Þjóðviljinn - 09.02.1985, Qupperneq 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Spilakvöld
Síðasta umferð þriggjakvölda keppninnar í félagsvist er á þriðju-
dag 12. febrúar kl. 20 á Hverfisgötu 105. Þeir sem ekki komust fyrri
kvöldin geta verið með og keppt um sérstök verðlaun kvöldsins.
Gestur í kaffihléi er Hjörleifur Guttormsson alþingismaður.
Spilahópurinn
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Sósíalísk efnahagsstefna og
uppbygging atvinnulífs
Félagsfundur fimmtudaginn 14. febrúar.
Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til félagsfundar fimmtudaginn
14. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Fundarefni: Sósíalísk efnahagsstefna og uppbygging at-
vinnulífs.
Frummælendur: Már Guðmundsson
Sigurjón Pétursson
Vilborg Harðardóttir
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn, en miðstjórnar-
menn Alþýðubandalgsins sem búsettir eru í Reykjavík eru sérstak-
lega boðaðir til fundarins. Stjórn ABR
Már
Sigurjón
Vilborg
Reykjaneskjördæmi
Fundur um atvinnumál
Alþýðubandalagið í Keflavík og kjördæmisráð AB halda fund um
atvinnumál í húsi Stangveiðifélagsins Suðurgötu 4 Keflavík, mánu-
daginn 11. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Atvinnumál á Suðurnesjum.
Frummælendur: Elsa Kristjánsdóttir, Jóhann Geirdal og Sig-
urður St. Helgason lífeðlisfræðingur. Geir Gunnarsson alþm.
mætir á fundinn.
Alþýðiibandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráð ABH boöar fund í Skálanum Strandgötu 41, mánu-
daginn 11. febrúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Hafn-
arfjarðarbæjar fyrir 1985. Félagar fjölmennið. Áríðandi að allir full-
trúar í nefndum og ráðum mæti. Stjórnin
Finnbogi
Ragnar
Óttar
Siglufjörður
Afvinnumálaráðstefna
Alþýðubandalagið efnir til ráðstefnu um atvinnumál á Siglufirði nk
sunnudag 10. febrúar kl 16.00.
Framsögumenn verða Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Ið-
þróunarfélags Eyjafjarðar, Ragnar Arnalds alþingismaðurog Ótt-
ar Proppé bæjarstjóri. Ráðstefnan eröllum opin. - Alþýðubanda-
lagið
Bakkafjörður
Almennur fundur
Fundur verður haldinn í samkomuhúsinu á Bakkafirði miðviku-
dagskvöldið 14. febrúar kl. 20.30. Framsögu hafa alþingismenn-
irnir Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson. Fundur-
inn er öllum opinn.
Alþýðubandalagið
Vopnfirðingar
Opinn fundur
Almennur opinn fundur verður í Miklagarði Vopnafirði
fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Áfundinum hafa framsögu og
svara fyrirspurnum Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalags-
ins og Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson. Fund-
urinn er öllum opinn.
Alþýðubandalagið
MENNING
Bœkur
Jarðabók og dómar
Sögufélagið gefur út nýtt bindi af Landsyfirréttardómum og
hcestaréttardómum og einnig jarðabókina fyrir ísafjarðar-
og Strandasýslur.
Sögufélagið hefur gefið út nýtt
bindi af Landsyfirréttardóm-
um og Hæstaréttardómum í
íslenskum málum 1802-1873.
Hér er um að ræða 10. bindið í
þessari merku heimildarút-
gáfu sem hófst 1916. Þá hefur
Sögufélagið ennf remur gefið
út í umboði Hins íslenska
fræðafélags í Kaupmanna-
höfn 7. bindi af jarðabók Árna
Magnússonarog Páls Vída-
líns og er þetta bindi um
ísafjarðar- og Strandasýslu.
Landsyfirrétturinn var stofn-
aður árið 1800 og var arftaki Al-
þingis hins forna, sem lagt var
niður sama ár, en það hafði þá
um langt skeið verið nær einvörð-
ungu dómstóll.
Iþessu safni eru dómar Lands-
yfirréttar fram til þess tíma, að
farið var að gefa þá út árlega, en
áður höfðu einungis verið prent-
aðir kaflar úr dómum í blöðum.
Auk þess eru birtir dómar Hæsta-
réttar í Kaupmannahöfn í ís-
lenskum málum.
Sjö fyrstu bindi dómasafnsins
komu út í heftum á árunum 1916-
1955. Umsjón fram í 3. bindi
hafði Klemens Jónsson, ráð-
herra, en síðan sá Einar Arnórs-
son, hæstaréttardómari, um
verkið til loka 7. bindis. Tvö
næstu bindi komu út í heilu lagi:
8. bindi árið 1959 og9. bindi árið
1965, bæði í umsjón Ármanns
Snævarr, hæstaréttardómara.
Síðan hefur útgáfan legið niðri
vegna fjárskorts.
Nú hefur Sögufélag með fjár-
stuðningi úr Þjóðhátíðarsjóði
gefið út 10. bindi, svo að einungis
lokabindið er eftir. Mun það
væntanlega geta komið út, áður
en á löngu líður. Ármann Snæv-
arr sér um útgáfu 10. bindis.
