Þjóðviljinn - 06.03.1985, Side 7
Antti Tuuri: ef við höfum Dostoéfskí með þá erum við fjórir verkfræðingarnir... (Ljósm. E.ÓI.).
margt er rifjað upp sem gerðist í
sókninni, í héraðinu og í heimin-
um öllum. Því það kemur mjög
sterklega fram, hvernig einangr-
un lítilla plássa er endanlega
rofin. Fyrir fjörutíu árum fór ein-
hver á kaffihús í borginni og það
var talað um það í heila viku á
eftir. Nú eru þessir bræður í við-
skiptum við Aþenu og Hongkong
og olíukreppan hefur áhrif á láns-
traust lítils fyrirtækis: Hvurn
djöfulinn á ég sammerkt með
þessum olíufurstum? spyr einn
bróðirinn.
Ég ætla reyndar að skrifa sagn-
abálk um þetta hérað og þetta
fólk. Austurbotnar er fyrsta sag-
an, Vetrarstríðið, sem kom út í
fyrra, er sú næsta. Og svo ætla ég
að skrifa um vesturfarana, en um
það bil helmingur þeirra sem
fluttust til Amríku frá Finnlandi
kom einmitt úr Austurbotnum.
- Það er enn skrifað mikið um
stríðið hjá ykkur?
- Þó nokkuð. Mest eru það
reyfarar reyndar eða endurminn-
að gefast upp héldum við sjáif-
stæði okkar. Þessi hundrað daga
vöm okkar á Kirjálaheiði tryggði
það. Við vitum núna af sögu-
legum rannsóknum, t.d. á
Terijoki-stjórninni, sem Rússar
komu upp í plássi sem þeir her-
tóku, að Stalín ætlaði að innlima
Finnland. En það tókst semsagt
ekki.
Ég lýk bókinni með frásögn
gamals hermanns sem ég þekki.
Rétt fyrir vopnahlé hamast
rússneska stórskotaliðið hvað af
tekur og í hersveitinni sem ég lýsi
eru bara átta menn eftir. Þeir
standa af sér hríðina, og svo kem-
ur sveitarforingi og segir að nú sé
saminn friður. Og rússneskir her-
menn koma yfir um í stórum hóp-
um og tala við Finnana og sýna
þeim myndir af kærustunum sín-
um. Svo fara þeir aftur til sinna
stöðva. Og hvert förum við
núna? spyrja Finnarnir. Til
gömlu landamæranna, segir
sveitarforinginn.
Því, sagði gamli maðurinn, við
Skáldsagan er best.
Rœtt við Antti Tuuri, sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár
Þú segir að það sé sjaldgæft,
að verkfræðingur eins og ég
snúi sér að bókmenntunum.
Ekki er það þó einsdæmi.
Einn finnskan rithöfund þekki
ég, sem er líka verkfræðingur,
og annan rússneskan. Og svo
var það enn einn Rússi sem
skrifaði, þótt hann væri verk-
fræðingur. Fjodor Dostoév-
skí. Við erum þáfjórir...
....segir Antti Tuuri, sem afhent
voru í gærkvöldi bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs, en
þau fær hann fyrir skáldsöguna
Austurbotnar. Og hlær þessum
ljúfmannlega hlátri sem einkenn-
ir allt hans fas.
- Hvaða þýðingu hafa svona
verðlaun? spyr blaðamaður.
- Eitt er það, segir Antti Tuuri,
að það kemur sér vel fyrir rit-
höfund að fá allt í einu peninga
utan við fjárhagsáætlanir. Hon-
um er auðveldara að vinna. Um-
skeið er hann eins og til hliðar við
venjulegt argaþras hjá rithöfund-
um. Svo ýta verðlaunin undir
þýðingar. Skáldsagan mín er að
koma út í Svíþjóð á mánudag, og
Danmörk og ísland og líklega
Noregur koma seinna. Ekki þar
fyrir, að ég búist við mikilli sölu í
öðrum löndum, að verðlaunin
hjálpi mikið til að finna nýja les-
endur á öðrum Norðurlöndum.
Ég er nefnilega í eðli mínu böl-
sýnismaður og býst alltaf við hinu
versta. Hið góða kemur manni þá
skemmtilegar á óvart.
