Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Qupperneq 10
Atucha kjarnorkuverið í Argentínu. VERÐA 17 Framhald af bls. 9 sprengjum til að geta svarað í sömu mynt. Árið 1977 höfðu stjórnvöld í Suður-Afríku ákveðið að gera til- raun með kjarnorkusprengju í Kalahari eyðimörkinni. Mótmæli á Vesturlöndum komu í veg fyrir þessa tilraun en tveimur árum síðar gáfu eftirlitshnettir til kynna að Suður-Afríka hefði sprengt tilraunasprengju. Vís- indamenn og sérfræðingar frá ís- rael og Taiwan hafa starfað í kjarnorkuverum í Suður-Afríku. Þessi samvinna hefur sannfært marga andstæðinga Suður- Afríku um að verið sé að tryggja framleiðslu á kjarnorkusprengju „hvíta mannsins" í Afríku. Shaga;ri fyrrum forseti Nígeríu sagði á ieiðtogafundi Afríkuríkja 1983 að ríki blökkumanna yrðu að svara í sömu mynt. Hins vegar hefur þau skort bæði fjármagn og tæknikunnáttu. Líbýa er eina landið í Afríku sem komið er í biðsal kjarnorkuveldanna en það tilheyrir fremur átakaveröld Ára- baheimsins. Mið-Austurlönd Mesta átakasvæðið á síðari árum hefur verið fyrir botni Mið- jarðarhafs. Flestar spásagnir um nýja heimsstyrjöld rekja upphaf- ið til spennunnar milli ísrael og Arabaríkja eða milli Arabaríkja innbyrðis. Það sýnir því vel hætt- urnar sem tengjast fjölgun kjarn- orkuveldanna að í hópi hinna tólf nýju eru fjögur Arabaríki: Líbýa, Egyptaland, fran og írak. Sé ís- rael talið með yrði því nærri þriðjungur kjarnorkuveldanna í Mið-Austurlöndum. Það hefur oft verið efnt í minni púður- tunnu. Árið 1970 reyndi Kadhafi að kaupa kjarnorkusprengju frá Kína en verslunin mistókst. So- vétmenn hafa gert samning um byggingu kjarnorkuvera í Líbýu og sagt hefur verið að Kadhafi hafi gert samninga við Pakistan um kjarnorkuáætlun. Fyrir tveimur árum hélt AP fréttastof- an því fram að Líbýa væri búin að smíða grófgerðar kjarnorku- sprengjur, fimm talsins, en skorti enn tækni til að geta beitt þeim í hernaði. Aðrir drógu þessa full- yrðingu í efa. Stríðið milli íran og írak hefur magnað umræður um kjarnorku- vopnagetu þeirra í náinni fram- tíð. Arið 1983 fullyrti Jane’s Den- fence Weekly að Iran gæti eignast kjarnorkuvopn innan tveggja ára en aðrir sérfræðingar telja það of skamman tíma. Þýsk fyrirtæki hafa aðstoðað frani við að full- gera kjamorkuver og er talið að mikið skorti á að eftirliti sé þar fullnægt. ísrael tók hins vegar að sér að seinka kjarnorkuvopnaáætlun ír- aka með því að gera sprengjuárás á Osirak kjarnorkuverið sem Frakkar vom að reisa. Sérfræð- ingar í ísrael fullyrtu að uranmrn úr þessu kjarnorkuveri hefði dug- að til að framleiða tvær Hiros- hima sprengjur. Á síðustu árum hafa auk Frakka bæði Sovétríkin og Saudi Arabía boðið írökum aðstoð við að efla kjarnorkuáætl- unina. Þótt Egyptaland hafi staðfest NPT og þar með afsalað sér form- lega réttinum til að smíða kjarn- orkusprengjur hefur vakið at- hygli hve kappsamlega hefur ver- ið unnið þar að uppbyggingu kjarnorkuvera. Reiknað er með að átta kjarnorkuver verði í Eg- yp alandi um næstu aldamót. Eg- yptar hafa því tæknigetu til að verða kjarnorkuveldi. Það er bara spurning hvort þeir taka ákvörðun um að eignast sjálfar sprengjurnar. Asía Þegar Kína varð kjarnorku- veldi voru freistingarnar færðar inn í nýja heimshluta. Indland og