Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Qupperneq 4
LEFÐARI Barátta undir maísól í árdaga íslenskrar verklýðshreyfingar var barist fyrir meiri menntun launafólksins og búið í haginn fyrir komandi kynslóðir. Menningarbar- átta verklýðshreyfingarinnar skilaði af sér mikl- um árangri, sem við njótum góðs af í dag. Þessi barátta var öðrum þræði hugsjónabarátta; í bókmenntum okkar og stjórnmálalífi átti jafnað- arhugsjónin, samtakatrúin og félagshyggjan traustar rætur. Andstæður auðvaldsjDjóðfélagsins, hið gífur- lega ríkidæmi á aðra hönd og örbirgðin á hina voru á mótunarskeiði kapitalismans mun skarp- ari en í dag. Andstæðurnar hafa breyst; við höfum fyrir sjónum okkar hin vígvæddu velferð- arríki í norðri á aðra síðu, - og sveltandi meiri- hluta mannkyns í suðrinu á hina. Á íslandi hafa andstæðurnar dofnað með skárri dreifingu arðsins og aukinni hagsæld þjóðarinnar. Það þýðir hins vegar ekki að réttlát- lega sé skipt. öðru nær. Á undanförnum tveim árum hafa atvinnurekendur með dyggri aðstoð fjandsamlegs ríkisvalds hirt til sín stærri hlut af vinnu fólksins en áður. Verklýðshreyfing og stjórnarandstaða hafa enn ekki komið þeim vörnum við að dugi. Sá funi réttlátrar réði vegna misréttis, og hug- sjónaglóðir sósialismans, sem settu svip sinn á verkýðsbaráttuna hér áður og fyrr, hafa kulnað um stund. Auðvaldið íslenska hefur eignast hlutdeild í hugmyndafræði í nýjum búningi sem hefur haft ískyggilega mikil áhrif á þjóðlífið síðustu árin. Kaldhömruð og mannfjandsamleg frjálshyggj - an hefur ráðið ferðinni í ýmsum valdastofnun- um. Sú bábilja hefur meira að segja orðið að stefnu, að hægt sé að reka jafnaðarstefnu uppí kjöltunni á hinu fjandsamlega atvinnurekenda- valdi og ríkisvaldi. „Svo eru ágjörn augu/ auðugs manns og brjóst/sem grimmt helvítis gin,“ segir í Heimsósóma Skáld-Sveins. Og réttlætið verður aldrei sótt með elskusemi til þeirra sem einatt nærast af óréttlætinu. Hins vegar er það eðli klókra valdsmanna að smjaðra fyrir þeim sem þeir kúga. Sjá, þeir koma til yðar í sauðarklæðum, en hið innra eru þeir glefsandi vargar. Þó nýfrjálshyggjan komi nú fram sem ný hug- myndafræði undir formerkjum „vísindalegs“ yfirbragðs, - þá fer því fjarri að hún sé ný af nálinni. Hér er búið að finna arðrán og kúgun nýtt nafn,- og hugmyndafræðin á að vera til réttlætingar. Svo er einnig að sjá að margir kannist við þá lífssýn sem markaðsriddararnir keppast nú við að gera að „hagfræði" sinni og alþjóðar. Árni Björnsson yfirlæknirá Landspítal- anum segir í blaðagrein í gær, að árásir frjáls- hyggjunnar á velferðarþjónustuna sé „nýfas- ismi með hagfræðibragði". Þannig sjá margir hvaða hættur eru fólgnar í þessari heimssýn ríka fólksins. Nú hefur syrt að um nokkurra missera skeið í málefnum íslensks launafólks. Því hefur verið sýnd óvirðing, mannréttindi hafa verið afnumin og kaupmáttur umsaminna launa hefur rýrnað um meira en fjórðung á tveggja ára tímabili. Það er nú kominn tími til að snúa vörn í sókn. Mikil árgæska er nú til lands og sjávar. Þegar á síðasta ári jókst þjóðarframleiðsla og spáð er áframhaldandi vexti í ár. Ýmsir nýir kostir hafa nú komið fram í okkar atvinnulífi og mörg teikn á lofti um að dýmætir landvinningar séu í sjón- máli. Það er kominn tími til að endurlífga hreyfingu um þær hugsjónir sem hleyptu íslenskri verk- lýðshreyfingu af stokkunum; breytt skiptahlut- föll launafólki í vil, samstöðu, baráttu