Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA Ásdís Þórhallsdóttir: Krakkarnir eru spældir... Ásdís Þór- hallsdóttir Okkar hagsmunir líka Þetta kemur illa við okkur, sagði Ásdís Þórhallsdóttir nemandi í Hamrahlíð. Ef kennararnirfara útmun skólinn stöðvast. Krakkarnir eru spældir yfir því að skemma annirnar, því það kemur til með að seinka öllu náminu ef skólinn stöðvast. Við teljum að það þurfi að kippaþessuílag. Hvað finnst þér um kröfur kennaranna? - Við styðjum launabaráttu þeirra. Þetta eru smánarlaun. Ég reiknaði það út með málfræði- kennarann minn, að hann hefur 183 krónur fyrir nemanda á mán- uði og um 120 nemendur. Launabarátta kennaranna er okkar hagsmunir líka. Við viljum halda okkar kennurum, og við sem hyggjum á frekari menntun viljum að menntun sé metin að verðleikum. ólg. Þorvaldur Sverrisson Fromtíð mennta- kerfisins í veði Þorvaldur Sverrisson er nem- andi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hvernig snýr þessi kjaradeila kennara við ykkurnemendum? - Ég held að menn verði að gæta þess að rífa ekki hlutina úr samhengi. Deilan getur spillt ár- angri fyrir önninni sem nú stend- ur yfir, en hitt skiptir þó meira máli hvaða áhrif hin lélegu kjör kennara hafa á menntakerfið í heild sinni. Það er framtíðar- spursmál, sem ekki er bundið við 1. mars eða 1. júní. Nú hefur fjölmennur fundur nemenda hér í skólanum lýst yfir fullum stuðningi við kennara. Munið þið grípa til annarra stuðn- ingsaðgerða? - Já, það verður unnið að því að safna liði í öllum framhalds- skólunum hér á suðvestur-horn- inu. Við ætlum að mynda skipul- agshópa, og verður fyrsti sam- eiginlegi fundurinn væntanlega hér í skólanum um helgina, þar sem lagt verður á ráðin. Telurþú að hin lágu laun kenn- ara hafi þegar komið niður á kennslustarfinu í skólanum? - Það er kannski erfitt að dæma um slíkt, en ég tel þó að þau hafi haft áhrif. Það er ljóst að þegar kennarar eru beinlínis móðgaðir vegna launa sinna þá dregur það úr áhuga þeirra og krafti til skapandi kennslustarfs. Lág laun hafa alltaf slæm áhrif á áhuga og vinnubrögð. Nú hafa formenn nemendafé- laga framhaldsskólanna lýst yfir að þeir taki ekki pólitíska afstöðu til deilunnar. Sú afstaða virðist ekki vera í samræmi við afstöðu fundarins hér. Hvað kemur til? - Afstaða formannanna var mótuð á sameiginlegum fundi, sem haldinn var í Flensborg. Á- lyktun þessi var runnin frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Ég er ósammála þeirri hlutleysis- stefnu, sem formennirnir hafa fylgt. Þeir hafa að okkar mati brugðist hlutverki sínu, þar sem þarna hljóta sameiginlegir hags- munir að vera í veði. Það er því okkar að taka upp frumkvæðið með fullum stuðningi við kenn- ara. ólg. Guðrún Margrét Baldursdóttir, Katarína Óladóttir og Brynhildur Fjölnisdóttir: Við styðjum kennarana heilshugar. Þorvaldur Sverrisson: Ætlum að mynda stuðningshópa... Guðrún, Katarína og Brynhildur Önnin verður ónýt Ef skólinn stoþpar þá verður önnin ónýt og við sjáum mikið eftir þessum mánuðum sem hafa þá farið fyrir lítið, sögðu þær Guðrún Margrét Baldurs- dóttir, KatarínaÓladóttirog Brynhildur Fjölnisdóttir þar sem við gripum þær glóðvolg- arífrímínútunum í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. - Ef svo illa færi ættum við að fá að lesa heima og spreyta okkur á prófunum í vor. Teljið þið líkur á að skólanum verði lokað? - Já, okkur virðist margt benda til þess. Hvað finnst ykkur um kröfur kennaranna? - Við styðjum þá heilshugar. Kennslan er erfitt og ábyrgðar- mikið starf. Þetta er mikil vinna fyrir utan það að vera í kennslu- tímum. Þeir þurfa að finna og út- búa námsgögn, hafa mikla heimavinnu og þessu starfi fylgja ábyggilega heilmiklar áhyggjur. Hafa nemendur í bígerð ein- hverjar stuðningsaðgerðir fyrir kennara? - Við höfum nú ekki heyrt mikið talað um slíkt, en það var samþykkt stuðningsyfirlýsing á fundinum hér í gær. Hvað fannst ykkur um afstöðu menntamálaráðherrans. Hefur hann skilning á málinu? - Þetta er sjálfsagt