Pakistan tóku mið af breyttum aðstæðum og Taiwan og Suður- Kórea fylgdu í kjölfarið. Á næsta áratug gætu alls fimm ríki í Asíu talist til kjarnorkusprengju- klúbbsins. Indverjar sprengdu tilraunasprengju árið 1974 og það er ekkert leyndarmál að þeir gætu nú framleitt kjarnorku- sprengju á skömmum tíma. Pak- istan hefur einnig á síðari árum öðlast tæknigetu til að búa til kjarnorkusprengjur og fengið til þess beina og óbeina aðstoð frá Kína og Bandaríkjunum. Sumir telja að Pakistan gæti framleitt um 12 kjarnorkusprengjur á næstu 3-5 árum. Næsta ár munu Bandaríkin svo afhenda Pakistan 40 F-16 sprengjuflugvélar og þá gætu Pakistanir hafið sprengjutil- raunir. Slík þróun gæti knúið Ind- verja til að hefja einnig fram- leiðslu á helvopnunum. Spennan milli Indlands og Pakistan getur því orðið drifkraftur í þessari þró- un, sérstaklega ef Pakistan held- ur áfram að styðja skæruliða- sveitir Sikha sem ógna stjórnvöldum í Delhi. Suður-Kórea og Taiwan eru háþróuð tæknilega og hafa bæði kjarnorkuver og hernaðartæki sem nauðsynleg eru til að gerast raunveruleg kjarnorkuveldi. Suður-Kórea hefur hótað að koma sér upp sprengjuforða en Taiwan hefur farið sér hægar vegna hins flókna sambands við Bandaríkin og Kína. Bandaríkin munu þó geta haft afgerandi áhrif á það hvort Suður-Kórea og Ta- iwan verða kjarnorkuveldi. Suður-Ameríka Fyrir fimm árum fullyrti Castro Maderos flotaforingi að Argent- ína gæti hæglega búið til kjarn- orkusprengjur. Þegar herfor- ingjastjórninni var steypt lét hinn nýi forseti, Raul Alfonsin, rann- saka hvort herinn hefði smíðað kjarnorkusprengjur á laun. Svo reyndist ekki vera og hefur nú- verandi stjórn Argentínu lýst yfir að hún muni ekki framleiða kjarnorkuvopn. Stjórnarfarið í landinu er hins vegar ekki stöðugt og grunur um að Bretar hafi siglt kjamorkukafbátum til Falklandseyja í stríðinu fræga gæti skapað freistingar. Argent- ína verði að búa sig undir að svara í sömu mynt. Herinn í Brasilíu hefur stjórn- að kjarnorkuáætluninni í landinu og lagt mikið kapp á að smíða eldflaugar sem gætu borið kjarn- orkuvopn. Mikið hefur skort á að fullnægjandi alþjóðlegt eftirlit væri með kjarnorkuverunum í Brasilíu. Margir telja að herinn í Brasilíu sé langt á veg kominn með að undirbúa framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Valdabarátta og efnahagserfiðleikar í Suður- Ameríku geti svo skapað sam- keppni milli Argentínu og Brasil- íu um að gera framleiðslu á kjarn- orkuverum að útflutningsgrein til annarra ríkja í þessum heims- hluta. Fleiri Suður-Ameríku ríki gætu því bæst í klúbbinn á næstu öld. 10 ór eru stuttur tími Áður fyrr var talið ólíklegt að kjarnorkuveldum myndi fjölga í næstu framtíð. Vandamálið væri bundið við ríkin fimm. Nú erljóst að þróunin hefur orðið mun hraðari. Tólf önnur ríki eru ýmist komin að þröskuldinum eða- innfyrir hann. Á næstu tíu árum gætu kjarnorkuveldin orðið 17 talsins og enn fleiri bæst við upp úr aldamótum. Þá yrði bilið milli beitingar venjulegra vopna og kjarnorkuvopna orðið ótrúlega stutt. Kapphlaupið komið út um víðan völl. Sá tími sem mannkynið hefur til að ná tökum á gjörningagaldri kjarnorkuvopnahættunnar er því óðum að styttast. Eini samning- urinn um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna, NPT, rennur út árið 1995. Tíu ár eru ekki langur tími. Samanburður við íslenska atburðarás sýnir hve hratt flýgur stund. Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra fyrir ellefu árum. Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins fyrir einu ári. Bilið þarna á milli er jafnlengd þess tíma sem stjórnvöld heimsbyggðarinnar hafa til að ná tökum á helvopnun- um sem ógna gervöllu lífi mannkyns. Sá tími mun líða fljótt og enn sem komið er hefur tor- tímingarhættan betur í kapp- hlaupinu. Ólafur Ragnar Rœtt við Guðrúnu Janusdóttur hótelstjóra Hótel ísafjöröur hefur veriö nokkuð í fréttum undanfarin ár vegna erfiðleika í rekstri. ísíð- asta mánuði átti blaðamaður Þjóðviljans þess kost að gista í hótelinu í nokkrar nætur og getur vitnað um það að öll þjónusta á því ertil fyrirmynd- ar. Starfsfólkið er allt af vilja gerttil að látagestum líðavel og greiða fyrir þeim á alla lund og maturinn er einstaklega góður. Ung og hressileg kona, Guðrún Janusdóttir, er hótelstjóri og hún var tekin tali um hótelreksturinn og spurð hvernig gengi. - Fjárhagsbyrðin var orðin svo erfið að hótelið var komið undir hamarinn en það var jafnframt ljóst að það varð að halda rekstr- I inum áfram þó að eigendurnir I gætu ekki staðið fyrir honum. Því röst, og var að láta mig dreyma um að reka Edduhótel eitt sumar eða svo. Þeir buðu mér svo þetta starf með sólarhringsfyrirvara og það verður ekki aftur snúið. Ég hugsaði með mér á flugvellinum hvað ég væri eiginlega komin út í. En hér hef ég mætt mikilli velvild og það hefur auðveldað mér starfið. Annars er ég Vestfirðingur sjálf, kem frá Flat- eyri. Grundvöllur fyrir heils árs Hótel - Hversu stórt er hótelið? - í því er 31 tveggja manna her- bergi svo að hér geta gist 62. Á sumrin breytist aðstaðan því að þá tökum við yfir heimavist Menntaskólans og getum tekið á móti minni fundum og dæmi eru til þess að menn hafi komið beint frá útlöndum hingað til slíkra varð það úr að Ferðaskrifstofa ríkisins tók yfir reksturinn 1. apríl á síðasta ári og mun reka hótelið þar til eigendurnir treysta sér til að gera það á nýjan leik. Þetta er ekki einsdæmi því að það sama gerðist t.d. í Borgarnesi. - Hverjir eru eigendur? - ísafjarðarbær á 69% í hótel- inu en aðrir eigendur eru einstak- lingar og fyrirtæki. -Hvað veldurþvíaðþú erthót- elstjóri? - Ég vann á geðdeild Landspít- alans áður en ég kom hingað og var með hugmyndir um að breyta svolítið til. Ég var vel kunnug hótelrekstri fyrr á árum,var í Bif- funda. En með heimavistinni eru gistirými fyrir 140 manns. - Og hvernig gengur svo rekst- urinn? - Hann gengur vonum framar. Ég held að það hafi þegar sýnt sig að hér er grundvöllur fyrir heils árs hótel. Fullt var hjá okkur í allt sumar og fram í nóvember og það sem af er vetri hefur nýtingin ver- ið all þokkaleg. - Kemur fólk hingað til að borða um helgar? - Það hefur minnkað mjög mikið eftir tilkomu vínveitinga- hússins Dokkunnar hér inni í Firði en hins vegar er hótelið mikill einkasamkvæmisstaður fyrir ísfirðinga. Hér eru haldin þorrablót og árshátíðir. - Er skuldahali hótelsins mjög langur? - Já, hann er langur og ég efast um að reksturinn geti staðið undir fjármagnskostnaði af hon- um. Þar verður að koma aðstoð til. Vestfirðir eiga