Þjóðviljinn - 21.04.1985, Side 6
RœttviðSkúla
Alexandersson
alþingismann
um
sjóvarútvegs-
mólin
Eins og vera ber á miðri
vetrarvertíð er sjávarútvegur
og fiskvinnsla mjög til um-
rœðu. Hið meingallaða
kvótakerfi hefur ekki hvað
síst orðið til þess að um-
rœður um stjórnun fiskveiða
og vinnslu er hávœrari nú en
oft áður þegar í Ijós kemur
að stœrsti hluti bátaflotans
er búinn með sinn aflakvóta
á miðri vetrarvertíð í bullandi
fiski um allt land.
Skúli Alexandersson al-
þingismaður er einn þeirra
sem mjög hefur gagnrýnt
stjórnun fiskveiða eftir kvót-
akerfi. Þess vegna óskaði
Þjóðviljinn eftir viðtali við
hann í ljósi þeirra staðreynda
sem við blasa, og um sjávarút-
vegsmálin í heild.
sem átt hefur sér stað í þjóðfé-
laginu á undanförnum árum,
þessum atvinnugreinum og fólk-
inu sem í þeim vinnur til hags-
bóta. í þessum atvinnugreinum
er vaxtarbroddurinn og þar er
gróðann fyrir þjóðfélagið að
finna.
Eitt brýnasta verkefnið í sam-
bandi við sjávarútveg og fisk-
vinnslu er að mennta sjómenn og
fiskvinnslufólk betur en gert hef-
ur verið. Því verður að linna að
þannig sé litið á að þeir sem sinna
störfum í sjávarútvegi, sé fólk
sem hefur orðið útundan í öðrum
atvinnugreinum. En það er held-
ur engin von til þess að fólk í sjá-
varútvegi leggi á sig skólagöngu
til að mennta sig í sínu fagi, gegn
þeim launum sem það nú fær fyrir
vinnu sína. í dag er staðan þannig
að það stórvantar fólk í fiskvinns-
lu. Af hverju? Vegna þess að
launin eru svo lág fyrir erfiða
vinnu. Það vantar vélstjóra, stýri-
menn og skipstjóra með réttindi á
bátaflotann, fjöldinn allur er á
undanþágum. Hvers vegna?
Vegna þess að kjörin eru ekki
nógu góð. Þessu verður að
breyta.
Það þarf einnig að færa vél-
stjórafræðslu og skipstjórnar-
fræðslu nær þeim vettvangi sem
þetta fólk er að vinna á. Það þarf
að færa hana út á landsbyggðina.
Það þarf að taka upp fiskvinnslu-
kennslu í fjölbrautaskólunum
útum land. Þar ætti einnig að vera
Þá myndi enginn
tala um byggðastefnu
Ég vildi þá byrja á þvf að ræða
um ástand bátafíotans okkar. í
því sambandi er hollt að líta til
baka og huga að vissum nýsköp-
unartímabilum, ekki síst í ljósi
umræðna um nýsköpun atvinnu-
veganna. Síðasta nýsköpunar-
tímabil í sjávarútvegi var þegar
Lúðvík Jósepsson var sjávarút-
vegsráðherra 1971-1974, og þá
stóð hann fyrir uppbyggingu tog-
araflotans og endurbyggingu
frystihúsanna. Matthías Bjarna-
son hafði það mikið vit á sjávar-
útvegsmálum að hann skildi að
rétt hafði verið að staðið og hélt
því starfinu áfram þegar hann tók
við sjávarútvegsráðherra-em-
bættinu 1974. Og það var með
hann eins og Lúðvík, þeir létu
ekki einhverjar klíkur eins og
LÍÚ stjórna sér, heldur héldu
ótrauðir áfram að byggja upp
með það í huga að nauðsynlegt er
fyrir íslenskt þjóðarbú að sjávar-
útvegurinn endurnýjaði sig og
þau tæki sem unnið er með séu
eins fullkomin og frekast er kost-
ur.
Allar götur síðan hafa þeir sjá-
varútvegsráðherrar sem setið
hafa, stjórnað sjávarútveginum
niðurávið. Það hefur hreinlega
verið dregið úr afk'östum sjávar-
útvegsins með skipulögðu móti.
