Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur af jökladeleríum Konan mín heldur aö þegar ég er aö horfa á auglýsingarnar í sjónvarpinu, þá sé ég bara aö slæpast, eöa að ég sitji svona dolfallinn fyrirframan sjónvarpsskjáinn til þess eins að losna viö að taka þátt í eldhúsumsvifunum. Þetta er á misskilningi byggt. Sú leiðsla sem ég er í fyrir framan sjónvarpið í auglýsingatímunum er sérstök tegund af leiðslu og hefur stundum verið kölluð hugleiðsla. Margt af því merkilegasta sem mér dettur í hug fæðist einmitt í auglýsingatímum sjónvarpsins og hananú. í gærkvöldi fór ég tildæmis að húgsa um sam- keppni svona almennt og í beinu framhaldi af því það framtak, sem stundum hefur verið kallað „frjálst framtak" og er af frjálshyggjumönnum kall- að aflvaki mannlegs lífs. Og ég fór að hugleiða hvað hinum „frjálsa manni“ er það nú mikið sálu- hjálparatriði að vera í einhvers konar keppni, svo að hið frjálsa framtak fái notið sín. Keppt er í sundi, hlaupum, stökkum, bolta- leikjum, slagsmálum, lyftingum og dýfingum. Keppt er í söng í sjónvarpinu, ofáti í Naustinu, skíðahlaupi á fjöllum, maraþondansi og bogfimi lamaðra. Ökuníðingar keppa um það hver nái mestum árangri í þeirri grein sem kölluð hefur verið “rallí“ og efnt ertil heimsmeistarakeppni í kvenlegri fegurð, karlmannlegri vöðvasöfnun, vindgangi, Ijóðagerð, óperusmíð og jafnvel gengið árlega til „drengilegrar keppni" í því hver lengst geti hangið í flaggstöng, án þess að takatil sín næringu eða láta frá sér úrgang. Af öllum þeim fjölmörgu keppnum sem hérlendis er efnt til, má víst telja að engin veki fögnuð á við keppnir björgunarsveita þégar þær eru að bjarga öðrum björgunarsveitum sem hafa týnst í björgun- arleiðangri útaf týndum björgunarmanni, sem ekki fann rjúpnaskyttu af því að hún var komin til byggða. Helstu keppnisliðin í þessari skemmtilegu íþrótt eiu Hjálparsveit skáta, Slysavarnafélagið, Flug- björgunarsveitin og ameríski herinn. Allt eru þetta einvalalið vaskra manna (og jafnvel kvenna) og með göfugt markmið, en stundum flökr- ar það að manni að með kappinu sé full lítil forsjá. Það var á Vatnajökli um daginn að hátt á annað- hundrað manns settu sig í bráðan lífsháska til að bjarga Akureyringi, sem álpast hafði ofaní jökul- sprungu og líkt var komið fyrir og Þorgeiri Hávar- syni forðum, þegar hann hékk á graðhvannarnjól- anum og undir var bjart tírætt. Strax og fréttist af manninum í jökulsprungunni hófst keppnin um það hver yrði fyrstur á staðinn, skátar, Flugbjörgunarsveitin, Slysavarnafélagið eða herinn. Leitarflokkar fóru frá Reykjavík með gífurlegum viðbúnaði, aðrir frá Akureyri, Húsavík og úr Mývatnssveit og höfðu lengi farið, þegar menn á Egilsstöðum heyrðu í útvarpinu að maður væri í háska á jöklinum, óku þangað á snjóbílnum „Tanna“, sóttu manninn og félaga hans og komu þeim til byggða. Ef ég man rétt voru menn marga daga eftir þetta að villast, týnast og finnast á jöklinum svo úr þessu urðu hinar ánægjulegustu fjallaferðir fyrir fjölmarga sem fyrir guðlega forsjón drápu sig ekki í frum- hlaupinu. Fjórum amerískum hermönnum var slakað niður á jökulinn og þeir týndust strax. Þegar útvarpið hafði samband við leitarmenn, sem þá voru farnir að leita að könunum, raunar sjálfir týndir og þeir voru spurðir hvort þeir væru að leita á réttum slóð- um svöruðu þeir skilmerkilega: „Við erum á réttum