Þjóðviljinn - 09.02.1985, Síða 15
Bækur
Tvœr
íslenskar
barna-
bœkur á
alþjóð-
legri
sýningu
Tvær íslenskar barnabækur
hafa veriö valdar sem framlag
íslands á alþjóðlega sýningu
á myndabókum fyrir málhölt
börn. Sýningin byrjar í Bo-
logna á Ítalíu í mars á þessu
ári og fer svo sem farandsýn-
ing víðaumheiminn.
Bækurnar eru Kátt í koti með
texta eftir Sigrúnu Einarsdóttur
og Húsdýrin okkar með texta
eftir Stefán Aðalsteinsson. Ljós-
myndir í báðar bækurnar eru eftir
Kristján IngaEinarsson. Húsdýr-
in okkar kom út hjá Bjöllunni
árið 1982 en Kátt í koti hjá Skímu
1983.
Pað er alþjóðleg stofnun,
IBBY (International Board on
Books for Young People), með
aðsetur í Basel í Sviss sem heldur
þessa sýningu í náinni samvinnu
við UNESCO, Menningarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna.
IBBY er félagsskapur sem var
stofnaður árið 1953 í þeim til-
gangi að stuðla að auknum skiln-
ingi þjóða á milli með hjálp
barnabóka. Samtökin gera mikl-
ar kröfur til barnabóka og líta svo
á að þær hafi stóru hlutverki að
gegna í menntun og uppeldi
barna.
Á sýningunni verða 282 bækur
frá 30 löndum.
Dr. Björn Þrándur Björnsson, líf-
eðlisfræðingur.
Doktors-
vörn
Föstudaginn 25. janúar síð-
astliðinn varði Björn Þrándur
Björnsson ritgerð sína, „Calcium
Balance in Teleost Fish: Views
on Endocrine control“, við opin-
bera athöfn við Gautaborgarhá-
skóla. Aðal andmælandi var Ian
W. Henderson prófessor í líf-
eðlisfræði við háskólann í Sheffi-
eld.
Björn Prándur Björnsson, f.
1.8. 1952, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík,
Náttúrufræðideild, árið 1971, og
B.S.-prófi í líffræði við Háskóla
íslands 1974. Hann lauk fram-
haldsverkefni við Gautaborgar-
háskóla 1977, og stundaði síðan
doktorsnám í dýralífeðlisfræði
við sama skóla frá 1978 til 1985.
Að venju hefur doktorsritgerð
hans verið gefin út af Gauta-
borgarháskóla.
Björn Þrándur Björnsson er
sonur hjónanna Ásgerðar Búa-
dóttur og Björns Th. Björns-
sonar.
Norrœna félagið
Sérprentun um
Fœreyjar
í síðasta tbl. af „Vi i Norden",
ársfjórðungsriti Norrænufél-
aganna, var hluti blaðsins
helgaðurFæreyjum.
Sá hluti hefur nú verið gefinn
út sérprentaður á góðan pappír
og hefur Norræna félagið fest
Nýlega kom út annað hefti
tímaritsins Nyt fra Island fyrir
árið 1984 sem Dansk-islandsk
samfund gefur út. Ritstjóri er
Bent A. Koch.
kaup á hluta af því upplagi. Fjall-
að er m.a. um heimastjórn Fær-
eyinga, efnahags- og atvinnumál
þeirra, ferðamál, sjávarútveg,
menningarmál og sagt frá Nor-
ræna húsinu í Þórshöfn.
Þessa sérprentun má fá endur-
gjaldslaust á skrifstofu Norræna
Meðal efnis í þessu hefti er
grein eftir Ólaf Björnsson pró-
fessor er nefnist íslenska lýðveld-
ið í 40 ár. Þá skrifar Morten
Stender um konung íslands,
félagsins í Norræna húsinu, sími
10165, á meðan birgðir endast.
Morten Kyndby Holm um ís-
lenska kvikmyndavorið og gamla
kirkjugarðinn við Suðurgötu. Að
lokum er grein eftir Morten
Stender um Viðeyjarstofu.
Leiklist
Aldrei er
friður
Leikdeild Ungmennafélags
Stafholtstungna hyggst frum-
sýna í félagsheimilinu Þing-
hamri, Varmalandi, leikritið
Aldrei er friður eftir Andrés
Indriðason 15. febrúar nk.
Leikstjóri er Emil Gunnar
Guðmundsson.
Leikmynd hefur leikstjóri og
leikhópur gert. Æft er af kappi og
sýnist mér þetta fara vel af stað
undir leikstjórn hins unga leik-
stjóra. Leikendur og áhugafólk í
kringum sýninguna er nær 30
manns. Þetta er 5. verkefni
leikdeildarinnar á 8 árum fyrir
utan smærri verk. Leikdeildin var
stofnuð 3. febrúar 1977.
Leópold
Nyt fra Island
HÓPUPPSAGNIR
KENNARA
— HRYNUR
MENNTAKERFIÐ?
Fulltruar HÍK og menntamálaráðuneytisins mæta á fundinn.
Tryggvagötu 22
/