Það hafa ekki verið gerðar neinar
heildar ráðstafanir til að halda
uppbyggingunni áfram. Endur-
nýjun fiskiskipa hefur ekki átt sér
stað og nú er svo komið að við
sitjum uppi með hættulega gam-
lan bátaflota, löngu úreltan. Á
þessu tímabili, frá 1978, hefði
þurft að endurnýja bátaflotann,
koma með nýjar gerðir skipa. Ef
við lítum á íslenska bátaflotann í
dag, þá hefur til að mynda vinna
og vinnuaðstaða á þilfari ekkert
breyst í áratugi. Það hefur ekkert
verið hugsað um að koma þar á
nýtísku vinnubrögðum. Vinnu-
brögð í lest á íslensku fiskiskipi
hafa verið svipuð síðan á skútu-
öld. Á sama tíma hefur verið
komið fyrir nýtísku vinnufyrir-
komulagi og tækni á öllum öðrum
sviðum atvinnulífsins.
Ertu með þessu að segja að nú
sé eins komið fyrir bátaflotanum
og var með togaraflotann eftir
„viðreisnartímabilið“ 1960-1970
þegar endurnýja og byggja þurfti
upp frá grunni svo að segja?
Ég er ekki viss um það, ég held
að hægt sé að breyta mörgum bá-
tum með það í huga að um borð
verði fullkomnari tækjabúnaður
til vinnu, í sambandi við meðferð
aflans. Én vissulega er of stór
hluti bátaflotans orðinn gamall
að þeim verður ekki breytt og þá
þarf að smíða ný og fullkomin
skip. Við þurfum einnig nýjar
stærðir af bátum, svona 100-150
tonna báta, sem væru vel tækni-
væddir til þess að koma fiskinum
vel fyrir. Þá þarf vinnuaðstaða á
þilfari að vera betri, þilfarið þarf
að vera yfirbyggt svo hægt sé að
koma við slæingu um borð og að
kassa fiskinn og setja í lest. Það
verður að finna leið til að taka
fiskinn beint úr veiðarfæri og í
örugga geymslu svo hann
skemmist ekki á því tímabili frá
því hann kemur um borð í skip og
þar til hann fer í fullvinnslu í fisk-
vinnslustöð.
Stjórnun
fiskveiða er röng
Pú hefur haldið uppi gagnrýni á
kvótakerfið sem stjórnunartœki
viðfiskveiðar, hvernig viltþú fara
að?
Það er rétt að ég hef gagnrýnt
kvótakerfið sem stjórnunarað-
ferð við fiskveiðar. Ég tel að við
eigum að stjórna sókninni í fiski-
stofnana með öðrum hætti. Ég
hef bent á ýmsa óskosti sem kvót-
akerfið hefur í för með sér, til að
mynda það sem einmitt hefur
verið til umræðu í fjölmiðlum
undanfarið, að kerfið leiðir af sér
ákveðna aflatoppa. Sérstaklega
gerist þetta yfir sumarið, þá er
erfiðara að geyma fiskinn, þá er
fast starfsfólk frystihúsanna í
sumarfríi og óvant fólk við vinnu.
Og í fyrrasumar kom í ljós að
mun meiri afli barst á land yfir
sumarmánuðina, en gerst hafði á
undanfarandi árum. Ástæðan er
sú að ódýrast er fyrir togarana að
gera út yfir sumarið og þeir
geyma sér kvótann fram á sumar
og moka þá fiski á land. Við þetta
varð vandi frystihúsanna enn
meiri en hann hafði áður verið.
Raunar hafði það verið boðað
með kvótakerfinu að sækja ætti
aflann á þeim tíma þegar veiðar
væru hagkvæmastar.
Allt þetta leiddi til þess, að
framleiðsla frystihúsanna varð
miklu verri en annars hefði orðið
ef aflinn hefði verið sóttur á öðr-
um árstíma, og vanara og betra
starfsfólk hefði meðhöndlað
hann. Ofan á allt saman bætist
svo að sá fiskur sem veiddur er
yfir sumarið er yfirleitt verra hrá-
efni en á öðrum tíma ársins.
Gœðaeftirlit
sem stjórnunartœki
Svona aflatoppar eins og komu
í fyrrasumar geta líka komið á
vetrarvertíð, það sýnir sig nú.
Hvernig er hægt að koma í veg
fyrir þá og þá um leið að aflinn sé
unninn í ódýrustu pakkningar
eins og nú er gert bara til að hafa
undan?
Mín hugmynd er sú að stjórna
eigi sókninni með gæðaeftirliti.
Það er vel hægt. Það á að tak-
marka sóknina með möskvastærð
og með breyttum vinnubrögðum
um borð í bátum og fiskvinnslu-
stöðvum. Þá á einnig að tak-
marka netafjölda bátanna á
vetrarvertíð og hafa eftirlit með
því að reglum sé framfylgt.
