Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 18

Þjóðviljinn - 17.02.1985, Page 18
BRIDGE LAUSAR STOÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa hjá HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR. Starfskjör sam- kvæmt kjarasamningum. • Hjúkrunarfræðingar við barnadeild, heimahjúkrun, heilsugæslu í skólum og einnig á kvöldvaktir í heimahjúkr- un. • Sjúkraliðar við heimahjúkrun, bæði heilarstöðurog hlutastörf. • Deildarmeinatæknir í háltt starf. • Sjúkraþjálfari við heimahjúkrun. • Skrifstofumaður í hálft starf við húð- og kynsjúkdóma- deild. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 25. febrúar 1985. !?I IAUSAR STÖEHJR HJÁ T REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildarstjóri mælastöðvar ( innlagnadeild Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Rafmagns-Jæknifræði- eða verkfræði- menntun áskilin. • Rafmagnseftirlitsmaður í innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Iðnfræðingsmenntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 686222. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 22. febrúar. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta. Fyrri úthlutun 1985 'á styrkjum til útgáfu norrænna bók- mennta í þýðingu af einu Norðurlandamáli á annað fer fram á fundi úthlutunarnefndar í vor. Frestur til að skila umsókn- um ertil 1. apríl n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitt- eraturgruppen, Nordisk Ministerrád, Sekretariatet for nor- disk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köben- havn K. Menntamálaráðuneytið, 13. febrúar 1985 Sumarferð til Tékkóslóvakíu Tékknesk-íslenska félagið gengst fyrir skemmti- og kynnisferð 16. ágúst til 1. september í sumar. Tékkneskumælandi fararstjóri. Viku hringferð - vika í Prag Áætlaður farareyrir 35.000,- kr. á mann auk skotsilf- urs. Upplýsingar veitir Helgi Daníelsson hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn, í síma 91-27077 og 91-28899. Hafið samband sem fyrst! Stjórn TÍF VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR/ HAGFRÆÐINGUR Vinnumálasamband Samvinnufélaga óskar eftir að ráða viðskipta- eða hagfræðing. Starfssvið hans er ýmist hagdeildarverkefni og þátt- taka í samningagerðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra Sambandsins, Lindargötu 9a, Reykjavík, er veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k. VINNUMÁLASAMBAND SAMVINNUFÉLAGANNA Heimilisaðstoð Okkur bráðvantar konu til að koma heim og gæta 21/2 árs stelpu + eitt húsverk eftir hádegi. Erum staðsett í Nýja miðbænum. Upplýsingar í síma 81699 á daginn, 78757 á kvöldin. Stórmót ó Akureyri í gærkvöldi hófst á Akureyri Opið Miriningarmót Bridgefé- lags Akureyrar um þá Mikael Jónsson og Angantý Jóhannsson. Þegar síðast var vitað stefndi í þátttöku 70 para. Það þýðir, að þetta verður önnur stærsta tví- menningskeppni sem haldin hef- ur verið hér á landi, aðeins und- anrásirnar fyrir íslandsmótið í tvímenning í fyrra er stærra (yfir 90 pör). Þetta gildir um síðustu 15-20 ár. Spilað verður í 5x14 para riðlum og komast 22 efstu pörin í úrslit, sem verða með barometer- sniði. Spiluð verða 3 spil milli para í úrslitum, allir v/alla. Alls verða því spiluð yfir 140 spil, fyrir þá sem komast í úrslit. Úrslitakeppnin hefst eftir kvöldmat í kvöld. Spilað er í Síðuskóla og keppnisstjórar eru Ólafur Lárusson og Albert Krist- insson. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 5 efstu pörin, verðlaunafé að upphæð kr. 40.000, auk eignabik- ara. Spilað er um silfurstig. Bridgehátíðin 1985 Skráningu í tvímennings- keppnina lýkur mánudaginn 25. febrúar n.k. og í Opna Flugleiða- mótið (sveitakeppnina) miðviku- daginn 6. mars kl. 17. Fjöldi erlendra spilara mun sækja mótið heim, einsog fram hefur komið í fréttum, þar á með- al pólska landsliðið (nv.olympíu- meistarar), sveit frá London skipuð þeim Zia Mahoumed, Rob Sheean o.fl. Einnig fjöldi spilara frá Danmörku og sveit frá ÚSA, skipuð Steve Sion, Alan Cogin o.fl. íslandsmót kvenna og yngri spilara í vikunni voru 10 sveitir skráðar til leiks í kvennaflokki og 8 í yngri flokki spilara, til þátt- töku í íslandsmótinu. Það hefst n.k. föstudgskvöld í Menning- armiðstöðinni v/Gerðuberg í Breiðholti kl. 19.30. Þetta er undankeppni í báðum flokkum, og spila allir v/alla. Fjórar efstu sveitirnar úr hvorum flokki komast síðan í úrslita- keppnina, sem verður háð helg- ina á eftir í Félagsheimili Skag- firðinga v/Síðumúla, Drangey. í úrslitakeppninni verður útslátt- arfyrirkomulag, þannig að sigur- vegararnir á laugardeginum í hvorum flokki, munu eigast við á sunnudeginum. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Þar kom að því, að sveit Magn- úsarTorfasonar missti forystuna í aðal-sveitakeppni félagsins. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í 10. um- ferð, og er þá aðeins ein sveit sem ekki hefur tapað leik í mótinu, sveit Guðrúnar Hinriksdóttur. Röð efstu sveita er: stig 1. Sv. Guðrúnar Hinriksd. 215 2. Sv. MagnúsarTorfasonar 211 3. Sv. GíslaStefánss. 199 4. Sv. Hjálmrs Pálssonar 167 5. Sv. Óla Andreassonar 157 6. Sv. Jóns Hermannssonar 156 7. Sv. Sigmars Jónssonar 154 8. Sv. Leifs Jóhannessonar 153 9. Sv. Agnars Kristinss. 153 10. Sv. Guðmundar Thorsteinss. 152 Á þriðjudaginn eigast við m.a. sveitir Guðrúnar-Magnúsar og Gísla-Magnúsar. Frá Bridgeklúbbi hjóna 42 pör taka þátt í Butier- tvímenningskeppni klúbbsins og er spilað í 3x14 para riðlum. Eftir 5 umferðir (2 kvöld) er staða efstu para þessi: 1. Dröfn Guðmundsd.- Einar Sigurðsson 81 2. Hanna Gabríelsd.- Ingólfur Helgason 76 3. Margrét Margeirsd.- Gissur Gissurarson 74 4. Árnína Guðlaugsd.- Bragi Erlendsson 73 5. Ágústa Jónsdóttir- Kristinn Óskarsson 73 6. Guðrún Reynisd.- Ragnar Þorsteinsson 69 7. Gróa Eiðsdóttir- Júlíus Snorrason 69 8. Ólöf Jónsdóttir- Gísli Hafliðason 65 Næstu umferðir verða spilaðar . nk. þriðjudag í Hreyfilshúsinu. Brotalamir eða tímaskekkjur? í keppnisreglugerð fyrir ís- landsmót segir: „Spilara er ó- heimilt án leyfis að taka þátt í úrtökumóti á öðru svæði en hann er skráður aðalfélagi í. Spilari sem óskar eftir að taka þátt í úr- tökumóti á öðru svæði en hann tilheyrir (?), þarf samþykki stjórnar þess svæðis, sem hann ætlar að keppa á, fyrir þátttöku sinni. Stjórn svæðasambands er skylt að veita slíkt samþykkti, að því tilskildu að spilari spili ekki á öðru svæði í hliðstæðu móti í sömu keppnisgrein". Svo mörg eru þau orð. Sam- kvæmt þessu getur hver sem er farið hvert sem er, til að öðlast þátttökurétt til íslandsmóts í sveitakeppni. Sem dæmi, getur sveit Jóns Baldurssonar skroppið til ísafjarðar og nælt sér í réttinn þar (Vestfirðingar eiga eina sveit til fsíandsmóts) án þess að heima- menn hafi nokkuð um það að segja. Til útskýringar á „rétti“ hvers svæðis (,,kvóta“) til þátttökurétts á íslandsmóti í sveitakeppni, skal tekið fram að hvert félag á landinu (þau eru 45 í dag) greiðir ákveðið spilagjald af hverjum spilara á hverju kvöldi sem spilað er í viðkomandi félagi. Þessi upp- hæð er í dag kr. 15 á haus, sem rennur til Bridgesambands ís- lands. Félögin eiga síðan að standa skil á þessum greiðslum tvisvar á ári, 15. janúar og 15. júlí ár hvert. Eftir þeim tölum, er síð- an fundin út reikningstala, þar sem þessum 45 félögum' er skipt niður á svæði (eftir kjördæmum), að undangengnum skilum frá að- ildarfélögunum innan BSÍ. (Þau félög sem ekki greiða þessi gjöld á réttum tíma, falla út hjá við- komandi svæði og getur þar af leiðandi valdið því að svæðið í heild sinni missi (mögulega) út sveitir. Eftir þessari reglu, er 16 