Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 4
A BEININU Jóhann G. Bergþórsson framkvæmdastjóri Hagvirkis hf. Tilboð,, sem I ekki er hœgt að hafna Verktakafyrirtækið Hagvirki hefur gert samgönguráðu- neytinu tilboð um að fullgera með tvöföldu slitlagi og brúm þá 183 km sem vantar á að þjóðvegurinn frá Reykjavík til Akureyrar verði nær fullfrá- genginn. Tilboðsverðið er 920 miljónir króna eða 74% af áætl- uðum kostnaði við verkið, og verði framkvæmdum lokið fyrir árslok 1987. í tilboðinu er gert ráð fyrir að framkvæmdin verði fjármögnuð með útboði skuldabréfa og falli því utan ramma vegaáætlunar eða lánsfjárlaga. Samkvæmt nú- gildandi vegaáætlun er áfor- mað að Ijúka lagningu bundins slitlags á veginn til Akureyrar árið 1994. Af þessu tilefni náðum við tali af Jóhanni G. Berg- þórssyni framkvæmdastjóra Hagvirkis og spurðum hann hvort ekki væri óvenjulegt að verktaki ætti frumkvæði að verðtilboði án útboðs og hvaða ástæður lægju þar að baki. Jú vissulega held ég að segja megi að hér sé um óvenjulegt frumkvæði að ræða. Með þessu erum við meðal annars að vekja athygli á því hvaða áhrif niður- skurður á opinberum fram- kvæmdum hefur á atvinnulífið í landinu. Við erum ekki að mæl- ast til þess að farið sé út í óarð- bærar framkvæmdir, en við telj- um jafnframt að það sé takmörk- uð stjórnkænska að hætta fyrir- varalaust við miklar stórfram- kvæmdir án þess að gera neinar ráðstafanir til þess að vega þar upp á móti. Þetta mál á sér sína forsögu. Fyrirtækið Hagvirki h.f. er sprottið upp úr verktakasam- steypu íslenskra aðila sem ein- settu sér að ná því markmiði að geta keppt við útlendinga um stórframkvæmdir hér á landi. Þetta hófst með Hrauneyjarfoss- virkjun, þar sem við gerðum til- boð upp á 2,7 miljarða á meðan kostnaðaráætlun var upp á 4,1 og erlendu samkeppnisaðilarnir buðu 6,7 miljarða. Með þessu náðum við því tak- marki að skapa samkeppni og að- hald fyrir erlenda verktaka við stórframkvæmdir hér á landi. Síðan höfum við unnið að verk- efnum á borð við Sultartanga- stíflu, 4. áfanga Kvíslaveitna, veginn undir Ólafsvíkurrenni (fyrir um 56% af áætluðu kostn- aðarverði) og við Reykjanesb- raut (um 50% af áætluðu kostn- aðarverði). Á þessu ári var áfor- mað að bjóða út 5. áfanga Kvísla- veitna, Þórisósstíflu og Gilsár- stíflu við Blöndu. Öll þessi verk- efni hafa nú verið skorin niður fyrirvaralaust vegna þess að ekki hefur tekist að selja rafmagnið. Við viljum ekki að hér sé haldið úti óarðbærum framkvæmdum, en fyrirsjáanlegt er að þessi nið- urskurður mun koma illa við marga ef ekki verður að gert. Gagnvart okkar fyrirtæki þýðir þetta, að þótt okkar tækjakostur sé þannig vaxinn að við séum sér- hæfðir til að takast á við stærri verkefni, þá munum við að öllu óbreyttu þurfa að ráðast inn á al- mennan verktakamarkað með talsverðri hörku og valda þannig aukinni samkeppni þar. I öðru lagi munum við neyðast til að selja aftur úr landi ýmis stórvirk atvinnutæki sem við höfum keypt, meðal annars til þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar voru í ár. Það er þeim mun baga- legra sem fyrirsjáanlegt er að þessi stórvirku vinnutæki munu fá næg verkefni við Blönduvir- kjun á árinu 1987. Hér er því um visst bil að ræða sem þarf að brúa til þess að halda í landinu þeim tæknibúnaði og þeirri tækniþekk- ingu sem þarf til að takast á við framkvæmdir á borð við Blöndu. Hvernig er það mögulegt fyrir verktakafyrirtæki eins og ykkar að vinna verk fyrir allt að 50% af áætluðu kostnaðarverði? Eru kostnaðaráætlanir opinberra að- ila svona vitlausar? Opinberar stofnanir miða sínar kostnaðaráætlanir