Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Héðinn Valdimarsson talar á útifundi í Reykjavík. Varaði við auðhringavaldinu fyrir réttum sextíu árum. “Þar ríkir auðmagnið eitl“ íslendingar á varðbergi gagnvart auðhringum og miðstjórnarvaldi í þeirri indælu bók Sig- urðar heitins Thoroddsen Eins og gengur veltir hann því fyrir sér hversu hljótt hafi verið um minningu Skúla föður hans Thorodd- sen þartil Jón Guðnason skráði hina ágætu ævisögu Skúla: „Pabbi barðist alla ævi fyrir auknu þegnfreisi, meiri jöfnuði og sjálfstæði þjóðarinnar. En það hæfir ekki að hampa þeim, sem taldir eru uppreisnarmenn og mótsnúnir hefðbundnu þjóðskipulagi. Þeir skulu gleymast, hinum er hamp- að, sem erfðu ríkið eftir Dani og mótuðu ferðina í anda íhaldssemi". Sigur- vegararnir skrá söguna. Undirlægju- hátturinn hvarf Hætt er við að sannleiksgildi þessara orða Sigurðar Thorodd- sen sé alltof mikið. Þannig óttast ég, að jafnvel í samfylkingum jafnaðarmanna og þjóðfrelsis- inna séu menn sem lenda í minnihluta í einhverjum málum undirorpnir sömu lögmálum gagnvart sögunni. Gildir þá einu hvort þeir hafa haft rétt fyrir sér eða ekki, - ef mótstöðumenn þeirra skrá „andófssöguna". í þessu sambandi fer ekki hjá því, að manni detti í hug, að ástæða þess hve hljótt er um minningu Héðins Valdimars- sonar miðað við afrek hans við uppbyggingu verklýðshreyfing- arinnar og íslensks þjóðskipulags á þessari öld, sé af þessum rótum. Hann lenti f andstöðu við Alþýð- uflokksforystuna og síðar við meirihluta miðstjórnar Sósíalist- aflokksins. Þar munaði víst einu atkvæði. Um var að ræða at- kvæðagreiðslu um afstöðu flokksins til Sovétríkjanna.~ Máske er það kaldranalegast, að í dag vildu langflestir nútímasósí- alistar þá Lilju kveðið hafa með Héðni í þessu máli einsog fleirum. í bókinni Þeir settu svip á öld- ina, sem Sigurður A. Magnússon ritstýrði er kafli um Héðin eftir Gils Guðmundsson. Þar segir m.a. frá ummælum Guðmundar Ó Guðmundssonar samstarfs- manns Héðins í Dagsbrún: „Vegna mikilhæfrar forystu hans í Dagsbrún varð félagið stéttar- legt stórveldi í landinu, félagatal- an margfaldaðist, kjörin og að- búð öll var stórbætt og undirlægj- uhátturinn hvarf“. Valdalaus og ráðalaus lýðurinn Fyrir réttum sextíu árum, í Skírni 1925, birtist grein eftir Héðin Valdimarsson um þróun auðmagnsins; um hvernig yfir- ráðin yfir framleiðslutækjunum færast á æ færri hendur: „Þessir nýju hringar eru tvennt í senn, aðdáunarverðir og skelfilegir. Aðdáunarverðir vegna þess, að þeir eru fullkomnasta fram- leiðslukerfið sem hugsanlegt er innan núverandi auðvaldsskipu- lags. Skelfilegir vegna þess, að yf- irráðin eru í höndum örfárra manna, sem nota hagnaðinn af þessari sameiningu framleiðslu- tækjanna sér til eigin ávinnings en ekki handa öllum vinnulýð anda og handa, og sökum þess að sérhver aukinn ávinningur þess- ara nýju hringa hleður undir þá nýjum völdum og bætir við þá síðustu sjálfstæðu fyrirtækjunum í hverju landi“. Síðar segir þar: „Völd heimshringanna og stóriðjunnar eru sívaxandi og óhætt að segja að netið liggur um heim allan. Blasir þá við framundan að fá- menn auðmagnsstétt stýri fram- leiðslu heimsins í eiginhagsmuna- skyni, en í þjónustu þessara vald- hafa standi allur lýðurinn, valda- laus og ráðalaus“. Þeir munu ekki skilja Fyrr á öldinni hefur oft komið til tals að hleypa erlendu kapítali inní landi, en þær raddir hafa oft- ast nær verið kveðnar í kútinn. Hinir ólíku stjórnmálaflokkar voru fyrir stríð nokkuð á einu máli um að erlendar fjárfesting- ar og fyrirtækjastarfsemi hér á landi, hefðu í för með sér of mikil menningarleg og pólitísk áhrif út- lendinga hér á landi - og þarmeð skerðingu á sjálfstæðinu. Þannig eru oft rifjuð upp orð Ólafs Thors þegar Titan-félagið hugðist tylla hér niður tánum á þriðja áratugnum. Og hefði farið betur á að rifja slík orð aftur upp. Þegar samningurinn var gerður við Alusuisse 1966 urðu nokkur orðaskipti milli Bjarna Bene- diktssonar og Einar Olgeirssonar á alþingi. Bjarni hafði bent á að íslendingar