Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 6
Polar Cup Góður leikur gegn Svíum Svíar unnu á endasprettinum. „Norðmenn löbbuðu yfir okkur“ IÞROTTIR Meisiarar Markvarsla Sverris vendipunkturinn! FH íslandsmeistari eftir sigur á Val. Sverrir lokaði markinu lokakaflann og tryggði FHtitilinn. íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði í tveimur leikjum í Polar Cup keppninni sem nú stendur yfir í Finn- landi. Fyrir Svíum í gærmorgun 74-69 og fyrir Norðmönnum í gærkvöldi 91- 73. „Þetta er sennilega einhver besti leikur okkar gegn Svíum frá upp- hafi,“ sagði Einar Bollason landsliðs- þjálfari í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. „Vörnin var frábær, bar- átta og hittni góð og flest gekk upp. Þeir voru yfir í hálfleik 39-33 en við jöfnuðum og leikurinn var í járnum lengst af. Ivar Webster og 'forfi Magnússon yfirgáfu völlinn skömmu fyrir lcikslok með 5 villur og Svíar voru sterkari á endasprettinum. Leikurinn lofar góðu. Við reiknuðum ekki með því að eiga neina möguleika og ætluðum að hvíla nokkra leikmenn fyrir átökin gegn Norðmömium um kvöldið en þegar leikurinn þróaðist svona var auðvitað leikið á fullu“. Valur Ingimundarson og ívar We- bster voru bestu menn íslenSka liðsins og Tómas Holton stóð sig einnig mjög vel. Valur hitti vel, skoraði t.d. þrjár þriggja stiga körfur, og ívar hirti 18 fráköst. Valur gerði 18 stig, Pálmar Sigurðsson 9, Tómas og Jón Kr. Gíslason 8, ívar 6, Torfi 5, Hreinn Þorkelsson 3 og Birgir Mikaelsson 2. Leikurinn við Norðmenn var jafn framan af, staðan var t.d. 30-30 þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. „Norð- menn komust yfir fyrir hlé, 49-43, og ívar fékk sína 4. villu í lok hálfleiks- ins. Við urðum því að hvíla hann í byrjun seinni hálfleiks og þá löbbuðu hinir hávöxnu Norðmenn hreinlega yfir okkur og náðu 16 stiga forskoti," sagði Einar. Ungu mennirnir, Birgir og Tómas, voru bestu menn íslenska liðsins í leiknum. Valur skoraði 15 stig, Birg- ir, Tómas og fvar 12, Pálmar 11, Jón Kr. 6 og Torfi 5 stig. íslenska liðið hvílir í dag en mætir Dönum á morgun. „Við eigum ágæta möguleika á sigri, en verðum að minnast þess að við töpuðum fyrir þeim í Evrópukeppninni í fyrra. Það er stígandi í liðinu hjá okkur og leikurinn leggst vel í mig. En Danir eru stórir og með miklar skyttur - reyndar eru íslensku leikmennirnir eins og smákrakkar við hliðina á leik- mönnum hinna þjóðanna. Nú væri gott að hafa Pétur Guðmundsson og Flosa Sigurðsson,“ sagði Einar. Önnur úrslit á mótinu hafa orðið þessi: Finnland-lsland.................90-53 Svíþjóð-Noregur................90-71 Finnland-Danmörk................98-78 Noregur-Danmörk................103-73 Finnland...........2 2 0 188-131 4 Svíþjóð............2 2 0 164-140 4 Noregur............3 2 1 265-236 4 Danmörk............2 0 2 151-201 0 Island.............3 0 3 195-255 0 f dag fer fram Norðurlandaþing körfuknattleiksmanna og þar munu íslendingar leita eftir stuðningi hinna Norðurlandanna í máli Péturs Guð- mundssonar fyrir FlBA-þingið í næsta mánuði. Sverrir Kristinsson tryggði FH Islandsmeistaratitilinn í hand- knattleik annað árið í röð með stórbrotinni markvörslu síðustu tíu mínúturnar gegn Val í gær- kvöldi. Valsmenn höfðu haft undirtökin nær allan leikinn en Sverrir lokaði markinu gersam- lega þegar staðan var 14-14- FH- ingar tvíefldust og skoruðu síð- ustu fjögur mörkin. Lokastaðan 18-14 - FH er orðið íslands- meistari þó einni úrslitaumferð sé enn ólokið. Réttast væri að sleppa henni. Frábært afrek Hafn- firðinganna - þeir hafa svo sann- arlega verið besta handknatt- leikslið íslands veturinn 1984-85. Valur varð að sigra til að eiga möguleika á að ná FEI í lok- aumferðinni og lengi vel leit út fyrir að það tækist. Bæði lið léku góðan varnarleik en fyrir vikið voru sóknaraðgerðir beggja reglulega máttlausar og lítið fyrir Víkingar unnu léttan sigur á KR, 21-14, í úrslitum 1. deildar karla í Höllinni í gærkvöldi. KR skoraði aðeins tvö mörk fyrstu 28 mínútur leiksins en staðan í hálf- leik var 11-4. Mörk Víkings: Hilmar Slgurgíslason 6 (4v), Þorbergur Aöalsteinsson 4, Steinar Birgisson 3, Siggeir Magnússon 3, Karl Þráinsson 2, Viggó Sigurðsson 2 og Einar Jóhannesson 1. Skíði Feðgarí sigursveit Feðgarnir Kristján Sigurjóns- son og Einar Kristjánsson (15 ára) voru í sigursveit Skíðafélags Reykjavíkur, B-sveit, sem varð Reykjavíkurmeistari í 3x10 km göngu í fyrrakvöld. Keppt var í blíðskaparveðri í Bláfjöllum. Þriðji maður í sveitinni var Garð- ar Sigurðsson og gekk hún vega- lengdina á 