsrás til
að keppa við ríkisútvarpið, en þá
með samtengingu staðbundins
frumkvæðis og með leyfisveiting-
um til einstakra félaga. Með því
móti væri hægt bæði að efla
danskt mótvægi gegn vaxandi
framboði á erlendu sjónvarpsefni
yfir landamærin, og það væri líka
hægt í auknum mæli að ná til
minni markhópa (og þegar SF
talar um „minni hópa“ þá er átt
við 50 þúsund til 300 þúsund
manns!). SF telur svo að þessir
minni hópar yrðu mjög afskiptir í
poppuðu sérkennaleysi auglýs-
ingasjónvarpsins.
Auk þess, segir SF, munu fyrst
og fremst stóru alþjóðlegu fyrir-
tækin hafa ráð á að auglýsa og þar
með er enn meir þjarmað að
smærri fyrirtækjum en áður. Þá
mundu möguleikar á að halda úti
dagblöðum skerðast enn.
Þá er minnt á þá einföldu stað-
reynd, að hvemig sem allt veltist
eru það áhorfendur sem borga
fyrir meira sjónvarp. Það er bara
ekki eins augljóst ef þeir gera það
gegnum hærra verð á vöru og
þjónustu, eins og þegar sjónvarp
er rekið fyrir auglýsingar, og þeg-
ar innheimt er áskriftargjald.
Allt er þetta satt og rétt.
INN
SÝN
Utvarpslagafrumvarp með fyrirgangi -
Reynsla annarra - Afleit vinnubrögð -
Hvað gerist nœst?
Um þetta
er rætt
Það stjórnarfrumvarp um ný
íslensk útvarpslög sem menn hafa
um hríð haft milli tanna afnemur
einkaleyfi Ríkisútvarpsins. Það
er gert ráð fyrir því, að sjö manna
þingkjörin útvarpsréttarnefnd
úthluti leyfum til reksturs út-
varpsstöðva til sveitarfélaga eða
félaga sem til þess eru stofnuð.
Leyfin séu tímabundin og varði
útvarpsrekstur (hljóðvarps - og
sjónvarps) á afmörkuðum svæð-
um. Lagt er til að útvarpsleyfi
verði háð meðmælum sveitar-
stjórna. Stöðvarnar staðbundnu
eiga að virða grundvallarreglur
lýðræðis og tjáningarfrelsi, og má
kæra þær fyrir útvarpsréttar-
nefnd fyrir meint brot gegn þeim
ákvæðum. Þeir sem senda um
þráð hafa ekki leyfi tilað hafa
tekjur af auglýsingum, en aðrir
mega selja auglýsingar. Auglýs-
ingamagn og verðlag á auglýsing-
um skulu vera háð reglum sem
taka mið af auglýsingum í Ríkis-
útvarpi og hlut þeirra í dagskrá.
Við þetta frumvarp hafa marg-
ar breytingatillögur verið gerðar.
Allir eru sammála því að aflétta
einkaleyfi ríkisútvarpsins nema
Kvennalistinn. En verulegur á-
greiningur er um veigamikil at-
riði - til dæmis auglýsingamálin.
Alþýðubandalag
Afstaða Alþýðubandalagsins
kemur fram í breytingatillögum
þeim sem Hjörleifur Guttorms-
son hefur lagt fram við stjórnar-
frumvarpið. Þar er hnykkt á
ákvæði sem meinar útlendum að-
ilum að taka þátt í eða lauma sér
inn í útvarpssrekstur hér á landi.
Þar er og hnykkt á ákvæði sem á
að koma í veg fyrir eitt það, sem
erfiðast er - að dagskrár verði
einskonar dulbúnar auglýsingar
fyrir hagsmunaaðila sem kaupa
sig inn á rásirnar.
Aðalmálið í þessum breyting-
atillögum er þó það, að nýjum
útvarpsstöðvum sé óheimilt að
afla tekna með verslunar- og við-
skiptaauglýsingum. í staðinn er
gert ráð fyrir því að menn gerist
áskrifendur að stöðvum og megi
innheimta afnotagjöld samhliða
afnotagjöldum til ríkisútvarps-
ins. Hér er Alþýðubandalagið
mjög á svipuðum buxum og
danskir kratar, SFarar, vinstri-
sósíalistar og radíkalir.
í annan stað leggur Abl á það
áherslu að dreifikerfi útvarps-
stöðva um þráð, kapalkerfi og
boðveitukerfi, séu í opinberri
eigu og með því sé komið í veg
fyrir einokum í skjóli einkaeignar
á dreifikerfum.
Alþýðubandalagið vill og að
ráðgefandi starfsmannaráð starfi
við Ríkisútvarpið. Einnig að út-
varpsstjóri sé ráðinn til fimm ára í
senn og í mesta lagi til alls tfu ára.
Þetta síðasta ákvæði er mjög í
samræmi við þá nauðsyn á endur-
nýjun í yfirstjórn menningar-
stofnanna sem menn hafa viður-
kennt t.d. í lögum um Þjóð-
leikhús. Alþýðuflokksmenn eru
líka meðmæltir starfsmannaráði
og afnámi æviráðningar útvarps-
stjóra.
