Þjóðviljinn - 06.03.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 06.03.1985, Side 5
Suðurnes Óttinn við atvinnuleysið Óánœgja með kaup og kjör það sem fólk talar mest um, sögðu þingmenn Alþýðubandalagsins sem heimsóttu vinnustaði þar syðra í gœr Um leið og netið er riðið ræðir þing- maður Alþýðubandalagsins f Reykjaneskjördæmi við starfmann Netaverkstæðis Suðumesja. Ljósm. S.dór Skúli Alexandersson messaryfir við- skiptavini í Samkaupi. Geir Gunnarsson og Oddbergur Eiríksson dreifa AB fróttum. í gærkvöldi gengust alþingismenn Alþýðubandalagsins fyrir al- mennum stjórnmálafundi í Stapa í Njarðvíkum. Fyrr um daginn fóru þeir Geir Gunnarsson, Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson á Qölmarga vinnustaði og ræddu við fólk. Þeir sögðu það áberandi hvað óttinn við vaxandi atvinnuieysi á Suðurnesjum væri ofarlega í huga fólks þar syðra. Mikill samdráttur í útgerð hefur orðið til þess að atvinna hefur minnkað mjög, einkum hjá konum sem unnu í fiskverkun hverskonar. Þá er bullandi óánægja hjá fólki með kaup og kjör. Nær allir sem rætt var við höfðu orð á því hvað kaupmáttur færi ört minnkandi. Þeir sjómenn sem rætt var við lýstu yfir óánægju með nýgerða kjarasamn- inga sjómanna. Þá komu erfiðieikar ungs fólks sem stendur í húsbygg- ingu mjög til umræðu víða. Skúli Alexandersson sagði að margar konur á Suðumesjum hefðu verið þar iengi atvinnulausar, að nú færi að koma að því að þær misstu atvinnuleysisbæturnar í 3 mánuði. Að sjálfsögðu veldur þetta því að nagandi ótti grefur um sig hjá mörgum. Þessi vandamál öll komu uppá yfirborðið þegar þeir Geir, Svavar og Skúli ræddu við fólk hjá Fiskverkun Jóns Karlssonar í Njarðvík, Sjúkrahúsi Keflavíkur, Holtaskóla, ísmati, Skreiðarskemmu SÍS, Hit- aveitu Suðumesja, Netaverkstæði Suðurnesja, Samkaupi, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, svo nokkrir vinnustaðir séu nefndir. Hér á síðunni fylgja svo nokkrar myndir sem teknar vom suðurfrá í gær. - S.dór Kjaramálin rædd á Netaverkstæði Suðurnesja. Ljósm. S.dór. Miðvikudagur 6. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.