Þjóðviljinn - 21.04.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Side 16
LEIÐARAOPNA Frelsið eðo fjölmiðlaskrímslið Rúmlega ár frá því að komst upp um stofnun ísfilm hf.. Hvar er samsteypan stödd núna, - eru þeir að setja á laggimarsjónvarpsstöð? Rifjuð upp tengsj manna og fyrirtœkja á bakvið ísfilm. Rœtt við forstjórann. Stóri bróðir í nánd Margvísleg vensl Innan fjölmiðla samsteypunnar —Reykjavíkurborg ÍSFILM -----Árvakur-------- Morgunblaðiö H. Ben'og Co. Garðar Gíslason hf. Völundur Flugleiðir Shell Sameinaðir verktakar- SÍS——Almenna bókafélagið-Frjáls fjölmiðlun- kaupfélög Bókaverslun DV iðnfyrirtæki Sigf. Eymúndssonar Vikan skípáfélag Úrval dótturfýrirtæki Vídeoson Reginn hf. Útvarpsstöð íslenskir Aðalverktakar í verkfalli Reykjaprent Taflan sýnir nokkur hagsmunatengsl og skyldleika fyrirtækja sem eiga aðild að ísfilm. Hekla Ford Kassagerðin Fjársterkustu fyrirtœki landsins sameinuðust í fjöl- miðlasamsteypunni ísfilm í ársbyrjun 1984. Þá kom fram að viðkomandi fyrirtœki höfðu unnið að myndun ís- film á annað ár, samkvœmt yfirlýsingum þess er límdi saman þau hagsmunaöfl er að baki búa; Indriða G. Þor- steinssonar. Því hafði verið haldið kyrfilega leyndu m.a. í stjórn SÍS og komst ekki upp fyrr en Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir rauf „trúnað" 19.janúar eftir að málið hafði verið til umfjöllunar í borgarráði, þarsem Davíð borgarstjóri lagði það fyrir sem „trúnað- armál". Aðstandendur ísfilm eru Reykjavíkurborg, SÍS, Árvakur, Frjáls fjölmiðlun. Almenna bókafélagið og Haust, fyrirtæki í eigu Indriða G. Þorsteinssonar og fleiri. Þegar að er gáð kemur í ljós að stjórnendur ofangetinna fyrirtækja eru bundnir margs konar hagsmunatengslum hver við annan - og segja má að stór- auðvaldið íslenska sé þarna sam- an komið í eitt. Mönnum flaug í hug, að kalla þetta nýja fyrirtæki Nýja aðalverktaka hf. til sam- ræmis við íslenska aðalverktaka, þarsem fjársterk öfl frá Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum koma einnig saman. Að sumu leyti sömu öfl. Segja má, að ísfilm sé enn eitt birting- arform á helmingaskiptareglunni sem oft hefur gilt í ríkisstjórnum þessara beggja flokka á liðnum áratugum. Stóri bróðir Þetta fyrirtæki gæti þó orðið lýðræðislegri umræðu og skoðanamótun á fslandi enn hættulegri en allt annað samkrull á vegum íslenska auðhringsins hf. Að baki þessu fyrirtæki standa LEIÐARI Frjáls fjölmiðlun í þeirri umræðu sem að undanförnu hefur staðið í íslensku þjóðfélagi um útvarpsmál, hef- ur alltof lítið verið fjallað um rétt hins almenna notanda bæði til að velja útvarpsefni og til að framleiða það. Það er hins vegar Ijóst að mark- mið fjölmiðlunar ætti að vera sem mest í lýð- ræðisátt, þann veg, að sem allra flestir geti not- fært sér þann rétt að tjá sig í fjölmiðlunum og þannig að öll sjónarmið fái að njóta sín. Það þýðir einnig að minnihlutahópar fái réttindi, meiri mannréttindi en þeir hafa. Máske er ein af ástæðum þess hve umfjöllun- in um hinn lýðræðislega rétt venjulegs fólks í sambandi við útvarpsmálin hafa verið þyrrk- ingsleg sú, að fyrir rúmu ári var tilkynnt að helstu fjölmiðlafyrirtæki á íslandi með