fyrir sósíal- isma, jafnrétti, þjóðfrelsi og síðast en ekki síst meira lýðræði. Þjóðviljinn styður heilshugar þá verklýðs- hreyfingu sem berst af einurð gegn atvinnu- rekendavaldinu, sem vill endurheimta kaupmáttinn, sporna við frjálshyggjunni og andæfa gegn því fjandsamlega ríkisvaldi sem við búum við. Þjóðviljinn hvetur allt launafólk og samtök þess á þessum baráttudegi, 1. maí, að bindast samtökum um að hnekkja atvinnurek- endavaldinu og byggja upp valddreift lýðræðis- legt þjóðfélag á íslandi - þjóðfélag bræðralags- ins. Það er maísólin okkar, - okkar einingar- bands. -óg KUPPT OG SKORIÐ Áunnln énæmlshgkhm (AIDS); Allt mannkyni§/ hættu g) * " -J——•»» eru :Fréttabæklun ; sjónvarpsins m eru 9.608 , þ&r af i 18 veg- irflga- f blóði Ui 5001 MaiyÁ Vf •*";D88on og dr. Haraldur ■» er viðtal við þá: .Aðeina m tima hvenaer AIDS vl8M, á bls. 4B í blað- Pre^rétt Mor^uxibJpO^,.1. * 1 matl láekna. A hinn bj inn gétur allt þetta fólk bugaj lega 8mitað aðra og á þann h flýtt mjðg fyrir útbreiðslu fcrðiamáium. og á aomum avmðom í Aírflm einakorðaat útbreifiala AIDS siður en svo við homma. Nýleg rannsókn á einu svssði i Afrfltu leiddi í Ijós að um 6% al- mennings hafa mótefni AIDÖ- wimnrnr i bióði EÍnu, Og U2B 80% vaendiskvcnna. Ov útbraiAalan bar um sióðir v«klur óbug. 1 Zaire til dsemis eru greind Qðgnr tUfaUi af AIDS á dag að mfllahali, aðaltaga hjá fólki með eðUIoga kynhadsb. t unnar. óttast aérfrseðingar AIDS-faraldur verði í stórborgun^ Vefltnrlanda áður en langt um llð- ur, og þá tjnt i San Frandaco og New York, þar aém AIDS er þegar «Wig áberandi. Tala m*nn nm að binir 11 þúaund AJDS-fljókiingar, flflm vitað er nm i hcbninum (dag. iugum| aUtt I lugardags og Eins og menn vita eru þeir á Morgunblaðinu afar ánægðir með blað sitt. Þeir láta þess getið við hvert tækifæri (og reyndar án þess að tækifæri bjóðist líka) að blaðið sé eitt hið ágætasta í heimi. Fullt af umburðarlyndi, mann- viti, menningaráhuga, rökvísi og öðrum blaðadyggðum. Ef að Morgunblaðsmenn láta svo lítið að bera sig saman við önnur blöð, þá verða þeir að fara langt og velta vandlega fyrir sér helstu stórblöðum álfunnar. Gott ef þeir voru ekki eitt sinn á þeim buxum að miða við Le Monde í Paris, en urðu frá að hverfa, þeg- ar því var að þeim hvíslað, að fullt færi af laumukommum á Le Monde. Var þá sá kostur tekinn að líkja Morgunblaðinu við geysiábyrgt og gulltryggt borgar- ablað í Sviss, Neue Zuricher Zeitung. Og þar við situr - hvað sem Þjóðviljamenn segja og önnur niðurrifsöfl í samfélaginu. Vansælir menn En þótt skömm sé frá að segja, þá hefur hið hátimbraða sjálfsálit Morgunblaðsins ekki fært þeim sálarró og geðprýði sem þar starfa. Öðru nær. Innanstokks- menn sýnast vakna þar á hverjum morgni grautfúlir og óttaslegnir yfir því að ábyrgðarlausir menn og öfundsjúkir séu að rógbera þá og efast um þeirra ágæti. Snýst þessi sálarkröm einatt upp í undarlega frekju og oflátungs- hátt, sem birtist í þeirri áráttu að Morgunblaðið er sýknt og heilagt að segja öðrum fjölmiðlum fyrir verkum. Ekki síst ríkisfjölmiðl- um. Því fer fjarri að látið sé við það sitja að Morgunblaðið sé að amast við skoðunum, sem því eru ekki að skapi. Það er svosem ekki nema mannlegt. En tilætlunar- semin og fyrirskipanaáráttan gengur miklu lengra. Morgun- blaðið vill helst taka sér vald til að segja öðrum fjölmiðlum fyrir um orðalag, um skilning hugtaka, um hlutföll í fréttaflutningi, um