Þjóðviljinn - 09.02.1985, Page 16
Birgitta Heide úr ís-
Haukur Gunnarsson leikstjóri, Árni
Baldvinsson Ijósameistari og Svein
Lund Roland frá Noregi sem gerir
leikmynd og búninga
Akira Kurosawa mynd, sem
hann byggði á þessum tveim sög-
um Akutagawas. í myndinni
fléttar hann listilega saman þess-
ar sögur svo úr verður ein dram-
atísk heild. Þessi kvikmynd ber
sama titil og leikritið, Rashomon,
og hlaut fyrstu verðlaun á alþjóð-
Iegu kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum 1951 og gerði Kurosawa
þegar heimsfrægan. Myndin var
sýnd hér á landi nokkrum árum
síðar og minnast margir hennar
enn þann dag í dag. - Síðan gerist
það að tveir þekktir kvikmynda-
handritahöfundar í Bandaríkjun-
um, Fay og Michael Kanin, taka
sig til og semja leikgerð upp úr
sögunum og úr kvikmynd Kuros-
awas. Og auðvitað nefndu þau
leikritið Rashomon. Leikritið var
frumsýnt á Broadway í New York
árið 1959 og varð geysi vinsælt,
enda sagan og boðskapurinn í
verkinu aðgengilegur öllum al-
menningi hvar sem er í heimin-
um.
í meðferð Kurosawas og
Kanin-hjónanna er Rashomon
orðið spennandi morðgáta fyrst
og fremst, með tilheyrandi
vopnabraki og átökum, en allt er
blandað afar fínlegum mann-
lýsingum, sem minna jafnvel á
ljóðrænar mannlýsingarnar í
verkum Tennessee Williams. Og
síðast en ekki síst er þarna á ferð-
inni listileg leiksviðsútfærsla á
hefðbundinni sagnaskemmtan.
Atburðarásin í verkinu er í
rauninni afar einföld, rétt eins og
í öllum góðum morðsögum.
Samurai-stríðskappi er á ferð
gegn um skóg ásamt konu sinni.
Á vegi þeirra verður stigamaður
og heillast hann gersamlega af
fegurð konunnar. Áður en fundi
þeirra lýkur, er búið að drepa
Samurai-kappann og nauðga
eiginkonunni. Þó er engan veg-
inn ljóst hver drap manninn, eða í
hvaða tilgangi það var gert - hafi
hann þá yfirleitt verið drepinn.
Réttur er settur og við heyrum
fjórar gerólíkar frásagnir vitna af
því sem gerðist. Allar frásagnirn-
ar eru trúverðugar í hæsta máta,
en hvernig má það vera að til séu
fjórar mismunandi útgáfur á
sannleikanum um jafn einfalda
atburði? Eru öll vitnin að ljúga,
eða segir eitthvert þeirra sann-
leikann? Og af hverju grípa menn
til lyginnar?
Rashomon, titil verksins, mun
merkja „Lífið er silkiþráður“, en
Rashomon er einnig nafnið á
einu glæsilegasta borgarhliðinu í
Kyoto, hinni fornu höfuðborg
Japans. Og það er við Rashom-
onhliðið sem leikurinn fer fram,
en nú er hliðið orðið illa farið og
að hruni komið. Það er ekki
lengur í alfaraleið og þar hafast
flækingar við og þar eru geymd
þau lík sem enginn ber kennsl á.
Þrír ólíkir menn af lágum stigum
hafa leitað sér skjóls í hliðinu
undan rigningu og bíða þess að
stytti upp. Meðan þeir bíða rekja
þeir morðsöguna, en jafnframt
eru atburðir sögunnar leiknir. Og
þremenningarnir takast á um þær
siðferðisspurningar sem upp
koma og hefur hver þeirra sitt til
málanna að leggja í þeim efnum.
Einn þeirra er utangarðsmaður
og háðfugl, annar er prestur og sá
þriðji er alþýðumaður sem stund-
ar viðarhögg.
Hér sjást þeir Guðjón Petersen og Arnór Benónýsson í bardagaham
Guðjón Petersen og Tinna
Gunnlaugsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar
nk. frumsýnir Þjóðleikhúsiö
leikritið Rashomon, eftir Fay
og Michael Kanin, íþýðingu
Árna Ibsens. Leikstjóri er
Haukur J. Gunnarsson, leik-
mynd og búninga gerir Svein
Lund Roland frá Noregi, lýs-
ingu annast Árni Baldvinsson.
Bræðurnir Haukur og Hörður
Harðarsynir útfærðu
bardagaatriði, enda sérfræð-
ingar í bardagalist austur-
landa.
Leikendur í sýningunni eru
Bessi Bjarnason, Hákon Waage,
Gunnar Eyjólfsson, Guðjón P.
Pedersen, Arnór Benónýsson,
sem leikur þar með sitt fyrsta
hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Tinna
Gunnlaugsdóttir, Jón S. Gunn-
arsson, Þórunn Magnea Magnús-
dóttir og Birgitta Heide úr ís-
lenska dansflokknum.
Það er all merkilegur aðdrag-
andi að tilurð þessa leikrits. Upp-
runi verksins er í japanskri þjóð-
sögu frá 9. öld og ýmsum annál-
um og króníkum frá þeim tíma.
Það var síðan snemma á 20. öld-
inni að japanska skáldið Ryunos-
uke Ákutagawa (1892-1927)
samdi tvær smásögur upp úr þess-
um heimildum frá 9. öld; en Ak-
utagawa var á fyrsta fjórðungi
þessarar aldar álitinn einn fremsti
rithöfundur Japana. Síðan gerð-
ist það, að árið 1950 gerði jap-
anski kvikmyndasnillingurinn
Rashomon