- Finnst þér að Norðurlanda-
menn hafi yfirleitt lítinn áhuga á
bókmenntum grannþjóða?
- Ég held blátt áfram að áhugi
fyrir góðum bókmenntum sé tak-
markaður. Það þykir gott ef
sómasamleg bók selst í 4-5 þús-
und eintökum í Finnlandi og ég
held að það sé svipað á öðrum
Norðurlöndum. Sjálfur hefi ég
skrifað 13 bækur. Austurbotnar
hefur gengið betur en þær fyrri og
í fyrra gaf ég út skáldsögu um
vetrarstríðið við Rússa sem gekk
enn betur, seldist í 20 þúsund ein-
tökum. En það var vegna þess að
fyrir utan mína tryggu lesendur
fékk ég þá sem hafa sérstakan
áhuga á stríðssögum.
Það er mikið talað nú um
stundir um að bókin sé í kreppu,
en ég held að það sé rangt. Góðar
bækur standa a.m.k. ekki verr að
vígi en áður. Hjá okkur í Finn-
landi er það svo, að upplag þeirra
fer heldur stækkandi. Hitt er svo
annað mál, að eins og ég sagði
áðan hefur sá lesendahópur
aldrei verið ýkja stór. Fagurbók-
menntir hafa yfirleitt ekki verið
nein gullnáma fyrir forlög, en þær
eru samt hryggjarstykkið í upp-
byggingu margra þeirra.
Afþreyingarbókmenntir selj-
ast hinsvegar minna en áður,
vegna samkeppni við myndbönd
og annað þessháttar. Sömuleiðis
gengur ekki eins vel og stundum
áður að græða á ýmsum útgáfu-
brellum. Eins og til dæmis bóka-
flokkum sem tengjast frægu
fólki. Segjum til dæmis flokkinn
„Menn sem voru goðsögn í lif-
anda lífi“. Slíkir menn eru til, en
ef þú þarft að finna einn eða tvo á
hverju ári þá er hætt við því að
mönnum þyki „goðsögnin“ fljót-
lega skratti bragðdauf.
- Treystirðu þér til að segja
mér í fáum orðum frá verð-
launaskáldsögunni?
- Það er náttúrlega ómögulegt.
Ég er svo latur maður, að ef ég
gæti sagt það í nokkrum orðum,
sem bókin geymir, þá hefði ég
aldrei lagt í að skrifa þessar mörg
hundruð síður.
Ég hefi lengi haft mikinn áhuga
á Austurbotnum. Ekki bara
vegna þess að sjálfur er ég fæddur
þar. Það er í þessu héraði að upp
komu ýmsar fjöldahreyfingar -
stundum trúarlegar, stundum
pólitískar. Héðan fékk Manner-
heim kjamann í sínum hvíta her
1918, héðan kom Lappohreyfing-
in (sú hreyfing sem næst fór fas-
isma í Finnlandi millistríðsár-
anna). Og í þessari sögu minni vil
ég meðal annars kanna hvemig á
þessu stóð - og tengja um leið hið
staðbundna við hluti sem gætu
gerst hvar sem væri.
Þetta er saga sem gerist á ein-
um degi - nánar tiltekið í júlí
1978: ég kíkti í blöðin frá þeim
tíma til að hafa á hreinu það sem
var að gerast einmitt þessa daga.
Ættin kemur saman á sínu gamla
setri til að fjalla um Amríkuarf,
sem er reyndar heldur rýr því af-
anum sem fór vestur tókst ekki að
láta Amríkudrauminn rætast.
Þarna éru fjórir bræður. Einn er
með lítið fyrirtæki og orðinn
gjaldþrota. Annar er verkfræð-
ingur, sá þriðji vinnur í pappírs-
verksmiðju, sá fjórði varð eftir
heima en ræktar ekki jörðina á
gamla vísu heldur sýslar við loð-
dýrarækt og fleira. Sá sem er
gjaldþrota telur sig svikinn af við-
skiptafélaga sínum og sagan hefst
þar sem hann hyggur á hefndir.
