Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Blaðsíða 17
LEIÐARAOPNA Hjörleifur Kvaran forstjóri ísfilm. Tilbúnir í sjónvarpið. nefnilega allir voldugustu fjöl- miðlar í landinu og þeir eru allir af hægri kantinum. Því óttast margir hvar í flokki sem þeir standa að með ísfilm sé stóri bróðirinn í uppsiglingu; ein alls- herjarmötun fyrir hönd stór- auðvaldsins. Þetta flýti fyrir því borgarríki a la Singapore sem ís- lenskir kaupahéðnar vilja í landinu. Hverjir ættu að hafa fjárhagslegt bolmagn til að veita útvarps- og sjónvarpsstöðvum þessa fjölmiðlarisa samkeppni? Við skulum nú líta á þá sem standa að ísfilm og rifja upp nokkur hagsmunatengsl þeirra á milli. Stjórn samsteypunnar Indriði G. Þorsteinsson er stjórnarformaður ísfilm hf. Hann situr í stjórninni fyrir hönd fyrir- tækisins Haust sf (sem áður hét ísfilm). Þá eru í stjórninni fyrir Almenna bókafélagið Kristján Jóhannsson, SÍS-Kjartan P. Kjartansson, Árvakur/Morgun- blaðið Haraldur Sveinsson, fyrir Reykjavíkurborg Björn L. Hall- dórsson og fyrir Frjálsa fjölmiðl- un Hörður Einarsson. í varastjórn eiga sæti fyrir Al- menna bókafélagið Gylfi Þ. Gíslason, SÍS Jón Sigurðsson skólastjóri Bifrastar og fyrrv. rit- stjóri Tímans, Reykjavíkurborg Hjörleifur Kvaran forstjóri, Ár- vakur Björn Bjarnason aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins, Frjálsa fjölmiðlun Sveinn R. Eyjólfsson og fyrir Haust sf Á- gúst Guðmundsson. Árvakur hf Árvakur hf sem gefur út Morg- unblaðið var stofnað um útgáf- una árið 1919. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu nokkurra voldugra ætta í íslensku fjármála- lífi og Sjálfstæðisflokknum. í kynningarblaði um Morgunblað- ið sem kom út í byrjun apríl segir svo: „í stjórn Árvakurs hf sitja allir fulltrúar helstu eigenda Morgun- blaðsins. Stjórnarformaður er Geir Hallgrímsson. Varaformað- ur er Gunnar Hansson, ritari Bergur G. Gíslason en með- stjórnendur Leifur Sveinsson og Ólafur O. Johnson. í varastjórn eiga sæti: Björn Thors, Brynjólf- ur Bjarnason og Hjötur Hjartar- son. Árvakur rekur Morgunblað- ið, prentsmiðjuna og fyrirtækið Myndamót er að hálfu leyti eign Árvakurs. Frjóls fjölmiðlun - líka í flokknum Frjáls fjölmiðlun hf er sam- steypa Dagblaðsins hf, Reykjaprents hf sem gaf út Vísi sáluga auk nokkurra einstak- linga. Samsteypan sér um útgáfu DV, Vikunnar og Úrvals. Þá er fyrirtækið Videoson, sem sá um ólöglegar sjónvarpssendingar um kapal í Breiðholti og hluta Kópa- vogs einnig tilheyrandi sam- steypunni. Sterkastir í sam- steypunni Frjáls fjölmiðlun munu nú vera þeir Sveinn R. Eyjólfsson „hinn íslenski Sprin- ger“, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hörður Einarsson. Sá síð- astnefndi er kominn frá Reykjaprenti Vísisútgáfunni. Meðal eigenda Frjálsar fjöl- miðlunar er einnig Indriði G. Þorsteinsson sem skrifaði hina landskunnu dálka í DV undir heitinu Svarthöfði. Fyrirtækið Videoson á þráð, „kapal“ sem nær um Breiðholtið og hluta að Kópavogi. Hins vegar er talið lík- legt að Reykjavíkurborg sé með í samsteypunni til að fjármagna kapalkerfi fyrir alla borgina. Heildsalar í Reykjavík eru meðal voldugra eigenda að þessari út- gáfu svosem þeir Ingimundur Sigfússon í Heklu (Volkswagen bifreiðar) og Þórir Jónsson í Ford-umboðinu. Flestir eru þess- ir menn valdamiklir í Sjálfstæðis- flokknum. Meðal þeirra er einnig nýkjörinn miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, Björn Þór- hallsson varaforseti ASÍ. Ekki sakar að geta þess að Ind- riði G. Þorsteinsson er líka