erfitt fyrir hana, ekki síst þar sem þetta verður í annað skiptið sem skól- arnir stöðvast á vetrinum. En okkur virtist hann hafa frekar takmarkaðn skilning. BAKGRUNNUR Lagaþrœtur eða aðgerðir? Skólarnir verða ekki reknir með hótunum um lögsókn Mánudaginn 11. febrúar sendi Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra út bréf til allra þeirra framhaldsskólakennara, sem þann 1. desember s.l. sögðu upp störfum með 3 mánaða fyrir- vara. í bréfinu var þeim tilkynnt að þeim verði ekki veitt lausn frá störfum fyrr en 1. júní, og er til- skipun þessi studd með lagagrein um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1954, þar sem segir að uppsagnarfrestur sé 3 mánuðir ef ekki er um að ræða ófyrirséð atvik eða að stjórnvöld samþykki skemmri frest. í laga- grein þessari segir jafnframt að óskylt sé að veita starfsmönnum lausn frá þeim tíma sem um er beðið, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein, að til auðnar um starfsrækslu þar myndi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt. í slíkum tilfellum getur stjórnvald áskilið sér lengri uppsagnarfrest eða allt að 6 mánuðum, segir í lögunum. Nú þegar menntamálaráð- herra hefur beitt þessari heimild nærri tveim og hálfum mánuði eftir að uppsagnir bárust, vé- fengja kennarar lagalegt gildi slíkrar framlengingar á þeim for- sendum að tilskipunin sé of seint til komin. Hafa kennarar meðal annars borið fyrir sig álitsgerð Arnmundar Bachman lögfræð- ings sem er sérfræðingur í vinnu- rétti. í álitsgerð þeirri sem Arn- mundur samdi fyrir Hið íslenska kennarafélag segir meðal annars: „Út frá þeim meginreglum sem um uppsagnarfrest gilda og sér- staklega með tilliti til þess öryggis sem uppsagnarfrestur á að veita báðum aðilum ráðningarsamn- ings, m.a. til að tryggja sér nýtt starf eða nýjan starfsmann, verð- ur túlkun mín á umræddri laga- grein sú að stjórnvöld beri skylda til að tilkynna ákvörðun sína um framlengingu án ástæðulauss dráttar. Strax og uppsögn ákveð- ins hóps starfsmanna berst stjórnvaldi ætti að liggja ljóst fyrir hvort til auðnar um starfs- rækslu þar mundi horfa. Stjórnvaldi er ekkert til fyrir- stöðu að taka ákvörðun um fram- lengingu þegar uppsagnir ber- ast... Til styrktar þessu sjónar- miði skal bent á 15. grein reglu- gerðar um réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar frá 7. des- ember 1967. Samkvæmt greininni getur borgarráðið áskilið sér lengri uppsagnarfrest, allt að 6 mánuðum, enda tilkynni það viðkomandi starfsmönnum þá ákvörðun sína innan mánaðar frá því uppsagnir þeirra bárust. Þessa reglu tel ég rétta og sann- gjarna og ég tel einnig að hún skipti verulegu máli varðandi túlkun á sambærilegu ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ef menntamálaráðuneytið hef- ur ekki beitt fyrir sig heimild til framlengingar á uppsagnarfresti án ástæðulausrar tafar, t.d. ekki innan mánaðar frá því að upp- sagnir starfsmanna bárust og ljóst var orðið um afleiðingar þeirra, verður að telja að sá réttur sé ekki fyrir hendi lengur.“ Menntamálaráðherra hefur sem kunnugt er gagnstæða skoðun á málinu og hefur hann lýst því yfir að gangi kennarar úr skólunum 1. mars verði það að teljast lögbrot. Hver sem túlkun dómstóla kann að verða á þessari þrætu, þá er hitt þó meginatriðið að menntamálaráðherra hefur sýnt kennurum takmarkaða virð- ingu með því að draga það fram á síðustu stundu að beita umræddu ákvæði. Enda má það ljóst vera að kennarar verða aldrei neyddir til þess að bera uppi íslenskt skólastarf með hótunum um lög- sóknir. Og menntamálaráðherr- ann er væntanlega ekki svo skyni skroppin að hann trúi því sjálfur að hægt sé að reka skólana með fjársektum og tugthúshótunum, til frambúðar. Því eru þrætur um lagalegan rétt í þessu tilfelli vart til annars fallnar en að dreifa kröftum og vekja athygli frá því vandamáli sem við er að etja: að skapa eðlilegan fjárhagslegan grundvöll fyrir farsælu skólastarfi í landinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.