Síðan gerist margt þennan dag og
ingar sem eru kannski ekki alveg
pottþéttar. Sjálfum finnst mér
það hafi kannski ekki verið skrif-
uð nema ein góð bók um vetrar-
stríðið 1940. Það hefur verið
skrifað margt merkilegt um fram-
haldsstríðið (þegar Finnar fóru í
stríðið 1941 með Þjóðverjum),
ekki síst eftir að Vainö Linna eins
og opnaði það þema, gerði mögu-
legt að skrifa á gagnrýninn hátt
um það stríð. Þeir sem tóku þátt í
Vetrarstríðinu hafa einhvernveg-
inn átt miklu erfiðara með að líta
á það gagnrýnum augum.
Ekki svo að skilja: mín bók er
ekki á móti framgöngu Finna í
Vetrarstríðinu. Það féllu margir
úr liði beggja og allt var þetta
mikil ógæfa. En þótt við yrðum
vorum átta strákar og við héldum
að við hefðum unnið stríðið!
Svo þurftu þeir að þramma
þrjá daga í vestur - til nýju
landamæranna...
- Þú hefur skrifað leikrit?
- Já, ekki síst útvarpsleikrit,
semmér finnast eins og smásögur
fyrir eyrun, en ekki augun. Ég
hef líka skrifað fyrir leiksvið og
sjónvarp. En bókiner best, hafðu
mig fyrir því. Það á að kvikmynda
Austurbotna og ég hef verið í því
að skrifa samtölin og ég sé vel,
hve margt það er í sögunni, sem
verður að sleppa. Þessar einfald-
anir gera kvikmyndina lítið
spennandi fyrir höfunda. Skáld-
sagan rúmar svo miklu meira...
Leiklist
í grimmdarhúsi Strindbergs
Talía, leiklistarsvið MS:
Draugasónatan
eftir August Strindberg.
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir.
Leiklistarhópur Mennta-
skólans við Sund er ekki smátæk-
ur frekar en fyrri daginn. Nú er
Strindberg karlinn tekinn fyrir,
Draugasónatan, eitt af forboðum
fáránleikaleikhússins, magnað
verk á köflum og erfitt.
Það er margt vel um frammi-
stöðu hópsins og leikstjóm Hlín-
ar Agnarsdóttur. Einkum framan
af, meðan spunninn er vefur í-
skyggilegra leyndardóma.
Spennan magnaðist með ágæt-
lega sannfærandi hætti og sam-
Þorkell Magnússon og Pétur
Gautur í hlutverkum Karlsins og
Stúdentsins.
leikur aðalpersónanna, Karlsins
(Þorkell Magnússon) og Stú-
dentsins (Pétur Gautur) var með
ágætum. Stúdentinn saklaus og
einlægur, karlfjandinn prýðilega
útsmoginn og djöfullegur. Það
má líka margt gott segja um fram-
göngu þeirra leikara sem bera
töluverðan þunga í hlutverkum
Ofurstans útlifaða (Sigurður ÓI-
afsson), Múmíunnar undarlegu
(Sif Gunnarsdóttir), Ungfrúar-
innar fögru (Ylfa Edelstein),
Eldabuskunnar ótútlegu (Svan-
hildur Gunnarsdóttir) og Jó-
hanns (Auðbjörg Halldórsdóttir).
Enginn vandræðakeimur af fram-
göngu þeirra, öðru nær. En í
heild var seinni hluti sýningarinn-
ar slappari en sá fyrri. Það má vel
segja sem svo, að Strindberg fari
sjálfur nokkuð fljótt yfir sögu
þegar beinagrindumar em týnd-
ar upp úr kistlum hvers og eins og
þegar ástin ljúfa hefur á skammri
stund snúist í agg og níð og „hver
bikar tæmdur í grunn“. Alttjent
reyndist það alltaf öðm hverju
ofviða hinum ungu leikurum að
láta þessar afhjúpanir löðrunga
áhorfendur án allrar miskunnar -
eins og þeir eiga skilið.
Það getur líka verið, að úr þess-
um agnúum hafi dregið síðan
þegar sýningin fór að renna betur
- því vel var til hennar vandað og
margt lagt upp stórvel.
ÁB.
Miðvlkudagur 6. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7