Þjóðviljinn - 09.02.1985, Side 7
Að spila sama tóninn
með mismunandi litunri
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari heldur sína fyrstu einleikstónleika d Myrkum músíkdögum d sunnudag.
Hann segir hér frd ndmi sínu og nýjustu straumum í flautuleik
flautunni. Þá strax sást hvert
stefndi. Kennarar mínir voru
Sigríður Pálmadóttir og Jósef
Magnússon og af því að Jósef var
þverlautuleikari kom þetta af
sjálfu sér. Lífið er allt tómar
tilviljanir en maður velur úr
tilviljunum. Ég lærði svo á flautu
með barnaskóla, gagnfræðaskóla
og menntaskóla til ársins 1979 en
þá er það sennilega mest fyrir
áhrif Manúelu Wiesler að ég fer
út í þetta fyrir alvöru.
-Hvers vegna heldurðu upp á
flautuna?
-Ég held upp á hana vegna
þessa milliliðalausa sambands við
andardráttinn. Það er þessi
tjáning með andardrætti sem mér
finnst spennandi. í sumu
flautuspili, sérstaklega gömlu, er
það hann sem skiptir mestu máli
og óneitanlega eru það bein
tengsl við lífið sjálft að draga
andann. Japanskir Búddamunk-
ar nota flautuna til íhugunar. Þeir
anda að sér og frá en eru svo eins
og óvart með flautuna.
Japanska bambus-
flautan og
fínt húsgagn
með útflúri
-Þú lítur þá á flautuleikinn út
frá heimspekilegu sjónarmiði?
- Það má kannski segj a það. Ég
var að læra bókmenntir og
heimspeki um tíma í háskóla og
það tengist. í Bandaríkjunum
lærði ég á japanska bambus-
flautu, sem nefnist schaku haci,
en þeir segja reyndar að það sé 7
ára nám að læra á hana. Hún er
aðeins með 5 götum en er í sínum
einfaldleika að mörgu leyti
fullkomnari en sú flauta sem ég
spila venjulega á. Mörg
vesturlensk tónskáld eru nú undir
áhrifum frá austurlenskri tónlist
þar sem tónblærinn skiptir meira
máli en form verksins þ.e.a.s.
litbrigðin og blæbrigðin í
tóninum. Á tónleikunum á
sunnudag leik ég verk eftir
kennara minn Harvey Sollberger
og það er beint „inspirerað“ frá
austurlenskri tónlist. Sama má
segja um verk eftir Áskel
Másson. Það er einfalt verk í
byggingu þar sem mest er hugsað
um blæbrigði tónsins. Gildi þess
er ekki fólgið í flóknum formum
eða mikilli tækni heldur tóni og
örlitlum blæbrigðum. Segja má
að þar sé verið að spila sama
tóninn með mismunandi litum.
-Nú eru til ákaflega margar
tegundir af flautum.
-Það eru áreiðanlega til mörg
þúsund tegundir af flautum í
heiminum og það er óskaplega
gaman að kynnast einhverjum af
þeim. Eftir því sem maður
kynnist ólíkari tónlistarstraum-
um uppgötvar maður smám sam-
an að þessi vestræna flauta er
ægilega fínt 19. aldar húsgagn
með útflúri. Hún er beint
afsprengi vestrænnar tækni og
miðast við að hægt sé að spila
hratt og hreint á hana. Menn eru
svo að komast að því að hægt er
að spila allt öðru vísi en rekast
líka á það að hún hefur sínar
takmarkanir og ekki er hægt að
ná öllu fram með henni.
-Þetta eru þeir nýju straumar
sem eru að gerjast?
-Já, ég var í námi hjá Robert
Dick í New York og leik reyndar
eitt verk eftir hann á
hljómleikunum. Hann er fæddur
árið 1950 og var því 18 ára 1968
sem ekki kann góðri lukku að
stýra. Hann er undir áhrifum frá
rokki og austurlenskri tónlist eins
og hipparnir þegar hann var upp
munur sé á þessum tónverkum,
hvort hægt er að greina
mismunandi áhrif eða hvort
einstaklingseinkennin eru
sterkari en þjóðareinkennin.
- Hvað ertu annars að fást svið
núna?
- Ég fæst við kennslu í
Tónmenntaskólanum.
- Og heldurðu að þú fáir nœg
tœkifœri til að spila?
- Hver og einn verður að skapa
sér sín tækifæri sjálfur. Ég stefni
að því að spila sem mest og sem
oftast hvort sem ég er að kafna í
brauðstritinu eða ekki. Það
verður framtíðin að skera úr um.