fyrr- verandi ritstjóri Tímans og í út- gáfuráði Almenna bókafélagsins. Jónas Kristjánsson var eitt sinn fréttastjóri Tímans í tíð Indriða. Alltumlykjandi Davíð Oddsson borgarstjóri sem tók ákvörðun um þátttöku borgarinnar í ísfilm án þess að umræða hefði farið fram um mál- ið, er heldur ekki ókunnur öðrum aðstandendum. Þannig var hann þingfréttaritari Morgunblaðsins sem Arvakur gefur út og um tíma einnig starfsmaður Almenna bókafélagsins. Stjórnarformaður Árvakurs er Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra. Hann er þar fulltrúi fyrir fjármagnið frá H.Ben og co. Og það fyrirtæki teygir anga sína í fjölmörg fyrirtæki svosem Shell og Sameinaða verktaka, sem eru aðiljar að fslenskum aðalverk- tökum. Leifur Sveinsson í stjórn Ár- vakurs er bróðir Haraldar fram- kvæmdastjóra og er hann for- stjóri Völundar hf. Bergur G. Gíslason stjórnarmaður í Ár- vakri er sonur Garðars Gísla- sonar og er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, hann var um skeið stjórnarformaður Flugfé- lags íslands og á sæti í stjórn Flug- leiða. Hann er mágur Halldórs H. Jónssonar sem stundum er nefndur forstjóri íslands (stjórn- arformaður Eimskips og fsals og hefur átt sæti ma. sæti í stjórnum eftirtalinna fyrirtækja sem tengj- ast með ýmsum öðrum hætti: Garðar Gíslason hf, Steypustöð- in hf, íslenskir aðalverktakar hf, Shell á íslandi, Flugleiðir, Flugfélagið og mörgum, mörgum fleiri). Brynjólfur Bjarnason fyrrver- andi framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins er stjórnarmaður í Árvakri. Hann varð forstjóri BÚR eftir valdastöðu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Ólafur O. Johnson í stjórn Árvakurs er forstjóri O. Johnson og Kaaber, stjórnarmaður Heimilistækja hf, Dranga hf, Geysis hf, Flugleiða hf og fleiri fyrirtækja. Frjóls skoðanamyndun? Það lætur að líkum einsog sést á þessari upptalningu hér fyrir ofan, að fjölmiðlarisi sem á ættir að rekja til allra helstu fjölmiðla- og fjármagnseigenda á íslandi býr yfir gífurlegu valdi. Enn er ekki komið í ljós hvernig því valdi verður beitt. ísfilm hefur á líftíma sínum að- eins komið nálægt kvikmynda- gerð með því að fjármagna þá góðu mynd Gullsand að 40%. Hitt er ljóst, að ef illa fer einsog svo oft þarsem margar krónur koma saman, þá á þessi fjölmiðl- arisi möguleika á að kyrkja lýðr- æðislega málefnaumfjöllun á ís- landi. Það gæti gerst ef alþingi gáir ekki að sér við afgreiðslu frumvarps til útvarpslaga, - og ef það setur ekki frekari skorður við hringmyndum. í því ljósi er und- arlegt að sjá fyrirtæki kennt við samvinnuhreyfinguna í þessum selskap. Máske er það einmitt vegna ótta við löggjöf um hring- myndun? Það er óneitanlega dálítið kaldhæðnislegt ef þrengt verður um frjálsa skoðanamyndun í landinu í nafni „frjálss" útvarps. -óg Hjólin farin að snúast ó fullu Hjörleifur Kvaran forstjóri ísfiim tekinn tali Hjólin eru farin að snúast að fullu, sagði Hjörleifur Kvaran forstjóri ísfilm hf. þeg- ar Þjóðviljinn leit við ó stöð- inni ó Laugavegi 28 f Reykja- vík. Við leituðum fregna af starfseminni: - Þegar í upphafi þessa sam- starfs var byrjað að kanna mynd- bandagerð, auglýsinga- og fræðslumyndir. Við leituðum til- boða erlendis í tæki til slíkrar framleiðslu en fengum þá tilboð um að kaupa tæki og aðstöðu fs- myndar og stjórnin tók því boði. Þetta gerðist fyrir tveim mánuð- um og við yfirtókum þá starfsemi sem ísmynd hafði áður með höndum. Hér vinna 8 til 10 manns núna og við framleiðum auglýsingar og fræðsluefni. Tilbúnir í sjónvarp og hljóðvarp - Tæknilega stöndum við jrannig, að með tiltölulega litlum tilkostnaði og viðbótartækjum gætum við hafið sendingar sjón- varpsefnis. Auðvitað höfum við verið að skoða þann möguleika. - Jú hljóðvarp er einnig inní þessari mynd. Það er augljóst að hægt væri að nýta mannafla mjög vel í tvíhliða starfsemi, hljóð- varps og sjónvarps. En það er ljóst að enginn fer að fjárfesta í slíkum viðbótartækjabúnaði eða þess háttar fyrr en vitað er hver verða afdrif útvarpslagafrum- varpsins á alþingi. - Einsog frumvarpið lítur út eftir aðra umræðu þá á að heimila sjónvarpsrekstur sem verður fjármagnaður einungis með auglýsingum og þá sent út þráð- laust, - hinn kosturinn sem gef- inn er upp er að senda geislann beislaðan í kapli og selja áskriftir. Ég er þeirrar skoðunar að til að geta verið með gott efni þurfi að heimila bæði auglýsingar og á- skriftir og senda geislann beislað- an. Ástæðan er einfaldlega sú, að vandað erlent efni er mjög dýrt og innlend dágskrárgerð er enn dýrari. Þröngir kostir slíks rekstr- ar kemur óhjákvæmilega niður á gæðunum. Við myndum einnig vera með fréttir og fréttatengt efni sem sömuleiðis þarf að hafa góðan rekstrargrundvöll. Þyrstir í afþreyingarefni - íslenskir neytendur nota mjög mikið myndbönd og mynd- bandaleigurnar. Sú þensla sýnir að þá þyrstir í afþreyingarefni og að það er markaður fyrir aðra sjónvarpsstöð. Og gæðin? - Sjónvarpsstöð yrði undir eft- irliti almennings, sem vídeó- markaðurinn er ekki, og sjón- varpsstöð hefur þannig meiri skyldur og kvaðir gagnvart not- endum. Ertu ekki hræddur um að auglýsingamarkaðurinn sé orð- inn mettaður hér á landi, hann sé of lítill fyrir viðbótarsjónvarps- stöð? - Nei ég er ekki hræddur um það. Ég bendi á að þegar íslenska sjónvarpið hóf starfsemi sína þoldi auglýsingamarkaðurinn al- veg þá viðbót og ég bendi líka á, að þegar gervihnattarsjónvarp kemst á laggirnar þá flæða auglýsingarnar þar yfir líka. En heldur þú að ekki komi til greina að hin voldugu fyrirtæki sem standa beint og óbeint að ís- film hafi m.a. ákveðið þessa sam- steypu með það fyrir augum að draga úr auglýsingum annars staðar? - Nei því fer fjarri. Það myndi koma beint niður á þessum aðilj- um sjálfum sem gefa út aðra fjöl- miðla. En þú heldur ekki að notendur komi þá til með að greiða hærra vöruverð fyrir vöru og þjónustu með auknum álögum vegna auglýsinga? - Nei, það held ég að verði ekki raunin fremur en áður hér á landi. Ég held að þetta dreifist; auglýsingarnar verði einfaldlega viðbót. Nú ert þú Sjálfstæðismaður eins og svo margir aðstandenda ísfilms. Þar safnast saman fjár- sterk fyrirtæki, íslenska stórkap- ítalið. Ertu ekkert hræddur um að fjölmiðlum hins „stóra bróður“ sé að halda innreið sína. Hefurðu aldrei efasemdir? - Nei, ég hef aldrei haft neinar efasemdir varðandi þetta atriði. Menn verða að gera sér grein fyrir að við lifum á þeirri fjöl- miðlaöld, þar sem við getum átt von á gervihnöttum erlendis frá innan skamms. Það var nauðsyn- legt að mínu mati að koma á inn- lendri samkeppni hérlendri til að mæta þessu. Til þess þurfti mikið fjármagn og þessir aðiljar gátu þetta. Ég er heldur hvergi smeykur um þessi fyrirtæki. Þú ert ekki einu sinni hræddur við „einokunarhringinn SÍS“, sem þið Sjálfstæðismenn voruð að álykta um á landsfundi? - Nei, ef ég væri það hefði ég ekki farið að vinna hérna. Ég ber fyllsta traust til þessara aðilja, sagði forstjóri ísfilm að lokum. -óg Sunnudagur 21. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.