fjölda annarra stórfyrirtækja að bakhjarli, hefðu slegið sér saman í eitt fyrirtæki, ísfilm, á sviði fjölmiðl- unar. Þegar komst upp um ráðabrugg stórfyrirtækj- anna höfðu viðræður þeirra á milli staðið á ann- að ár, samkvæmt frásögn þess er krækti klón- um á stórfyrirtækjunum saman. Þessi mikla leynd sem hvíldi yfirtilurð samsteypunnar ísfilm er kapituli út af fyrir sig. Það var greinilegt að menn töldu ástæðu til að fela eitthvað. ísfilm er stofnað af fyrirtækjum einsog Árvakri, Frjálsi fjölmiðlun, Almenna bókafélaginu, SÍS og Reykjavíkurborg. Á sínum tíma var settur á laggirnar hringurinn íslenskir Aðalverktakar með helmingaskiptum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þá var ríkisvaldið notað með sama hætti og ítök Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með ísfilm til að setja formlegt innsigli á helmingaskiptin. ís- lenskir Aðalverktakar hafa einna mesta veltu íslenskra stórfyrirtækja og nærast nær ein- göngu á hermanginu. Nú vill svo til að aðstand- endur ísfilm hafa ættir sínar að rekja til sama fjármagns og íslenskir Aðalverktakar. Það er og engin tilviljun. í Þjóðviljanum í dag eru vensl hinna ýmsu fyrirtækja sýnd, þó ekki nema að hluta. Með ísfilm hefur kapital hinna „nýríku“ einnig komist á blað, sem ekki er í íslenskum Aðalverktökum. Það er og ískyggilegt, að hagsmunasamtök atvinnurekenda sem hafa mjög sterk ítök í stærstu fjölmiðlunum svosem í DV og Morgun- blaðinu skuli sænga saman í nýrri samsteypu. Á íslandi hafa pólitísk og efnahagsleg völd at- vinnurekenda aukist verulega síðustu tvö ár. Þar með hafa völd og áhrif fjöldans minnkað svosem sjá má af kaupmáttarrýrnun kauptaxta á tímabilinu. Atvinnurekendur hafa að sama skapi aukið hlut sinn af vinnu í landinu, aukið efnahagsleg völd sín á kostnað launafólksins. Þessu hefur fylgt niðurlæging launafólks sem ekki verður í krónum mæld. (fljótu bragði kann mönnum að finnast hér um tvennt ólíkt að ræða, en svo er ekki. Nú er áreiðanlegt að aðstandendur ísfilm hafa ekki útþvældar hugmyndir um að ráðskast enn meira með vitund almennings en þeir þegar hafa aðstöðu til. En hitt er svo augljóst, að ef og þegar þeir telja sig hafa þörf á því að beita þessu valdi t.d. í gegnum sjónvarps- og út- varpsstöðvar, þá eru þeir í óhugnanlega sterkri stöðu. Þannig gæti komið upp ríki hins Stóra bróður sem okkur öllum stendur stuggur af. Það er með öðru óþolandi að SÍS skuli eiga aðild að þessari samsteypu. Innan samvinnu- hreyfingarinnar hafði engin umræða farið fram um þátttöku í samsteypunni þejgar skrifað var undir samninginn. Á aðalfundi SIS var ekki ann- að að skilja en meirihluti fulltrúa væri andvígur þátttökunni. Þannig var staðið að málinu bæði á vegum Reykjavíkurborgarog SÍS-forstjóraveld- isins að lýðræðislegri umræðu var hafnað. Sú leynd í upphafi gefur því miður ástæðu til að óttast um framhaldið. Víða í löndum eru ströng lög um hringamyndun sérstaklega á sviði fjöl- miðlunar. Það er sérstök ástæða til að alþingi skoði slíka möguleika til að verja notendur. Og neytendur sjálfir ættu að fylgjast vel með fram- gangi málsins. -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.