Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1985, Síða 5
Alþingi Felld verði niður gjöld af 600 bflum Guðrún Helgadóttir og Svavar Gestsson leggja til aðfelld verði niður gjöld afóOO bílum tilfatlaðra ístað 550 áður. Jafngildirll launaaukum bankastjóra ríkisbankanna Guðrún Helgadóttir og Svavar Gestsson hafa flutt frumvarp til laga um breytingu á tollskrá, þar sem þau leggja til að felld verði niður gjöld af allt að 600 bifreiðum „fyrir fólk sem er svo mikið fatlað að það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis" eins og segir orðrétt í frumvarpinu. Með frumvarpinu fylgir svo- hljóðandi greinargerð: í núgildandi lögum um tollskrá er heimilað að lækka eða fella niður gjöld af allt að 550 fólks- bifreiðum fyrir þá sem á bifreið þuifa nauðsynlega að halda vegna fötlunar. Með þessu frum- Range Rover, eftirsóttur gæðabíll og rándýr. Bankastjóri sem kann sæmilega að ávaxta sitt pund á góða möguleika á að eignast slikan bíl á þriggja ára fresti, fyrir launaaukann einan. Það sýnist því varla ofrausn að fella niður 100,000 kr. gjöld af 50 bílum til viðbótar fyrir fatlaða, ekki síst í Ijósi þess að nokkrir tugir eru nú á biðlista. varpi er lagt til að fjölga þeim í 600, eða um 50 bifreiðar. Á síðustu árum hefur tolla- lögum verið breytt verulega að því er tekur til tollaívilnana vegna bifreiða fatlaðra. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um fulla nið- urgreiðslu aðflutningsgjalda af allt að 40 bifreiðum þeirra sem við mesta fötlun búa, og áður hafði endumýjunartími verið rýmkaður. Hins vegar eru nú á biðlista eftir síðustu úthlutun nokkrir tugir fatlaðs fólks sem allan rétt átti á lækkun aðflutningsgjalda af bifreið og þurfti þess nauðsyn- lega með, en ekki var unnt að sinna umsóknum þess þar sem leyfin vom aðeins 550. Áukning um 50 leyfi er talin leysa vanda margra þeirra sem mest þurfa þess með. Við síðustu úthlutun í febrúar s.l. nam lækkunin 84.000 kr. fyrir hverja bifreið auk niðurfellingar söluskatts. Mun láta nærri að alls væri upphæðin 100.000 kr. á hverja bifreið. Kostnaður við þessa aukningu nemur því u.þ.b. 5 milj. kr. og fer næsta úthlutun fram í febrúar 1986. Til samanburðar má benda á að hér er um að ræða jafnvirði 11 launaauka til bankastjóra til bif- reiðakaupa, en um 20 banka- stjórar njóta nú þeirra fríðinda. hágé Skúlagatan Heikostnaðuiinn nemur 50 miljónum Meirihlutinn enn andvígur samkeppni um byggð í Skuggahverfi Borgarstjórn Meiri byggð við Lágmúla Meirihluti borgarstjórnar hef- ur samþykkt að úthluta lóðum til Saga-film og fleiri aðila á græna svæðinu milli Lágmúla og Kringlumýrarbrautar. Minni- hlutinn greiddi atkvæði gegn til- lögunni í skipulagsnefnd og um- hverfismálaráði, m.a. með þeim rökum að þegar hefði verið gengið of nærri grænum svæðum í kringum þessar miklu umferðar- götur, Suðurlandsbraut og Kringlumýrarbraut. f borgarstjórn bókuðu fulltrú- ar Kvennaframboðs mótmæli við því að svæðið skyldi tekið til skip- ulagningar án þess að ákvörðun um það væri tekin í skipulags- nefnd eða borgarráði, og bentu á að engin haldbær rök væru fyrir nauðsyn þess að taka svæðið til bygginga. Herkostnaður borgarinnar við að koma fyrir allri þeirri byggð sem fyrirhuguð er á Skúlagötureitnum nemur a.m.k. 50 miljónum króna. Þetta kom fram í svari við skrif- legri fyrirspurn Sigurjóns Pét- urssonar fyrir skemmstu. Þar sem byggingarnassinn rúmast engan veginn á