við þann tækjakost og þá taxta á þjónustu vinnuvéla sem fyrir hendi eru. Fyrirtækin eru hins vegar mis- jafnlega búin að tækjum, eru mis- jafnlega vel skipulögð og hafa misgóða nýtingu á þeim tækja- kost sem fyrir hendi er. Taxtarnir eru miðaðir við þá takmörkuðu nýtingu sem víða er fyrir hendi á vinnutækjum, en með samfelldri nýtingu allt árið er hægt að leigja tækin fyrir mun lægra gjald. Okk- ar lágu tilboð skýrast af stórvirk- um vinnuvélum, góðri nýtingu og þjálfuðum og áhugasömum mannafla. Því hefur verið haldið fram, meðal annars á Alþingi, að stóru verktakafyrirtækin séu að ræna atvinnu frá landsbyggðinni og hrekja smærri tækjaeigendur út á gaddinn. Hverju svarið þið slík- um ásökunum? Við bjóðum í verk til þess að nýta þau tæki og þann mannafla sem við höfum með sem hag- kvæmustum hætti. I þessu sam- bandi er rétt að hafa það í huga að okkar starfsfólk kemur frá öllum landshlutum. Við hljótum að líta á ísland sem einn markað í þessu tilliti. Vörubílstjórafélagið Snæ- fell á Austurlandi bar sig illa vegna þess að við tókum að okk- ur vegalagningu í yallahreppi á Héraði á milli Úlfsstaða og Höfða. Það sem við gerðum var að við fluttum með okkur stór- virk tæki og lykilmannskap. Ann- að starfsfólk var af staðnum. Við keyptum margs konar þjónustu af þjónustufyrirtækjum á staðn- um eins og t.d. Flugfélagi Austurlands. Heimamenn töp- uðu ekki á þessu að okkar mati. Það er ekki hægt að berjast gegn nýrri tækni í framkvæmdum. Það væri álíka og að berjast gegn vörubflnum til þess að standa vörð um hestkerruna. Fjöldi út- boðsverka fer nú á milli lands- hluta. Þannig hafa Austfirðingar meðal annars fengið verkefni á Akureyri o.s.frv. Það sem vantar til þess að gera rekstur atvinnutækjanna hag- kvæmari er að lengri fyrirvari gef- ist á útboðum. Til dæmis ætti Al- þingi að samþykkja vegaáætlun fyrr en gert er. Þá ætti að gera allt landið að einum markaði fyrir vörubflstjóra. Það mundi ef tilvill fækka bflunum, en það mundi jafnframt bæta nýtingu þeirra, því núverandi kerfi með umdæm- issvæðum vörubflstjóra stuðlar að óhagkvæmri nýtingu tækj- anna. Er það rétt sem heyrst hefur að stóru verktakarnir greiði ekki op- inber gjöld af tækjum sínum í sama mæli og þeir smáu? Það er að sjálfsögðu fjarstæða. Þetta gilti hins vegar um útlensku verktakana sem hér unnu við Búrfell á sínum tíma. En er það rétt að tilboðsverðin sé lítið að marka, því endanlegur kostnaður við stórframkvæmdir fari jafnan langt fram úr tilboðs- verði? Að sjálfsögðu koma fyrir breyttar forsendur, sérstaklega þegar um jarðvinnu er að ræða. En það gerist óháð því hvort verkið hefur verið boðið út eða ekki. í fyrirspurn á Alþingi um þetta kom fram að kostnaður við veginn í Ólafsvíkurenni fór 1% fram úr tilboðsverði. Að lokum: Ertu bjartsýnn á að við verðum komin með bundið slitlag til Akureyrar fyrir árslok 1987? Við teljum að tilboð okkar til samgönguráðherra sé þess eðlis að ekki sé hægt að hafna því. Það skerðir ekki vegafé í ár eða næsta ár. Búið verður að vinna verkið þegar það verður greitt. Tilboðið er 300 miljónum undir kostnað- aráætlun. Þá sparast ómældur viðhaldskostnaður í bílum sem ella þyrftu að aka enn um sinn á gamla veginum. Framkvæmdin myndi efla ferðamannaþjónustu, og reyndar vitum við að það er ekki ágreiningur meðal ráða- manna um mikilvægi vegafram- kvæmda. Að okkar mati er það allra hagur að tilboði þessu verði tekið. En við erum líka tilbúnir að vinna önnur verkefni upp á sömu býti fyrir Vegagerðina. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. april 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.