1 klukkustund, 16,27 mínútum. SR vann þar með bik- arinn til eignar, en þann var far- andbikar, gefinn af ÍSÍ. Öldunga- sveit SR sigraði í 3x5 km göngu en hana skipuðu Sveinn Kristins- son, Pálmi Guðmundsson og Tryggvi Halldórsson. _vs England Barker rekinn Richie Barker var í gær rekinn úr stöðu sinni sem framkvæmda- stjóri enska knattspyrnufélagsins Notts County. Hann hafði aðeins verið við völd í sex mánuði - hann tók við af Larry Lloyd í október og þá var Notts County, sem lék í 1. deild í fyrra, í neðsta sæti 2. deildar. Breytingin hefur orðið lítil, Notts er nú í næstneðsta sæt- inu og fall í 3. deild blasir við. -VS. augað. Einar Þorvarðarson sýndt stórkostlega markvörslu hjá Val framanaf og Valur leiddi nánast allan fyrri hálfleik með 1-2 mörk- um. Staðan í hléi var 10-8 og Val- ur gerði fyrsta mark seinni hálf- leiks. Pá ætluðu Valsmenn að hægja ferðina en fengu dæmda á sig töf hvað eftir annað og FH jafnaði, 11-11. Valurkomst yfirá ný en í stöðunni 14-14 var röðin komin að Sverri. Hann varði á sömu mínútunni tvö skot af línu og eitt vítakast og hélt þar FH algerlega á floti. Jón Erling skoraði, 15-14, og Sverrir hélt áfram að verja. Tvö mörk enn, 17-14, og þá varði Sverrir þrisvar af línunni í sömu and- ránni! Lok lok og læs - Vals- mönnum var fyrirmunað að skora og Þorgils Óttar kórónaði síðan sigurinn, 18-14. Loks þegar Valur skoraði í lokin var búið að flauta leikinn af sekúndubroti áður. Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 4 (1 v), Haukur Ottesen 4, Friörik Þorbjörnsson 2, Höröur Harðarson 2 (1v), Haukur Geir- mundsson 1 og Páll Björgvinsson 1. Fyrir utan Sverri voru Kristján Arason, Guðjón Guðmundsson og Þorgils Óttar Mathiesen bestu menn FH. Liðið hefur oftast leikið betur og sama má segja um valsliðið sem skoraði aðeins 4 mörk í seinni hálf- leik. Á þeim bæ var Einar yfirburða- maður, varði ekki aðeins 18 skot (2 víti) heldur lagði hann upp 4 mörk með frábærum sendingum yfir þveran völlinn. MörkFH: Kristján4(1 v), ÞorgilsÓttar4, Hans Guðmundsson 3, Jón Erling Ragn- arsson 3, Guöjón G. 2, Valgaröur Val- garösson 1 og Sveinn Bragason 1. Mörk Vals: Guöni Bergsson 5 (5 v), Jak- ob Sigurðsson 4, Valdimar Grímsson 2, Þorbjörn Guömundsson 2 og Theodór Guðfinnsson 1. Til hamingju - FH-ingar. Þetta er meira en verðskuldað. -vs Staðan í 1. deild karla í handknattleik fyrir lok- aumferðina er þessi: FH........... 15 11 3 1 386-344 25 Valur........ 15 7 4 4 313-301 18 Víkingur...... 15 6 1 8 323-337 13 KR........... 15 1 2 12 308-348 4 Markahæstir: Kristján Arason, FH................97 Hans Guðmundsson, FH...............87 Þorbergur Aöalsteinss., Víkingi....82 Viggó Sigurðsson, Víkingi..........70 HaukurGeirmundsson, KR.............65 -VS Sölufulltrúi Við óskum eftir að ráða starfsmann til sölustarfa á byggingarvörum. Starfssvið hans verður m.a. að vinna að markaðs- setningu á nýrri framleiðslu. Við leitum að frískum og frambærilegum starfsmanm sem á gott með að hafa samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmanna- stjóra, er veitir nánari upplýsmgar. Umsóknarfrestur til 30. þessa mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALO LINDARGÖTU 9A Djúprækjuveiðar Útgerðarmenn - skipstjórar sem hyggja á djúprækjuveiðar. Okkur vantar báta í viðskipti. Upplýsingar í síma 96-52188 og á kvöldin í síma 96- 52128. Sæblik hf. Kópaskeri. Rannsóknarmaður Orkustofnun óskar að ráða sem fyrst rannsóknar- mann til efnagreiningar á rannsóknarstofu. Um er að ræða tímabundið starf. Frekari upplýsingar um starfið eru veittar af starfsmannastjóra, sími 83600 kl. 10 - 12 næstu daga. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannastjóra fyrir 30. apríl nk. ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK Starfsmannafélagið Sókn auglýsir aðalfund og orlofshús. Aðalfundur starfsmannafélagsins Sóknar verður haldinn í Hótel Hofi við Rauðarárstíg miðvikudaginn 24. apríl kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Tekið verður á móti umsóknum í orlofshús félagsins frá 26. apríl til 7. maí. Sýnið skírteini. Stjórnin. Lóðaúthlutun — Reykjavík Hafin er úthlutun lóða fyrr einbýlishús og raðhús á tveimur svæðum við Grafarvog. Vestan Gullinbrúar og norðan Fjallkonuvegar verða lóðirnar byggingar- hæfar í haust. Ennfremur er óráðstafað nokkrum byggingarhæfum lóðum á öðrum svæðum við Grafarvog og einnig í Selási. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Borgarstjórinn í Reykjavík. Handbolti Léttur Víkingssigur 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.