Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 3
Formaður í lúxusklassa Nú í vikunni kom áætlunarvél frá Kaupmannahöfn til Kefla- víkur sem ekki er í frásögur færandi nema vegna þess aö um borö í vélinni voru 45 far- þegar auk áhafnar. 44 farþeganna sátu í al- menningsrýminu og þrjár flugfreyjur sáu um aö þjón- usta þar og höfðu í nógu aö snúast. í Saga-class voru tvær f lug- freyjur við störf. Ekki er vitað hversu annríkt var hjá þeim en farþeginn í básnum var aö- eins einn, Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæöisflokks- ins.B Amnesty Internafional Pyntingar er hœgt að stöðva! 5.-9. febrúar 1980: Læknaráð ríkisins í Brasilíu sakar yfirmann læknisfræöistofnunarinnar í Sao Paolo, dr. Shibata, um aö gefa út tvö fölsk vottorð þess efnis aö einn fangi hafi svipt sig lífi og um að annar hafi ekki veriö pyntaöur. Dr. Shibata var tekinn af læknaskrá í október sama ár. 13. febrúar 1981: José Arregui Izaquirre, þritugur Baski, deyr í einangrunarvarðhaldi lögreglunnar í Madrid á Spáni. Líkskoðun leiðir í Ijós aö hann hafi verið illa pyntaöur. Við réttarhöld þann 29. nóv. 1983 eru tveir lögregluforingjar sýknaðir af því aö vera valdir að dauða hans. 5. febrúar 1982: Neil Aggett, sem var hvítur starfsmaður verka- lýðsfélags blökkumanna, finnst hengdur í klefa sínum í aðalstöðvum lögreglunnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku samkvæmt heimildum öryggislögreglunnar þar. Aggett hafði sagst hafa verið pyntaður, og styðurframburður annarra fanga sem fram kom við rannsókn málsins þær staðhæfingar. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Aggettt hefði svipt sig lífi. Spánn og Sudur-Afríka eru íhópiað minnsta kosti 98 ríkjaþar sem pyntingar hafa verið stundaðar af stjórnvöldum eða látnar viðgangast á síðustu árum. Nú stendur yfir alþjóðlegt átak Amn- esty International gegn pyntingum undir kjörorðinu PYNTiNGAR ER HÆGTAÐ STOÐVA! íslandsdeild Amnesty International Hafnarstræti 15, sími: 91-16940. (Fréttatilkynning.) Útvíkkun leikhússins ( nýjasta Lögbirtingablaði greinir frá því að Hitt leikhúsið (hryllingsbúðin) hf hafi verið stofnað og er tilgangurinn að reka leikhús og rekstur hvers konar sýninga: myndbanda- og kvikmyndagerð og annan skyldan rekstur. Meðal stofnenda fyrirtækis- ins eru Páll Baldvin Baldvins- son (gagnrýnandi), Sigurjón Sighvatsson (kvikmynda- gerðarmaður), Sigurður Gísli Pálmason (forstjóri í Hag- kaupum) og Arni Möller (Þórustöðum, Ölfusi).B Vaxandi umsvif í Lögbirtingablaðinu segir frá lögformlegri stofnun Forlags- ins, útgáfu þeirra Jóhanns Páls Valdimarssonar (áður í Iðunni) og Sigurðar Ragnars- sonar. Þeir Jóhann Páll og Sigurð- ur láta sér ekki nægja bókaút- gáfu því í sama Lögbirtingi greinir frá aðalfundi fyrirtæk- isins Goðgá hf þar sem þeir Jóhann Páll og Sigurður Ragnarsson sitja báðir. Goð- gá gefur út Helgarpóstinn. Meðal annarra stjórnar- manna í því fyrirtæki eru þeir Ingólfur Margeirsson og Hallgrímur Thorsteinsson.B Til hvers refirnir voru skornir Með skrifstofu Eimskips í Rotterdam verður... HÖFN HEIMS dálítið íslensk! Eftir að Ragnhildur Helgadótt- ir menntamálaráðherra hafði sent framhaldsskólakennur- um bréf á mánudaginn var um að skikka þá til kennslu um þriggja mánaða skeið eftir að uþpsagnir þeirra taka gildi brá sjónvarpið hart við. Sigrún Stefánsdóttir fór á stúfana og hafði viðtal við kennara en gat þess jafnframt að ekki hefði náðst í menntamálaráðherra. Strax eftir fréttirnar hringdi ný- skipaður útvarpsstjóri, Mark- ús Örn Antonsson, í Sigrúnu og snupraði hana fyrir að hafa ekki fyrst talað við mennta- málaráðherra. Þá veit maður til hvers refirnir voru skornir...B Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sannkallaður miðpunktur flutninga í heiminum. Um hana fer meiri varningur en nokkra aðra höfn í veröldinni - þar mætast skip frá öllum heimshornum og þaðan liggja landvegir um alla Evrópu. Rotterdam hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður Eimskips og þar með íslenskra inn- og útflytjenda. Vikuleg áætlun þangað með ekjuskipunum Álafossi og Eyrarfossi, og beinar siglingar á tíu daga fresti með 3 gámaskipum á leiðinni Reykjavík - Rotterdam - New York - Reykjavík tryggir tíðan og öruggan flutning. Með öflugri skrifstofu í Rotterdam og þrautþjálfuðu starfsliði þar aukum við enn þjónustu okkar við viðskiptavini. Heimilisfang Rotterdamskrifstofunnar er: EIMSKIP - ROTTERDAM Albert Plesmanweg 151 3088 GC Rotterdam Sími: 9031 10 282933 Telex: 62122 EIMSK NL Símskeyti: EIMSKIP P.O. Box 54034 3008 JA Rotterdam Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 * Sunnudagur 17. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 AUGLÝSINGAÞJÓNI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.