Tónleikamir á sunnudag eru á
Kjarvalsstöðum og hefjast kl. 21.
Þar leikur Kolbeinn Bjarnason
verk eftir Robert Dick, Robert
Aitken, Þorkel Sigurbjörnsson,
Atla Heimi Sveinsson, Atla
Ingólfsson, Áskel Másson og
Harvey Sollberger. -GFr
á sitt besta. Hann hefur eytt árum
og áratugum við að finna nýjar
leiðir til að spila og í samráði við
einn af bestu hljóðfærasmiðum
heimsins hefur hann verið að
reyna að finna nýja gerð af
flautu. En það er á brattann að
sækja því að reynslan hefur sýnt
að mjög erfitt er að festa nýtt
hljóðfæri í sessi.
-Þú átt þá kannski ekki eftir að
spila á hina venjulegu þverflautu
sem eftir er?
- Ég er ekki viss um það.
Kolbeinn lauk burtfararprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík 1979 þar sem hann var nem-
andi Jósefs Magnússonar. Næstu
tvö árin lærði hann hjá Manúelu
Wiesler í Grjótaþorpinu en það-
an lá leiðin til svissneska smá-
þorpsins Reinach í tíma hjá
japanska flautuleikaranum
Kioshi Kasai veturinn 1981-82.
Veturinn 1983-84 dvaldi Kol-
beinn í Bandaríkjunum og lærði
hjá Robert Dick í fyrrum vöru-
húsi í Soho í New York, hjá
Harvey Sollberger í Tónlistarhá-
skólanum í Bloomington og hjá
Julius Baker á sveitasetri hans
norður af New York borg. Þá
hefur hann einnig um tíma dvalist
í Toronto við nám hjá Robert
Aitken. Blaðamaður Þjóðviljans
hitti Kolbein í vikunni og spurði
hvers vegna flautan hefði orðið
fyrir valinu sem hljóðfæri.
Þar kom stelpa
sem spilaði
á alt-flautu
- Þetta var nú góð spurning en
svo undarlega vill til að ég veit
hvað olli því. Þegar ég var 8 ára
gamall var ég í Barnamúsíkskól-
anum og með blokkflautu eins og
aðrir jafnaldrar mínir. Þá kom
þar stelpa sem spilaði á altflautu
og ég varð yfir mig hrifinn af
fallegum gullnum takka neðan á
Framandi og skrítið
- Hvað segirðu mér um
tónverkin á hljómleikunum á
sunnudag?
- Þau bera vott um þessa leit að
nýjum leiðum til að spila á flautu.
Verkin eru ólík innbyrðis en í
þeim langflestum er verið að
kanna hvernig hægt er að víkka
svið flautunnar. Þess vegna
verður þetta allt svona framandi
og skrýtið og erfitt að hlýða á - að
öllum líkindum.
- Eru íslensk tónskáld í takt við
þessar hrœringar erlendis?
- Það er nú hægt að segja um
þau eins og Halldór Laxness
sagði um rithöfunda: Eina
skyldan er að skrifa eins og
hverjum býr í brjósti. En þau
hafa lært erlendis og það leika
alþjóðlegir straumar um íslenska
tónlist. Islensku tónskáldin hafa
skrifað mjög vel fyrir flautuna,
fyrst og fremst af því að þeir áttu
svo góðan flautuleikara,
Manúelu Wiesler. Hún er á
heimsmælikvarða. Bæði Áskell
og Atli Heimir skrifuðu fyrir
hana og á undan henni var hér
Robert Aitken sem hafði mikil
áhrif og bæði Þorkell og Atli
Heimir skrifuðu verk fyrir hann.
- Þú spilar bœði íslensk og
amerísk verk á tónleikunum. Er
einhver áberandi munur?
- Menn geta á tónleikunum
velt því fyrir sér hvort einhver
Verkinsemég leiká
þessum tónleikum eru svona
óopinberlega tileinkuð
kennurum mínum endaeru
þau öll nema eitt ýmist samin
af þeim eðafyrir þá. Þetta
segir Kolbeinn Bjarnason en
hann mun ásunnudaginn
haldasínafyrstu
einleikstónleika og eru það
jafnframt síðustu tónleikar
Myrkramúsíkdaga.
Kolbeinn: Spilar eingöngu íslenska og ameríska nútímatónlist. Ljósm.: EÓI
Laugardagur 9. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON