Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Side 13
Lucy Irvine gengur til veiða við strönd Tuin. Mengele er enn í Paraguay lllræmdurstríðsglæpamaöur, Josef Mengele, lifir enn í þorpi einu í Paraguay, að því er breska blaðið Sunday Times hermir. Mengele þessi varð frægurfyrirhrottalegartil- rauniráGyðingumí Auschwitzfangabúðunum og hefur lengi verið efstur á blaði yfir ófundna stjórnendur dauðabúðanna. Stroessner, einræðisherra Paraguay, heldur því fram, að Mengele hafi ekki sést í Paraguay síðan 1979. Aðrar heimildir kunna að segja frá því, að hann hafi sést fyrir nokkrum mánuðum í þorpinu Volendam, skammt frá landamærum Brasilíu. Það þorp er byggt mennónítum, sérkenni- legum söfnuði manna af þýskum ættum, sem lifa af landsins gæð- um og hafa lítið samband við um- heiminn. Þá er og frá því skýrt, að Meng- ele hafi sést ekki alls fyrir löngu í námunda við sumarhöll Stro- essners forseta. Skötuhjú voru eitt ór á eyðieyju Erhoegtaðleika Róbinsib Krúsó á okkaröld Skötuhjúnokkurtóku sérfyrir hendur að dvelja ár saman á eyðieyju lítilli og óvistlegri norðurafÁstralíu. Þaðvar breskurblaðamaður, Gerald Kingsland, sem átti hugmynd- ina, og hann valdi sér Lucy Irvine, 24 ára gamla, úr hópi fimmtíu umsækjenda um starf „frú Róbinson Krúsó". Sambúð þeirra varð storma- söm. Þau Gerald Kingsland og Lucy Irvine urðu að gifta sig áður en áströlsk yfirvöld leyfðu þeim af- not af eyðieynni, en Lucy vildi gjarna,að þaðhjónaband yrði að- eins formlegt. Svo fór þó, að með þeim Róbinsonhjónum tókust allmiklar ástir, en hvort um sig hefur sína sögu að segja af fram- vindu þeirra. Þau tóku mjög lítið af nauðsynjum með sér - tjald, sveðju, veiðarfæri til að veiða fisk, dálítið af þurrkuðum ávöxt- um og svo auðvitað te. Lífið var erfitt - fæða einhæf og stundum af skornum skammti. Alein voru þau ekki. Ástralskir frumbyggjar frá nálægri eyju komu þeim stundum til hjálpar. Stundum flaug póstþyrla yfir og kastaði niður nauðsynjum sem um var beðið. Lucy Irvine hefur skrifað bók um ár þetta sem heitir „Eva og herra Robinson" og hefur hún selst mikið. Gerald Kingsland kemur svo innan skamms með aðra. Þeim ber að sögn mikið á milli. Lucy Irvine leggur mesta áherslu á, að þessi tími á eynni Tuin hafi reynst henni dýrmætur vegna þess að þar hafi hún komist að því „hvar takmörk mín eru“. Kingsland mun svo að sínu leyti gera sitt til að rífa niður allt hið „stórkostlega" í lýsingu sambýlis- konu sinnar - en hún hefur á lak- ari stundum kallað hann „latan og fáfróðan gamlan bjána“. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Þaðer auðvelt... ... að kippa með sér einni þvotta- vél, þurrkara, ísskáp, frystikistu, kaffivél, saumavél eða svo sem hverju sem er, því að í Rafbúðinni geta viðskiptin gengið hratt fyrir sig. Það er auðvelt... að versla við okkur, því að við viljum að kaupin séu hverjum manni léttbær. Og eigirðu krítarkort, þá geta þau ekki talist íþyngjandi. hnf- ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMI 681910 OCTAVO 09.30

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.