í 10. bindi eru dómar Landsyf-
irréttar frá árunum 1868-1870, og
Hæstaréttardómar frá 1869-1873.
Jakob Benediktsson gaf út jaröa-
bókina fyrir ísafjarðar- og Stranda-
sýslur.
Hér er m.a. að finna dóma í
barnsfaðernismálum, málum, er
varða eignaspjöll, fjársvik, helgi-
dagabrot, hneykslanlegar sam-
vistir, illa meðferð á barni, leg-
orðsbrot, skjalafals, jrjófnað, ær-
umeiðingar o. m. fl. -1 dómasafn-
inu, sem að meginmáli er 351
bls., eru auk þess málaskrá,
nafnaskrá, lagastaðir sem til er
vitnað og efnisskrá á 71 bls..
Sjöunda bindið af jarðabók-
inni er um ísafjarðar- og Stranda-
sýslu eins og fyrr var getið. Jarða-
bókin um Isafjarðarsýslu var öll
tekin saman á árinu 1710 en um
Strandasýslu á árunum 1706 og
1709-1710. Dr. Jakob Benedikts-
son gaf þetta bindi út í Kaup-
mannahöfn árið 1940 á vegum
Fræðafélagsins.
Bindið hefur áður verið ljós-
prentað (1945) en upplag frumút-
gáfu eyðilagðist að mestu við
sprenigingu í prentsmiðju S.L.
Möllers á stríðsárunum.
Um jarðabókin hefur verið
Ármann Snævarr sér um átgáfuna á
10. bindi Landsyfirréttardóma og
hæstaréttardóma í íslenskum málum
1802-1873.
sagt m.a. að hvergi sé að finna á
einum stað jafnmikinn fróðleik
um jarðir landsins sem í henni.
„Hún er fyrsta rit sem hefur að
geyma svo nákvæmar upplýsing-
ar um kvikfénað bænda, jarðir og
býli á íslandi, að fá má af henni
mjög glögga vitneskju um efna-
hag landsmanna og hvernig hver
jörð var í byrjun 18. aldar.“
Jarðabókin hlýtur að vera undir-
staða allra byggðarsögu- og stað-
fræðirannsókna hér á landi.
Hinni ljósprentuðu útgáfu
verður haldið áfram á næstu
árum og lýkur með útgáfu á ýmsu
efni sem snertir jarðabókarverk-
ið. Gunnar F. Guðmundsson
sagnfræðingur mun sjá um þá út-
gáfu og semja atriðisorðaskrá við
öll bindin.
Félagar Sögufélagsins og aðrir
áhugamenn geta fengið ofan-
greindar bækur í afgreiðslu fé-
lagsins að Garðastræti 13B
(gengið inn úr Fischersundi) kl.
1-5 daglega.
Bœkur
Stœrðfrceði
Handbók fyrir kennara og nemendur eftir Kristjdn Gunnars-
son komin út
Út er komin hjá Erni og Örlygi
handbók í stærðfræði ætluð
foreldrum, kennurum og nem-
endum. HöfundurerKrist-
ján Guðjónsson námsstjóri í
stærðfræði.
Hinni nýju handbók í stærð-
fræði er ætlað að leysa úr vanda-
málum og svara spurningum sem
upp koma t.d. á heimilum þegar
foredrar vilja hjálpa börnum sín-
um við heimadæmin en muna
ekki reikningsaðferðir og þær
finnast ekki í viðkomandi
reikningsbók, sem barnið notar
þá stundina.
Á undanförnum árum hafa
töluverðar breytingar átt sér stað
á stærðfræðinámsefni grunn-
skólans, bæði hvað varðar inni-
hald efnis og framsetningu. Ýms-
ir nýir efnisþættir hafa bæst við
með nýjum hugmundum og hug-
tökum og mjög víða hafa aðferðir
við kennslu breyst verulega. Allt
hefur þetta orðið til þess að for-
eldrar veigra sér við að setjast
niður með börnum sínum og að-
stoða þau við námið, telja sig
ekki hafa næga kunnáttu til þess
að geta orðið að liði. Hinni nýju
handbók er ætlað að leysa þenn-
an vanda.
Efni bókarinnar skiptist í þrjá
meginþætti 2) Breytingatímabil -
orsakir og afleiðing, 2) Stærð-
fræðinám - fyrstu bekkir grunn-
skólans, 3) Stærðfræðihugtök.
Sœnskir styrkir í boði
íslandsnefnd Letterstedtska
sjóösins hefur ákveðið að
veita tvo ferðastyrki á árinu
1985 handa íslenskum fræði-
eðavísindamönnum, sem
ferðast vilja til Svíþjóðar á því
áriírannsóknaskyni.
Styrkfjárhæð verður 5-10 þús-
und sænskar krónur til hvors
styrkþega. Tekið skal fram, að
ekki er um eiginlega námsferða-
styrki að ræða, heldur koma þeir
einir til greina, sem lokið hafa
námi en hyggja á frekari rann-
sóknir á sínu sviði.
Umsóknir skal senda til Is-
landsnefndar Letterstedska
sjóðsins, c/o Þór Magnússon,
Þjóðminjasafni íslands, Pósthólf
1439,121 Reykjavík, fyrir 28. fe-
brúar 1985, sem veitir nánari
upplýsingar.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1985