framtíðina fyrir sér - Telurðu að ísafjörður eigi framtíð fyrir sér sem ferðamanna- staður? - Já, ég er mjög bjartsýn á að ísafjörður og reyndar Vestfirðir í heild eigi framtíð fyrir sér í þeim efnum en það þarf að byggja margt upp til þess að svo geti orð- ið. Það þarf til dæmis að huga betur að tjaldstæðum. Hér er hægt að bjóða upp á ýmislegt svo sem bátsferðir að ógleymdum póstferðum með Flugfélaginu Örnum. Það er óskaplega sjarm- erandi að fljúga hér inn á milli fjallanna og lenda á þessum litlu flugvöllum. Þar finnst mér að fólk fái mikið fyrir peningana en slíkt tveggja tíma póstflug kostar aðeins 830 krónur. Flugfélagið tekur líka að sér leiguflug. Þetta eru möguleikar sem ekki hafa verið nýttir sem skyldi. Svo er hér afbragðs fallegt og gott skíðaland á veturna og veðursæld er mikil á Seljalandsdal. En ef við ætlum að fá skíðafólk til að koma hingað verður að bjóða upp á fleira en bara skíðalandið. Það þarf að vera meira um að vera við þurf- um að eiga okkar Sjalla líka. - Er búið að fullgera þetta hót- el? - Nei, okkur vantar t.d. til- finnanlega meiri salarkynni. Þá væri hægt að gera átak til að fá hingað fleiri ráðstefnur. Alls konar samtök eru að halda ráð- stefnur úti um land en ísafjörður hefur ekki haft nógu góða að- stöðu til að fá slíkar ráðstefnur. Einkalífinu fórnað - Svo að vikið sé að sjálfri þér aftur. Var það góð undirstaða að koma beint af geðdeildinni íþetta starf? - Það má segja að það hafi ver- ið ágæt undirstaða. Maður fórnar gersamlega einkalífinu því að vinnutíminn er aldrei minni en 16-18 tímar á dag, amk. yfir sumartímann. Maður er a!lt frá því að vera sendill til hótelstjóra og sér svo um bókhaldið líka. Þetta gengur ekki nema maður vasist meira eða minna í öllu. - Er mikill drykkjuskapur í kringum hótelið? - Nei, við erum eini matsölu- staðurinn svo að við getum ekki setið uppi með fólk sem er bara að drekka. Við seljum einungis vín með matnum og á laugardags- og sunnudagskvöldum veitum við einnig sterka drykki. Ætlunin er að hafa bar opinn upp á 5. hæð en fjárveitingar eru þannig að það hefur ekki verið kleift ennþá. -GFr Menntaskólinn á ísafirði Björn Teitsson skólameisíari á ísafirði segir frá skólastarfinu fyrir vestan í samtali við Þjóðviljann Skólahaldið gengur vel „ Ég hef ekki áhuga á því að vekja upp deilur á ný í þessum Nýlega hafa Menntaskólanum á isafirði áskotnast 7 tölvur sem notaðar verða við kennslu. Hér er Björn Teitsson skólameistari við þessar tölvur en í baksýn er Guðjón Glafsson enskukennari. Ljósm.: GFr efnum og lít svo á að þetta sé liðið mál. Skólinn stendur jafn réttur á eftir, í honum eru held- ur fleiri nemendur en voru í fyrravetur og góður andi í kennarahópnum. Skólahald í vetur hefur gengið ágætlega nema töf varð vegna verk- fallsins eins og í öðrum skólum“. Það er Björn Teits- son skólameistari í Menntaskólanum á ísafirði sem svaraði þessu til er blaðamaður Þjóðviljans, sem varáferðá ísafirði íjanúar, innti hann eftirdeilum þeim sem urðu í skólanum í fyrra. - En hvernig gekk að fá kenn- ara að skólanum eftir að hópur þeirra hœtti? - Ekki verr en stundum áður. Það hefur verið vandamál við skólann frá upphafi að kennara- skipti hafa verið í örasta lagi. Samt er það ekki að öllu leyti slæmt að fá unga