Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 2
FRETTIR
Vextir
Vaxtafrelsið misheppnaðist
Jóhannes Nordal: Þörfá leiðbeininngu Seðlabankans.
5% lœkkun vaxta. Seðlabankinn lœkkar sparisjóðsvexti um2%.
Leiðir tilfrekari vaxtalœkkana á óverðtryggðum lánum.
Overðtryggðir útlánsvextir
munu að líkindum lækka um
5% á næstu vikum að áliti Seðla-
bankans. Nokkrir bankar hafa
þegar ákveðið 2% vaxtalækkun
sem tekur gildi nú í dag og Seðla-
bankinn hefur ákveðið að lækka
sparisjóðsvexti um 2% sem aftur
mun leiða til frekari vaxtalækk-
ana hinn 11. maí nk. Þetta kom
fram á ársfundi Seðlabankans
sem haldinn var í gær.
Jóhannes Nordal sagði á fund-
inum að vaxtalækkanir virtust
orðnar tímabærar en verðlags-
þróun myndi ráða frekari þróun
þessara mála næstu mánuði.
Seðlabankastjóri sagði að þrátt
fyrir tilraunir með frjálsa vaxta-
ákvörðun viðskiptabankanna
vantaði enn margt á að skilyrði
hefði skapast til raunverulegrar
markaðsmyndunar vaxta og „því
yrði enn um skeið þörf leiðsagnar
Seðlabankans, bæði að því er
varðar vaxtastefnuna í heild og til
þess að koma í veg fyrir öfgar í
vaxtamálum og óhóflegt bil á
milli útláns og innlánsvaxta".
Ræddi hann um auglýsingastríð
bankanna í vaxtamálum og sagði
ekki að furða þótt vart yrði „ým-
issa barnasjúkdóma og öfga á
meðan innlánsstofnanir væru að
koma fótunum fyrir sig á eigin
spýtur eftir að hafa ekki þekkt
annað en miðstýringu og forsjá
annarra um vaxtabreytingar".
-lg-
Leiftursókn gegn
lífskjörum
Línuritið sýnir hækkun
kauptaxta frá 1982, hækkun
ráðstöfunartekna einstak-
linga á mann og hækkun
framfærslukostnaðar á
sama tíma. Línuritið sýnir
okkur þessar þjóðfélags-
legu staðreyndir:
1. Vara sem 1982 kostaði
100 krónur kostar í dag 305
krónur.
2. Kauptaxtinn sem þú býrð
viö hefur á sama tíma
hækkað úr 100 kr. í 217 kr.
Það vantar því 92 krónur
upp á sama kaupmáttinn
og var 1982. Þeir sem lifa á
töxtunum einum hafa orðið
fyrir þessari kjaraskerð-
ingu. Þeir eru: Aldraðir og
öryrkjar, atvinnulausir, fólk
í fiskvinnu (þó bónus sé
meðtalinn), stærstur hluti
annars láglaunafólks. Með
öðrum orðum meirihluti
launamanna.
3. Þeir sem hafa fengið yfir-
borganir hafa ekki orðið
fyrir eins mikilli kjaraskerð-
ingu. Þá vantar samt að
meðaltali 52 krónur til þess
að greiða framfærslukost-
naðinn sem 1982 var 100
kr. en er nú 305 kr.
BSRB
Vilja breytingar á launastiga
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hefur óskað eftir við-
ræðum um breytingar á launa-
stiga gildandi kjarasamnings en
launaliðirnir eru uppsegjanlegir
frá 1. september nk. Segir í frétt
frá BSRB að eftir dóm Kjara-
dóms hafi verulegt misræmi
skapast í launakjörum meðal
ríkisstarfsmanna sem nauðsyn-
legt sé að fá leiðréttingu á.
Haraldur Steinþórsson fram-
kvæmdastjóri BSRB sagði í sam-
tali við Þjóðviljann í gær að sem
dæmi mætti nefna að hjá BSRB
væri 3.5% munur á milli launa-
flokka og annað eins á milli
starfsaldursþrepa. Að auki væru
mismunandi ákvæði í aðal- og
sérkjarasamningi um tilfærslur í
launum miðað við starfsaldur.
Hjá BHM væri hins vegar 3%
munur á milli launaflokka, 4.5%
á milli þrepa og öðruvísi ákvæði
um starfsaldurshækkanir. „Þessi
mismunur í uppbyggingu launa-
stiganna skapar misræmi sem við
töldum nauðsynlegt að hefja við-
ræður um“, sagði Haraldur.
í frétt BSRB segir ennfremur
að komi til breytinga á launa-
kjörum ríkisstarfsmanna innan
BSRB þá væri það verkefni að-
alsamninganefndar bandalagsins
svo og einstakra aðildarfélaga
sem hvert um sig hafa gert sér-
kjarasamninga.
- v.
Hún velur sér aldeilis daginn
flokksklíkan í Framsóknar-
flokknum fyrir uppsagnirnar!
Ljósmyndasýningin
Síðasti
sýningardagur
Alþjóðlega fréttaljósmynda-
sýningin og sýning íslenskra
blaðaljósmyndara í sýningarsal
ASÍ við Grensásveg lýkur í kvöld
kl. 22.
Sýningin flytur norður á Akur-
eyri og verður sett upp í
Menntaskólanum. Hún verður
þar fram til 6. maí n.k.
Ármúlaskólinn
Kennt á 1. maí
Kennt verður í Ármúlaskólan-
um í Reykjavík fyrir hádegi í dag.
Er það gert til þess að vinna upp
tapið sem varð á kennslu í verk-
fallinu í vetur. Þjóðviljinn hafði
samband við nokkra aðra
fjölbrauta- og menntaskóla, en
svo virðist sem Ármúlaskólinn sé
eini skólinn í Reykjavík þar sem
kennt er á 1. maí. Kennslu er nú
lokið í flestum menntaskólunum
á höfuðborgarsvæðinu og próf að
hefjast. - ólg.
Æskulýðsfylkingin
Krefjumst
barattu
Við höfnum samráðsmakki
verkalýðsforystunnar og atvinnu-
rekenda og krefjumst baráttu
fyrir betri kjörum,“ segir í ávarpi
frá Æskulýðsfylkingunni í
Reykjavík sem verður dreift á rit-
lingi í dag 1. maí.
Avarpið hefst með áskorun:
„Á baráttudegi verkalýðsins 1.
maí 1985 skorar Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins á allt ungt
vinnandi fólk að taka forystuna í
baráttunni gegn ríkisstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks“. Og því lýkur með orðun-
um: „Þetta verður aðeins gert
með því að hinn almenni félags-
maður taki þátt í mótun kröfu-
gerðar verkalýðshreyfingarinnar
og verði virkur þar í baráttunni
fyrir betri kjörum“. -óg
BORGARNESDAGAR
j LAUCARDALSHÖU 2.-5. MAf
VORUSÝNING
MYNDUSTARSÝNING
„TÍSKUSÝNINGAR
TOLVUKNATTSPYRNA
GOLFVÖLLUR OG LEIKIR
SONGUR OG TÓNLIST
SKEMMTUN OG FRÓÐLEIKUR
FYRIR ALLA
OPIÐ FIMMTUDAG KL. 19-22
FÖSTUDAG LAUGARDAG
OG SUNNUDAG KL. 13-22