Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI
Skuldaveisla og sjálfstæöi
Fátt stendur jafn strítt upp úr hinum pólitísku
vaidhöfum þegar þeir hitta þjóöina á manna-
mótum og nauðsyn þess að stemma stigu við
lántökum á erlendri grund. Því miður hefur þeim
á hinn bóginn mistekist fátt jafn grimmilega og
einmitt það. Baggi þeirra eriendu skulda sem
misvitur stjórnvöld hafa bundið okkur vex ár frá
ári, viku frá viku og dag frá degi. Það er hvergi
lát á vitleysunni. Offjárfestingarveislan heldur
áfram og stjórnvöldum virðist fyrirmunað að
læra af reynslunni.
Þetta kom einkar glöggt fram við umræður á
þingi um lánsfjáráætlun stjórnarinnar í síðustu
viku. Þar var Ijóst að þrátt fyrir stóru orðin ráð-
herranna eru erlendar skuldir okkar enn að
aukast. Einungis í ár munu þær verða rösklega
sjö miljarðar. Það eru hvorki meira né minna en
hartnær 65 prósent þjóðarframleiðslunnar á
þessu ári.
Skuldahlössin sem hlaðast upp hjá okkur fyrir
atbeina stjórnvalda valda því að sjálfsögðu að á
næstu árum munum við þurfa að borga geipihá-
ar upphæðir í vexti og afborganir. Því miður hafa
ráðamenn gersamlega vanrækt að benda á af-
leiðingar þess fyrir lífskjör þjóðarinnar. Það er út
af fyrir sig ekki skrýtið - þeir þurfa að láta kjósa
sig aftur og er því lítið í mun að básúna fyrir
lýðnum hvaða afleiðingar mistök þeirra hafa
fyrir fólkið í landinu.
Til að menn geti hinsvegar áttað sig á alvöru
málsins skulu hér nefndar tvær tölur:
• Fyrir áratug námu greiðslur af erlendum
skuldum 5 tll 7 prósentum af útflutningstekj-
um þjóðarinnar.
• í ár er þetta hlutfall hins vegar miklu stærra.
Nú verðum við að greiða heilan fjórðung - 25
prósent - í þessu skyni.
Hvað mun þetta þýða fyrir okkur?
Einfaldlega það, að miðað við óbreytt ástand
er nánast ómögulegt annað en sameiginlegir
sjóðir landsmanna þrengist allmikið meðan að
verið er að greiða niður skuldirnar. Það mun
aftur leiða til þess að það velferðarstig sem
þjóðin býr við hlýtur að lækka talsvert á meðan.
Að sjálfsögðu myndi það bitna fyrst og fremst á
launafólki og þeim sem mest þurfa á félagslegri
þjónustu að halda.
Önnur hætta - og öllu verri - gægist einnegin
framundan skuldafjallinu. Þegar afborganir af
erlendu lánunum eru farnar að segja til sín með
meiri þunga á lífskjörum almennings en í dag,
þá er það deginum vísara að hermangsöflin í
■ þjóðfélaginu - hvar í flokki sem þau standa -
munu setja fram kröfur um gjaldtöku af amer-
íska hernum fyrir Keflavík og ratsjárstöðvarnar.
Þau munu freista þess að nota ástandið til að
binda okkur enn fastar niður á klafa hermangs
og hernáms.
Kröfur í þessa veru voru settar fram á lands-
fundi Sjálfstæðismanna þar sem allverulegur
hluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu
studdu gjaldtökuhugmyndina. Hugmyndir í
svipaða veru hafa einnig komið fram upp á
síðkastið í greinaskrifum, til að mynda í Morgun-
blaðinu.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta
er mesta hættan af hinni erlendu skuldasöfnun
okkar. Á næstunni munum við því þurfa á öllum
styrk okkar að halda til að sporna gegn frekara
afsali á rétti okkartil sjálfstæðrar tilveru í samfé-
lagi þjóðanna.
Maðurinn
með munninn
Það er ekki hægt að ræða skuldasöfnun okk-
ar erlendis án þess að minnast á hlutverk Al-
berts Guðmundssonar, fjármálaráðherra. Hann
er að sjálfsögðu sá, sem ber hina formlegu
ábyrgð á skuldaveislu stjórnarinnar. Einsog
landslýður man gjörla gaf Albert út endurteknar
yfirlýsingar þess efnis að færu erlendar skuldir
yfir 60 prósent af þjóðarframleiðslunni myndi
hann segja af sér embætti sínu.
Nú er Ijóst að þær munu fara nærri 65 pró
sentum. Albert situr þó enn - og yfirlýsingunum
fækkar. Hversvegna skýrir hann ekki sinna-
skipti sín fyrir þjóðinni?
Hversvegna þegir maðurinn með munninn
núna?
-ÖS
DIQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 20. apríl 1985