hefðu rétt til að taka álverið í eigin hendur ef þörf krefði. Þessu svaraði Einar Ol- geirsson: „Eftir svosem tíu ár, eru teknir við í Sjálfstæðisflokknum menn, sem eru af þeirri kynslóð sem hef- ur ekki samskonar uppeldi og erfð í sínu blóði og okkar kynslóð hefur haft, - sem ekki hefur lifað á íslandi undir dönsku flaggi, sem ekki hefur þá tilfinningu fyrir okkar sjálfstæði sem okkar kyn- slóð hefur haft, menn sem hugsa svo að segja alþjóðlega hvað það snertir, að auðmagn sé hlutur sem sé góður, hvaðan sem auðmagnið kemur og það sé hé- gómi að vera hræddur við slíkt. Og það geta þá verið slíkir menn, sem ekki hafa þessa erfð í sínu blóði sem séu teknir við og hafi það voldugan bakhjarl hér, þar sem þessi auðhringur er og máski þá fleiri sem væru komnir í hans kjölfar, að þær hugsanir sem við núna látum í ljós, finni ekki lengur hljómgrunn hjá meiri- hluta þjóðarinnar“. Annar tónn í skýrslu þeirri, sem samþykkt var af miðstjórn og formanna- fundi ASÍ sem grundvöllur við- ræðna við Vinnuveitendasam- bandið um stefnumótun í at- vinnumálum segir: „Nýta verður hagkvæma kosti á sviði orkufreks iðnaðar. Sé hrá- efnisöflun, framleiðslutækni og markaðsfærsla á okkar valdi er eðlilegt að slíkur iðnaður sé að stórum eða mestum hluta í eigu íslendinga. Ef erlendir aðilar hafa þessa þætti á sinni hendi eða rekstraráhætta er mjög mikil þarf í hverju tilviki fyrir sig að meta hve skynsamleg innlend eignar- aðild er“. Gegn stóriðju Á hinn bóginn var samþykkt ályktun um atvinnuþróun á Kvennastefnu Alþýðubandalags- ins, sem haldin var fyrir skömmu í Ölfusborgum, þar sem segir m.a.: „Kvennastefna AB leggur áherslu á, að nýjar atvinnugrein- ar séu byggðar á íslensku hugviti, hefðum og hráefni og að eignar- aðild og hald á atvinnutækjum sé í höndum íslendinga sjálfra". Reyndar er kveðið skýrt á um höfnun ástóriðju: „Kvennastefn- an er á móti stóriðju sem valkosti í atvinnumálum við núverandi aðstæður“. Viljum ekki Singapore í viðtali við Þjóðviljann á dög- unum gerði Kjartan Ólafsson að umtalsefni þá markaðskreddu sem góðan hljómgrunn hefur haft alltof víða í íslenska þjóðfélaginu að undanförnu. Hann varaði við hættunni á „þeirri geigvænlegu þróun að ísland breytist í borgríki þarsem útvalin sveit nokkurra eiginhagsmunaseggja og kaupa- eðna fer í raun með öll efnahags- leg og pólitísk völd í bandalagi við erlent auðmagn og með vel- þóknun þess erlenda herveldis sem hér heldur uppi eftirliti". „Við skulum ekki gera ísland að eins konar Singapore eða Hong Kong, því á slíkum stöðum verða spurningar um jafnrétti eða sjálfstæði aðeins fáránlegar. Þar ríkir auðmagnið eitt,“ sagði Kjartan Ólafsson. Grundvallar- atriði lýðræðisins Þegar Sigurður Thoroddsen, Magnús Kjartansson og fleiri lögðu hver með sínum hætti hug- myndafræðilegan grundvöll að andófi okkar gegn auðhringa- valdi á íslandi seinni hluta aldar- innar, bentu þeir á sérstöðu ís- lenska þjóðríkisins. Þeir bentu á smæð markaðarins og hve mikil ítök tiltölulega lítils auðhrings ætu orðið af þeim sökum einum. þessu sambandi var bent á, að Alusuisse hefur keypt um það bil helming allrar raforkufram- leiðslu Landsvirkjunar og hefur þarafleiðandi gífurleg ítök í raf- orkumálum okkar. Það er heldur engin tilviljun að samtök ís- lenskra kaupahéðna, Verslunar- ráð íslands, hefur í forsæti sínu forstjóra Alusuisse í landinu. Takmörkun á starfsemi auðhringa er líka spurning um lýðræði. Við viljum hefta vald ríkis og fyrirtækja, - til að færa það fólkinu. Um þetta sagði Magnús Kjartansson: „Grundvallaratriði lýðræðis og sósíalisma er dreifing á valdi, að ákvarðanir séu teknar í sem nánustum tengslum við fólkið sjálft, að bilið milli þeirra sem með stjórn fara og alþýðu manna sé sem allra skemmst. Það ómennska miðstjórnarvald sem tíðkast í stórum ríkjum og risa- vöxnum fyrirtækjum mun ekki fá staðfest nema skaiama lirið gegn kröfum fólksins um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt". Óskar Guðmundsson Laugardagur 20. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.