Notendaráð
og nefskattur
Sigríður Dúna á Kvennalista
hefur lagt fram sérstakt frumvarp
í stað stjórnarfrumvarpsins. Sér-
staða þess er fólgin í því að alls
ekki er gert ráð fyrir því að aðrir
útvarpi en Ríkisútvarpið. Þar
koma og fram sérstæðar hug-
myndir um stjórn Ríkisútvarps-
ins: Hún sé annarsvegar í hönd-
um framkvæmdaráðs, sem starfs-
menn kjósa; hinsvegar leggi 14
manna notendaráð, skipað 7
körlum og 7 konum, á ráðin um
hlutföll í dagskrá. Og þetta fólk
sé valið með einskonar hlutkesti.
Með slíkri aðferð er mælt í nafni
valddreifingar.
Alþýðuflokkurinn gerir í sínum
breytingatillögum ráð fyrir að
nýjar útvarpsstöðvar lifi á auglýs-
ingum með svipuðum hætti og
stjórnarfrumvarpið. Boðveiturn-
ar vill hann fella undir sveitar-
stjórnir. Stjórnir staðbundinna
boðveitna geta leyft einstak-
lingum og félögum afnot af
útvarps- og sjónvarpsrásum til
tímabundinna útsendinga (innan
þeirra mega ekki vera auglýsing-
ar)
Olafur Þ. Þórðarson frá Fram-
sókn flytur sínar breytingatil-
lögur. Hann vill - eins og Alþýð-
uflokkurinn reyndar líka, að af-
notagjaldið sé nefskattur.
Auglýsingamálin vill hann leysa
með þeim hætti, að lagt sé 20%
gjald á allar auglýsingar (utan og
innan Ríkisútvarps semsagt) og
það fé renni til að efla innlenda
dagskrárgerð og til að greiða út-
varpspartinn af rekstri Sinfóntu-
hljómsveitarinnar. Hann vill líka
fá það í lög, að Ríkisútvarpið
sendi út frá a.m.k. fimm stöðum
á landinu.
Bandalag jafnaðarmanna læt-
ur uppi mikla óánægju með það
hve flausturslegt útvarpslaga-
frumvarpið sé. Þar sé ekkert um
boðveitukerfi, hlustendakannan-
ir eða reglur um stjórnmálaum-
ræðu í „svokölluðum frjálsum
fjölmiðlum". Athygli vekur hug-
mynd BJ um stjórn Ríkisútvarps-
ins. Þeir vilja leggja þingkjörið
útvarpsráð niður, en í staðinn
koma á fót sjö manna útvarps-
stjórn, sem sé skipuð útvarps-
stjóra, þrem framkvæmda-
stjórum, tveim fulltrúum sem
menntamálaráðherra skipar og
einum sem starfsmenn kjósa.
Verður mönnum sem fyrr að
undrast hugmyndir Bandalags
jafnaðarmanna um valddreif-
ingu: í stað fulltrúalýðræðis vilja
þeir setja hreint og klárt embætt-
ismannavald.
Þess skal og getið, að útvarps-
lagafrumvarpið hefur líka sætt
gagnrýni frá órólegum frjáls-
hyggjumönnum í Sjálfstæðis-
flokki. Þeir vilja nema úr því
ákvæði um leyfisveitingu frá út-
varpsréttarnefnd, um tjáningar-
frelsi og lýðræðislegar leikreglur
og þarmeð klögunarrétt, einnig
vilja þeir selja nýjum útvarps-
stöðvum sjálfdæmi í auglýsing-
apólitík. Með öðrum orðum: þeir
vilja amerískt ástand.
Magnið
og frelsið
Umræðan um þessi mál í blöð-
um hefur mjög einkennst af því,
að fylgismenn hins „frjálsa",
auglýsingarekna útvarps hafa
lofað ljúfu og miklu magni efnis
og hamast mjög á því, að ríkisút-
varp sé sama og ófrelsi.
Hvað finnst Hjörleifi Gutt-
ormssyni um það ?
„Þetta stenst vitanlega ekki,“
sagði hann. „Ef við getum haft
lýðræðislegar leikreglur í heiðri í
þjóðfélaginu, þá eigum við líka
að geta gert það í fjölmiðlum - og
miklu frekar í ríkisfjölmiðlum
þar sem miklu auðveldara er að
tryggja að ólík sjónar,mið takist á
en í einkarekstrarstöðvum".
Sem fyrr segir: Alþýðubanda-
lagið vill að fleiri sé gefinn kostur
á að taka þátt í útvarpsstarfsemi
en Ríkisútvarpi. En með ströng-
um skilmálum. Og þá fyrst finnst
þeim að peningavald auglýsenda
ráði ekki ferðinni.
„Við eigum að stjórna þróun-
inni, ekki hún okkur“, segir Árni
Björnsson útvarpsráðsmaður í
grein hér í blaðinu 13. des sl.
Ef að útvarpslagafrumvarpið
yrði óbreytt að lögum, þá mundu
vafalaust ýmsir áhugahópar fara
af stað og gæti ýmislegt gott og
skemmtilegt komið út úr því. En
mest mundi samt fara fyrir þeim
sem standa í startholum með plön
um að græða á auglýsingabisness
og einhverri poppaðri músík- og
slúðurumgerð utan um hann. Því
aðstæður eru allar þannig hjá
okkur, að nokkuð víst er að
meira magn mun ekki tryggja
meiri fjölbreytni, fleiri raunveru-
lega valkosti hlustenda og áhor-
fenda. Þaðan af síður meiri gæði.
Aftur á móti gæti nýskipun orðið
til þess að grafa verulega undan
þeim fjölmiðlum sem hafa
skyldum að gegna og metnað til
eflingar tjáningarfrelsis og ís-
lenskrar menningar.
Arni Bergmann
Laugardagur 9. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5