kennara að skólanum því að þeir koma oft ferskir frá námi með nýjar hug- myndir. En það vegur svo á móti að vissa festu vantar í sjálfan kennarahópinn. Nær helmingur kennara hélt áfram störfum í haust og slík kennaraskipti eru ekki einsdæmi. Hávaðinn út af þessu varð meiri út á við en inn á við og mér virðist skólinn ekki ætla að hljóta varanlegan skaða af þessu upphlaupi. Samtenging iðnskóla og menntaskóla - Þið eruð komin hérna í nýtt og glœsilegt húsnœði? - Já, við fluttum inn fyrir ári síðan og þá var enn verið að vinna við bygginguna og margt er búið að gera síðan. Ég og fleiri töldum samt rétt af ýmsum ástæðum að hraða flutningum. - Nú er neðri hœðin enn hálf- köruð. Þarf skólinn allt þetta húsnæði? - í raun og veru þarf skólinn ekki á því að halda en hugmyndin er sú að bókleg kennsla við Iðn- skólann verði í húsinu og það hef- ur reyndar lengi verið í deiglunni að þessir tveir skólar samtengist frekar en þegar er orðið. - Er eitthvað í veginum fyrirþví að það geti gerst? - Það er dálítið flókið mál fjár- hagslega því að sveitarfélögin eiga iðnskólana á móti ríkinu. Miklu einfaldara er að stofna menntabraut við iðnskóla sem eru fyrir eins og gerst hefur víða svo sem í Keflavík, Vestmanna- eyjum, á Akranesi og Sauðár- króki. En það hefur aldrei gerst að iðnskóli og menntaskóli hafi verið sameinaðir. - Verður stefnt að því að menntaskólinn verði fjölbrauta- skóli? - Ég er ekki frá því að svo verði í framtíðinni. Ef menntaskólinn og iðnskólinn eru lagðir saman eru álíka margar brautir í þeim og við suma fjölbrautaskólana. Töluvert samstarf er milli þessara tveggja skóla og sameiginleg kennsla að nokkru leyti. Fjölgun í skólanum - Hversu margir nemendur eru í menntaskólanum? - Þeir eru um 170, þar af um 30 í öldungadeild. - Hefur verið mikil aðsókn í öldungadeildina? - Hún hefur verið nokkur. Flestir nemendurnir eru konur og líklega um þrítugt að meðaltali. Það er svipað og í öðrum öld- ungadeildum. - Það hefur flogið fyrir að nem- endur hafi sótt frá skólanum. - Ég tel að svo sé ekki. Aðsókn í 1. bekk í fyrra var eins og úrslit grunnskólaprófa gáfu tilefni til. Nemendur skiluðu sér nær allir og eldri nemendur hafa ekki sótt burt í sérstökum mæli. Það hefur fjölgað í skólanum ef eitthvað er. - Hvaðan koma nemendurnir? - Um 80-85% koma af Vest- fjörðum og um helmingur þeirra er frá ísafirði. Á árunum 1975- 1980 voru mjög víða stofnaðir skólar sem útskrifa stúdenta svo að það er minna um það en áður að hingað sæki nemendur úr fjar- lægum landshlutum. Ekki er útlit fyrir mikla fólksfjölgun á Vest- fjörðum í náinni framtíð svo að ég sé ekki fram á að skólinn geti stækkað mikið á næstu árum. Það fara að vísu heldur fleiri í nám nú en áður en samgönguvandamál á Vestfjörðum bitna líka dálítið á skólanum. - Er heimavistin fullnýtt? - Hún er nokkum veginn fullnýtt vegna þess að iðn- skólanemendur búa þar líka og þeim hefur farið heldur fjölgandi á vistinni. Við göngum að lokum með Birni um hið nýja skólahús og það verður að segjast eins og er að það er ákaflega glæsilegt og vinnuaðstaða kennara og nem- enda öll til fyrirmyndar. -GFr 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1984 Sunnudagur 17. febrúar 1984 RJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.