Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 3
Hús tónlistarinnar FREITIR Alþýðubandalagið ABR Borgarráð vísará Laugar dalinn Skipulagsnefnd mœlirmeð Öskjuhlíð en borgarráð er á öðru máli orgarráð ákvað í gær að vísa Samtökum um byggingu tón- listarhúss á lóð í Laugardal við hlið Glæsibæjar, en sú lóð hlaut á sínum tíma næst flest atkvæði á fulltrúaráðsfundi samtakanna á eftir lóð í Öskjuhlíð. bynr borgarraði lá einróma til- laga skipulagsnefndar um að Samtökum um byggingu tónlist- arhúss yrði veitt vilyrði fyrir lóð- Nútíminn Aldreiá mánudögum Samdráttur vegna fjárhagserfiðleika Utgáfustjórn Nútímans hefur ákveðið að hætta útgáfu blaðsins á mánudögum. Ákvörð- un þessi var tekin á föstudag og mun blaðið ekki koma út - næstkomandi mánudag. Rit- stjórn blaðsins mun hafa verið andvíg ákvörðuninni, sem er tekin í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu þess. Þá mun tæknistjóri blaðsins jafnframt vera kominn í launa- laust leyfi vegna ágreinings um launamál. Skoðanakannanir benda til þess að ekki hafi náðst sá árangur í útbreiðslu blaðsins sem stefnt var að við útlitsb- reytingu þess í fyrra. -ólg. inni í Oskjuhlíð, settir yrðu þar ákveðnir skilmálar og Reykjavík- urborg fengi 2 fulltrúa í dóm- nefnd samkeppninnar um bygg- ingu hússins. Þessi samþykkt skipulagsnefndar er frá 18. mars s.l. en síðan hefur borgarráð fjall- að um málið á nokkrum fundum. Hefur ýmsum öðrum valkostum verið velt upp þar, m.a. hluta af lóð nýja útvarpshússins við Háa- leitisbraut, en útvarpsstjóri, sem er fyrrverandi forseti borgar- stjórnar mun algerlega andvígur öllum áformum um að skerða þá lóð. Fyrir nokkrum mánuðum vís- aði borgarráð samtökunum á þrjár lóðir að undangenginni tals- verðri athugun. Það var í Öskju- hlíð, Laugardal og í Vatnsmýri, þar sem skemmur Hafskips eru við Njarðargötu. Greidd voru at- kvæði um lóðarvalið á fulltrúa- ráðsfundi og vildu 2/3 stefna á Öskjuhlíð, næst flestir á Laugar- dal og fæstir kusu Vatnsmýrina. -ÁI. Lengjum lltla manninn! Peir voru að dímittera úr Samvinnuskólanum og fóru um sem slökkvilið til að slökkva lastaþorsta. Eða er það ekki? Þeir höfðu uppi vígorð hér í Síð- umúlanum: Styttum Albert! Lengjum litla manninn! Étum Seðlabankann! Margt fleira gott höfðu þeir til mála að leggja (ljósm. Valdís). Hringferð um flóann Spilahópurinn heimsækir Stokkeyri Það er mikill spenningur fyrir Stokkseyrarferðinni og um 50 manns þegar búnir að láta skrá sig sagði Vilborg Harðardóttir Þjóðviljanum um ferð spilahóps ABR til Stokkseyrar á sumardag- inn fyrsta. „Hugmyndin er komin frá Margréti Frímannsdóttur, odd- vita á Stokkseyri, en hún kom sem gestur á spilakvöld til okkar í vetur og fannst svo gaman að hún bauð öllum í kaffi til sín austur á Stokkseyri. Við ákváðum að þiggja boðið og fengum Hjalta Kristgeirsson sem er alinn upp í Flóanum til að vera leiðsögumað- ur ferðarinnar. Fyrst verður ek- inn hringur um Fióann. Á Eyrar- bakka taka oddvitahjónin Magn- ús Karel og Inga Lára Baldvins- dóttir á móti okkur og sýna okkur staðinn. Margrét ætlar svo að sýna okkur Stokkseyri og býður í kaffi og Björgvin Sigurðsson fyrr- verandi formaður verkalýðsfé- lagsins segir frá verkalýðsbaráttu í gamla daga og rifjar upp atburði sem gerst hafa á Stokkseyri í því sambandi. Einnig verður komið við í gamla rjómabúinu og síðan haldið í bæinn um sjöleytið. Við leggjum af stað kl. 1 á fimmtudag frá Hverfisgötu 105 og þeir sem hafa áhuga á að koma með ættu að láta skrá sig strax í síma 17500” sagði Vilborg. -aró. ÞU GLEÐUR fermingarbarnið með SILVER eða TOSHIBA ferðakassettutæki — Stórglæsileg og vönduð tæki Tálkni Ein kind var á lífi Fannst illa sœrð í eftirleitum. Þegar bændur á Barðaströnd fóru í eftirleitir á fimmtudag yfir svæðið við Tálkna þar sem sauðfjárveikivarnir létu skjóta á fé úr þyrlum fyrir páska, fannst ein kind á lífi innan um hræin. Kindin var illa særð og var hún aflífuð á staðnum. Eigandi kindarinnar var Jó- hann bóndi í Litluhlíð á Barða- strönd. Kindin var særð á snoppu og blind á auga eftir áverka. Ljóst er að þyrlumönnum hefur hvorki tekist að deyða hana í svokölluðu dauðaskoti né í síðara öryggis- skoti, en kindin trúlega rotast í skothríðinni. Hræ af lambi kind- arinnar fannst í urðinni. Mikil reiði er í bændum vestra vegna þessa máls og óskuðu þeir eftir að tekin yrði lögregluskýrsla af atburðinum er þeir komu úr leitinni. Fulltrúi sýslumanns á Patreksfirði neitaði að taka skýrsluna. -lg. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 SILVER 5V/T-45L StórsKemmtilegt tæki. 5jónvarp, útvarp og segulbandstæki. Allt í einu. (ekkert afnotagja,d V/erð kr. 20.730.- af sv./hv. tæki) 5ILV/ER 5T 4500L Hörkutæki með 4 útvarpsbylgjum. V/erð kr. 6.995.- ~ IliAUTOReViíRSe THOSHIBA RT-SX4, stórglæsilegt tæki með lausum hátölurum og equalizer. Verð kr. 12.950,- EINAR FARESTVEIT &COHF. BERGSTAÐASTRÆTI l()A 1 SÍMI 91-16995 — 21565 Silver Thunder 1. Þruma frá Silver í 4 litum. Hörkutæki. Verð kr. 7.930,- 60Ð GREIÐSLUKJ0R

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.