það sem gleyma skal og um það hvað er þarft að leggja áherslu á. í öllum þessum efnum skal mönnum skylt að fara að fordæmi Morgunblaðsins. Annars skulu þeir einokunarríkiskommúnistar heita og laumuerindrekar Gúl- agsins. Allt minnir þetta dálítið á guðfeðrasiðferðið í mafíunni: Ef þú sýnir mér ekki virðingu, el- skan mín, þá verður þú drepinn! Ég geri þér tilboð sem þú getur ekki hafnað.... Söguleg fyrirsögn Allra mest verður viðkvæmnin þó þegar efast er um ágæti sjálfs Morgunblaðsins. Einhver hug- djarfur maður á NT gerðist svo djarfur um daginn að minna á langa og skemmtilega og alloft grátbroslega málfarssögu Morg- unblaðsins. Fjólupabbar urðu feiknarlega reiðir, illkvittnir menn segja það hafi hrikt í stjórnarsamstarfinu við þessi ósköp, en það mun ofmælt. Þetta upphlaup hjá NT var þó ekkert hjá því sem nú er upp komið: Fréttastofa Sjónvarpsins leyfði sér þá ósvinnu um helgina, að skilja ekki réttum og auðmjúkum skilningi aðalfyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Fréttin fjallaði um ískyggilega útbreiðslu banvæns smitsjúk- dóms, AIDS, og þar stóð „Allt mannkynið er í hættu”. Fréttin undir fyrirsögninni var byggð á samtali við íslenska lækna sem voru á ráðstefnu um sjúkdóm þennan og svo á frásögnum er- lendra blaða af ráðstefnunni. Sjónvarpið talaði við annan lækninn sem á ráðstefnunni var og kom þar fram að Morgunblað- ið færi með ýkjur, gengi of langt með svo glannalegri fyrirsögn. Þetta verður svo til þess, að Morgunblaðið skrifar heilan leiðara í gær undir fyrirsögninni ,JFréttabæklun sjónvarpsins”, og er svo yfir sig hneykslað á „kommisörum á ríkisfréttastofu sjónvarpsins” (einokunar- kommarnir semsagt) að það þurfti að stækka leiðarapláss blaðsins um meira en þriðjung. Til að fyrir komist útskýringar blaðsins á því að Morgunblaðið hafi ekki notað samtal sitt við læknana tvo „til að auka á ótta eða ýkja ástandið”. Til að mar- gtyggja það, að AIDS sé að sönnu skæður sjúkdómur, sem ■ enginn hefur reyndar efast um. Og þó fyrst og fremst til þess að hella úr koppum reiði sinnar yfir sjónvarpsmenn fyrir að þeir skuli, með því að spyrja lækni að því hvort Morgunblaðið gangi ekki of langt í fyrirsögn sinni, leyfa sér að gefa það í skyn að Morgunblaðið geti dottið í æsi- blaðamennsku. Leiðarinn ber fram þá ásökun á fréttastofu sjónvarps að vinnubrögð hennar séu afleit auk þess sem hún vilji „nota afl sjónvarpsins og einok- un til að koma höggi á eina kepp- inaut sinn hér á landi.” Alvöru- mál Þetta er, eins og sjá má, mikið mál og erfitt og mun vafalaust draga langan dilk á eftir sér. Það versta af öllu er náttúrlega það, að enn skuli sú ósvífni við gang- ast, að til sé einhver fjölmiðla- aðili í landinu sem getur talist keppinautur svo ágæts og eigin- lega heilags blaðs og Morgun- blaðsins í útbreiðslu og frétta- flutningi. Lesendum leiðarans má ljóst vera, að eina leiðin út úr þessum ógöngum er að leggja sjónvarpsstarfsemina undir Morgunblaðið. Enda verður það gert. -ÁB. DiðmnuiNN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandí: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Augiýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnfjörö. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. - Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum fra kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINNÍ Mi&vlkudagur 1. maf 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.