þeim lóð- um sem upphaflega var ætlunin að byggja meðfram Skúlagötu eru nú uppi hugmyndir um að stækka byggingareitinn til norðurs, út yfir núverandi stæði Skúlagötu og byggja nýja húsa- götu þar fyrir norðan. Þetta kost- ar m.a. um 30 þúsund rúmmetra fyllingu í sjó fram. Samkvæmt upplýsingum sem Sigurjóni voru afhentar er áætl- aður kostnaður við landfylling- una 6-18 miljónir króna, allt eftir því hversu hratt landaukinn er byggður. Lögð er mikil áhersla á að hraða framkvæmdum á þess- um stað og sagði Sigurjón því trú- legt að talan 18 miijónir væri nær sanni. Endurstofnverð núverandi Skúlagötu er 17 miljónir króna, en hún mun hverfa undir byggð skv. framangreindum tillögum. Ný húsagata sem koma á í hennar stað mun kosta 10 miljónir. Þá verður að flytja Sætúnið utar á kafla og verður af því talsverður kostnaður. Til skipulagsvinnunn- ar er ætlað 3,5 miljónum á þessu ári. í tilefni þessara upplýsinga og þess að ákveðið hefur verið að fresta töku gatnagerðargjalda af eignarlóðum, sem taka átti gildi 1. janúar n.k. endurfluttu borg- arfulltrúar Alþýðubandalagsins tillögu um samkeppni um skipu- lag nýrrar byggðar við Skúiagötu. í greinargerð er bent á að í sam- keppni muni væntanlega koma fram einfaldari lausnir og ódýrari á byggingu þessa svæðis og þær fjárveitingar sem ætlaðar eru í skipulagsvinnuna í ár, myndu duga fyrir kostnaði við sam- keppni. Sjálfstæðisflokkurinn felldi tillöguna. Mlðvikudagur 1. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Spurt um..... ...tryggingar fyrir lánum Fiskveiðasjóðs Guðmundur Einarsson (BJ) spyr sjávarútvegsráðherra hvort Fiskveiðasjóður hafi nægar tryggingar fyrir veðlánum til svo- kallaðra uppboðstogara. Ef svo er ekki, telur ráðherra að stjórn og forstjóri Fiskveiðasjóðs hafi sinnt skyldum sínum? ... flótta háskóla- menntaðra úr þjónustu ríkisins Guðrún Helgadóttir (AB) spyr forsætisráðherra hvernig ríkis- stjórnin hyggist bregðast við fyrirsjáanlegum flótta háskóla- menntaðra manna úr þjónustu ríkisins, eftir að niðurstaða kjara- dóms liggur nú fyrir í máli launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan Bandalags háskólamanna gegn fjármálaráðherra. ...málefni Kísil- málmvinnslunnar Guðmundur Einarsson (BJ) spyr iðnaðarráðherra: 1. Hve miklu fé hefur verið varið til rekstrar skrifstofu Kísil- málmvinnslunnar hf. frá upp- hafi, þar með talinn kostnaður af viðræðum við hugsanlega erlenda meðeigendur? 2. Hver er núverandi starfs- mannafjöldi Kísilmálmvinnsl- unnar hf.? 3. Hver er áætlaður rekstrar- kostnaður Kísilmálmvinnsl- unnar hf. árið 1985? ... tryggingar fyrir lánum opinberra lánasjóða Guðmundur Einarsson (BJ) spyr viðskiptaráðherra: Telur ráðherra ástæðu til að fram fari opinber rannsókn á út- lánum opinberra lánasjóða og ríkisbanka til að ganga úr skugga um að allar lánveitingar séu með fullnægjandi tryggingum? ...lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara Hjörleifur Guttormsson spyr menntamálaráðherra: „Hvenær er að vænta stjórnar- frumvarps um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara?" ...almannafrið Stefán Benediktsson (BJ spyr dómsmálaráðherra: Hvers vegna er 7. gr. laga nr. 45 frá 15. júní 1926, um almanna- frið á helgidög .. þjóðkirkjunn- ar, ekki framfylgt gagnvart starf- semi Ríkisútvarps-Sjónvarps með sama hætti og gagnvart starf- semi kvikmyndahúsa?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.