Skylda á bátana til að taka upp
ákveðinn hluta af netum í sam-
bandi við fríhelgar. Ef menn
væru sammála um að takmarka
þyrfti sóknina í þorskstofninn
enn frekar, þá er hægt að skylda
menn til að gera að öllum afla um
borð í netabátum. Þar með yrðu
bátarnir að vera með færri net í
sjó til að komast yfir verkefnið en
um leið myndi hráefnið batna. Þá
þarf einnig að stytta úthaldstíma
togaranna í hverri veiðiferð.
Einnig tel ég að til greina komi
stöðvun veiða í 2-4 vikur í júlí og
ágúst. Þá er það að nú síðustu ár
hefur verið leyfður 6 tommu mös-
kvi hér sunnan- og vestanlands í
þorskanetum frá því í apríl og
fram að áramótum. Þetta er í
meira lagi vafasamt á meðan við
erum að tala um að vernda smá-
fisk og raunar að hamla sókn í
fiskstofninn. Ég tel að það eigi
ekki að leyfa minni möskva en 7
tommu. Með því að leyfa 6 tom-
mu möskva erum við að taka
smáfiskinn en skilja þann stóra
eftir og um leið að stuðla að verð-
mæta minnkun þess sjávarafla
sem við erum að draga að landi.
Ég get nefnt sem dæmi um þetta
að ef að miðað er við
saltfiskframleislu, þá mun sá fisk-
ur sem veiddur er með 6 tommu
möskva fara í stærðarflokkinn 40-
60 tommur. Fyrsti flokkur af
þessari stærð á saltfiski er á sama
verði og þriðji flokkur af stór-
fiski. Þetta gefur aðeins hugmynd
um hvað verðmæta-minnkunin er
mikil. Þetta er eitt af því sem
verður að breytast.
Ég tel það ótvírætt að með
þessum aðferðum megi ná betri
stjórnun á fiskveiðunum en með
kvótakerfinu og það sem er þó
enn meira virði, við fengjum mun
betra hráefni að landi. Þar með
værum við með gæðafisk, en ekki
meðalgóðan fisk eins og nú er.
Tilfœrsla
fjórmagns
Það þarf að færa fjármagnið frá
milliliðunum til undirstöðuat-
vinnugreinanna, sjávarútvegs og
fiskvinnslu. Þegar það hefur ver-
ið gert er hægt að hækka fiskverð
og hækka kaup þessa fólks sem í
fiskvinnslunni vinnur. Það þarf
að breyta þeirri tekjutilfærslu
braut fyrir skipstjórnarmenn og
vélstjóra. Það mætti sannarlega
fækka viðskiptafræðibrautum,
verslunarfræðibrautum og fleir-
um minna áríðandi brautum en
brautum fyrir fólk í sjávarútvegi.
Framkvœmdin
Margt af því sem þú ert hér að
segja taka allir undir og menn
hafa talað um nauðsyn þess að
gera þetta, en samt gerist ekki
neitt. Hvernig á þá að fá þessu
framgengt? Allir vilja það en eng-
inn gerir neitt?
Vilja það allir? Ekki núverandi
stjórnarherrar ég er viss um það.
Þetta verður aldrei framkvæmt
nema með pólitískum vilja, það
er alveg ljóst. Svo við förum aftur
til ársins 1971 þegar Lúðvík Jós-
epsson tók við embætti sjávarút-
vegsráðherra þá einfaldlega
framkvæmdi hann það sem fram-
kvæmda þurfti til að kippa í liðinn
öllu því sem úrskeiðis hafði farið
hjá „viðreisnarstjórninni" og það
var ekki lítið. Þess vegna er það
alveg ljóst að svona hlutir verða
ekki gerðir með öðru en
stjórnvaldsaðgerðum. Það er vel
hægt að framkvæma þetta allt
sem ég hef verið að nefna, ef pól-
itískur vilji er fyrir hendi.
í þessu sambandi vil ég einnig
benda á, að ef þetta verður gert,
þá tölum við ekki lengur um
byggðastefnu, hún kemur ein-
faldlega af sjálfu sér, þegar störf í
sjávarútvegi eru orðin eftirsókn-
arverð vegna þess að þar er greitt
gott kaup og fiskverð er það hátt
að menn sækist eftir því að vera
sjómenn og útvegsmenn sem hafi
það í huga alveg númer eitt að
koma með gott hráefni að landi,
gæði í stað magns. Fólk leitar í
þau störf sem vel eru launuð.
Vissulega gætum við haldið
lengi áfram enn og mjög margt er
ónefnt, sem vert væri að ræða, en
þú segir að plássið sé búið, þann-
ig að hér setjum við punktinn.
-S.dór
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985