stað, en þeir týndu eru bara ekki þar“. Svo héldu þeir sjálfir áfram að vera týndir og væntanlega hefðu þeir leitarflokkar líka týnst sem hefðu farið að leita að þeim, ef ekki hefði rofað til um morguninn og flugvélar fundið alla þessa villuráfandi fjalla- sauði, sem reikuðu delerandi og ífullkominni erind- isleysu um jökulinn. Og nú fer ég að hugleiða þarna fyrir framan sjónvarpið, sem er að auglýsa barnableyjur, kók og flúor hversvegna kanarnir hefðu týnst. - Hvers vegna heldurðu að kanarnir hafi týnst á jöklinum, hrópa ég frammí eldhús. - Þeir hafa bara ekki fundið rétta tjaldstæðið, hrópar hún um hæl. Og ég fletti því upp í handbók skáta, hvernig tjaldstaður eigi að vera. Þar stendur orðrétt á bls. 14. Við val tjaldstaðar þarftu að athuga að þar sé: Rennandi vatn. Sléttlendi fyrir tjaldbúð. Hólar og hæðir fyrir víðavangsleiki. Laut fyrir varðeld. Staður fyrir flaggstöng. Staður fyrir leiki. Staður fyrir sorp. Staður fyrir salerni. Auk þess þarft þú að gæta að helstu vindátt og gæta þess að staðurinn sé ekki of langt frá byggð. Þegar ég er búinn að lesa þessar leiðbeiningar læðist sá grunur að mér að ef til vill séu fjallaferðir björgunarsveita einhverskonar vetrarleikir og ég fletti upp í bók Baden Powels, skátahöfðingjans mikla: Skátahreyfingin (Scouting for boys) og viti menn. Undir yfirskriftinni „Vetrarleikir í norðlægum löndum" á blaðsíðu 48 stendur orðrétt: „Síberískar mannaveiðar“ Einn skátinn er flóttamaður og tekur á rás útá snæbreiðuna, eitthvað út í buskann og léttir ekki fyrr en hann hefur fundið góðan felustað og bíður þar átekta. Leitarflokkurinn gefur honum tuttugu mínútur til að komast undan eða rúmlega það og leggur síðan af stað í slóðina. Þegar þeir nálgast felustað flóttamannsins, skýtur hann að þeim snjókúlum, og hver sá sem fyrir kúlu verður er talinn dauður og dæmist út leik. Flóttamaðurinn er fallinn, er hann hefur verið hittur þrisvar sinnum. Og ég kemst að endanlegri niðurstöðu: - Æ! Þetta er ungt og leikur sér. Af ákvæðisvinnu T veir menn eru nefndir til sög- unnar sem unnu við uppslátt á stóru húsi eftir uppmælingar- taxta. Voru þeir kappsamir mjög. Annar þeirra gáði ekki að sér og steyptist ofan af annarri hæð þar sem hann var að bardúsa. Vildi honum þaðtil happs, aðvírarstóðu út úr vegg þeim utanverðum sem hann rann niður með, kræktust þeir í úlpu mannsins og svo hékk hann þar fastur. Kallaði hann til félaga síns og bað hann koma sér til hjálpar. Ég er ekkert í því, svaraði hinn, og negldi sem mest hann mátti. Sá óheppni varð að dúsa þar sem hann varð kominn drjúga stund þar til vegfarend- ur sáu aumur á honum...B Stjórarnir Frétt Þjóðviljans um jarðrask hestamanna á friðuðu svæði í Elliðaárdalnum vakti að von- um athygli. I Ijós kom að sá sem hafði gefið Fáks- mönnum leyfi til að holufylla stórt svæði sem nota á undir bílastæði á Landsmóti hesta- manna á næsta ári var bæjar- stjórinn í Kópavogi. Hann hafði hinsvegar ekkert leyfi til þess og spurði engan leyfis. Þess vegna komu bæjar- stjórnarmenn í Kópavogi af fjöllum. Það hefur ekki komið fram að bæjarstjórinn í Kópa- vogi er einn af framámönnum í Hestamannafélaginu Fák. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík er einnig Fáks- félagi og hann gaf leyfi til uppsetningar á girðingu á svæðinu, sem einnig er ólög- legt samkvæmt lögum um friðlýst svæði.B Fyrirspurn á þingi Hve mikið eru ríkisbanka- stjórar að meðaltali á ári úti að aka við störf sín? Þannig hljóðaði fyrirspurn sem Guðmundur Einarsson alþingismaður setti saman og ætlaði aö leggja fram. Hann dró hana til baka úr prentun þegar utandagskrárumræða varð um bankastjóramálið á þinginu. ■ Sending frá himni Félagsskapurinn Von hefur hafið þjónustu fyrir drykkju- sjúka frændur okkar í nág- rannalöndunum, einkum frá Færeyjum. Er færeyskum drykkjumönnum boðið upp á samskonar meðferð hjá Von og samtökin SÁÁ hafa beitt hér með góðum árangri. Munu færeyskir drykkjumenn og konur hafa tekið vel við sér þegar þeir fréttu af þessari þjónustu hér á landi, og gera hinir bjartsýnustu sér nú vonir um að fslendingar séu í þann veginn að létta áfengisbölinu af frændþjóðinni. f það minnsta höfum við fregnað að þegar Skúli Thoroddsen, helsti hvatamaður þessa fra- mtaks, hafi sést á götu í Þórs- höfn í erindum fyrir Von nýver- ið, þá hafi gamlar konur fylgt á eftir honum á götunni með blessunarorðum: „Guð hefur sent þig!“B Matgírugir mmmmmmmmmmmmammmmmm—mmmni niðurskurðar- meistarar Sú saga gengur í kerfinu og er ekki seld dýrar en hún var keypt, að niðurskurðarmeist- arar Hagvangs sem sendir voru til að fá út „vísindalega" niðurstöðu um að það þyrfti að fækka fólki hjá Orkustofn- un, hafi verið álíka bragðvísir og yfirmaður þeirra ráðherr- ann. Þeir komu nefnilega að sögn oftast inní mötuneyti Orkustofnunar þegar klukk- una vantaði 5 mínútur í 12 - til að missa ekki af matnum. Ekki segir sagan að matar- kostnaður hafi verið dreginn frá niðurskurðar- kostnaðinum.B Listahátíð tapar Ronju Ein af skrautfjöðrunum á næstu Listahátíð átti að vera kvikmyndin Ronja ræningja- dóttir eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren, og upphaf- iega mun hafa verið ætlunin að Astrid kæmi sjálf og væri viðstödd frumsýninguna hér á landi. Nú er hins vegar heldur komið babb í bát Listahátíðar. Þeir sem þar ráða för höfðu nefnilega ekki gætt þess að annað íslenskt fyrirtæki, nefnilega Hitt-leikhúsið, var búið að festa sýningarréttinn á myndinni hér á landi og var alls ekkert á því að gefa hann eftir við Listahátíð. Eftir hrin- gingar innanlands og utan varð það ofan á, að hætt verð- ur við að sýna Ronju ræning- jadóttur á Listahátíð. Af myndinni er hins vegar það að frétta að hún er vænt- anleg innan ekki mjög langs tímatil landsins. Aðstandend- ur Hins-leikhússins ætla að bregða á það nýmæli að „dubba" myndina með ís- lensku tali og gera ráð fyrir að sýna hana í Gamla bíói í sum- ar. Gert er ráð fyrir að myndin gangi vel, því í Svíþjóð hefur hún verið sýnd fyrir fullu húsi frá því hún var frumsýnd um áramótin. Þeirmunujafnframt hafa í hyggju að flytja inn fleiri skandínavískar myndir til sýn- ingar handa börnum, sem verður væntanlega vel þegið mótvægi við menningar- einokun engilsaxneskra strauma á þesu sviði. Loksins, ioksins! Nú er loksins farið aö hilla undir útgáfu á Kjarvalsbók sem rithöfundurinn og kvik- myndamógúllinn Indriði G. Þorsteinsson hefur þegið laun fyrir að vera að skrifa í hartnær áratug. Við höfum hlerað að byrjað sé að setja handritið að bókinni um Kjar- val sem koma á út í minningu þess að listamaðurinn hefði orðið 100 ára þann 15. októ- ber í haust. Það er Reykjavík- ur borg sem greiðir Indriða höfundarlaunin.B 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.