Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 15
MENNING Aldeilis stórfallegt Musica Anticua Tónleikar í Langholtskirkju 14. aprQ 1985 Flytjendur: Eva Nássén, mezzo-sópran Camilla Söderberg, blokkflauta Helga Ingólfsdóttir, semball Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, viola da gamba Snorri Örn Snorrason, lúta. Þaö var mikill þokki yfir tón- leikum Musica Antiqua sem fóru fram í Langholtskirkju 14. apríl s.l.. Þessi gömlu verk, leikin á þeirra tíma hljóðfæri, gefa ekki tilefni til stórra átaka í styrkleika- hlutföllum, en því meira áber- andi verður ef eitthvað fer úr- skeiðis, vegna þess hversu tár- hreinar og fíngerðar allar línur verkanna eru. En slíkum mistök- um var ekki fyrir að f ara á þessum tónleikum. Musica Antiqua fékk núna til liðs við sig sænska söng- konu, Evu Nássén mezzo- sópran, sem hefir sérhæft sig í gamalli tónlist, og verður að segja það strax, að það var hrein upplifun að heyra þessa frábæru söngkonu syngja gömul ástar- og skemmtiljóð eftir ýmsa höfunda. Fyrst voru fjögur lög með lútu- undirspili eftir Jacques Maudit (1557-1626), eitt lag, Pierre Gué- dron, eitt lag, og síðan tvö eftir RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSÖ Étienne Moulinier (um 1600- 1660). Næsta verk var eftir Claudio Monteverdi (1557- 1643), Et é pur dunque vero, en það er samið fyrir söng, blokk- flautu, lútu og viola da gamba. Þetta var aideilis stórfallegt stykki, sungið og spilað af full- kominni innlifun og þeim þokka sem einkenndu yfirleitt þessa tónleika. Sónata í C dúr eftir Handel fyrir blokkflautu, sembal og viola da gamba var síðasta verkið fyrir hlé. Eftir hlé kom svo Alessandro Sccarlatti, „Ardo e ver” fyrir söng, blokkflautu, sembal og gamba. Fantasía eftir John Dowland (1562-1626) fyrir lútu, var fallega leikin af Snorra Erni Snorrasyni og sönglögin sem fylgdu í kjölfarið eftir sama höfund voru túlkuð á óviðjafnan- legan hátt af Evu Nássén. Að endingu var aftur verk eftir Hándel, „Nell dolce dell’oblio” fyrir söng, blokkflautu, sembal og gamba. Aðdáanlegur var tví- söngur blokkflautu og söngs, þar sem söngur og flauta skiptust á sömu strófum sem verkaði eins og bergmál. Hljóðfæraleikararn- ir eru öll vel kunn og gerðu þau hvert sínu hlutverki óaðfinnanleg skil, en þó vil ég sérstaklega taka fram blokkflautuspil Camillu Sö- derberg sem var aldeilis hrífandi. Ein aðfinnsla: er það mikið mál að snara skýringum Evu Nássén á tekstunum yfir á ylhýra málið? Erum við ekki á íslandi? Finnsk-sœnskur kvennakór Litskyggnubók um Ásgerði Listasafn ASÍ hefur á und- anförnum árum gefið út lit- skyggnubækur með myndlist- arverkum. Fjórða bókin er ný- komin út og hefur hún að geyma myndiraf verkum Ás- gerðar Búadóttur veflistar- konu. Fyrri bækureru um Gísla Jónsson, NínuTryggva- dóttur og íslenska vefjarlist frá 1950-1980. í bókinni eru 36 litskyggnur af verkum Ásgerðar og spanna þau 36 ára feril listakonunnar sem er sennilega sú fremsta hér á landi í sinni grein og hefur hlotið margar viðurkenningar, bæði hér heima og erlendis. -ÞH Nú um helgina kemur hing- að til lands finnsk-sænskur kvennakórfrá Helsinki. Kór- inn, sem nefnist Lyran, verður hér í viku og heldur þrenna tónleika, þáfyrstu á mánu- dagskvöldið kl. 20.30 í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Lyran heldur upp á fertugs- afmæli sitt á næsta ári en í honum eru einkum háskólakonur. Kór- inn hefur fengið margvíslega viðurkenningu fyrir söng sinnn og verið sæmdur nafnbótinni besti kvennakór Finnlands. Með í förinni er píanóleikarinn Gustav Djupsjöbacka sem talinn er einn fremsti undirleikari finna en leikur þessutan með útvarps- hljómsveitinni í Helsinki. Á efnisskrá kórsins eru gömul og ný finnsk sönglög, þám. tvö ný stærri verk eftir Herman Rech- berger og Mikko Heiniö. Einnig íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar og verk eftir Schu- bert, Brahms, Holst og Nystedt. Auk tónleikanna í Félagsstofn- un stúdenta syngur Lyran í Lyngbrekku í Borgarfirði á þriðjudaginn kl. 21 á Borgfirð- ingavöku og á tónleikum Sinfóní- uhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói næstkomandi laugardag. -ÞH Morgunstund gefur gull í mund 50% afsláttur af öllu smábrauði fyrir kl. 10.00. Vínarbrauð beint úr ofninum kl. 2.30 20% afsláttur milli kl. 2.30 og 4.00. Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27, Reykjavík. óskar eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Fulltrúi. Starfið er m.a. fólgið í almennum skrifstof- ustörfum, launaútreikningum, bókhaldi og afleys- ingum fyrir forstöðumann. 50% staða. • Vaktstjóri við íbúðir - dagvinna. Staðan er m.a. fólgin í daglegri stjórnun vakta og skipulagi á vinnu starfsmanna. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 685377, milli kl. 13 og 15 daglega. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Fteykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16 fimmtudag 2. maí 1985. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í akstur á styrkingar- og malarslitlagi í Krýsuvíkurveg. (Magn 28 - 32 þús. rúmmetrar). Verki skal lokið 7. júní 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Selfossi frá og með 22. apríl nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 29. apríl 1985. Vegamálastjóri. Valborgarmessa íslensk-sænska félagið fagnar vori 30. apríl í Skíða- skálanum í Hveradölum. Matur, söngur, dans, varð- eldur. Skemmtunin hefst kl. 20. Rútuferð frá Hlemmi kl. 19. Miðaverð er 650 kr. Þátttaka tilkynnist fyrir 23. apríl í síma 99-4414. Hen*lðu iuAhI Hemlodo • Pað er ekkert gamanmál ef hemlabúnaður bílsins svíkur þegar á reynir. Gegn slíkri skelfingu, er aðeins ein vörn: Láta yfirfara hemlakerfi bílsins reglulega, svo það sé ávallt í fullkomnu lagi. Hjá okkur fást original hemlahlutir í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði. Serverslun með hemlahluti OlStilÍing Skeifunni 11 Símar 31340 og 82740 ■#

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.