sveitum skipt niður á svæðin 8, þó þannig að hvert svæði fær lág- mark alltaf eina sveit. Til við- bótar þessum 16 sveitum, eru aðrar 7 sveitir sem veljast til við- bótar á svæðin, eftir frammistöðu fyrra árs (8 sveitir keppa ætíð til úrslita) og 24. sveitin eru fs- landsmeistarar fyrra árs, sem komast beint í undanúrslit. Sem dæmi þessu til útskýringar skal tekið t.d. Austurland. Þar eru starfandi ein 6 félög, flest hver frekar lítil. Þau fá því eina sveit samkvæmt reglu 1. (félaga- gjald - lágmarksþátttaka hvers svæðis). Á síðasta ári komst ein sveit þaðan í 8 sveita úrslit, og samkvæmt reglu 2. (uppbótar- sæti) fær því svæðið aðra sveit til. Samtals tvær sveitir. Hefði sveit þaðan þar að auki sigrað íslands- mótið, hefði sú sveit einnig bæst við, þannig að svæðið fengi þrjár sveitir inn. Ég vona, að sem flestir hafi náð þessum útskýringum mínum á framkvæmdinni á núverandi ís- landsmóti í sveitakeppni (fyrir- komulagi). Hafi svo verið, bið ég lesanda um að líta á byrjunina á þessari grein og hugleiða, eru þetta brotalamir eða einfaldar tíma- skekkjur, sem þarna eru að ger- ast? Ef þú ert spilari í Reykjavík og spilar reglulega í þínu félagi einu sinni í viku, keppnisárið út í gegn, hefurðu borgað til Bridgesam- bands íslands spilaskatt að upp- hæð kr. 450 ca. Sú upphæð er síðan notuð til að finna út, hvað margar sveitir Reykjavík á að fá til íslandsmóts. Því fleiri spilarar, því fleiri krónur, ekki satt? Og því fleiri sveitir einnig, ekki satt? Síðan er það blessaður sakleys- inginn í Hafnarfirði, sem einnig spilar reglulega einu sinni í viku og borgar sömu upphæð til BSÍ. En hans svæði er mun minna, færri krónur, færri spilarar o.s.frv. Og þar kemur að því, að ljóst er hvað svæðin fá margar sveitir. Reykjavík kannski 10 og Reykjanes kannski 3. Bæði svæð- in efna til úrtökumóts. Reykja- víkursvæðið er spilalega séð mjög öflugt, Reykjanessvæðið frekar veikt. Og þegar úrtökumótið hefst, kemur í ljós, að kannski 20 reykvískar sveitir keppa í Reykjavík um réttinn til Islands- móts, en hinsvegar á Reykjanes- svæðinu keppa 7 sveitir þaðan og 3 úr Reykjavík. Og svo „óheppi- lega“ vill til, að þessar þrjár „reykvísku" sveitir á Reykjanesi enda í þremur efstu sætunum, þeim eflaust til mikillar gleði. En hvað hugsa þá þeir sem eftir sátu, sá saklausi úr Hafnrfirði og sá grunlausi úr Kópavogi? Því miður bæði fyrir bridge- hreyfinguna í landinu og spilar- ana sjálfaeru þessir atburðir að gerast í dag. Og allt saman að sjálfsögðu löglegt, samanber grein 1.1. Almenn ákvæði í keppnisreglum fyrir íslandsmót, sem þið lásuð í upphafi þessarar greinar. Og hugsar nú hver sitt. Frá Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Staðan í Aðalsveitakeppni fé- lagsins eftir 10 umferðir er nú þannig: stig 1. Sv. Gunnlaugs Þorsteinss. 170 2. Sv. Viðars Guðmundss. 145 3. Sv. Ragnars Þorsteinss. 133 4. Sv. Friðjóns Margeirss. 128 5. Sv. Sigurðar ísakssonar 127 6. Sv. Þóris Bjarnasonar 96 7. Sv. Sigurðar Kristjánss. 95 11. og 12. umferð verða spilað- ar mánudaginn 11. febrúar og hefst keppni kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. Mánudaginn 25. febrúar hefst Barometerkeppni félagsins. Þátt- taka tilkynnist til Helga Einars- sonar sími 71980 og Sigurðar Kristjánssonar sími 81904 fyrir 20. febrúar. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Frá Bridgeklúbb Akraness Fjórða umferð í Akranesmót- inu í tvímenningskeppni var spil- uð fimmtudaginn 7. febrúar s.l. Efstu pör eftir fjórðu umferð eru þessi: stig 1. Oliver Kristóferss.- Þórir Leifsson 312 2. Jón Alfreðsson- Eiríkur Jónsson 307 3. Guðjón Guðmundss.- ÓlafurG.ÓIafsson 193 4. Alfreð Kristjánss.- Haukur Þórisson 164 5. Vigfús Sigurðsson- Þórður Elíasson 107 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.